Fréttablaðið - 26.07.2004, Qupperneq 18
Þriðja hefti ritsins Icelandic
Geographic kom út í liðinni viku
í Neðstakaupstað á Ísafirði. Ritið
er að þessu sinni helgað Vest-
fjörðum. Birna Lárusdóttir, for-
seti bæjarstjórnar Ísafjarðar-
bæjar, og Þórdís Hadda Ingva-
dóttir ritstjóri kynntu ritið fyrir
Vestfirðingum. „Vestfirðirnir
eru einstakur landshluti. Lands-
lagið er fjölbreytilegt og dýralíf-
ið fjölskrúðugt,“ segir Þórdís
Hadda. Ísafjarðarbær styrkir
útgáfu ritsins sem er gefið út í
þrettán þúsund eintökum.
Á blaðsíðunum kennir ýmissa
grasa, þar má finna grein um
örninn eftir Kristinn Hauk
Skarphéðinsson fuglafræðing,
göngugrein um Hornstrandir
auk greinar um selinn svo sitt-
hvað sé nefnt. Þórdís segir
greinarnar mikið myndskreytt-
ar og að textinn sem prýði ritið
sé persónulegur og litríkur.
Nokkrir bestu náttúruljósmynd-
arar landsins taka myndirnar
svo sem Daníel Bergmann og Jó-
hann Óli Hilmarsson.
„Tímarit renna út á tíma.
Þetta er ekki tímarit heldur
tímalaust rit. Fyrsta hefti
Icelandic Geographic kom út
árið 2002 og það er enn að selj-
ast,“ segir Þórdís. Hún segir
jafnframt að ritið sé einfaldara
í dreifingu en innbundin bók og
því hafi hún valið þann kost
frekar til að einfalda útbreiðslu
þess. „Fyrir mér eru Vestfirð-
irnir enn hálfgert leyndarmál,
þeir eru svo ofboðslega sjar-
merandi. Mig langar til þess að
fleiri fái að sjá þá,“ segir rit-
stjórinn. Þórdís tekur ekki
fyrir að í framtíðinni muni hún
ráðast í svipaða útgáfu tileink-
aða öðrum landshlutum því hún
segir að allir hlutar landsins
skarti svo mörgum fallegum
stöðum
Ritið er á ensku og er aðallega
hugsað sem landkynningarrit
handa útlendingum. Því er dreift
til fjölþjóðlegs hóps áskrifenda.
Ritið má nálgast í bókabúðum
hér á landi sem og í Stanford-
bókabúðunum í Bretlandi. Hægt
er að sjá hluta þess sem blaðsíð-
urnar hafa upp á að bjóða á net-
síðunni www.icelandicgeograp-
hic.is. ■
18 26. júlí 2004 MÁNUDAGUR
STANLEY KUBRICK
Einn virtasti og áhrifamesti leikstjóri heims
fæddist á þessum degi árið 1928.
AFMÆLI
Sigríður Arnardóttir
sjónvarpskona er 39 ára.
ANDLÁT
Guðbjörg Signý Richter, Gljúfraseli 9,
Reykjavík, lést fimmtudaginn 22. júlí.
Jakob Jónsson bóndi, Varmalæk, lést
fimmtudaginn 22. júlí.
Sigríður Ellingsen, áður til heimilis á
Ægisíðu 80, lést fimmtudaginn 22. júlí.
Sigrún E. Óladóttir, Njarðvíkurbraut 32,
Innri-Njarðvík, lést fimmtudaginn 22. júlí.
JARÐARFARIR
13.30 Guðbjörg Bárðardóttir verður
jarðsungin frá Mosfellskirkju.
13.30 Ingveldur Dagbjartsdóttir, Mela-
braut 9, Seltjarnarnesi, verður
jaðrsungin frá Fossvogskirkju.
13.30 Margeir Jónsson, fyrrv. útgerðar-
maður, verður jarðsunginn frá
Keflavíkurkirkju.
13.30 Sigurlína Rut Ólafsdóttir, Stekkj-
argerði 10, Akureyri, verður jarð-
sungin frá Akureyrarkirkju.
14.00 Sigurveig Oddsdóttir, frá Mör-
tungu, verður jarðsungin frá Prest-
bakkakirkju á Síðu.
14.00 Sölvi Ólafsson verður jarðsung-
inn frá Fáskúðsfjarðarkirkju.
15.00 Ragnhildur Kristín Pálsdóttir,
Teigaseli 2, Reykjavík, verður jarð-
sungin frá Seljakirkju.
Á þessum degi fyrir 52 árum lést
Eva Peron, eiginkona Juan Dom-
ingo Peron, forseta Argentínu. Hún
var aðeins 33 ára þegar hún kvaddi
þennan heim af völdum krabba-
meins. Strax og Eva lést varð 26.
júlí sorgardagur í Argentínu og var
hún syrgð opinberlega næstu þrjá-
tíu daga á eftir.
Eva fæddist 7. maí 1919 í þorp-
inu Los Toldos í Argentínu. Hún
var skírð Maria Eva Duarte og var
yngst fimm barna. Lifði fjölskylda
hennar við mikla fátækt. Þegar hún
var tvítug fluttist hún til Buenos
Aires til að gerast leikkona og árið
1944 kynntist hún Juan Domingo
Peron, sem þá var varnarmálaráð-
herra. Ári síðar giftust þau og
næsta ár á eftir var Juan kjörinn
forseti Argentínu.
Sem forsetafrú reyndi Eva að
hjálpa fátækum löndum sínum og
fleirum sem áttu um sárt að binda.
Á næstu sjö árum jukust áhrif
verkamannastéttarinnar í landinu
og urðu meiri en nokkru sinni fyrr.
Eva efndi til fjöldafunda til að
ræða pólitík og eyddi miklum pen-
ing úr opinberum sjóðum í hina fá-
tæku. Hún barðist fyrir því að kon-
ur fengju að kjósa í landinu og fékk
stjórnvöld til að lögleiða skilnaði.
Eva, sem fékk viðurnefnið Evita,
var óvinsæl á meðal hersins og
ríka fólksins sem töldu hana ógna
hagsmunum sínum. Hún stefndi að
varaforsetaembætti árið 1951 en
þurfti að draga framboðið til baka
vegna þrýstings frá hernum. ■
ÞETTA GERÐIST
EVITA DEYR AÐEINS 33 ÁRA AÐ ALDRI
26. júlí 1952
„Kvikmynd er, eða ætti að vera, eins og tónlist frekar en skáldskapur. Hún á að vekja
upp tilfinningar og skapa sérstakt andrúmsloft. Söguþráðurinn, merkingin og allt það
sem er á bak við tilfinninguna kemur síðar.“
Þetta sagði Kubrick, sem lést árið 1999, um leyndardóminn á bak við góða kvikmynd.
ÚTGÁFA
ICELANDIC GEOGRAPHIC HELGAÐ VESTFJÖRÐUM
EVITA Söngkonan Madonna í hlutverki
Evitu í kvikmynd sem gerð var um ævi
hennar.
Þjóðhetja fellur frá
Einstakir Vestfirðir
Eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, fósturfaðir,
tengdafaðir, afi og bróðir,
Karl Friðrik Kristjánsson,
fyrrverandi framkvæmdastjóri,
Skeljatanga 3, Mosfellsbæ,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 27. júlí kl. 15:00.
Jarðsett verður að Mosfelli.
Berglind Bragadóttir, Arnþrúður Karlsdóttir,
Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Hrefna Björk Karlsdóttir,
Kristján Friðrik Karlsson, Steinunn Egilsdóttir,
Hulda Egilsdóttir,
tengdabörn, barnabörn og systkini.
Í VIGUR Mynd eftir Daníel Bergmann sem prýðir ritið.
RITSTJÓRINN Tímaritið prýða fjölmargar fallegar myndir frá Vestfjörðum auk persónu-
legra greina um ýmis málefni.
Hvað heitir blaðberinn?
Andri Kjartan Jakobsson Andersen.
Hvað hefur þú verið að
bera út lengi?
Um það bil hálft ár.
Hvað ertu með í vösunum?
Veski.
Hvað finnst þér skemmti-
legast að gera?
Spila á gítar.
Hvað er þitt lífsmottó?
Margur er knár þótt hann sé smár.
BLAÐBERI VIKUNNAR
SÍLDARSÖLTUN Á Síldarævintýrinu um verslunarmannahelgina verður lögð áhersla
á Síldarminjasafnið og söltunina í bland við barnadagskrá.
Stanslaus hátíðarhöld á Siglufirði
„Síldarævintýri Íslendinga er 100
ára þessa dagana og það hafa
verið stanslaus hátíðarhöld hér á
Siglufirði,“ segir Theódór Júlíus-
son, framkvæmdastjóri Síldar-
ævintýrisins.
„Það má segja að hátíðin hafi
hafist við komu krónprins Noregs,
29. júní, en hann vígði nýjan hluta
Síldarminjasafnsins. Í kjölfarið
var Þjóðlagahátíðin en hún tengd-
ist afmælinu líka. Hluti af dag-
skrá hennar fór einmitt fram í
nýja bátahúsinu sem prinsinn
vígði og kom þá fljótlega í ljós að
þetta er stórkostlegt tónleika- og
samkomuhús. Ég spái því að þetta
verði aðalsamkomuhús Siglfirð-
inga í framtíðinni enda umhverfið
þar alveg frábært.“
Hátíðarhöld voru einnig alla
helgina á Siglufirði og segir
Theódór fólk hafa byrjað að
streyma til bæjarins á föstu-
deginum. „Við fengum heimsókn
frá sjávarútvegsráðherra og
sendiherra Norðmanna, fimm ís-
lenskir ráðherrar mættu á svæð-
ið ásamt vel flestum þingmönn-
um kjördæmisins. Á laugardag
komu síðan forsetinn og Dorrit í
opinbera heimsókn og við tókum
auðvitað á móti þeim með glæsi-
brag.“ Tóku forsetahjónin meðal
annars þátt í að opna gönguleið
upp kirkjutröppurnar ásamt fjöl-
skyldu Páls Samúelssonar en
hann kostaði gerð hennar til min-
ningar um foreldra sína.
Ýmislegt stóð til boða um
helgina og fengu gestir til að
mynda að smakka síld á
Ráðhústorginu.
Síldarævintýrið verður haldið
í 14 sinn núna um verslunar-
mannahelgina og segir Theoódór
kastljósið beinast í auknum mæli
að fjölskyldufólki. „Það varð
sprenging hér fyrstu árin og við
gengum svo langt að flytja tívolí-
ið af hafnarbakka Reykjavíkur
hingað til Siglufjarðar. Nú viljum
við frekar láta Síldarminjasafnið
vera topp hátíðarinnar ásamt
söltuninni samhliða allri skemmt-
uninni fyrir börnin. Við erum því
með mikla barnadagskrá auk
hljómsveita frá Siglufirði og
næsta nágrenni.“
Síldarævintýrið hefst á
fimmtudaginn og verður stöðug
dagskrá fram á sunnudag. ■
42-43 (18-19) Tímamót 25.7.2004 20:31 Page 2