Tíminn - 25.11.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 25.11.1972, Blaðsíða 16
TÍMINN Laugardagur 25. nóvember 1972 Marteinn Geirsson kjörinn knattspyrnumaður ársins 7 972 Marteinn Geirsson, knattspyrnumaður úr Fram, var kjörinn ,,knatt- spyrnumaður ársins" í hinni árlegu skoðana- könnun Timans. Sigraði Marteinn með nokkrum yfirburðum, því að hann hlaut 365 atkvæði, en sá sem hlaut næstflest atkvæði, Eyleifur Haf- steinsson, Akranesi, hlaut 195 atkvæði. Talsverður munurvará þriðja manni á listanum, Ásgeiri Sigur- vinssyni, Vestmanna- eyjum, en hann hlaut 96 atkvæði. Samtals greiddu 920 atkvæði i skoðanakönnuninni i ár, en það eru nokkru færri en i fyrra. Sam- tals hlutu 29 knattspyrnumenn at- kvæði, og eins og oftast áður, bárust fleiri atkvæði utan af landi en úr Reykjavik. Úrslit voru tilkynnt i hófi, sem Timinn gekkst fyrir á Loftleiða- hótelinu i gær, en meðal gesta voru Albert Guðmundsson for- maður Knattspyrnusambands Is- lands, Ólafur Erlendsson, for- maður Knattspyrnuráðs Reykja- vikur, Ellert B. Schram, knattspyrnumaður ársins undan- farin þrjú ár, nokkrir af forustu- mónnum knattspyrnudeildar Alfreð Þorsteinsson afhendir Marteini styttu þá, sem „Knattspyrnu- maður ársins" hlýtur til eignar. (Timamyndir Róbert.) Albert Guðmundsson. formaður KSt óskar Marteini til hamingju. „KSÍ sterkt og stolt ff Er úrslit höfðu verið tilkynnt í skoðanakönnun Timans í gær, tók Albert Guðmundsson formaður Knattspyrnusambands is- landstil máls. Sagðist hann vilja þakka Tímanum fyrir það framfak að efna til skoðanakönnunar af þessu tagi, hún væri án efa til þess að auka áhuga á knattspyrnuíþróttinni. Óskaði Albert Marteini og konu hans til hamingju og sagðist telja Martein vel að þessu sæmdarheiti kominn. Sagði hann, að það væri gleðilegt að unglingalandsliðs- maður frá 1968 hefði hlotið þennan titil nú, það gæfi vis- bendingu um, að viö værum á réttri leið i knattspyrnustarfinu. Gat hann þess, að hann hefði mjög góða reynslu af Marteini bæði innan sem utan vallar, og minntist sérstaklega frammi- stöðu Marteins i lands- leikjunum i Belgiu, þar sem Marteinn hefði vakið athygli fyrir góða leiki. bá vék Albert nokkuð að starf- semi KSl. Sagði hann, að Knatt- spyrnusambandið væri sterkt og stolt og stæði vel að vigi f járhags- lega. Sagðist hann telja nauðsyn- legt, að menn sameinuðust um starfsemi sambandsins og létu aukaatriðin ekki verða að aðalat- riðum. Talaði hann um útkjálka- hyggju i þvi sambandi og gagn- rýndi, að iþróttafréttamenn gerðu neikvæðu hliðunum betri skil en þeim jákvæðu oft á tið'um. t>vi næst vék Albert að þvi, að ungu mennirnir i knattspyrnu, af- reksmennirnir á þvi sviði, hefðu ekki brugðizt á timum, þegar talað væri um unglingavanda- mál. Sagðist Albert að lokum leggj áherzlu á það, að ungu mennirnir sem næðu lengst i iþróttum, væru ávallt til fyrir- myndar — innan vallar sem utan. Ólafur Erlendsson, formaður Knattspyrnuráðs Reykjavikur, tók þvi næst til máls og sagðist vilja taka undir orð Alberts um það, að skoðanakönnun eins og sú, sem Timinn gengst fyrir sé jákvætt framlag til iþróttarinnar. Loks tók til máls Þorkell bor- kelsson, stjórnarmaður i knatt- spyrnudeild Fram, og sagðist vil.ja nota þetta tækifæri til að þakka Marteini Geirssyni fyrir góða frammistöðu með Fram i sumar. Taldi hann, að þáttur Marteins i þvi, að Fram endur- heimti tslandsmeistaratitilinn, hefði verið ómetanlegur. Fram, auk ritstjóra Timans, Þórarins Þórarinssonar og blaða- manna Timans. 1 fjarveru Kristins Finnboga- sonar, framkvæmdastjóra Timans, afhenti Alfreð Þorsteins- son Marteini Geirssyni veglega styttu til eignar og óskaði honum og konu hans, Hugrúnu Péturs- dóttur, til hamingju. Sagði hann, að Marteinn væri vel að sæmdarheitinu „Knattspyrnu- maður ársins" kominn. Marteinn hefði verið driffjöður i liði sinu og átt mikinn þátt i þvi, að Fram endurheimti tslandsmeistara- titilinn i knattspyrnu. Enn fremur sagði hann, að það væri óvenju- legt, að miðverðir hlytu sæmdar- heiti eins og þetta, þar sem fram- linuleikmenn væru venjulegast i sviðsljósinu fyrir að skora mörk, a.m.k. væri reynslan sú erlendis, en hérlendis væru miðverðirnir greinilega i sviðsljósinu sbr., að Ellert Schram hefði hlotið bennan titil undanfarin ár. Tiu efstu menn i skoðana- könnun Timans urðu þessir: 1. Marteinn Geirss, Fram 368 2. EyleifurHafsteinss.tA 195 3. AsgeirSigurv.s., ÍBV 96 4. ElmarGeirsson, Fram 62 5. Guðgeir Leifss, Vik. 52 6. Hermann Gunnarss. Val, 30 7. Sigurður Dagsson, Val 27 8. Guðni Kjartansson, IBK 26 9. Tómas Pálsson IBV 17 10. Þorsteinn Ólafsson, IBK 15. Auk þess hlutu 19 aðrir færri atkvæði, en þeir voru Magnús Guðmundsson KR Ólafur Júliusson, IBK Þorbergur Atlason, Fram Magnús Jónatansson, IBA Þórir Jónsson, Val Ellert B. Schram, Sauðárkrók Ólafur Hákonarson, Breiðablik Ásgeir Eliasson, Fram Steinar Jóhannsson, IBK Þröstur Stefánsson, IA Ólafur Sigurvinsson, ÍBV Atli Héðinsson, KR Ómar Karlsson, FH Kristján B. Snorrason, Spyrni. Ólafur Danivaldsson, FH Ingi B. Albertsson, Val Kristinn Jörundsson, Fram Orn öskarsson, IBV. Þetta er i fimmta sinn, sem efnt er til skoðanakönnunar um knatt- spyrnumann ársins. Fyrsta árið bar Hermann Gunnarsson sigur úr býtum. Siðan Ellert Schram i þrjú ár. og Marteinn Geirsson árið 1972. Yfirleitt hefur þátttaka f skoðanakönnuninni verið góð, bezt var hún i fyrra, þegar hátt á sautjánda hundrað tóku þátt i henni. Marteinn i hópi Framara. Talið frá vinstri: Þorkell Þorkelsson, Siguröur Friöriksson, form knatt spyrnudeildar, Marteinn Geirsson, Hilmar Svavarsson og Sveinn Sveinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.