Tíminn - 29.11.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.11.1972, Blaðsíða 1
IGNIS KÆLISKÁPAR v RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SÍMI: 19294 * * * kæli- skápar 2)a« «<i4yefa/t A./ RAFTÆKJADEILD Hafnarslræti 23 Simar 18395 & 86500 Þekktust ekki þær til- slakanir, sem fram voru boðnar á fundunum Bretar sdtu við sinn keip ÞÓ—Ueykjavik. Viðræðufundur islenzku og brezku rikis- stjórnanna um landhelgismálið fór út um þúfur i gær, og margt bendir til,að frekari samningaum- leitanir fari ekki fram á næstunni, þó ekki sé það útilokað. Bretar vildu ekki á nokkurn hátt ganga að kröfum islendinga, þó svo að þeir sýndu skilning á sjónarmiðum þeirra, eins og Lady Tweedsmuir sagði i gærkvöldi. hliAar á málinu betur og hefbu samráö um möguleika á frekari viöræöuin!! Forystumenn islenzku við- ræðunefndarinnar, Einar Agústs- son, utanrikisráðherra, Luðvik Jósefsson, sjávarútvegsráðherra, og Magnús Torfi Ólafsson, menntamálaráðherra, héldu fund með fréttamönnum strax að við- ræðufundinum loknum i Ráð- herrabústaðnum. Þar sögðu þeir, að islenzka viðræðunefndin heföi gert miklar tilslakanir frá þvi.er siðustu viöræður fóru fram, en Bretar hefðu ekki viljað hlusta á tillögur tslendinga. 1 islenzku tillögunum, sem fram voru lagðar núna, er gert ráð fyrir þvi, að brezkir togarar geti veitt á sex veiðisvæðum, þar af verði jafnan þrjú svæöi opin og þrjú lokuð, sem þýðir, að hvert veiði- svæði yrði opiö sex mánuði á ári hverju. Þá gera islenzku til- lögurnar ráð fyrir þvi, að brezkir togarar geti veitt upp að 12 mflna landhelginni innan þessara veiöi- svæöa nema á tilteknum svæöum úti fyrir Vestfjörðum, Norður- landi og Austfjörðum, en þar er gert ráö fyrir meiri friðun en segir i reglugerðinni um útfærslu landhelginnar i 50 sjómilur , og þessi friðuðu svæði verða algjör- lega fyrir bátaflotann. Einnig lagði islenzka viðræðu- nefndin til, að brezkir togarar allt að 180 fetálengd eöa að 800 rúm- lestum að stærð fengju aö veiða á þessum tilteknu svæðum innan 50 sjómilna fiskveiðilandhelginnar. 1 fyrri tillögum tslendinga hafði verið lagt til, að hólfin yrðu sem nú, sex að tölu, en tvö opin og fjögur lokuð. Þá var gert ráð fyriq að hvert hólf næði ekki iengra en að 25 sjómilna mörkunum, og að hámarksstærð brezkra veiöiskipa Framhald á bls. 13 Veturliði ætlar að efna til sýningar úti á landi, þegar sýningunni í Norræna húsinu er lokið Málverkasýningu Veturliða Gunnarssonar i Norræna húsinu lýkur á miönætti i nótt — óneitan- lega sögulegri sýningu, hinni stærstu.er haldin hefur veriö.og jafnframt einni hinni fjöl- sóttustu. Kúmlega sjö þúsund manns hafði komiö á hana i gær, og lista maöurinn búinn að selja 82 mvndir. Veturliði byrjaði sýninguna með 86 myndum, en þegar for- stöðukona Norræna hússins sáhjá honum oliukritarmyndir, sem hann var með — frummyndir að stærri málverkum — bauð hún honum aukið húsrými. Þá gat hann hengt upp 190 slikar myndir til viðbótar. — Sumir eru að furða sig á þessari myndamergð, sagði Veturliði. En þvi er til að svara, að ég er ekki starfsmaður rikis og bæjar og hætti hvorki að vinna klukkanfimm nésit með hendur i skauti á laugardögum og sunnu- dögum. Ég hef unun af þvi að mála, og ég er búinn að dveljast svo lengi i sjúkrahúsum, að ég kann að meta það, þegar ég hef heilsu til að vinna. Þegar þessari sýningu lýkur, fer ég út á land og sýni þar — byrja á Akranesi. Og þar verð ég með nýjar myndir, þvi að ég á meira heima. Já — ég læt Akranes sitja fyrir, þó að Gyö- Framhald á bls. 13 ,,Það er fiskimanna- blóð í þeim þar" Margrét drottning og Henrik Prins. Koma í heimsókn næsta sumar Hennar hátign Margrét II Danadrottning og maöur hennar. hans konunglega tign Ilenrik prins hafa þegið boö forseta tslands að koma i opinbera heimsókn til tslands á komandi sumri. Itáögert er.að drottning og maöur hennar komi til Reykjavikur 4. júii n.k. og dveljist á islandi i 3 daga. Viðræðufundurinn hófst i gær- dag klukkan 11 fyrir hádegi og stóð hann aðeins i þrjá stundar- fjórðunga, og þá þegar mun hafa verið ljóst, að fundurinn myndi ekki bera árangur. Islenzka rikis- stjórnin hélt fund um málið klukkan 15, og siðan hófst fundur aftur klukkan 17, og lauk þeim fundi klukkan 18, en þá gáfu við- ræðunefndirnar út sameiginlega fréttatilkynningu. I fréttatil- kynningunni segir: „Dagana 27. og 28. nóvember 1972 fóru fram viðræður milli rikisstjórna íslands og Bretlands um landhclgismáliö i Reykjavik. Máliö var itarlega rætt frá báöum hliöum, en ekki fannst lausn á málinu ■ Samkomulag varö um, að báðir aöilar athuguöu hinar ýmsu Einar Agústsson og Lúövfk Jósefsson koma á fund blaðamanna aö loknum samningatilraunum og til- kynna þeim, að slitnað hafi upp úr viöræðunum. — Timamynd: Gunnar. grænt Ekki að nefna Ijós — „Næsta lægð er komin á mann áöur cn viö er litið”, sagði Jónas Jakobsson veðurfræðingur i gær, þegar Timinn spuröi hann um hvernig viöra myndi fyrir loft- farana i dag, ef þeir létu til skarar skriöa. ,,Þaö er hætt viö slyddu og snjókomu og sennilega hvessir eitthvaö — loftvogin fellur að minnsta kosti”. Veðurguðirnir brugðust loft- förunum sem sagt, og það eru engar likur til þess, að þeir freisti þess að fara á loft i dag. — veðurguðir byrsta sig, veðurfræðingar hrista höfuðið Knútur Knudsen vildi ekki heldur bregða upp grænu ljósi i gærmorgun, þegar piltarnir for- vitnuðust um veðurhorfurnar. — Það eru engar likur til þess, að við getum neitt aðhafzt i bili, sagði Halldór Axelsson, einn loft- faranna. Það blæs óbyrlega, og þó að við færum upp á Sandskeið, varð ekki úr neinum frekari undirbúningi. Loftfarið biður þar upp frá, og við höfum breitt segl yfir belginn og njörvað allt niður, svo að þvi sé óhætt, þó að hvessi. — JH.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.