Fréttablaðið - 26.07.2004, Síða 17
Ég las grein í Fréttablaðinu þar
sem kattavinir lýsa vanþóknun
sinni á skráningargjaldi sem
fólki sé gert að greiða af köttum
sínum. Segjast þeir enga ábyrgð
bera á villiköttum, en telja að
þetta gjald eigi m.a. að fara til
greiðslu ýmiss kostnaðar af
þeirra völdum, og frábiðja sér
nokkur afskipti af þeim.
Það að vera kattavinur þýðir
ekki bara að þykja vænt um sinn
eigin kött, heldur að bera fyrir
brjósti velferð katta yfirleitt. En
hver ber ábyrgð á þessum vesal-
ings útigangsköttum og hvaðan
koma þeir? Ekki detta þeir af
himnum ofan. Hversu oft sjáum
við ekki svohljóðandi auglýsing-
ar í blöðunum „Kassavanir kett-
lingar fást gefins“. Það eru sjálf-
sagt kattavinir sem eru að aug-
lýsa kettina, af því að þeir fá sig
ekki til að farga þeim en – það er
til verra hlutskipti en dauðinn.
Og hverjir fá svo kettlingana?
Skyldu það allt vera kattavinir?
Oft eru það foreldrar að láta
undan óskum barna sinna. En
kettir eru ekki leikföng, þeir eru
lifandi dýr með vitund og til-
finningar. Sumir fá leið á þeim,
en tíma ekki að láta svæfa þá og
þá er farið með þá eins og dauða
hluti. Þeim er hent í ruslið, lokað
á þá dyrum, eða farið með þá „út
í sveit“ og þetta „góða“ fólk, sem
kettirnir treysta og elska, hend-
ir þeim út og keyrir í burtu,
reynir svo að svæfa samvizku
sína – ef hún er einhver – með
því að „kettir bjargi sér alltaf“.
En hversu lengi skyldu þeir svo
ráfa þar um, algerlega ráðvilltir
og hræddir, mjálmandi aumlega
á húsbændur sína.
Svona verða villikettir til. Það
mætti fækka þessum kettlinga-
auglýsingum mikið, með því að
láta taka ketti úr sambandi eða
gefa læðum pilluna. Ég lít svo á
að skráningargjald sé af hinu
góða, það stuðli að því, að óekta
kattavinir fái sér síður ketti.
Hins vegar er það kannske stór
biti fyrir suma, t.d. gamalt fólk
og öryrkja sem þrá félagsskap
gæludýra. Það hafa verið ófagr-
ar fréttirnar í fjölmiðlum undan-
farið, núna síðast að kvöldi 21.
júlí, um kettlingana í bílnum.
Einhvers staðar er pottur brot-
inn í dýraverndunarlögum, fyrst
aðstandendum Kattholts er gert
að skila þessum hálfdauðu vesal-
ingum til eigendanna, í annað
sinn, þrátt fyrir glæpsamlega
meðferð á þeim. Þarna er verð-
ugt verkefni fyrir kattavini að
taka höndum saman og lýsa yfir
stuðningi við Kattholt og ekki
láta svona viðgangast, þegjandi
og hljóðalaust, og leggja jafn-
framt lið í baráttu fyrir skilvirk-
ari dýraverndunarlögum, því við
berum öll ábyrgð. ■
17MÁNUDAGUR 26. júlí 2004
Skráningargjald af
köttum af hinu góða
SNÆBJÖRG RÓSA BJARTMARSDÓTTIR
SKRIFAR UM KATTAVERND
Það að vera katta-
vinur, þýðir ekki
bara að þykja vænt um sinn
eigin kött, heldur að bera
fyrir brjósti velferð katta
yfirleitt. En hver ber ábyrgð
á þessum vesalings úti-
gangsköttum og hvaðan
koma þeir? Ekki detta þeir
af himnum ofan.
,, CAPAROL einangrunarmúrkerfi.Einangrun að utan, heil hús eða að hluta.40-60 % ódýrara en önnur einangrunarklæðning.
Auðveldara í viðhaldi. Gæðavottað af RB og
Brunamálastofnun
CAPAROL í stað málningar.
Fyrir viðhald á gamalli skeljasandsklæðningu og þar
sem hús eru mikið sprungin eða illa farin.
Fyllir í smáar sprungur og gefur húsinu jafna áferð.
Yfirmúr í öllum litum NCS litakerfisins.
Smiðjuvegi 44 200 Kóp. s: 5346160
flotefni@flotefni.is www.flotefni.is
CAPAROL
FYRIR ALLAR AÐSTÆÐUR
- mest lesna blað landsins
Á MIÐVIKUDÖGUM
Sparnaður, hlutabréf, lífeyrir ofl.
Auglýsingasíminn er 550 5000
auglysingar@frettabladid.is
16-41 (16-17) Leiðari 25.7.2004 22:12 Page 3