Fréttablaðið - 26.07.2004, Blaðsíða 15
15MÁNUDAGUR 26. júlí 2004
um hafi grunur vaknað um
mansalsmál hér. Þau mál segir
hann ekki einskorðast við súlu-
dansstaði heldur hafi þau einnig
snúið verkafólki sem hingað sæk-
ir vinnu.
Til að talið sé að um mansal sé
að ræða þarf fólkið sem smyglað
er á milli landa að vera beitt bæði
blekkingu og nauðung. „Mann-
eskjan þarf að greiða einhverjum
til að komast til landsins og svo
jafnvel hluta af launum sínum um
ókomin ár. Þarna er verið að not-
færa sér neyð viðkomandi. Þessu
er verið að reyna að berjast
gegn,“ segir Jóhann og bætir við
að smygl á fólki og mansal gefi af
sér svipaðar tekjur fyrir glæpa-
hópa og vopna- og eiturlyfja-
smygl. „Okkar afstaða er sú að
sýna ekkert umburðarlyndi í
þessum málum. Það mátti gjarnan
spyrjast að hér væri tekið á þess-
um málum af fullri hörku og í því
felst kannski besta verndin fyrir
íslenskt samfélag,“ segir hann og
telur ýmislegt benda til þess að
stefnan í málaflokknum hafi skil-
að nokkrum árangri. „Núna hafa
liðið nokkuð margir mánuðir án
þess að svona mál hafi komið upp.
Slíkur árangur næst vitanlega
ekki nema með sterkri liðsheild
og hæfu starfsfólki. Á alþjóðavísu
heldur vandamálið samt áfram að
vaxa.“
Ósvífnin á engin takmörk
Þrátt fyrir framgangshörku í garð
smyglara dregur ekki úr mála-
fjölda þegar kemur að fíkniefn-
um, en þar segir Jóhann dálítið
önnur lögmál eiga við. „Þar erum
við með eftirspurnarvanda og á
meðan ekki tekst að draga úr eft-
irspurninni með uppfræðslu og
áróðri komumst við ekki fyrir
vandann. Tolla- og lögregluyfir-
völd munu aldrei ein og sér geta
leyst þann vanda. Þetta er þjóð-
félagsvandamál sem snýr að fjöl-
skyldunni, skólum og samfélags-
uppbyggingunni sem við búum
við,“ segir hann en telur engu að
síður að vel gangi að stemma
stigu við vandanum. „Okkur tekst
ítrekað að uppræta smyglhringi
og þeir þurfa stöðugt að breyta
um aðferðir. Þarna kemur líka til
mjög góð samvinna okkar við
fíkniefnadeild lögreglunnar í
Reykjavík. Skýrasta dæmið um
árangur okkar er þessi fjöldi er-
lendra burðardýra, en hann er til-
tölulega nýtilkominn.“ Hann segir
að fyrst hafi orðið vart við burðar-
dýrin á seinni hluta árs 1999 og þá
eingöngu Íslendinga. „Fljótlega
var hins vegar landsliðið í fíkni-
efnasmygli komið á bak við lás og
slá. Þá þurfti greinilega að beita
öðrum aðferðum og bera tók á er-
lendum burðardýrum.“ Jóhann
segir aðferðir smyglara sífellt að
breytast og fátt sem komi orðið á
óvart í þeim efnum. „Ósvífni og
óheilagleiki þessara manna á sér
engin takmörk og þeir tilbúnir að
ganga mjög langt í að notfæra sér
neyð annarra.“ Jóhann segir
dæmi um að í einu máli hafi kom-
ið upp mjög sterkur grunur um að
ungabarn hafi verið notað til að
smygla eiturlyfjum, en þó ekki
látið bera þau innvortis. „Erlendis
flytja menn jafnvel fíkniefni milli
landa innan í dauðum gæludýrum
og í líkkistum. Þetta eru sömu
glæpahóparnir og skaffa efni
hingað til lands. Hví skyldu þeir
ekki beita sömu aðferðum hér?“
Á gistiheimili suður með sjó dvel-
ja nokkrir einstaklingar og bíða
úrskurðar Útlendingastofnunar
um hvort þeir fái dvalarleyfi sem
flóttafólk. Þar á meðal eru Gift
Anthony og Desmond Egbe frá
Nígeríu. Gift er komin fimm mán-
uði á leið með barn þeirra
Desmonds. Á sama stað eru hjón-
in Kantharaj og Francisca og börn
þeirra Shanjesh, fimm mánaða, og
Shantosh, þriggja ára. Þau hafa öll
verið hér í um fimm mánuði, með-
an mál þeirra eru til skoðunar hjá
Útlendingastofnun.
Kantharaj segir biðina farna að
segja til sín. „Við höfum ekkert
við að vera allan daginn og meg-
um ekki vinna því okkur vantar
alla pappíra.“ Fólkið er allslaust
og hefur engar tekjur. „Við fáum
afhent matvæli, en ekki peninga,“
segir Kantharaj. „Ég get ekki einu
sinni keypt sælgæti til að gleðja
litla strákinn minn,“ segir hann og
bætir við að sælgæti fylgi ekki
með í matarsendingunum.
Gift og Desmond lentu á ein-
hverjum þvælingi um heiminn og
kunna ekki almennilega skýringu
á því hvernig þau bar hingað til
lands. Desmond segir þau hafa
flúið fjölskyldur sínar og ætt-
bálkasiði í Nígeríu. „Við vildum
giftast, en til að það gæti orðið átti
að umskera Gift,“ segir hann.
Kantharaj segist hins vegar
hafa orðið fyrir barðinu á pólitísk-
um ofsóknum heima fyrir. „Við
borguðum 50 þúsund dollara til að
komast til Kanada,“ segir hann.
Hér ætluðu þau hjónin að hitta
manninn sem sá um för þeirra og
fá hjá honum ferðaskilríki en
hann lét aldrei sjá sig. Í framhald-
inu leituðu þau hælis hér, þá með
yngra barnið átta daga gamalt.
Jóhann R. Benediktsson, sýslu-
maður á Keflavíkurflugvelli, seg-
ir flóttamannasamning Samein-
uðu þjóðanna tryggja fólki mjög
mikil réttindi um leið og það leitar
pólitísks hælis. „Við köllum strax
til Rauða krossinn, fengnir eru
túlkar o.s.frv.“ Hann segir þó
langflesta vera að misnota flótta-
mannasamninginn í leit að betra
lífi. „Hægt er að hafa ákveðna
samúð með því, en um leið er fólk-
ið að misnota þá mikilsverðu
vernd sem flóttamannasamning-
urinn felur í sér,“ segir hann.
HÆLISLEITENDUR BÍÐA SVARS ÚTLENDINGASTOFNUNAR
Gift og Desmond frá Nígeríu og hjónin Kantharaj og Francisca ásamt börnum sínum Shanjesh, fimm mánaða, og Shantosh, þriggja ára,
deila gistiaðstöðu með eldhúsi og baði í Reykjanesbæ.
NÝKOMINN ÚR BAÐI
Shantosh litli brá sér í bað meðan faðir
hans sat fyrir svörum blaðsins. Fram kom
að honum finnst sárt að hafa ekki tök á að
kaupa eitthvað smálegt handa drengnum.
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/R
ób
er
t
Aðgerðalaus í fimm mánuði
Hælisleitendur geta þurft að bíða lengi eftir úrskurði, kalli mál þeirra á
mikla rannsókn. Á meðan er fólkinu komið fyrir tekjulausu á gistiheim-
ilum en fær afhent matvæli. Fólkinu leiðist og hefur ekkert við að vera.
Aðgerðaáætlun:
Starfshópur í
burðarliðnum
Mansal Í haust stendur til að
stofna starfshóp með fulltrúum
þriggja ráðuneyta sem vinna að að-
gerðaáætlun gegn verslun með
fólk. Starfshópurinn er stofnaður í
framhaldi af alþjóðasamstarfi
gegn verslun með mansal og í hon-
um verða fulltrúar félagsmála-,
dómsmála- og utanríkisráðuneytis.
Sesselja Árnadóttir, skrifstofu-
stjóri í félagsmálaráðuneytinu,
segir að eftir herferð Norðurlanda
og Eystrasaltslanda gegn mansali
sem hófst árið 2002 hafi verið sett-
ur á stofn samstarfshópur ráðu-
neytisstjóra landanna átta. „Sá
hópur hefur nú fundað þrisvar og
rætt hvernig best er að vinna í
þessum málum,“ sagði hún og
bætti við að meðal þess sem unnið
væri að sé öruggri heimsending
fórnarlamba mansals.
Sesselja vonaðist til að starfs-
hópur ráðuneytanna þriggja hefji
störf í haust. Meðal hluta sem litið
yrði á sagði hún vera möguleika á
að uppfræða útlendinga sem hing-
að sækja vinnu um réttindi sín og
skyldur. Í viljayfirlýsingu ráð-
herra Norðurlandanna og Eystra-
saltsríkjanna frá því í apríl 2003
kemur fram að hrinda eigi í fram-
kvæmd aðgerðaáætlun gegn man-
sali eigi síðar en árið 2005.
Dublinarsamningur:
Fækkar
flóttafólki
Jóhann Jóhannsson, framkvæmda-
stjóri Útlendingastofnunar, segir
tiltölulega fáa bíða úrskurðar um
dvalarleyfi hjá embættinu. „Það
hefur aðeins verið að dragast sam-
an í þessu. Flestir sækja um eftir að
þeir eru komnir inn í landið og þá
gjarnan hjá lögreglunni í Reykja-
vík,“ segir hann. Jóhann segir
nokkrar leiðir koma til greina við að
fá landvist þegar fólk sækir um
samkvæmt flóttamannasamningn-
um. „Helst er þá að fólk fái landvist
af mannúðarástæðum,“ segir hann,
en á seinustu árum hefur aðeins
einn fengið viðurkennda stöðu sem
flóttamaður. „Það er mjög fátítt að
hingað komi fólk beint frá einhverj-
um svæðum þar sem það hefur átt í
vanda,“ bætir hann við.
Jóhann segir að oftast sé fólki
vísað aftur til annars Evrópulands í
samræmi við ákvæði svokallaðs
Dublinarsamnings. „Hann er samn-
ingur Schengen- og Evrópusam-
bandsríkja um að menn skuli fá
meðhöndlun á sinni hælisumsókn í
einu ríki og aðeins einu ríki,“ segir
hann og segir ríkið sem ábyrgt sé
fyrir flóttafólkinu sé þar sem fólkið
fékk áritun, kom inn á svæðið eða
lagði fyrst fram umsókn um hæli.
Hér heima vinnur Rauði kross-
inn að málefnum hælisleitenda í
samvinnu við stjórnvöld og í um-
boði Flóttamannastofnunar Samein-
uðu þjóðanna (UNHCR) og sam-
kvæmt samningi við hana, en umsjá
hælisleitenda hefur verið í forsjá
Reykjanesbæjar síðan um áramót,
samkvæmt samningi bæjarins við
dómsmálaráðuneytið.
Til að teljast flóttamaður þarf umsækjandi að uppfylla skilyrði alþjóðasamnings um réttarstöðu flóttamanna þar sem fram
kemur að flóttamaður sé hver sá sem: „...af ástæðuríkum ótta við að verða ofsóttur vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis,
aðildar í sérstökum félagsmálaflokkum eða stjórnmálaskoðana, og getur ekki, eða vill ekki, vegna slíks ótta, færa sér í nyt
vernd þess lands; eða þann sem er ríkisfangslaus, og er utan þess lands, þar sem hann áður hafði reglulegt aðsetur, vegna
slíkra atburða og getur ekki eða vill ekki, vegna slíks ótta, hverfa aftur þangað.“
Öryggishandbók Landsbjargar og Esso:
Fólk brennir sig á
einföldum hlutum
SLYSAVARNIR Í Öryggishandbók
fyrir ferðalanga sem nýlega
kom út er farið yfir helstu ör-
yggisatriði og hluti sem komið
geta upp á ferðalögum fólks um
landið.
Valgeir Elíasson, upplýsinga-
fulltrúi Slysavarnarfélagsins
Landsbjargar, sem gefur bókina
út, segir menn þar á bæ hafa séð
að tími sé til kominn að gera eitt-
hvað fyrir eigendur tjaldvagna
og fellihýsa.
„Við heyrum af og til af
óhöppum fólks á ferðalögum og
stundum er fólk að brenna sig á
einföldum hlutum,“ segir hann.
Í bókinni, sem einungis er 23
síður, er að finna kort sem merkt
eru inn 198 tjaldsvæði víða um
land, auk upplýsinga um helstu
neyðarviðbrögð við umferðar-
slysum og öryggisatriði varðandi
umgengni við gas.
„Bókin er lítil og nett og pass-
ar vel í hanskahólfið,“ segir
Valgeir og bætir við að ritið sé
gefið út í góðri samvinnu við
Esso sem borið hafi kostnað af
útgáfunni og sjái um dreifingu
ritsins á bensínstöðvum sínum.
„Innihald og framsetning efnis
er hins vegar frá okkur komið,“
segir hann. ■
ÖRYGGISHANDBÓK
Aftast í nýrri handbók Landbjargar er að
finna skemmtilega leiki sem hægt er að
fara í með fjölskyldunni í bílferðum.
Leitað á Laugarvatni:
Fannst í
Reykjavík
LEIT Maður sem leitað var að í
grennd við hjólhýsasvæðið á
Laugarvatni fannst í Reykjavík
skömmu eftir að lýst var eftir
honum í útvarpi.
Átta björgunarsveitarmenn og
sporhundur tóku þátt í leitinni að
manninum sem hófst um hádegis-
bilið í gær. Hafði þá ekki spurst til
mannsins síðan seinni partinn á
laugardag við hjólhýsasvæðið.
Skömmu eftir að lýst var eftir
manninum í útvarpi barst þó
ábending um að maðurinn væri
heill á húfi. Hann var þá kominn
til Reykjavíkur. ■
FLÓÐ
Þessi fjölskylda beið eftir bát til þess að
flytja sig af flóðasvæðum í Bangladess en
flóð í Suður-Asíu síðastliðnar vikur hafa
kostað hundruð lífið. Flóðin virtust í rénun
í lok síðustu viku en hætta á sjúkdómafar-
öldrum er þó ennþá fyrir hendi.
14-15 Fréttaúttekt 25.7.2004 21:15 Page 3