Tíminn - 07.12.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.12.1972, Blaðsíða 5
Kimnitudagur 7. desember lí>72 TÍMINN 5 Námskeið starfs- fólks við fataiðnað I byrjun næsta árs verður hald- ið i iðnskólanum i Reykjavik fjögurra vikna saumanámskeið, sem eingöngu er ætlað starfsfólki i fataverksmiðjum, en kennslan miðast við byrjendur og verður kennt á hraðsaumavélar. Þátt- takan er heimil öllum og einnig þeim, sem áður hafa fengizt við hraðsaum, en telja sig þurfa endurþjálfunarviðog yfirleitt öll- um þeim, sem hyggjast leggja fyrir sig hraðsaum i verksmiðj- um. Þaö er Fataiðnaðarnefnd, Félags isl. iðnrekenda, Iðja og Iðnskólinn, sem að námskeiðinu standa og er það liður i mun viða- meiri áætlun um að auka hag- kvæmni og aukna framleiðni i fataiðnaði. Formaður P’ataiðnaðarnefndar, Gunnar Guttormsson, sagði i gær, að fyrrgreindir aðilar hafi myndað með sér samstarfshóp, sem unnið hafi að þvi að efla almenna verk- menntun hjá iðnverkafólki, sem vinnur að fataiðnaði. S.l. sumar var haldið námskeið, sem i tóku þátt 11 konur, sem reynslu hafa af hraðsaumi. Norsk hagræðingar- stofnun sá um framkvæmd þess námskeiðs að mestu. Þær konur, sem það námskeið sóttu, voru þjálfaðar til að leiðbeina byrjend- um i hraðsaumi og alls kyns tæknisaumi, sem unnið er að i fat- verksmiðjum. Munu þessar kon- ur nú leiðbeina á fyrsta nám- skeiðinu, sem haldið verður fyrir þá 'aðila, sem áhuga kunna að hafa á að vinna i fataverksmiðj- um. Ekki er um að ræða að kenna nemendum að fullsauma flikur, heldur að þeir fái frumkennslu i meðferð hraðsaumavéla, sem notaðar eru i saumaiðnaði og leit- azt við að kenna rétt handtök, ná vinnuhraða og vinnugæðum. i Iðnskólanum i Reykjavik er allsæmileg aðstaða til að halda námskeið sem þetta, sem reynd- ar er ætlunin að verði hið fyrsta af mörgun á þessu sviði, en þar eru einnig haldin námskeið á öðrum sviðum iðnaðarins. Þrautgóðir á raunastund - fjórða bindi HBÁ—Reykjavik. Út er komið hjá Erni og Örlygi fjórða bindi ritverksins um björgunar- og sjóslysasögu Is- lands, er ber nafnið „Þrautgóðir á raunastund”. Höfundur er Steinar J. Lúðviksson. Nær fjórða bindið yfir árin 1948 til 1952. Með- al annars er svipt hulunni af þvi, sem gerðist um borð i brezka togaranum „Sargon” er hann strandaði hér við land árið 1948. Páll Heiðar Jónsson, útvarps- nnaður varsendur til Bretlands til viðræðna við þá skipbrotsmenn, sem eítir lifðu. Bókin er prentuð i prentsmiðj- unni Viðey og er hún 192 blaðsið- ur að stærð. Ný bók eftir Clifford: í eldlínunni ,,1 eldlinunni” eftir Francis Clifford er enn ein snilldar- frásögnin eftir höfundinn, en hann skrifaði bækurnar ,,Njósn- ari á yztu nöf” „Njósnari i neyð”. Efni bókarinnar i stuttu máli: — Neal Forrester er enskur verk- fræðingur. 1 striðinu starfaði hann sem sprengjusérfræðingur. Hann er i sumarleyfi á ltaliu og gerir tilraun til að bjarga norskri stúlku, Inger Lindemann úr landi. Á flóttanum ráðast skæruliðar á þau og atburðarrásin tekur nýja stefnu. Sprengjusérfræðingurinn er neyddur til að beita kunnáttu sinni til ólöglegra verka. Bók þessi hlaut 1. verðlaun „Crime Writers Association” fyr- ir árið 1969. Bókin er prentuð i Prentverki Akraness. Þeir sem þátt taka i námskeiði sem þessu. koma hæfari til starfa á hraðsaumastofum. en þeir, sem eru algjörir bvrjendur i meðferð þeirra tækja, sem þar eru notuð, og ná þvi strax meiri vinnuaf- köstum og hafa þar af leiðandi meiri tekjumöguleika. Námskeiðið er samanlagt 160 timar og stendur yfir daglega frá kl. 9 til 16.30. 120timar eru ætlaðir til beinna verklegra ælinga á hraðsaumavélar, en 40 timum er varið til annars konar náms. Má þar á meðal nefna fræðslu um saumavélina, kynningu á fata- iðnaðinum og efnisfræði. Þá verð- ur veitt fræðileg kennsla i vinnu- rannsóknum, réttindum og skyld- um starfsfólks, öryggismál, at- vinnuheilsufræði, fyrirtæki verða heimsótt og fleira. Námskeiðið hefst 15. jan. og stendur til 9. febr. 12 þátttakend- ur komast að á þessu námskeiði og þurla umsóknir að berast á skrifstofu Iðnskólans fyrir 20. des. n.k. llanncK Pálsson, sendifulltrúi íslendinga á allslierjarþingi Sameinuðu þjóöanna, undirritar skilriki um liamlag islendinga til vanþróaðra landa, liálfa fimintu milljón króna. Við lilið lians situr sendihcrra italiu, du Vinci, en álengdar stendur framkvæiudastjóri þróunarsjóðsins, Peterson. Miklar breytingar á lögum Fiskifélags Fiskiræktardeild stofnuð ÞÓ-lteykjavik Miklar breytingar er nú búið að gera á lögum Fiskifélags islands, og fá nú fjölmargir aðilar, sem snerta sjávarútveginn að meira og minna leyti, en hafa ekki verið aðilar að Fiskifclagi islands, rétt til setu á fiskiþingum og i stjórn Fiskifélagsins. Þessar breytingar á Fiski- lelaginu voru samþykktar á auka-fiskiþingi sem haldið var 4. desember s.l. Þar voru gerðar margvislegar laga- og skipulagsbreytingar, sem siðasta reglulega fiskiþing hafði unnið að og taldar voru til bóta fyrir alla starfsemi F'iski- félagsins i samræmi við breyttar aðstæður og breytta tima. Samkvæmt þessum nýju lögum öðlast 11 sérsambönd og félög starfandi að sjávarútvegi, aðild að Fiskifélaginu. Þessir aðilar eru: Landsamband islenzkra út- vegsmanna, Sjómannasamband Islands, Farmanna- og fiski- mannasamband tslands, Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, Félag sambands skreiðarfram- leiðenda, Sölusamband islenzkra fiskframleiðenda, Félag sildar- saltenda á Norður- og Austur- landi, Félag sildarsaltenda á Suðurlandi. Samlag skreiðar- framleiðenda og Félag islenzkra fiskimjölsframleiðenda. Þrátt fyrir þessar viðtæku breytingar á Fiskifélaginu, þá breytist hlutverk þess ekkert. Það mun verða sem fyrr ráðgef- andi stofnun og jafnframt þjónustustofnun við útveginn i landinu og þann iðnað, sem honum er samfara, og myndar Ný bók eftir B. Forsberg „Ég elska aðeins þig”, eftir Bodil b'orsberg er nýkomin út hjá Hörpuútgáfunni á Akranesi. Áður hafa komið út eftir sama höfund bækurnar „Vald ástarinnar" „Hróp hjartans” og „Ást og ótti” — 1 þessari bók segir frá þvi, að ung stúlka i brúðarkjól finnst meövitundarlaus á þjóðveginum nálægt Stokkhólmi. Hún var flutt á sjúkrahús, og rannsökuð, en engin merki fundust um áverka, eða annað, sem gat orsakað meö- vitundarleysið. Var hún kannski undir áhrifum eiturlyfja. Eina merkið, sem hún bar, var arm- band merkt V.T. Bækur Bodil Forsberg eru sér- staklega spennandi og viðburðar- rikar og hafa hlotið miklar vinsældir íslenzkra lesenda. Bók- in er prentuð i Prentverki Akra- ness h.f. heildartengsl milli allra aðila sjávarútvegs og fiskiðnaðar inn- byrðis og við alþjngi og stjórn- völd. Enda á félagið að vera rikis- stjórn og alþingi til ráðuneytis i öllum sjávárútvegsmálum. Þó að hlutverk b'iskifélagsins breytist ekki i aðalatriðum, þá taka einstakir þættir starfsemi félagsins breytingum, og hefur Fiskifélagið nú verið fært til ný- tizkulegri hátta með ákveðnari deildaskiptingu en áður var. Er félaginu nú skipt i fimm deildir. Almenna deildin annast reikningshald félagsins sjálfs, lélagsleg málelni, samband við fjórðungssamböndin og einstakar fiskideildir, blaða- og bókaútgálu og almenna fréttaþjónustu um sjávarútvegsmál. Skýrsludeildin annast sölnun aflaskýrslna. Hag- deildin annast úrvinnslu afla- framleiðslu- og birgðaskýrslna, einnig upplýsingar um skipastól landsmanna, samsetningu hans og gerð. Fjórða deildin er svo aflatryggingarsjóður, en undir hann heyrir áhafnadeild og ýmis störf fyrir lifeyrissjóð sjómanna. Loks má nefna nýja deild, liski- ra'ktardeild, en ætlunin er að starfsemi hennar beinist fyrst og Iremst að eldi fiska i söltu vatni. Ilér er um mikið fram- tiðarverkefni að ræða, sem allir Fiskilélagsmenn eru sammála um að leggja beri mikla áherzlu á, að lylgt verði Iram sem fastasl. Ævintýragetraun Samvinnubankans 3. Getið þið fundið, í hvaða ævintýri Bjössi Baukur er nú? — Geymið blöðin unz 5 ævintýri eru komin og sendið þá lausnirn- ar allar í einu umslagi, merktu „BJÖSSI BAUKUR“ til Samvinnubankans Bankastræti 7, Reykjavík, eða útibúa hans víðs vegar um landið. — 100 vinningar verða dregnir út. BJÖSSI BAUKUR FRÁ BANGSALANDI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.