Tíminn - 25.11.1972, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.11.1972, Blaðsíða 4
TÍMINN Laugardagur 25. nóvember 1972 S*2Qji l'illiim á myndinni er pabbi minn. Mignon litli er ekki nema nokkurra mánaða gamall, en er samt orðinn 150 kíló á þyngd. En Mignon á el'tir að þyngjast mikið enn og verða stór.eins og pabbinn á myndinni á veggnum, og verða nokkur tonn. En ekki er víst,að litli fíllinn eigi þægi- lega ævi framundan, þvi hann er i eigu manns í Banda- rikjunum, sem elur upp dýr og temur til að koma fram i sirkusum. Lifshættulegur leikfélagi. Það þarf sterkar taugar til að vera góðkunningi tannhvalsins Lolitu, en Mike karlinn Jax hefur þann kunningsskap að atvinnu. Lolita, sem er nær fimm metrar að lengd og vegur hálft annað tonn, er i sædýra- safni á Miami, og nokkrum sinnum á dag stingur Jax hausnum inn i opið ginið á hvalnum til að skemmta áhorf- endum. Ef Lolitu dytti i hug að skella saman skoltunum, þegar Jax er með hausinn inni í kjafti hennar, færi sýningin út um þúfur, og yrði hún þá að fá sér nýjan kunningja og samverka- mann. Oröin ieið á slöngum. Aðdáendur Línu langsokks muna sjálfsagt eftir.þegar Lina fór i sirkus, ásamt vinum sinum, og lék þar allar hunda- kúnstir eftir trúðum og krafta- mönnum • Annika Fors hefur dansað með slöngur sinar á skemmtistöðum i Sviþjóð og Danmörku, en er nú orðin leið á kyrkislöngum og segist helzt aldrei vilja sjá svoleiðis kvik- indi meir. Er hún nú farin að syngja og ætlar að hafa ofan af fyrir sér með þvi að striplast á skemmtistöðum með slöngur einar fata. — Auðvitað getur hann lika hafa séð eftir þessu og farið heim. Salernið hjá lækninum var bilað og þess vegna var hringt i viðgerðarmann. Hann leit á sal ernið, fleygði nokkrum magnýltöflum i skálina og sagði: — Hringið til min á morgun, ef þetta virkar ekki. Þegar maðurinn kom heim, fann hann konuna grátandi. — Hundurinn át matinn, sem átti að vera i kvöldmatinn. — Það gerir ekkert lil elskan min. Við kaupum bara nýjan hund. Tvö hippi voru á gangi á Strikinu. Þar sáu þau kaþólskan munk, með handlegginn i fatla. — Hvað kom fyrir, spurði annað hippið munkinn. — Ég datt i baðkerinu, svaraði hann. — Hvað er baðker? spurði annað hippið hitt, þegar þau héldu áfram göngunni. — Það veit ég ekki, en ég er heldur ekki kaþólskur. m- — ÍCg held, að við höfum ekkert hér að gera. — Blessuö vcrtu ekki að skoða cldhúsið. Maðurinn minn er i frii i nokkra daga. DENNI DÆAAALAUSI Ég er bara að horfa á „okkar eftirsóttu gómsætu kökur."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.