Fréttablaðið - 26.07.2004, Síða 16
Tæpur meirihluti
Innan raða helstu stuðningsmanna Si-
Sivjar Friðleifsdóttur er fullyrt að Halldór
Ágrímsson eigi erfiða daga í embætti
forsætisráðherra missi Siv ráðherra-
dóm. Fullyrt að hún verði Halldóri erfið
og gangi í lið með þeim sem eru erfið-
ir í þingflokknum og
öðrum valdahópum
flokksins. Siv er sögð
hafa talsverðan stuðn-
ing og þess vegna
verði erfitt að gera
hana að óbreyttum
þingmanni. Kristinn H.
Gunnarsson og Jón-
ína Bjartmarz munu
vera í stuðnings-
mannaliði Sivjar.
Jón í Tryggingastofnun
Mikið er rætt hvort Jón Kristjánsson
hætti sem ráðherra og taki við sem for-
stjóri Tryggingastofnunar. Karl Steinar
Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar,
hefur víst opnað á þann möguleika að
gefa starfið eftir. Þó
aðeins ef Jón Krist-
jánsson tekur við.
Framsóknarmenn
munu hafa reynt að
fá Karl Steinar til
að gefa starfið
eftir fyrir
Kristinn H.
Gunnarsson,
en á það
féllst Karl
Steinar ekki.
Guðni þjófstartaði
Davíð Oddsson mun ekki hafa glaðst
mikið yfir yfirlýsingum Guðna Ágústs-
sonar að loknum ríkisstjórnarfundi fyrir
viku. Þá var Guðni talsmaður flokksins í
stað Halldórs Ásgrímssonar sem var í
fríi. Guðni greindi fjölmiðlum frá
kúvendingunni í fjölmiðlamálinu áður
en Davíð átti kost á því. Það er
sagt hafa pirrað Davíð þar
sem hann ætlaði sjálfur
að „skúbba“ lendingu
málsins. Hitt er svo ann-
að að Guðna tókst
mjög vel upp þá
daga sem hann var
talsmaður flokksins
og þykir hafa styrkt
stöðu sína.
Kannski kem ég bara alltaf úr
þeirri átt en mér finnst sem sé
eins og kirkjan í Kópavogi nálægt
Smáralindinni líti út eins og tvö
sjónvarpstæki sem snúi skjánum
hvort að öðru. Ég veit ekki hvort
þetta á að vera svona, hvort hug-
myndin gamla um að bænin sé
símalínan okkar til Guðs hafi ver-
ið útfærð með nútímalegum hætti
eða hvort hér sé um nýja útfærslu
á frummyndakenningu Platons að
ræða – að trúarlífi okkar megi
líkja við það að við sjáum einung-
is bakhlið sjónvarpsins en aldrei
sjálfan skjáinn... Ég veit ekki
hvað þetta táknar. Ég held þetta
tákni eitthvað.
Margar kirkjur eru svolítið
sérkennilegar. Þær líta ekki út
eins og kirkjur heldur virðast
vera hugsaðar sem tjáning á per-
sónulegum hugmyndum arkítekt-
anna um Guð og trúna eða
kannski bara lífið og tilveruna. Til
dæmis á Ísafirði. Þar var áður ein
fallegasta kirkja landsins og
maður verður alltaf jafn hissa
þegar maður kemur vestur að sjá
komna í staðinn byggingu sem ég
man ekki betur en að Þórarinn
Eldjárn hafi líkt við kommóðu.
Þessi kirkjuskipti voru ámóta
óskiljanleg og þegar bæjaryfir-
völd á Akureyri fjarlægðu grasið
af Ráðhústorginu og kratar í
Hafnarfirði reistu mall sem
skyggir á einn fallegasta miðbæ
landsins. Það getur verið tvíbent
þegar dugnaðurinn hleypur í bæj-
arforkólfa. Eins og Reykvíkingar
horfa nú upp á við Hringbraut þar
sem ekki verður betur séð en að
Reykjavíkurlistinn sé í óða önn að
grafa sér ógnarstóra gröf til að
uppfylla æðsta draum allra þeirra
sem við skipulagsmál fást: að fá
að hanna sína sérstöku úrfærslu á
umferðarslaufu.
Ekki fer á milli mála að Kópa-
vogur er höfuðstaður dugnaðar-
forkanna og óneitanlega hlýtur
maður að dást að því hvernig til
hefur tekist við uppbyggingu
nýrra hverfa þar í bæ og mörg er
þar frumleg umferðarslaufan,
svo að jafn vandratað er um þenn-
an bæ og þegar Jökull Jakobsson
líkti honum við margslungið nú-
tímalistaverk í frægum útvarps-
þætti fyrir mörgum árum. Ekki
leynir sér heldur heilbrigður
metnaður bæjarforkólfanna sem
hafa iðulega skotið Reykjavík ref
fyrir rass, ekki síst þegar Salur-
inn glæsilegi var reistur á svip-
stundu á meðan borgaryfirvöld
eru enn að klóra sér í hausnum
yfir tónlistarhúsi.
Í minni vitund sem gamals
Reykvíkings er miðbærinn þar
samt sem áður hinn eiginlegi mið-
bær og miðpunktur höfuðborgar-
svæðisins og óneitanlega rennur
manni til rifja að sjá allt tóma
húsnæðið á Laugaveginum. Ég
veit ekki hvort var verri niður-
læging fyrir miðbæ Reykjavíkur:
að McDonalds skyldi leggja undir
sig gamla Hressó – eða að McDon-
alds skyldi hverfa þaðan. En þótt
mér líði sjálfum eins og hornið á
Vegamótastíg og Laugavegi þar
sem Mál og menning var forðum
vera nafli höfuðborgarsvæðisins
þá geri ég mér grein fyrir því að
þessari skoðun deila ekki allir. Ég
spjallaði um daginn við mann sem
sagðist vel geta hugsað sér að
flytja eitthvað miðsvæðis – til
dæmis í Smárann í Kópavogi. Ég
las í gær haft eftir Jóni Atla rit-
höfundi að venjulega fólkið færi í
Smáralind en það væru bara rón-
ar á Lækjartorgi.
Samt held ég að Kópavogur
verði ekki höfuðborg. Mér finnst
hann hins vegar stundum vera til
höfuðs borg.
Smáralindin hefur að minnsta
kosti tekið upp eitt og annað sem
Reykvíkingar hafa hent – eins og
nýtinn og lúsiðinn flöskusafnari -
til dæmis nafnið „Vetrargarður-
inn“; og hafmeyjan sem menning-
arvitar sprengdu á sínum tíma úr
Reykjavíkurtjörn, var hún ekki
sett einhvers staðar niður í
Smáralind? Smárahverfið er samt
ekki orðið að borg. Það virðist
hvað sem öðru líður hannað og
skipulagt út frá þeirri bjargföstu
sannfæringu að útilokað sé að
mannlíf fái þrifist úti undir beru
lofti á Íslandi, og að sú iðja að
rölta sér á milli búða geti einung-
is farið fram innandyra – og að
utandyra skuli setja sem marg-
brotnastar og fegurstar umferð-
arslaufur. Þessari skoðun deila að
vísu flestir landsmenn, sem telja
sig þurfa að fara til útlanda til að
anda að sér fersku lofti og dá-
sama það einatt mjög að eiga þess
kost að rangla um fallega bæjar-
hluta gamalgróinna borga, en fer
ekki út undir bert loft hérlendis
nema í íþróttagalla til að ganga
rösklega eftir þar til gerðum
göngustíg. Fólk virðist almennt
ekki átta sig á því að í rauninni
væri hægðarleikur að rölta sér
milli skemmtilegra búða til dæm-
is í miðbænum í Hafnarfirði, og
meira að segja líka í Reykjavík,
það er að segja þeim litla hluta
gamla bæjarins sem ekki er búið
að flytja upp í Árbæjarsafn. Til að
ganga um miðbæ Reykjavíkur er
ekkert skilyrði að vera róni – eða
ungur leikari.
Kirkja sem lítur út eins og
tvær bakhliðar á sjónvarpstækj-
um segir okkur að stundum getur
verið gott að hugsa sig svolítið
um, jafnvel þótt maður sé dugnað-
arforkur. Hún minnir okkur líka
dálítið á Biblíutilvitnun um steina
fyrir brauð. ■
S é það eindreginn ásetningur stjórnarflokkanna, Framsóknar-flokks og Sjálfstæðisflokks, að halda samstarfinu áfram útkjörtímabilið þrátt fyrir áföllin að undanförnu og skoðana-
kannanir, sem sýna að ríkisstjórnin nýtur ekki trausts meirihluta
kjósenda, ættu þeir á haustdögum, þegar skipt verður um manninn í
brúnni, að huga að róttækum breytingum á ráðherraskipan ríkis-
stjórnarinnar.
Þó að stjórnmál snúist að sönnu um málefni skiptir ásýnd eða
ímynd miklu máli. Einn þáttur í að bæta hana er að velja menn til for-
ystu sem höfða til kjósenda, ná sambandi við þá og hafa traust þeir-
ra. Forystumenn stjórnarflokkanna ættu að hugleiða alvarlega hvort
forsætisráðherraskiptin í september séu ekki tækifæri til að skapa
ríkisstjórninni tiltrú að nýju og vinna aftur hug og hjörtu kjósenda.
Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, og
Jónína Bjartmarz hafa sýnt að undanförnu að töggur er í þeim. Þau
yrðu áreiðanlega öflugir ráðherrar. Sama er að segja um Kristinn H.
Gunnarsson, en líklega er óraunsætt að ætlast til þess að Fram-
sóknarflokkurinn geri hann að ráðherra, þar sem nú orðið er nánast
litið á hann sem stjórnarandstæðing innan flokksins.
Í Sjálfstæðisflokknum hefur Bjarni Benediktsson, formaður alls-
herjarnefndar Alþingis, sýnt ótvíræða forystuhæfileika og áunnið
sér álit og vinsældir langt fyrir utan raðir flokksins. Það væri sterk-
ur og djarfur leikur að gera hann að ráðherra í haust. Og það jaðrar
við hneyksli að einhver öflugasti þingmaður sjálfstæðismanna, Einar
K. Guðfinnsson, skuli ekki fyrir löngu hafa tekið sæti í ríkisstjórn.
Nú er tækifæri. Raunar eru fleiri þingmenn sem áhugavert væri að
sjá spreyta sig í ráðherrasætum í haust svo sem Einar Oddur Krist-
jánsson, Gunnar Birgisson og Pétur Blöndal.
Því miður eru þessar vangaveltur líklega skýjaskraf eitt. Ósenni-
legt er að stjórnarflokkarnir hafi kjark og þrek til að standa fyrir
róttækum breytingum á ríkisstjórninni í haust. Svo virðist sem
hjónabandinu á stjórnarheimilinu sé fremur haldið við til að bjarga
andlitinu út á við eða af misskilinni tillitssemi en af gagnkvæmri ást,
hrifningu og trausti. Fréttir sem borist hafa af daðri við aðra flokka
koma þess vegna ekki á óvart. Og sannleikurinn er sá að stundum
getur verið skynsamlegt að binda enda á erfið hjónabönd frekar en
að halda samvistum áfram með tilheyrandi vanlíðan og leiðindum
fyrir hjónin, fjölskylduna, vini og vandamenn.
Úrslit þingkosninganna í fyrravor voru engin sérstök traustsyfir-
lýsing á ríkisstjórnina. Þá var ákveðið að þrauka áfram þrátt fyrir
ágjöfina. Umhugsunarefni er hvort það hafi verið skynsamleg
ákvörðun. Miklu skiptir að framhaldið í haust verði yfirvegað af
raunsæi áður en nokkrum leiðum er lokað. ■
26. júlí 2004 MÁNUDAGUR
SJÓNARMIÐ
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Viðreisn ríkisstjórnarinnar
krefst róttækra breytinga.
Stjórnin þarf
ný andlit
Höfuðborg - eða til höfuðs borg?
ORÐRÉTT
Útlendingalögin
Fyrir utan nánustu aðstandend-
ur Íslendinga, flóttamenn eða
stúdenta fjalla lögin aðallega
um „útlenska verkamenn“.
Makar Íslendinga, flóttamenn
og stúdentar eru eins konar
undantekningar í lögunum og
stundum hafa þeir forréttindi
umfram áðurnefnda verka-
menn, enda eru aðstæður þeir-
ra aðrar en verkamannanna.
Toshiki Toma, prestur innflytjenda.
Morgunblaðið 25. júlí
Skil lífs og dauða
Samkvæmt myndinni er álíka
gáfulegt að ætla að lifa af
McDonalds og að reyna að
drekka sig í hel.
Mikael Torfason, ritstjóri DV.
DV, 24. júli.
Leiðir skilja
Rónarnir eru á Ingólfstorgi en
venjulegt fólk fer í Smáralind-
ina.
Jón Atli Jónasson leikritahöfundur.
Fréttablaðið 25. júlí.
Fyrr og nú
Áður fyrr var húsbréfunum nán-
ast fleygt framan í viðskiptavin-
inn og honum sagt að að það
væri nú á hans könnu að selja
þau og undir honum komið að fá
nógu hátt verð.
Guðmundur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs.
Morgunblaðið 25. júlí.
Hver er hvað?
Einar Oddur, ég er enginn ruddi!
Magnús Þór Hafsteinsson alþingis-
maður.
DV 24. júlí.
FRÁ DEGI TIL DAGS
Einn þáttur í að bæta [ímynd ríkisstjórnarinnar]
er að velja menn til forystu sem höfða til kjós-
enda, ná sambandi við þá og hafa traust þeirra. Forystu-
menn stjórnarflokkanna ættu að hugleiða alvarlega hvort
forsætisráðherraskiptin í september séu ekki tækifæri til
að skapa ríkisstjórninni tiltrú að nýju og vinna aftur hug
og hjörtu kjósenda.
,, Í DAGMANNLÍF Í BORG
GUÐMUNDUR
ANDRI
THORSSON
Ég las í gær haft eftir
Jóni Atla rithöfundi
að venjulega fólkið færi í
Smáralind en það væru
bara rónar á Lækjartorgi.
Samt held ég að Kópavogur
verði ekki höfuðborg.
Mér finnst hann hins vegar
stundum vera til höfuðs
borg.
,,
sme@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal
AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006
NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablað-
inu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
16-41 (16-17) Leiðari 25.7.2004 22:11 Page 2