Tíminn - 29.11.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.11.1972, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 29. nóvember 1972 TÍMINN 11 Annar af tveimur stórum bátum, sem siglingaklúbburinn á. Það er aumt hlutskiptiaöstanda undir húsvegg langa vetrardaga og biöa siglinga sumarsins, sólskins og ærsla barnanna. til að eldri drengir, svona 16 til 17 ára, komi hingað og leggi fram krafta sina við eftirlit fyrir klúbb- inn. Það er nú svo, að þegar strákarnir eru búnir að vera eitt ár eða þar um bil á litlum sjóskát- unum, þá vilja þeir fara að sigla stærri bátum. Og nú erum við að setja á stofn fyrir þá stærri báta svokallaða siglingabáta eða GP- skútur, sem eru um 14 feta langir. Frábæruppeldisskóli fyrirverðandi sjómenn — Hvað heldurðu, að séu að meðaltali margir krakkar hér við smiðar á vetrum annars vegar og svo við siglingar á sumrin hins vegar? — Það má segja, að yfir vetur- inn séu þeir að jafnaði 16 og er þá ekki gert ráð fyrir þvi, að hér séu aðrir en þeir, er hafi ákveðnum verkefnum að sinna. A sumrin, aftur á móti, er fjöldinn nokkuð misjafn, en er oft svona um 500. — Áhuginn er sem sagt nægur hjá unglingunum fyrir siglingum að þinu áliti? — Já, það er hann, og ég skal segja þér, að ég held þessi starf- semi sé eitt það allra sniðugasta, sem Æskulýðsráð hefur lagt út i. Þarna fá strákarnir þjálfun i þvi að fara á sjó og þeir verða ekki lengur hræddir við að fara i sjó- inn. Þeir fá þjálfun i þvi að fara með segl og árar. Ég held, að það megi skoöa þetta sem afar góðan uppeldisskóla fyrir verðandi sjó- menn, en einnig fyrir þá, sem að- eins myndu hafa siglingar sem sport og þetta er heilbrigt og ánægjulegt sport. — Hefurðu orðið var við áhuga á starfsemi þessa klúbbs hjá mönnum úti á landsbyggðinni? — Já, ég hef mikið orðið var við það undanfarið, og það virðist sem siglingaklúbbar með ein- hverju sniði séu nú að fara að skjóta upp kollinum viða um landið. Veit ég til, að nú eru m.a. að hefja starfsemi eða eru þegar komnir á fót siglingaklúbbar á Flateyri fyrir vestan og á Akur- eyri. — Ertu kunnugur þvi, hvort mikiðsé um einka-siglingaklúbba hér á höfuðborgarsvæðinu? — Eftir þvi, sem ég bezt veit, eru 2 slikir klúbbar i Kópavogi, nokkrir hér i Reykjavik, og auk þess einir þrir i uppsiglingu. Þyk- ir mér ekki óliklegt, að þeir muni hafa aðsetur hér i Nauthólsvik, en þó hafa Sundin inn við Elliðaár komið til tals i þessu sambandi. — Hvernig er vinnuaðstaðan hérna yfirleitt. Mér hefur sýnzt, að mest eða allt sé unnið i hönd- unum? — Vinnuaðstaðan er nú fremur frumstæð. Við höfum engin vélknúin tæki, en klúbburinn á nóg af handverkfærum, sem hann lánar, og svo er ég að sjálfsögðu með min verkfæri. Húsakynnin eru að verða heldur þröng, en það er einmitt verið að byggja núna, húsnæði, er verður framtiðar- verkstæði klúbbsins. Er það tölu- vert stórt, 150-200 fermetrar, og er að verða fokhelt. Húsnæðið, sem við höfum nú, er að verða mjög lélegt og er aðeins 70-80 fer- metrar. — Og strákarnir koma hingað beint úr skólanum, margir hverj- ir. — Jú, og það fer eftir þeirra stundatöflu, hvenær þeir geta komið. Sumir eru t.d. lausir strax um hádegi, og aðrir ekki fyrr en þrjii. Og gaman er að sjá dreng- ina koma hingað fulla af áhuga og hamast við smiðarnar þar til klukkan 6 á kvöldin. Sjóskátarnirog GP-14- skúturnareru viður- kenndarumallan heim — Kannski þú vildir lýsa nokk- uð gerð þeirra báta, sem þið hafið verið að smiða hér. — Þeir eru byggðir úr 6 1/2 mm þykkum krossvið, sem að mestu er úr krossvið og er sagður 100% vatnsþéttur. 1 hinni svoköll- uðu fallkistu er þó þykkri kross- viður eða allt upp i 12 mm. 1 þessari kistu, sem hvelfist upp i botn bátsins, er kjölur á öxli, sem látinn er falla niður, þegar bátur- inn er á siglingu, en er kippt upp i kistuna, þegár báturinn er i landi. Kjölurinn, sem er úr járni, 15 kg. að þyngd, er þannig laus, og það er hann, sem gerir siglingahæfni sjóskátans svo mikla, en seglið og mastrið er fremst i stefni bátsins. Er óhætt að segja, að sjóskátinn (seascout) er mjög góður og við- urkenndur um allan heim, en hann er smiðaður eftir danskri teikningu. Þeir eru 10 fet að lengd og 3 fet á breidd, með einni þóftu, og rúma ágætlega tvo stráka. Við reynum að hafa efnis- kostnað bátanna eins litinn og kostur er, og er heildarefnis- kostnaður sjóskátanna, með segl- um og öllu, um 7 þúsund krónur. Nú erum við að byrja að smiða stærri gerð af bátum, , GP-bát- ana en ég hafði smiðað tvo slika sjálfur áður. Eru þeir enskir og einnig mjög siglingahæfir og eru nú einir vinsælustu bátarnir i Englandi og viðar. Lengdin er fjórtán fet og breiddin 4-5 fet og taka þeir auðveldlega fjóra stráka. — Hefurðu eitthvað fylgzt með þvi, hvernig háttar hjá hliðstæð- um siglingaklúbbum erlendis? — Ég hef bæði sagnir af þvi og hef séðþaðsjálfur, að hjá þeim er byrjunin alveg eins og hjá okkur. Það er byrjað á svona smáu og svo er drengirnir þjálfaðir upp i stærri báta. Til dæmis eru þeir sums staðar komnir með allt að :i0 feta siglingaskútur. En hjá okkur er þetta sem sé allt á byrjunarstigi, en á framtið fyrir sér. Til gamans má geta þess, að sonur minn, sem starfar hjá Flugfélagi Islands úti i Skotiandi, á 29 feta skútu og stundar mikið siglingar og hefur oftsinnið hlotið viðurkenningu á þvi sviði. Hann er i siglingakúbb, sem er með starfsemi sina á ánni Clyde. Næsta vorverðurgert út á 30 feta fyrrverandi snurpubát — Nú, auk húsbyggingarinnar þá hafið þið væntanlega eitthvað fleira á prjónunum, hvað varðar framtið Sigluness? — Höfuðverkefnið hefur verið og mun verða að skóla piltana i siglingalistinni. Og við höfum svo sem ýmislegt á prjónunum. Verð- ur m.a. væntanlega stefnt að þvi, að smiða hér enn stærri skútur, en ekki verður þó af þvi á þessu ári. Það verður lagt kapp á smiði þessara tveggja gerða, sem við erum með nú. Hins vegar er ann- að i uppsiglingu hér og það er að hafa stóran bát, 30 feta langan með vél, og láta strákana róa honum hér út á fjörðinn til að veiða fisk. Þetta kemur til fram- kvæmda næstkomandi vor. Bát- urinn, sem er fyrrverandi snurpubátur, hefur verið keyptur vestur á fsafirði og er hann á leið- inni hingað. Þetta er dálitið, sem vit er i, og með þessu fá drengirn- ir fyrst verulega að kynnast þvi, hvað það er að vera á sjó. Það skal og tekið fram, að klúbburinn á þegar tvo 30 feta báta, mjög Hann er vigalegur á svip, dreng- urinn, og hýr, þar sem hann mundar hefilinn.... sæmilega, sem hann fékk með afar hagstæðum kjörum, nánast l'yrir óveru. —- Þá virðist auðsætt, að siglingaklúbburinn Siglunes á bjarta framtið fyrir sér, og þarf ekki að kviða verkefnaleysi né áhugaleysi unglinganna. — Já, svo sannarlega. Um það þarf engin orð, — segir Ingi, hinn aldni heiðurs- og dugnaðarmað- ur, um leið og hann snarast fram i verkstæðið til að sinna sinum verkefnum og aðstoða drengina. Hann gegnir starfi sinu af áhuga og gleði og væri óskandi, að viðar hér á landi fyndist eins valinn maður i starfi. Það er farið að halla af degi, er við höldum brott frá Nauthólsvik, úr friðsælu bátstöðinni við Foss- voginn inn i ös borgarinnar. Og öldurnar sindra i sóldreyra...... — St. Pétursson. Jónólafsson, 12ára: — Þetta erofsa- lega gaman — Hvað ert þú að smiða núna? — Það er svona bátur, sem kallaður er ,,sea-scout". — Hvað ertu kominn langt með hann? Framhald á bls. 19 fljótunnin, sem menn hafa áhuga á. Hinrik Bjarnason, framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs Reykjavfkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.