Tíminn - 07.12.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.12.1972, Blaðsíða 15
Fimnitudagur 7. desember 1972 TÍMINN 15 ÍUmsjón:Alfreð Þorsteinssai^ TEKUR KARL BEN AÐ SÉR landliðsþjAlfun? - leggur hann svipað æfingaplan fyrir HM 1973 og hann lagði ásamt Sigurði Jónssyni „einvaldi” fyrir HM 1970? Stjórn HSÍ samþykkti ekki tillögu Karls þá, hvað gerir hún nú? Þaft hefur mikift veriö rætt um það að undanförnu, hvort Karl Benediktsson, hinn kunni þjálf- ari, verði næsti landsliðsþjálfari, en hann er ekki ókunnugur þvi starfi, þvi að hann hefur þjálfað landsliöið áður með mjög góðum árangri. Nú er búið að leggja æfingaáætlun fyrir landsliðið l'rain að Heimsmeistarakeppn- inni, en spurningin er, hvort Karl samþykkir það, cða gerir breyt- ingar á þvi. Það er ekki langt sið- an að stjórn IiSÍ samþykkti ekki tillögu frá þeim Karli Benedikts- syni og Sigurði Jónssyni ,,ein- valdi", um undirbúning fyrir lieimsmeistarakeppnina i Frakk- landi 1970. Þeir félagar lofuðu ekki heimsmeistaratitlinum — heldur sögðu þeir, að til þess að ná langt i lokakeppninni, verði að uppfylla ákveðnar æfingakröfur, sem þeir siðan lögöu fram. 1 tillögunni, sem var lögð fyrir i april 1967, var gert ráð fyrir, að strax yrði valinn hópur beztu handknattleiksmanna okkar til æfinga. Æfingatimabilið átti að vera frá mai 1967 til desember- loka 1969. Gert var ráð fyrir, að æfingarnar væru fimm i viku, þ.e. alla daga, nema laugardaga og sunnudaga. Þessar æfingar áttu að fara fram i hádeginu og standa yfir i 20-30 min. hvert skiptið. Með þvi að æfa i hádeginu, var komið fyrir að æfingar hjá félagsliðum trufluðust svo mjög. Fjórar af þessum æfingum, áttu að fara fram i litlum sal, en ein i stórum sal (Laugardalshöllinni). Á dag- skrá voru til að byrja meö þrek- æfingar, tækniæfingar og leik- skipulag. Þá var gert ráð fyrir, að hópurinn færi i æfingabúðir, að Laugarvatni — i 4 skipti, 2 til 3 daga i senn, yfir sumarmánuðina. Þetta átti við prógram, sem var gert fyrir timabilið mai-septem- ber. Yfir vetrarmánuðina, þ.e. á meðan keppnistimabilið i hand- knattleik stendur yfir, var gert ráð fyrir, að æfingum fækkaði, þannig, að þær væru fjórum sinn- um i viku. Prógrammið yrði svip- að, nema hvað æfingaleikjum yrði bætt við. Þeir Sigurður og Karl, fylgdust með Heimsmeistarakeppninni i byrjun ársins 1967 og af reynslu sinni þar töldu þeir nauðsynlegt, að gott lið þurfti að hafa leikmenn innan sinna vebanda, sem væru góðir hástökkvarar — a.m.k. 3 eða 4 — og þeir þurftu að geta stokkið af 10 til 12 metra færi. Tveir eða þrir leikmenn, sem gætu skorað i láréttri stöðu eftir innhlaup ( saman ber Sigurberg- ur Sigsteinsson) frá köntum. Allir leikmenn liðsins þurfa að hafa hraða spretthlaupara og úthald sem langhlauparar, snerpu og styrk. Þá var nauðsyn- legt, að leikmennirnir væru „tekniskir" og hefðu góða leik- yfirsýn. Markverðirnir þurftu að hafa mikinn viðbragðsflýti. i tillögum sinum nefndu þeir Karl og Sigurður nokkra leik- menn úr meistaraflokksliðunum, sem gætu skorað af 10 til 12 metra færi úr uppstökki. Einnig nefndu þeir linumenn og kröftuga og „tekniska" leikmenn. Jafnframt þessu bentu þeir á nokkra leikmenn i 2. flokks liðum félaganna, sem vel gætu komið til greina i sámbandi við æfingarnar strax, þvi að þeir gætu verið gjaldgengir 1969 og 1970. Tillögur þeirra Sigurðar Jóns- sonar og Karls Benediktssonar, vöktu geysilega athygli 1967, þvi að það var þá i fyrsta skiptið, sem áætlun var lögð fram i timann, hjá islenzku iþróttafólki. Stefnan var að eiga topplið fyrir 1970 vegna þátttöku i heims- meistarakeppninni i Frakklandi og að undirbúningurinn mundi koma aö góðum notum l'yrir Ólympiuleikana 1972 i Miinchen. Ef Karl Benediktsson verður næsti landsliðsþjálfari i hand- knattleik, þá verður gaman að sjá, hvernig prógram hann leggur fyrir fyrir Heimsmeistarakeppn- ina 1973. iþróttasiðan hefur frétt, að Karl sé með hugmyndir, sem mundu kosta stjórn HSÍ um fjórar milljónir króna. — SOS. islcnzka landsliðið fagnar sigri yfir Sviuin i lleimsmcistarakeppninni 1964, með |>vi að lollera laiulsliðsþjáIfarann og leikmanninn Karl Bene- diktsson. ísland vann Sviþjóð i æsispennandi leik 12:10. UL- lið íslands í golfi á Evrópumeistaramótið Loftur Olafsson.islandsmeistarinn i golfi 1972,verður trúlega I fyrsta is- lenzka unglingalandsliðinu i golfi, sem keppir á erlendri grund. Vafasamt hvort karlalandsliðið fer til Portúgal Klp-Reykjavik Á aukaársþingi Gofsam- bands islands, sem haldiö var fyrir skömmu,var sam- þykkt að senda unglinga- landsliö Islands i golfi á Evrópumeista ramótiö, sem fram fer í Silkeborg í Danmörku um miðjan júní á næsta ári. Ef af þessari ferð verður, mun það verða i fyrsta sinn, sem is- lenzkt unglingalandslið i golfi fær eitthvert verkefni að glima við. Aldurstakmark er 20ár og ætti Is- land að geta teflt fram allsterku Drengjamet f kúluvarpi innanhúss Kcppni fór fram i kúlu- varpi Dreugjamcistaramóts islauds innanhúss um siðustu helgi. Guðni llalld- ðrsson, IISÞ sigraði með yfirhurðum og setti glæsilegt drengjamet, varpaði 15,99 m. Ilann átti ðgill kast um 16,50 m. Guðni æfir af krafti og vonandi nálgast hann 15 metrana með fullorðins- kúlunni á næsta ári. Annar i keppninni varð óskar Jakobsson, ÍK, varpaði 14,45 m. óskar æfir einnig vel, en hýr sig aðallega undir spjót- kaslift. Þriðji varö Sigur- hjiirn Lárusson.ir, 11,66 m. - iie. liði, þvi að margir af okkar beztu kylfingum eru fyrir innan tvitugt. Má þar t.d. nelna Islandsmeistar- ana s.l. tvö ár, þá Björgvin Þor- steinsson og Loft Úlafsson. A þessu þingi var einnig ákveð- ið að kanna betur grundvöll l'yrir þvi að senda karlalandsliðið á Evrópumeistaramótið næsta sumar. Búið var að tilkynna þátt- töku i það mót, en nú fyrir skömmu komu þær fréttir að ut- an, að búið væri að flytja mótið frá iriandi til Portúgal, vegna ástandsins á Norður-ir- landi.Þetta hefur i för með sér aukinn kostnað l'yrir GSÍ og var þvi ákveðið að kanna málið betur, enda fjárhagur sambandsins ekki sterkur frekar en annarra sér- sambanda ÍSf. Þá kom einnig til tals að reyna að tengja þessa ferð i samband við landskeppni við l.uxemborg, sem Golfsamband l. uxemborgar hefur boðið GSÍ til. En ekki er enn ákveðið, hvort sú keppni fer fyrst fram hér eða ytra. i sambandi við tekjuöflun GSÍ voru gerðar allstórtækar breytingar. Þær helztu eru, að leggja niður nefskatt og kapp- leikjaskatt, en setja þess i stað 1 ()() krónu gjald á hvern þann keppanda, sem tekur þátt i opnu golfmóti. Einnig var ákveðið, að GSÍ gæfi út á hverju voru skrá, sem hefði að geyma kappleikja- skrá allra golfklúbba landsins, svo og fróöleik um helztu golfmót landsins og annað er viðkemur iþróttinni. Þessi skrá yrði siðan keypt af klúbbunum, sem siðan seldi hana félagsmönnum sinum, og rynni allur ágóði til GSÍ.- A íundinum voru rædd fjölmörg önnur mál, er varðaði GSl og golfiþróttina hér á landi. Þar kom m. a. fram, að Hornfirðingar hafa sótt um inngöngu i Golfsamband islands, og eru þá aðildarfélög þess orðin 15 talsins. Einnig kom i'ram, að hai'in er undirbúningur að stofnun goifklúbbs i Borgar- nesi, og heyrzt heiur um fleiri staði á landinu, þar sem áhuga- menn um golí hala verið að leita lyrir sér um land undir golfvöll og kannað stoi'nun golfklúbbs. 1*30*03«« ADIDAS æfingaskór Margar gerðir — Allar stæröir Póstsendum Sportvöruverslun Ingólfs Óskarssonar KUpfiinUz 44 — Sáml I17M — Rcyfcjavfc

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.