Fréttablaðið - 26.07.2004, Blaðsíða 2
2 26. júlí 2004 MÁNUDAGUR
Eldur kom upp í húsi við Sundlaugaveg:
Eldri kona lést
BRUNI Eldri kona lét lífið eftir að eld-
ur kom upp í íbúð hennar í húsi við
Sundlaugaveg snemma í gærmorg-
un. Íbúar á jarðhæð og í kjallara
hússins voru vaktir upp og varð
ekki meint af. Íbúi í risi var ekki
heima þegar eldurinn kom upp.
Vegfarandi um Sundlaugaveg
sá reyk koma út úr húsinu og til-
kynnti um hann til lögreglu um
klukkan sex í gærmorgun.
Slökkvilið frá þremur stöðvum
voru send á vettvang og var lög-
regla þegar byrjuð að rýma húsið
þegar slökkvilið kom á staðinn.
Reykkafarar fóru samstundis inn
í íbúðina og báru eldri konu út úr
íbúðinni þremur mínútum síðar.
Konan var úrskurðuð látin.
Mikill reykur var í íbúð konunn-
ar sem var ein heima þegar eldur-
inn kom upp. Miklar skemmdir
urðu af völdum reyksins en talið er
að kviknað hafi í út frá rafmagni.
Íbúar annarra íbúða hússins voru
ekki í hættu að sögn lögreglu.
Slökkvistarf gekk greiðlega
eftir að konan fannst og hafði eld-
urinn verið slökktur tæpri
klukkustund eftir að fyrsti bíllinn
kom á staðinn. ■
LÖGREGLUMÁL Lögreglan lét ekki
fara fram neina skipulega leit
að Sri Rahmawati um helgina,
að sögn Ómars Smára Ármanns-
sonar, aðstoðaryfirlögreglu-
þjóns í Reykjavík. Nú eru réttar
þrjár vikur liðnar síðan konunn-
ar var fyrst saknað. Fyrrver-
andi sambýlismaður hennar,
Hákon Eydal sem situr í
gæsluvarðhaldi grunaður um að
hafa orðið henni að bana, verður
yfirheyrður í dag.
Hann hefur neitað að hafa
nokkuð með hvarf konunnar að
gera.
Ómar Smári sagði í gær, að
vonast væri til þess að yfir-
heyrslurnar yfir Hákoni í dag
myndu skila einhverjum ár-
angri. Spurður hvort hinn
grunaði neitaði enn sök kvaðst
Ómar Smári ekki vilja gefa upp
opinberlega hvað kæmi fram í
yfirheyrslunum. Þar með væri
verið að gefa öðrum upplýsing-
ar um málið.
Spurður hvort það þýddi að
fleiri væru grunaðir um að vita
hvað átt hefði sér stað í íbúð
hins grunaða í Stórholti eða
hver afdrif konunnar hefðu
orðið, svaraði Ómar Smári:
„Ekki á þessari stundu.“
Hann sagði enn fremur að
unnið hefði verið úr vísbending-
um og gögnum undanfarna daga
en staðan væri sú sama og fyrir
helgi. Ekkert nýtt væri að frétta
af því. Fyrir helgina sagði hann
það sama við Fréttablaðið, að
ekkert nýtt væri „að frétta af
rannsókn málsins að svo stöddu“.
Samkvæmt upplýsingum blaðsins
hefur rannsóknarvinna lögregl-
unnar meðal annars falist í því, að
leitast hefur verið við að lesa úr
sönnunargögnum með hvaða
hætti atburðarásin í íbúð Hákon-
ar í Stórholtinu hafi verið.
Hákon Eydal var fyrir
helgina úrskurðaður í framlengt
gæsluvarðhald til 11. ágúst
næstkomandi og var jafnframt
úrskurðaður til að sæta geð-
rannsókn. Undirbúningi að
henni er lokið, að því er Ómar
Smári sagði, en búast má við því
að hún taki nokkra daga.
Hilmar Baldursson hdl.,
verjandi Hákonar, sagði í gær
að ljóst væri að Hákon myndi
ekki kæra úrskurðinn um fram-
lengt gæsluvarðhald.
jss@frettabladid.is
ÓK ÖLVAÐUR ÚT AF Ökumaður á var
fluttur á slysadeild eftir að hann ók
út af Hnoðraholtsbraut í Garðabæ
um fjögurleytið í fyrrinótt. Maður-
inn slasaðist lítið en bíllinn er mikið
skemmdur. Hann er grunaður um
ölvun við akstur.
DATT OG LENTI UNDIR BÍL Kona var
flutt á sjúkrahús eftir að hún lenti
undir afturhjóli bíls í Landsveit í
gær. Atvikið átti sér stað á veg-
slóða eftir að konan féll í jörðina
með þeim afleiðingum að hún lenti
undir bílnum. Konan er talin við-
beinsbrotin.
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
„Að sjálfsögðu.“
Nína Björk Gunnarsdóttir ljósmyndari segir í
baksíðuviðtali í Fréttablaðinu í gær að henni líði
best þegar hún er nakin.
SPURNING DAGSINS
Nína Björk, klæðistu fötum af tómri
tillitssemi við annað fólk?
ÞJÓÐÞING UNDIRBÚIÐ
Hundruð Íraka söfnuðust saman nærri
Bagdad í gær til þess að kjósa fulltrúa fyrir
þjóðþing sem ekki hefur fengist uppgefið
hvar né hvenær verður haldið.
Þjóðþing Íraka:
Undirbúning-
ur í járnum
BAGDAD, AP Hundruð Íraka söfnuðust
saman í félagsheimili nærri Bagdad
í gær til þess að kjósa fulltrúa fyrir
yfirvofandi þjóðþing. Rætt hefur
verið um þingið sem fyrsta skrefið í
átt til lýðræðis í landinu.
Undirbúningur þjóðþingsins
hefur þó ekki gengið áfallalaust
fyrir sig. Leiðtogar sumra héraða
eru svo sundraðir að ólíklegt er að
samkomulag náist um einn ein-
asta fulltrúa. Áhrifamiklir flokk-
ar hafa lýst því yfir að þeir muni
hundsa viðburðinn. Þá eru að-
standendur þingsins svo hræddir
um hryðjuverk að hvorki hefur
fengist uppgefið hvar né hvenær
þingið verður haldið. ■
Þrítugur ökumaður:
Á 177 kíló-
metra hraða
LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Vík
stöðvaði þrítugan ökumann sem ók
Suðurlandsveg á ofsahraða um
helgina. Maðurinn var stöðvaður
við Blautukvísl á Mýrdalssandi og
mældist hraði bifreiðar hans 177
kílómetrar á klukkustund. Leyfi-
legur hámarkshraði á þjóðvegi eitt
er 90 kílómetrar á klukkustund.
Að sögn lögreglu gaf maðurinn
enga skýringu á hraðanum en
maðurinn verður sviptur ökurétt-
indum. ■
Bretland:
Bólusetning
gegn fíkni-
efnum
VÍSINDI Breska ríkisstjórnin er að
hugleiða róttæk áform um að bólu-
setja börn gegn því að ánetjast
fíkniefnum þegar þau eldast, að
því er breska dagblaðið The
Independent on Sunday segir frá.
Bólusetningin kæmi í veg fyrir
hættuna á því að börn verði reyk-
ingamenn eða fíkniefnaneytendur
síðar meir. Bólusetningin mun
koma í veg fyrir vellíðunartilfinn-
inguna sem fylgir notkun fíkni-
efna og gerir það því tilgangslaust
að neyta efnanna.
Lyfin sem notuð verða í bólu-
setningunni eru í þróun hjá lyfja-
fyrirtækjum og verða sett á mark-
að innan tveggja ára.
Bresk yfirvöld hafa sett á lagg-
irnar sérstakan verkefnishóp til
að rannsaka hvaða nýjar leiðir
megi fara til þess að nota uppgötv-
anir í vísindum í þágu baráttunnar
gegn vímuefnanotkun.
Breskt líftæknifyrirtæki,
Xenova, hefur gert tilraunir á
bólusetningu gegn kókaínneyslu. Í
þeim kom í ljós að um þrír af
hverjum fimm sjúklingum voru
enn lausir við kókaínfíknina að
þremur mánuðum liðnum. ■
SÚDAN,AP Eftir nokkura daga hlé
á hjálparstarfi hafa hjálpar-
stofnanir aftur komið upp mat-
arbirgðum í tveimur búðum
fyrir súdanska flóttamenn í ná-
grannaríkinu Tsjad. Á svæðinu
hafast fjörutíu þúsund súdansk-
ir flóttamenn við eftir að leið-
togar búðanna hétu því að
tryggja öryggi þeirra en hjálp-
arstarfi þar var hætt í nokkra
daga vegna ofbeldis. Oxfam-
hjálparsamtökin ætla að senda
flugvél með þrjátíu tonn af
vatni og hreinlætisvörum til
Darfur.
Alls hafa rúmlega ein milljón
manna flúið heimili sín í Darfur-
héraði í Súdan í kjölfar átaka og
ofbeldis þar en í síðasta mánuði
slitnaði upp úr friðarviðræðum
þegar leiðtogar uppreisnar-
manna gengu út af fundinum.
Leiðtogi þeirra hefur lýst því
yfir að samtök hans muni ekki
eiga viðræður við ríkisstjórn
landsins fyrr en hún afvopni
arabíska vígamenn sem grunað-
ir eru um manndráp í Darfur. ■
BRUNI
Eldri kona lést eftir að eldur kom upp í
íbúð hennar í húsi við Sundlaugaveg
snemma í gærmorgun.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
SAKNAÐ Í ÞRJÁR VIKUR
Nú hefur Sri Rahmawati verið saknað í réttar þrjár vikur. Engin skipuleg leit að henni fór
fram um helgina. Fyrrverandi sambýlismaður hennar verður yfirheyrður í dag.
NEYÐ
Hjálparstofnanir hafa nú aftur komið upp matarbirgðum í tveimur búðum fyrir súdanska
flóttamenn í nágrannaríkinu Tsjad.
Súdanskir flóttamenn:
Hjálparstofnanir snúa aftur
Engin skipuleg
leit um helgina
Engin skipuleg leit fór fram að Sri Rahmawati um helgina. Sri hefur
verið saknað í réttar þrjár vikur. Fyrrverandi sambýlismaður hennar
yfirheyrður í dag. Hann unir úrskurði um framlengingu gæsluvarðhalds.
02-03 25.7.2004 22:44 Page 2