Tíminn - 07.12.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.12.1972, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 7. deseniber 1972 TÍMINN 13 T Færeyingar þreifa fyrir sér með gróðurhús P’æreyingar eru að þreifa fyrir sér, hvort þeir geta hafið tómata- rækt, og er stórt gróðurhús i smiðum að tilraunastöðinni i Heyvik, skammt utan við Þórs- höfn. Fyrsta sporið var stigið i fyrra, er fimmtiu tómataplöntur, um fimmtán sentimetra háar, voru keyptar frá Danmörku og gróður- settar i skála, sem ekki naut ann- ars hita en sólarljóssins. Nokkuð al' plöntunum fór þá íorgörðum á leiðinni til Færeyja. en afgangur gróðursettur i átta fermetra beð. k'yrstu tómatarnir fengust 24. ágúst. en hinir siðustu voru tekn- ar 24. október. Alls fengust 28 kg. af góðum tómötum og 15. kg. lak- ari. Fyrirhugað mun að hita hið nýja grpðurhús, og verður að gripa til oliukyndingar. þvi að jarðhiti er ekki i Færeyjum. Sveinn Gamalfelsson formaður Framsóknar- félags Kópavogs FRAMSÓKNARFÉLAG KÓPAVOGS hélt aðalfund sinn 1. des. s.l. i félagsheimili Fram- sóknarmanna að Neðstutröð 4. Þorkell Skúlason, endurskoðandi, sem verið hefur formaður félags- ins undanfarin 3 ár, baðst undan endurkjöri. t staðhans var Sveinn Gamalielsson, þekktur baráttu- Athugasemd llerra ritstjóri dagblaðsins Tiin- ans! Vegna „fréttar” dagblaðs yðar i dag, 5. des., af fundi á Flúðum i Hreppum (baksiðu) bið ég yður góðfúslega að birta eftirfarandi: Fundurinn á Flúðum var hald- inn sl. sunnudagskvöld og átti að fjalla um tillögu Alþýðuflokksins um eignarráð á landinu, gögnum þess og gæðum. Fundarboðendur voru framsóknarfélögin i Arnes- sýslu. Frummælandi var ég, and- frummælandi minn var ölvir Karlsson. Fundarstjóri var Guðni Agústsson, Brúnastöðum. Fund- urinn átti að hefjast kl. 9.30 sið- degis og stóðst það nær alveg. Ræða min mun hafa tekið um 25- 28 min. ölvis svipað. Á eftir talaði Þorsteinn Sigurðsson á Vatns- leysu röskan hálftima, þótt hann segðist ætla að vera stuttorður. Talsverður hluti ræðu hans var um Alþýðuflokkinn, ekki um- ræðumálið, en öldruðum sóma- manni fyrirgefst slikt frávik. Næstur talaði Pétur Guðjónsson, heildsali og veiðileyfasali úr Reykjavik. Þegar hann hafði tal- að i 20 min., bað ég hann að stytta mál sitt, svo að heimamenn kæm- ust að, þvi að á raddir þeirra og rök langaði mig að hlusta. Þá herti hann aðeins elg sinn, sem þegar var að verulegu leyti langt frá efni fundarins. Er hann hafði talað i 40 min. alls og virtist siður en svo ætla að fella vef sinn, gekk ég úr fundarsal og óskaði eftir flutning heim til Reykjavikur, enda fullur vinnudagur þegar að morgni. Taldi ég mér þarflaust að verða vansvefta við að hlusta á flökkufugl úr Reykjavik nætur- langt á Flúðum, og munu fæstir virða mér það til vorkunnar, sem fuglinn þekkja. Þar sem menn gætu ætlað eftir „frétt” blaðs yðar, að Flúðamenn hefðu sýnt mér einhverja áreitni eða ókurteisi, vil ég taka skýrt fram, að svo var alls ekki. ö 11 framkoma þeirra gagnvart mér var með mestu prýði. Hið eina, sem ég get fundið að, var, að ekki voru þegar i upphafi sett timamörk á ræður, en þar mun æska fundarstjóra að ein- hverju leyti hafa sagt til sin, svo og hitt,að Flúðamenn munu ekki hafa vitað, hverri „fagnaðar- sendingu” þeir áttu von á i áður- nefndum veiðileyfasala úr Reykjavik. Sé það hins vegar svo, að ein- hverjum framsóknarmönnum sé það fagnaðarefni, að heildsali þessi hafi ónýtt fundinn fyrir Flúðamönnum, þá óska ég þeim til hamíngju með liðskostinn, en bágt á ég með að trúa, að slikir fagnendur séu margir meðal Flúðamanna. Bragi Sigurjónsson. maður flokksins, einróma kjörinn formaður. Meðstjórnendur voru kosnir: Sigurjón Daviðsson, Loft- ur Þorkelsson, Skúli Sigurgrims- son og Helgi Ólafsson. Varamenn i stjórn voru kosnir: Ólafur Jens- son, Salómon Einarsson og Hjört- ur Hjartarson. Endurskoðendur voru kosnir: Guttormur Sigur- björnsson og Guðmundur Orn Arnason. I fulitrúaráð Fram- sóknarfélaganna voru kosnir: Andrés Kristjánsson, Björn Einarsson, Jón Skaftason, Hannes Jónsson, Haukur Hannes- son, Ólafur Jensson, Salómon Einarsson, Tómas Árnason og Þorkell Skúlason. Stjórnir félag- anna eru sjálfkjörnar i ráðið. Hagur félagsins er góður og hreinar eignir eru nú taldar vera rúml. 63 þús. krónur. Framsókn- armenn hafa fullan hug á að efla starf sitt innan bæjarins. f þvi skyni hafa félagar innan Fram- sóknarfélaganna, en þau eru þrjú i kaupstaðnum þ.e. FUF, Kvenfélagið Edda og Framsókn- arfélag Kópavogs, sem stofnað var 1952, sameinazt i að byggja nýtt félagsheimili að Álfhólsvegi 5. Félögin eru nú að fá þar skrif- stofuherbergi, en annað húsrými er leigt út sem stendur, þar á meðal munu þeir leigja út núver- andi félagsheimili að Neðstutröð 4. i innanfélagsmálum beinist áhuginn mjög að þvi að stækka bygginguna að Álfhólsvegi 5 og fá þar góða aðstöðu tii samkomu- halds. Það er miðsvæðis á mið- bæjarsvæðinu, sem nú er i mótun og þegar er hafin bygging á. Framtíðin. ersem opin bók Reglubundinn sparnaður er upphaf velmegunar. Fjölskyldan, sem sparar reglulega hefur meiri möguleika á því að láta óskir sínar rætast: Læra meira, kaupa í innbú, endurbæta húsnæði, o.s.frv. Oft geta óvænt útgjöld sett strik í reikninginn. Nú gefur hið nýja sparilána- kerfi Landsbankans yður tækifæri til að safna sparifé eftir ákveðnum reglum, sem jafnframt veita yður rétt til lántöku á fljótan og einfaldan hátt, þegar þér þurfið á viðbótarfjármunum aö halda. Temjið yður reglubundinn sparnað. Búið í haginn fyrir væntanleg útgjöld. Verið viðbúin óvæntum útgjöldum. Kynnið yður þjónustu Landsbankans. Biðjið bankann um bæklinginn um Sparilán. aaaasgiÐS Banki allra landsmanna ÚTTEKIÐ INNLAGT DAGS. INNSTÆÐA LANDSBANKl ÍSLANDS 3.3 0 0.00 2JOL'72 3 3 00.00 AÍGÖ‘7? 3 30 000 SSEP'72 W&i mm S'íiP : : iilíg: iii:í: - lifi : 11 W liil Sól< BARÐ ÁRMÚLA 7 lÓirÆ&Mk SÍSiRH' 1 B iiiiiiii ■ I | 1 ■ | i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.