Fréttablaðið - 26.07.2004, Síða 14
14 26. júlí 2004 MÁNUDAGUR
Komur erlendra ferðamanna til landsins:
Tæknilegir örðugleikar við talningu
FERÐAMENN Tæknilegir örðugleik-
ar tengdir talningu og þjóðernis-
greiningu ferðamanna á Keflavík-
urflugvelli, hafa orðið til þess að
ekki liggja fyrir nýjar tölur. Þor-
leifur Jónsson, hagfræðingur hjá
Samtökum ferðaþjónustunnar,
segir hvimleitt að fá ekki nýjar
tölur frá Ferðamálaráði Íslands
með sama hætti og verið hefur
undanfarin ár. Síðustu tölur sem
fyrir liggja eru frá því í apríl.
„Það urðu einhverjar tæknibilanir
hjá þeim þannig að þeir hafa hvor-
ki náð inn maí- né júnítölunum,“
segir Þorleifur.
Hjá Ferðamálaráði Íslands
fengust þær upplýsingar að þegar
Keflavíkurflugvöllur var stækk-
aður hafi bæst við tvö ný hlið, sem
sett hafi talningarkerfið úr skorð-
um. Þessa dagana er unnið að því
hjá Ferðamálaráði að fara yfir
komutölur ferðamanna inn í land-
ið frá því í apríl og fram til dags-
ins í dag. Að sögn er verið að
safna saman upplýsingunum og
standa vonir til að nýjustu tölur
verði til reiðu í næstu viku. ■
Smyglarar leita sífellt nýrra leiða
til að snúa á lögreglu og tollayfir-
völd, segir Jóhann R. Benedikts-
son, sýslumaður á Keflavíkur-
flugvelli. Segir hann þá einu gilda
hvort reynt sé að smygla fíkni-
efnum, fólki, eða öðrum hlutum.
Mansalsmál segir Jóhann á
margan hátt vera erfið því oft á
tíðum trúi fórnarlömb mansalsins
því ekki hvaða örlög bíða þeirra.
„Hvernig gerum við 18–19 ára
ómenntaðri stúlku grein fyrir því
að henni verði að öllum líkindum
raðnauðgað á áfangastað áður en
hún er neydd í vændi í landinu
þar sem hún trúir að smjör drjúpi
af hverju strái?“ spyr Jóhann og
segir fórnarlömbum mansals oft-
ast efst í huga að komast aftur
heim til að gera aðra tilraun. „Við
höfum ítrekað reynt að veita
fórnarlömbunum skjól. Bæði
dómsmálaráðuneyti og Útlend-
ingastofnun voru tilbúin að að-
stoða okkur við það. Málið er bara
að fólkið er búið að stofna til
skuldbindinga við glæpahringina.
Það er þegar búið að kosta för
þeirra yfir hálfan hnöttinn. Vegna
alls þessa eru málin jafn flókin og
raun ber vitni, en í grunninn snú-
ast þau vitanlega um hvernig
hægt er að vernda fórnarlömbin.“
Jóhann segir öll samskipti við
fórnarlömb mansals sem hér hafa
komið upp hafa verið mjög erfið
vegna þess hve hér mættust ólík-
ir menningarheimar. Hann segir
þó hafa verið mikinn sigur að ná
sakfellingu í þeim þremur málum
sem saksótt hefur verið fyrir hér.
Ekki var þó dæmt fyrir mansal
heldur fyrir smygl á fólki, en
refsiramminn fyrir brotin er
áþekkur, sex ár fyrir smygl á
fólki, átta ár fyrir mansal. Jóhann
segist þó vongóður um að reynsl-
an sem embættið hefur öðlast við
rannsókn þessara mála komi að
notum næst þegar slík mál rekur
á fjörur embættisins.
Okkar ábyrgð
„Meginreglan í alþjóðlegri brota-
starfsemi er að brotamenn eru
teknir og dæmdir þar sem til -
þeirra næst,“ segir Jóhann og
bendir á að fjöldi Íslendinga hafi
afplánað fíkniefnadóma erlendis.
„Þetta er bara hluti af okkar
ábyrgð sem ríki í samfélagi þjóð-
anna,“ segir hann og bendir jafn-
framt á að landið sé aðili að
svokölluðum Palermo-samningi
um baráttu gegn mansali og al-
þjóðlegri brotastarfsemi frá árinu
2001. „Við vorum þannig eitt
fyrsta ríkið í heiminum til að
grípa inn í slík mál meðan fólk var
á ferð milli landa.“ Þetta segir
hann engu að síður hafa flækt
rannsókn málanna því landið var
þá hvorki upprunaland né áfanga-
staður mansalsins. „Í þeim málum
sem við höfum saksótt og fengið
fólk dæmt hefur raunin verið sú
að fólkið átti bara hér leið um. Það
væri hins vegar ábyrgðarlaust að
halda því fram að þessi brota-
starfsemi nái ekki hingað til lands
frekar en önnur,“ segir Jóhann og
bætir við að í einhverjum tilfell-
Írak:
Fimm Kúrd-
ar láta lífið
ÍRAK Fimm manns, allir Kúrdar,
létu lífið í borginni Kirkuk í
norðurhluta Íraks í fyrrinótt,
þar á meðal móðir og tveir synir
hennar.
Lögreglumaður og hermaður,
báðir Írakar, létu einnig lífið
þegar árásarmenn í bíl hófu
skothríð á þá þegar þeir óku
framhjá. Yfirmaður hjá lögregl-
unni í Kirkuk segir að án efa
hafi verið um að ræða sam-
ræmdar aðgerðir glæpahópa
sem tengist fyrrverandi stjórn-
völdum þar í landi og sem vilji
koma af stað illindum á milli
araba og Kúrda. ■
T í m a r i t u m ú t i v i s t o g f e r ð a l ö g
Vertu áskrifandi fyrir
aðeins 2.495 kr. á ári
Gönguferðir
Skíðaferðir
Fjallaferðir
Jeppaferðir
Vélsleðaferðir
Vélhjólaferðir
Fjallahjólaferðir
Kajakferðir
Fréttir og fróðleikur
Feröasögur
Búnaðarprófun
Nýr búnaður
Sérfræðingar svara
Ljósmyndir
Getraunir
w w w. u t i v e r a . i s
u t i v e r a @ u t i v e r a . i s
S í m i : 8 9 7 - 1 7 5 7
Eina sinnar tegundar á Íslandi
Í s l e n s k t t í m a r i t u m ú t i v i s t o g f e r ð a l ö g
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/T
ei
tu
r
ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON,
BLAÐAMAÐUR
FRÉTTASKÝRING
BARÁTTAN VIÐ SMYGLARA
Fórnarlömb mansals trúa ekki sögum um örlögin sem bíða þeirra, segir sýslumaðurinn á Kefla-
víkurflugvelli. Hann telur árangur hafa náðst bæði í baráttunni gegn smygli á fólki og fíkniefnum.
Brotamenn dæmdir
þar sem til þeirra næst
FJÖLDI FÍKNIEFNAMÁLA
Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI:
1998 15
1999 22
2000 57
2001 41
2002 65
2003 66
2004 35*
* Frá ársbyrjun og fram í miðjan júní.
Heimild: Sýslumannsembættið á Kefla-
víkurflugvelli
Jóhann R. Benediktsson sýslumaður
segir umfang reksturs sýslumanns-
embættisins vera mikinn, með yfir
130 fasta starfsmenn og um 200
manns yfir sumarmánuðina. „Þetta er
hátt í 900 milljóna króna rekstur og
verkefnin æði fjölbreytt,“ segir hann.
FJÖLDI HÆLISLEITENDA:
1998 24
1999 24
2000 25
2001 53
2002 117
2003 80
(Heimild: Útlendingastofnun, utl.is.)
HÆLISUMSÓKNIR Í FYRRA:
Veitt dvalarleyfi 3
Synjanir 21
Umsóknir dregnar til baka 26
Umsókn enn í meðferð 7
Endursent samkv. alþjóðasamningum 23
Alls: 80
(Heimild: Útlendingastofnun, utl.is.)
UPPRUNI HÆLISLEITENDA*
Ríkisfang Fjöldi
Albanía 10
Algería 3
Búlgaría 3
Eþíópía 2
Georgía 6
Hvíta-Rússland 3
Írak 2
Ísrael 1
Kasakstan 2
Kósóvó 1
Króatía 1
Líbanon 1
Líbía 1
Makedónía 1
Malí 1
Marokkó 1
Máritanía 1
Mongólía 8
Nígería 3
Rúmenía 40
Rússland 15
Slóvakía 4
Tsétsénía 1
Úkraína 4
Úsbekistan 3
Alls: 118
*Árið 2002, þegar fimm fengu dvalarleyfi.
(Heimild: Ársskýrsla Útlendingastofnunar 2002)
MÚR MÓTMÆLT
Palestínskur mótmælandi stekkur yfir
skurð sem notaður verður sem grunnur
undir öryggismúr Ísraelsmanna í Jerúsal-
em. Palestínumenn hafa mótmælt bygg-
ingu múrsins kröftuglega.
KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR
Við nýlega stækkun Keflavíkurflugvallar raskaðist talning á erlendum ferðamönnum til lands-
ins. Síðustu tölur sem Samtök ferðaþjónustunnar hafa fengið eru frá því í apríl.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
EI
TU
R
14-15 Fréttaúttekt 25.7.2004 21:18 Page 2