Tíminn - 29.11.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.11.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Miðvikudagur 29. nóvember 1972 Gunnar Eggertsson og Þór&ur B. Sigurösson voru sæmdir æösta heiöursmerki FRl. HEIÐRUÐ A ÁRSÞINGI FRI A ársþingi FRt voru nokkrir frjálsiþróttaleiðtogar og þjálfarar sæmdir heiðurs- merkjum. Einnig voru afhent Garpsmerki FRI, en afhending- in fór fram i kaffisamsæti, sem sambandið efndi til i tilefni 25 ára afmælis FRt, en það var i sumar. Þrjár ungar stúlkur unnu til Garpsmerkisins á þessu ári, þær Lára og Sigrún Sveinsdæt- ur, og Hafdis Ingimarsdóttir. Garpsmerkið er sérstakt heið- ursmerki, sem veitt er þvi frjálsiþróttafólki, sem hlýtur 10 stig samkvæmt sérstökum út- reikningi, fyrir að vinna til meistaratitils fær iþróttamað- urinn eða konan 1 stig og sömu- leiðis fyrir að setja tslandsmet, o.s.frv. Heiðursmerki FRI hlutu, gull- merki: Þórður B. Sigurðsson, Finnbjörn Þorvaldsson, og Vilhjálmur Einarsson. Einnig var Gunnari Eggertssyni, for- manni Ármanns afhent merkið nú, en hann var sæmdur þvi'i fyrra. Silfurmerki: Eysteinn Hallgrimsson, Ólafur Unnsteinsson og Magnús Jakobsson. Eirmerki: Jóhannes Sæmundsson, Karl Stefánsson, Valbjörn borláksson, Ingi- mundur Ingimundarson, Sig- urður Skarphéðinsson, Þor- steinn Einarsson, starfsmaður Iþróttavallanna og Sigvaldi Ingimundarson. Þá var Steinari J. Lúðvikssyni iþróttafrétta- manni afhent merkið nú, en hann var sæmdur þvi i fyrra. Þeir hlutu heiöursmerki FRt úr silfri: Eysteinn Hallgrímsson, S.-Þing- eyjarsýslu, Magnús Jakobsson, formaöur Laganefndar FRt og Ólafur Unnsteinsson, Reykjavik. örn Eiösson, formaöur FRl afhendir eirmerki FRt, taliö frá vinstri: Karl Einarsson, þjálfari, Steinar J. Lúövlksson, íþróttafréttamaöur og Ingimundur Ingimundarson, þjálfari og Iþróttafrömuöur Sauöárkróki. Þcssar þrjár ungu blómarósir unnu til Garpsmerkis FRt á árinu, taliö frá vinstri: Sigrún Sveinsdóttir, A, Hafdis Ingimarsdóttir, UMSK og Lára Sveinsdóttir, A. 1. og 2. deild í frjálsum íþróttum -— sagt frá 25. ársþingi Frjálsíþróttasambandsins 25. ársþing Frjálsiþróttasam- bands tslands var háö i Iteykjavík um helgina. Alls voru mættir um 30 fulltrúar frá 10 héraössamböndum og iþrótta- bandaiögum viðsvegar aö af landinu og raunar úr öllum lands- fjóröungum. Þingforseti var kjör- inn Eirikur Pálsson, Hafnarfiröi og varaþingforsetar Hermann Guðmundsson, Hafnarfirði og Þórður B. Sigurösson, Reykjavik. t skýrslu stjórnar kom i ljós, aö mikið hefur verið starfað á ný- liðnu starfsári, mörg mót og utanferðir og árangur betri en verið hefur i mörg undanfarin ár. Kostnaður viö rekstur sambands ins var einnig mun hærri en áöur og niðurstöðutölur rekstrarreikn- ings eru tæpar 2 milljónir króna. Rekstrarhalli FRt á starfsárinu var rúmlega 600 þúsund krónur. 1. og II. deild i Bikarnum Margar samþykktir voru gerð- ar á þinginu. Geta má þess, að samþykkt var einróma, að stofna 2. deild i Bikarkeppni FRt. Sú er mun minni i sniðum en aðal- keppnin, sem nú heitir 1. deild og stendur aðeins i einn dag. Fyrir komulagið verður svipað og i knattleikjunum, þannig að neðsti flokkurinn i I. deild fellur niður i 2. deild og sigurvegarinn i 2. deild flyzt i 1. deild. Þá var og samþykkt, að setja visst lágmark fyrir þátttöku i Meistaramóti tslands og verður getið um það siðar. Einnig var samþykkt reglugerð fyrir Lands- fjórðungamót og samþykkt að beina þeim tilmælum til Lands- fjórðunganna, að þeir stofnuðu frjálsiþróttaráð. Slikt mundi bæta mjög allt skipulag og samvinna innan landsfjórðunganna. Mörg önnur mót voru rædd á Frjálsíþrótta- samböndin eru flest A ársþingi FRÍ um siðustu helgi kom m.a. fram i ársskýrslu sam- bandsins, að inngn IAAF, alþjóöa-frjálsíþróttasambandsins eru frjálsiþróttasa m bönd 147 landa. Ekkert alþjóöasamband I Iþróttum er með jafnmörg lands- sambönd innan sinna vébanda og iökendur frjálsiþrótta i heiminum nálgast nú einn tug milljóna. Iðkendur frjálsiþrótta á tslandi eru á 5. þúsund. örn Eiðsson, — formaður FRt. þinginu og tillögur samþykktar og verður þeirra nánar getið sið- Mótaskrá FRÍ 1973 Mótaskrá FRl fyrir næsta ár var samþykkt á þinginu og hún verður umfangsmeiri en nokkru sinni fyrr. Hér birtum við skrána: INNANHÚSS: 28. jan. Sveina- og meyja- meistaramót tslands. 4. febrúar. Drengja- og stúlkna- meistaramót Islands. 13. febrúar. Unglingameistara- mót tslands. 3.-4. marz. Meistaramót tslands. MÓT ERLENDIS: 10.-11. marz: Evrópumeistara- mótið i Rotterdam 25. marz:Viðavangshlaup tslands. 23.-24. júni: Meistaramót Islands (tugþraut, 10 km. hlaup, 4x800 m. og kvennagreinar). 30.6.-1.7: tslandsmót yngri aldursflokkanna. 9.-10. júli: Reykjavikurleikir (alþjóðamót). 16.-18. júli: Meistaramót tslands aðalhluti, karlar og konur. 11.-12. ágúst: Evrópubikarkeppni i fjölþrautum, þátttökuþjóðir: ts- land, trland, Belgia, Holland, Frakkland, Bretland, Danmörk. 18.-19. ágúst: Bikarkeppni FRt. 1.-2. sept. Fjórðungsmót (æski- legt). 8.-9. sept. Unglingakeppni FRl. Ótimasett :Bikarkeppni i fjöl- þrautum. MÓT ERLENDIS: 30. júni- 1. júli: Evrópubikar- keppni karla i Briissel. 30. júni-1. júli: Evrópubikar- keppni kvenna i K.höfn. 28.-29. júli: Polar Match i Finn- landi. 24.-26. ágúst: Evrópumeistara- mót unglinga i Duisburg i Vestur- Þýzkalandi. Keppendur fæddir 1954 og siðar drengir fæddir 1955, og siðar stúlkur. 28.-29. ágúst: Landskeppnin ts- land-Danmörk (unglingar) i K.höfn. 8.-9. sept. Tugþrautarlandskeppni i Madrid. Ótimasett: Norðurlandamót ung- linga i fjölþrautum i Noregi. Stjórnarkosning Örn Eiðsson var einróma endurkjörinn formaður sam- bandsins, en aðrir i stjórn, einnig einróma endurkjörnir eru Sigurð- ur Björnsson, Svavar Markússon, Þorvaldur Jónasson, Páll Ó. Pálsson, Magnús Jakoíisson, for- maður Laganefndar og Sigurður Helgason, formaður útbreiðslu- nefndar. Finnbjörn Þorvaldsson, sem setiö hefur i stjórn sam- bandsins undanfarin þrjú ár, baðst eindregið undan endur- kosningu og voru honum þökkuð góð störf i þágu FRl. t varastjórn FRl voru kjörnir: Einar Frimannsson, Stefán Sörensson, Pálmi Gislason, Sigfús Jónsson, varaformaður Laganefndar og Halldór Jóhannesson, varafor- maður Útbreiðslunefndar. — alf. ar. Fyrsti formaður FRÍ, Konráð Gíslason, til hægri og Guömundur Sig- urjónsson, i fyrstu stjórn FRÍ. Myndin var tekin i afmæliskaffi FRt. Frá 25. ársþingi FRt, taliö frá vinstri: Einar Frimannsson, (snýr baki I ljósmyndarann) 1. varnamaöur i stjórn, Sigurður Helgason, formaöur Útbreiöslunefndar, Svavar Markússon, gjaldkeri, Siguröur Björnsson, varaformaöur, Þóröur B. Sigurösson, varaþingforseti, Eiríkur Pálsson, þingforseti, örn Eiösson, formaður og Magnús Jakobsson, formaöur Laganefndar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.