Fréttablaðið - 26.07.2004, Side 10

Fréttablaðið - 26.07.2004, Side 10
10 26. júlí 2004 MÁNUDAGUR HUSSEIN DEYJANDI? Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, fékk heilablóðfall í gær að sögn sænska netmiðilsins Expressen. Samkvæmt arab- ískum blöðum er einræðisherrann fyrrver- andi dauðsjúkur og á skammt eftir, segir á vefnum. Lögregla í Noregi ráðþrota: Tréspíri drepur fjölda manns OSLO Norska lögreglan leitar nú dauðaleit að 5.000 lítrum af tré- spíra sem hún telur að sé í umferð í Noregi. 31 árs kona lést á sjúkra- húsi á laugardagskvöld eftir að hafa drukkið spírann, en þetta er þriðja dauðsfallið í ár sem rekja má til metanoleitrunar í spíra. Undanfarið eitt og hálft ár hafa 14 manns látist í Noregi eftir neyslu á spíranum og óttast er að mun fleiri muni deyja ef ekki tekst að koma höndum yfir smyglarana. Lögreglan hefur tvo menn í haldi grunaða um að hafa smyglað spíranum frá Svíþjóð. Annar er 75 ára gamall Norðmaður sem hefur stundað smygl á spíra síðan árið 1947 og haft upp úr því umtals- verðar fjárhæðir. Gamli maður- inn hefur ekki verið samvinnufús við lögreglu, en hann mun hafa tappað spíranum á flöskur, límt á þær falska miða og jafnvel inn- siglað þær. Lögreglan í Noregi hefur sent út viðvörun til fólks að láta ekki inn fyrir sínar varir drykki sem það veit ekki hvaðan koma. ■ Áfengisauglýsingar á mjög gráu svæði Lýðheilsustöð hefur sent inn fimm kærur frá áramótum vegna meintra brota á banni við áfengisauglýsingum. Flestar auglýsingar á gráu svæði. Ákæruvaldið vill skýrara lagaákvæði um auglýsingabannið. Auglýsingar á áfengi hafa verið nokkuð áberandi í fjölmiðlum síð- ustu vikur. Svo virðist sem marg- ar þessara auglýsinga séu á gráu svæði en auglýsingar á áfengi eru bannaðar lögum samkvæmt. Lýð- heilsustofnun hefur sent lögregl- unni í Reykjavík fimm kærur á þessu ári vegna auglýsinga á áfengi sem stofnunin telur fara í bága við bannið. Hildur Björg Hafstein, verk- efnisstjóri áfengis- og vímuefna- varna hjá Lýðheilsustöð, segir það áhyggjuefni hve mjög auglýsing- unum er beint að ungu fólki. „Þetta eru oft auglýsingar með ungu fólki í og þær senda þau skilaboð til ungs fólks að það sé „svalt“ að neyta áfengis,“ segir Hildur. Egill Stephenssen, saksóknari hjá Lögreglunni í Reykjavík, seg- ir að málin séu nú á borði lögregl- unnar. „Þessi mál eru í rannsókn en það er ekkert málanna komið á það stig að hægt sé að ákvarða um hvort ákært verður í einhverju máli. Það er tekið á þessum málum,“ sagði Egill. Tjáningarfrelsi og heilsu- vernd vegast á Bann við auglýsingum á áfengi hefur nokkrum sinnum komið til kasta dómstóla og þá hefur reynt á hvort bannið standist ákvæði stjórnarskrár um tjáningarfrelsi. Í dómi Hæstaréttar frá 25. febrúar 1999 kemst rétturinn að þeirri nið- urstöðu að núgildandi ákvæði 20. greinar áfengislaga, sem kveður á um bann við áfengisauglýsingum, sé hvorki brot á stjórnarskrá né Mannréttndasáttmála Evrópu. Í dóminum var framkvæmda- stjóri Ölgerðar Egils Skallagríms- sonar ákærður fyrir brot á áfeng- islögum með því að að hafa látið birta auglýsingar á áfengum bjór af tegundinni „Egill Sterkur“. Héraðsdómari sýknaði fram- kvæmdastjórann með þeim rökum m.a. að bann við auglýsingum á áfengi væri andstætt 73. grein stjórnarskrárinnar um tjáningar- frelsi. Hæstiréttur sneri hins vegar við niðurstöðu héraðsdóms og sakfelldi framkvæmdastjórann fyrir brot á 20. grein áfengislaga. Féllst rétturinn ekki á að beiting lagagreinarinnar gagnvart aug- lýsingunum væri brot á tjáningar- frelsinu. Þau sjónarmið sem bann- ið væri reist á, þ.e. að stuðla gegn misnotkun áfengis, réttlættu skerðingu á tjáningarfrelsinu. Enginn dómur hefur fallið í Hæstarétti um þetta efni síðan og engar breytingar hafa verið gerðar á viðkomandi lagaákvæð- um. Dómurinn endurspeglar því gildandi rétt í landinu. Langflestar auglýsingar á gráu svæði Egill Stephenssen segir að ákæru- valdið vinni út frá þessum dómi en því sé engu að síður mikill vandi á höndum því langflest til- vik séu á gráu svæði. Egill tekur undir með Hildi að lagaramminn sé ekki nægilega skýr. „Það mætti örugglega skýra ákvæðið betur. Sérstaklega þyrfti að skilja á milli umbúða fyrir áfengan bjór og léttöls, þannig að hægt væri að þekkja vöruna í sundur á umbúðunum. Það er augljóslega reynt að hafa umbúðirnar nákvæmlega eins. Það er greinilega mikil óánægja hjá framleiðendum og söluaðil- um áfengis með áfengisbannið. Þeir virðast sjá sér hag í því að vera á þessu gráa svæði, en ég held að almenningi finnist þetta ótækt,“ segir Egill. Gráa svæðið sem Egill vísar til er þegar fjallað er um áfengi án þess að það sé beinlínis aug- lýst. Það er til dæmis í margvís- legum matar- og vínkynningum í sjónvarpi og dagblöðum. Ólíkt því sem gildir um tóbak er ekki óheimilt að ræða um áfengi með jákvæðum hætti opinberlega. Mörkin geta hins vegar verið óljós og að mati Hildar Bjargar Hafstein er oft enginn vafi í hennar huga að um auglýsingar er að ræða. „Við höfum hins vegar ekki sent inn kæru í öllum tilvikum, því okkur er sagt að það þýði ekki að ákæra fyrir þetta,“ segir Hildur Björg. Vinnuhópur Ríkislögreglu- stjóra lagði til breytingar Bann við áfengisauglýsingum kom til umræðu á Alþingi 18. febrúar síðastliðinn þegar Mörður Árnason, þingmaður Sam- fylkingarinnar, spurði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, m.a. að því hvort ráðherra hyggðist beita sér fyrir því að leyfa áfengisauglýsingar að ein- hverju marki eða skýra lögin og gera þau skilvirkari þannig að erfiðara væri að fara á snið við þau. Svar dómsmálaráðherra var að slík vinna stæði ekki yfir í dómsmálaráðuneytinu og ráðu- neytið hefði ekki sérstaklega í hyggju að hefja hana á næstunni. Í nóvember árið 2001 skilaði vinnuhópur Ríkislögreglustjóra um viðbrögð við áfengisauglýs- ingum,af sér skýrslu. Þar er lagt til að 20. grein áfengislaga, sem kveður á um bann við áfengisaug- lýsingum, verði endurskoðuð í heild sinni með það að markmiði að ákvæðið verði gert nákvæmara og ótvíræðara. Vinnuhópurinn taldi að greinin væri þannig úr garði gerð að hætt væri við því að auglýsendur freistuðu þess að komast framhjá banninu. Segir í skýrslu hópsins: „Al- gengasti mótleikur auglýsenda við banninu hefur undanfarið verið sá að láta eina vöru auglýsa aðra. Láta líta svo út sem verið sé að auglýsa drykk, sem heimilt er að auglýsa, en vera í raun að auglýsa áfengi.“ Lagði hópurinn til að framleiðend- um og þeim sem dreifa áfengi yrði gert ókleift að nýta vörumerki sem eru eins eða mjög lík fyrir óáfengt öl og áfengt. Ef marka má svör dómsmálaráðherra á Alþingi 18. febrúar síðastliðinn er ekki að vænta slíkra breytinga á löggjöf- inni á næstunni. ■ Mannfall í Súdan: Blóðug átök KAMPALA, AP Uppreisnarmenn sem staðið hafa fyrir átökum í norður- hluta Úganda síðastliðin átján ár drápu tæplega fimmtíu súdanska borgara í síðustu viku í suður- hluta Súdans. Talið er að vel yfir hundrað manns hafi verið drepnir síðastliðnar þrjár vikur. Yfirlýst markmið uppreisnar- mannanna er að steypa forseta Úganda af stóli. Talið er að þeir hafi komið sér upp herstöðvum í suðurhluta Súdans en þeir hafa ítrekað ráðist gegn súdönskum borgurum, aðallega í þeim til- gangi að stela matvælum og börn- um. Drengir eru þjálfaðir til að gegna hermennsku en stúlkurnar eru misnotaðar kynferðislega. ■ ENN EITT SLYSIÐ Í TYRKLANDI Fjórtán manns létust og sex slösuðust þeg- ar lítil rúta og lest skullu saman á lestar- teinum í vesturhluta Tyrklands í gær. Enn lestarslys í Tyrklandi: Fjórtán manns létust TYRKLAND,AP Fjórtán manns, þar af fimm börn, létust þegar lítil rúta og lest skullu saman á lestarteinum í vesturhluta Tyrklands í gær. Rútan var að aka yfir teinana og létust allir þeir sem voru í henni en sex manns í lestinni slösuðust. Þetta er annað mannskæðasta slysið í Tyrk- landi á nokkrum dögum en á fimmtudag fór hraðlest á leið til Ist- anbul til Ankara út af sporinu með þeim afleiðingum að þrjátíu og sjö manns létu lífið. Sum lestarvegamót í Tyrklandi eru ekki með rafrænu merkjakerfi og því þurfa ökumenn að kanna sjálfir hvort lest sé á leið- inni áður en þeir aka yfir teinana. ■ Portúgal: Skógareldar í þjóðgarði LISSABON, AP Portúgalskir slökkvi- liðsmenn börðust í gær við skógar- elda í þjóðgarði um fimmtíu kíló- metra sunnan höfuðborgarinnar Lissabon. Skógareldarnir ógnuðu einnig heimilum í nágrenni þjóð- garðsins. Hitastigið í Portúgal hefur farið í fjörutíu gráður síðustu daga auk þess sem sterkir vindar auka út- breiðslu eldanna. Garðurinn er friðaður vegna dýralífs síns en þar á fjöldi sjaldgæfra dýra heimkynni sín. ■ FIMM KÆRUR Hildur Björg Hafstein, verkefnisstjóri áfeng- is- og vímuefnavarna hjá Lýðheilsustöð, hefur sent inn fimm kærur vegna meintra brota á banni við áfengisauglýsingum á þessu ári. BORGAR ÞÓR EINARSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING BANN VIÐ AUGLÝSINGUM Á ÁFENGI Á GRÁU SVÆÐI Auglýsingar fjölmiðla þykja margar hverjar á mörkum þess að standast ákvæði áfengislaga sem kveður á um bann við áfengisauglýsingum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N BANVÆNUM SPÍRA VAR TAPPAÐ Á VENJULEGAR FLÖSKUR 5.000 lítrar af tréspíranum eru faldir ein- hversstaðar í Noregi og lögreglan óttast að þeir verði seldir almenningi. 17 hafa þegar látist eftir neyslu spírans. 10-11 25.7.2004 22:48 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.