Fréttablaðið - 26.07.2004, Side 12

Fréttablaðið - 26.07.2004, Side 12
12 26. júlí 2004 MÁNUDAGUR SUMARHITAR Sumarhitar geisa nú í Kína og notaði þetta par tækifærið til þess að kæla sig í lindinni Baotu í borginni Jinan í Shandong-hérað- inu í austurhluta Kína. Tugir linda eru í Jinan, sem einnig gengur undir nafninu „borg lindanna“. Fjöldi fólks sótti skipulagðar hátíðir um helgina: Fóru friðsamlega fram FERÐALÖG Fjöldi fólks lagði land undir fót um helgina og umferðin í átt til Reykjavíkur var farin að þyngjast verulega seinni partinn í gærdag að sögn lögreglunnar í Borgarnesi og á Selfossi. Hundrað ára afmælishátíð síld- veiða var haldin hátíðleg á Siglu- firði um helgina og var forseti Ís- lands meðal gesta. Talið er að 1.500 til 2.000 gestir hafi tekið þátt í afmælishátíðinni og öll tjaldstæði voru full í bænum. Há- tíðin fór að mestu friðsamlega fram að sögn lögreglu sem stöðv- aði þó einn ökumann grunaðan um ölvun við akstur. Franskir dagar á Fáskrúðsfirði og Vopnaskak á Vopnafirði drógu einnig að sér þúsundir gesta um helgina. Hátíðirnar fóru mjög vel fram að sögn lögreglu. Þá fylltist tjaldstæðið á Hólma- vík um helgina og talsverð ölvun var í bænum á laugardagskvöld. Lögregla þurfti að hafa afskipti af nokkrum aðilum vegna ölvunar og ryskinga manna á milli. Tjald- stæði Víkur í Mýrdal og Kirkju- bæjarklausturs fylltust einnig en þar fór allt friðsamlega fram. Flokksþing bandaríska Demó- krataflokksins hefst í Boston í dag. Á flokksþinginu verður John Kerry útnefndur sem forseta- frambjóðandi flokksins í kosning- unum í nóvember og John Ed- wards, sem háði prófkjörsbaráttu við Kerry um útnefninguna, verð- ur tilnefndur sem varaforseta- efni. Það er því lítil spenna um hina formlega útkomu landsfund- arins. Uppgrip og öryggisgæsla í Boston Flokksþing demókrata er hald- ið í íþróttahöllinni Fleet Center, heimavelli körfuknattleiksliðsins Boston Celtics. Í borginni er ör- yggisgæsla með því mesta sem sést hefur og hefur bæði flug- og bílaumferð tafist mjög af þeim sökum. Bandarískir embættis- menn hafa áhyggjur af því að hryðjuverkamenn muni líta á flokksþingin sem tækifæri til að láta til skarar skríða. Borgin nýt- ur þó einnig góðs af flokksþinginu þar sem mikil uppgrip hafa orðið í rekstri veitingahúsa og hótela í kjölfar þess að tugþúsundir gesta og fjölmiðlamanna koma til að fylgjast með þinghaldinu. Búist við fylgisaukningu Þrátt fyrir að helstu niðurstöð- ur fundarins séu fyrirséðar er talið að flokksþingið hafi mikla þýðingu í kosningabaráttunni. Mikil og tiltölulega jákvæð fjöl- miðlaumfjöllun um landsfundi flokkanna hefur venjulega haft þau áhrif að auka tímabundið við fylgi frambjóðendanna. Hvort slík tímabundin uppsveifla komi til með að hafa varanleg áhrif er óvíst enda hafa repúblikanar tækifæri til að einoka fjöl- miðlaumfjöllunina þegar þeirra flokksþing verður haldið í lok ágúst í New York. Flokksþingið snýst um ímynd Flokksþing bandarísku stjórn- málaflokkanna voru eitt sinn vett- vangur mikilla átaka og á sjöunda áratuginum áttu þau til að leysast upp í slagsmál. Nú er þetta mikið breytt. Flokksþing á kosningaári þjóna þeim eina tilgangi að gefa forsetaframbjóðanda flokksins tækifæri til þess að styrkja stöðu sína meðal almennings og er mik- ið lagt upp úr hátíðleika og glæsi- leika og allt gert til að byggja upp stemmningu og eftirvæntingu þegar frambjóðandinn stígur á stokk á lokadegi flokksþingsins. Fram að því munu þinggestir og áhugasamir áhorfendur fá vænan skammt af ræðuhöldum þar sem frambjóðandinn er lofaður. Meðal þeirra sem halda ræður í flokks- þinginu eru Bill og Hillary Clint- on, Jimmy Carter, Al Gore og Madeline Albright. Þá munu eiginkonur Kerry og Edwards halda ræður og tvær dætur Kerry. Kerry enn óþekktur Þrátt fyrir mikinn áhuga á komandi kosningum hafa demókratar áhyggjur af könnun- um sem sýna fram á stór hluti kjósenda veit ekki hver John Kerry er – og þeir sem vita hver hann er hafa fæstir hugmynd um hvaða stefnu hann stendur fyrir í pólitík. Vinsældir hans í skoðana- könnunum eru fyrst og fremst raktar til megnrar óánægju með núverandi forseta en ekki til al- mennrar aðdáunar á Kerry. Þessi staða er ekki talin ásættanleg fyr- ir Kerry nú þegar styttist í kosn- ingar og verður mikil áhersla lögð á það á flokksþinginu að gera skilaboð Kerry skýrari og afdrátt- arlausari en hingað til. Helsta gagnrýnin á Kerry, bæði frá and- stæðingum hans og samherjum, er að afstaða hans til mála snúist eftir vindi og að hann eigi sér ekki trygga hugmyndafræðilega fót- festu. Þá þykir Kerry ekki vera sérlega góður ræðumaður. Í tíma- ritinu The Economist hefur því verið haldið fram að Kerry hafi lag á því að láta einfaldar hug- myndir hljóma flóknar – en gagn- stæðir hæfileikar eru venjulega taldir frambjóðendum til heilla. Gæti tapað með meirihluta atkvæða Eins og sakir standa hefur John Kerry nauma forystu á George Bush í skoðanakönnunum en sé tekið mið af kosningareglun- um blasir önnur mynd við. Kosningakerfið í Bandaríkjun- ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Bakveikur ferðamaður kallaði á aðstoð : Borinn eins kílómetra leið á hálendinu BJÖRGUN Björgunarsveitir komu bakveikum ferðamanni til að- stoðar skömmu fyrir miðnætti í fyrrinótt. Ferðamaðurinn hafði fest í baki og gat því ekki haldið ferð sinni áfram en hann var staddur skammt frá Hrafn- tinnuskeri í Landmannalaugum. Átta björgunarsveitarmenn frá Hellu fóru á vettvang og þurftu að bera ferðamanninn um eins kílómetra leið á börum áður en komið var að björgunar- sveitarbílum. Ferðamaðurinn komst undir læknishendur. ■ ELLEFU ÁRA MEÐ LOFTBYSSU Lögreglan í Keflavík lagði hald á loftbyssu sem ellefu ára drengur var að leika sér með laust eftir hádegi í gær. Drengurinn var að skjóta plastkúlum úr byssunni þegar lögreglu bar að. Ekki var hætta á ferðum að sögn lögreglu. STAL SMÁMYNT ÚR SLIPPSTÖÐ Brotist var inn í slippstöðina í Njarðvík um helgina og stolið þaðan smámynt. Tilkynnt var um atburðinn til lögreglu seinnipart- inn í gær og gekk þjófurinn enn- þá laus þegar rætt var við lög- reglu í gær. SÍLD Á SIGLUFIRÐI Haldið var upp á hundrað ára afmæli síldveiða á Siglufirði um helgina. 1.500 til 2.000 tóku þátt í hátíðarhöldunum að sögn lögreglu. M YN D /J Ó N Á R M AN N H ÉÐ IN SS O N ÞJÓÐRÆKNIR FRAMBJÓÐENDUR John Kerry og John Edwards verða valdir sem frambjóðendur Demókrataflokksins í forsetakosningunum. Búast má við miklum dýrðum í Boston þegar flokkurinn gerir tilraun til að nýta sér kastljós fjölmiðlanna til að auka stuðning við frambjóðendurna. ÞÓRLINDUR KJARTANSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING FLOKKSÞING DEMÓKRATA- FLOKKSINS Í BANDA- RÍKJUNUM Hvert orð skipulagt Demókratar hefja flokksþing sitt í dag. Mikið er í húfi fyrir demókrata því þrátt fyrir að John Kerry hafi meiri stuðning í skoðanakönnunum er staða Bush sterkari þegar hvert fylki er skoðað fyrir sig.KÖNGULÓARMAÐURNN Var á ferðinni á skýjakljúf í Jakarta í gær og vakti mikla athygli áhorfenda. Franski ofurhuginn enn á ferð: Klifraði upp 26 hæðir JAKARTA Franski „köngulóarmað- urinn“ Alain Robert prílaði upp 26 hæða skýjakljúf í Jakarta í gær án þess að nota nokkurn ör- yggisbúnað. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Robert klifrar upp háar byggingar, því hann hefur stundað þessa iðju í mörg ár og meðal annars farið upp Eiffelturninn í París og World Trade Center í New York. Robert hefur stundum komist í hann krappan eins og til dæm- is í Chicago fyrir fimm árum þegar hann var kominn tuttugu hæðir upp og dimm þoka skall á. Hann slapp þó með skrekkinn. Frakkinn hefur margsinnis verið handtekinn af lögreglu fyrir uppátæki sín. ■ 12-13 25.7.2004 21:57 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.