Fréttablaðið - 26.07.2004, Page 20
FÓTBOLTI Ísland mætti Danmörku í
öðrum leik liðanna í Norðurlanda-
móti U-21 árs landsliða kvenna
sem fram fer á Norðurlandi. Liðin
skildu jöfn, 1-1, eftir venjulegan
leiktíma og sigruðu Danir í víta-
spyrnukeppni en aðeins þarf að
notast við þau úrslit ef liðin eru
jöfn í riðlinum.
Strax á fyrstu mínútu fengu Ís-
lendingar upplagt færi en Dóra
María skallaði boltann framhjá
markinu í upplögðu færi. Erla S.
Arnardóttir kom svo Íslandi yfir
á 20. mínútu með hælspyrnu
eftir að boltinn hafði
skoppað aðeins í teign-
um.
Við markið sóttu
Danir meira og mínútu
seinna skaut Maria
Herping í slána af 25
metra færi. Best Dana í
leiknum, Tanja Mejer,
skoraði svo á 29. mín-
útu eftir vandræða-
ástand í íslensku vörn-
inni en Ásta Árnadóttir
fann sig ekki í leiknum
og fékk Johanna Rasmus-
sen gott svæði til að at-
hafna sig á kantinum.
Undir lok fyrri hálfleiks
átti Dóra María skalla
rétt yfir eftir frábæran
undirbúning frá Margréti
Láru Viðarsdóttur.
Margrét Lára kom svo
við sögu í byrjun seinni
hálfleiks og átti þá gott
skot í stöng. Seinni hálf-
leikur var daufari en sá
fyrri en í báðum leikhlutum voru
Íslendingar betri fyrstu 20 mínút-
urnar og eftir það áttu Danir leik-
inn. Vörn Íslendinga var oft á tíð-
um brothætt og auk þess virtust
Danir hafa meira þol í leikinn
heldur en Íslendingarnir. Danir
komust nálægt því að skora þegar
Ditte Larsen átti þrususkot í slána
og niður en boltinn virtist ekki
fara yfir marklínuna. Nína
Ósk Kristinsdóttir komst
svo ein inn fyrir þegar
um fimm mínútur voru
eftir af leiknum en missti
boltann helst til of langt frá
sér og danska vörnin náði
boltanum af henni.
Þær eiga aðeins einn leik
eftir á móti Svíum og mið-
að við úrslit mótsins ættu
Svíar að teljast sigur-
stranglegri í leiknum á
Blönduósi á þriðjudag.
„Danska liðið er mjög
sterkt en við spiluðum bet-
ur í dag heldur en á föstu-
dag á móti Englendingum.
Við sköpuðum okkur betri
færi en við náðum ekki að
skora. Þetta var frekar jafn
leikur og smáatriðin
skiptu máli. Ég er
stoltur af stelpunum í
þessum leik. Við ætl-
um að hvíla okkur í
kvöld og byrja að
hugsa um leikinn á móti Svíum á
morgun. Við getum meira og
munum sýna það,“ sagði Úlfar
Hinriksson, þjálfari íslens-
ka liðsins, eftir leikinn. ■
20 26. júlí 2004 MÁNUDAGUR
Við lýsum eftir...
... íslenskum frjálsíþróttaáhugamönnum til að mynda einhverja
umgjörð í kringum stærstu mót ársins í frjálsum íþróttum. Þeir voru
fáir sem lögðu leið sína í Laugardalinn um helgina þegar Meistaramót
Íslands fór fram jafnvel þótt veður væri afbragðs gott og flestir þeir
bestu á Íslandi væru meðal keppenda. Betur má ef duga skal!
„Ég verð nokkur ár að jafna
mig á þessu og skilja hverju
ég hef áorkað.“
Bandaríski hjólreiðakeppinn Lance Armstrong
eftir sjötta sigur sinn í röð á Tour de France
sport@frettabladid.is
Við hrósum...
... Gylfa Einarssyni, leikmanni norska
liðsins Lillestrøm, sem virðist ekki geta
hætt að skora. Hann skoraði eitt mark
fyrir liðið í stórsigri gegn Viking, 5–1,
og hefur skorað í sjö leikjum í röð
1–0 Erla S. Arnardóttir 20.
1–1 Tanja Mejer 29.
BEST Á VELLINUM
Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 7–7 (2–4)
Horn 2–2
Aukaspyrnur fengnar 14–5
Rangstöður 0–6
MJÖG GÓÐAR HJÁ ÍSLANDI
Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV
Dóra María Lárusdóttir Val
GÓÐAR HJÁ ÍSLANDI
Erla S. Arnardóttir Sunnuna
Þóra B. Helgadóttir Kolbotn
1-1
ÍSLAND DANMÖRK
[ NM undir 21 árs kvenna ]
[ Úrslitin á mótinu í gær ]
[ Staðan ]
A-RIÐILL
England–Svíþjóð 0–1
Ísland–Danmörk 1–1
B-RIÐILL
Finnland–Þýskaland 0–0
Bandaríkin–Noregur 2–0
VÍTASPYRNUKEPPNIN:
0–1 Helle Nielsen
1–1 Dóra Stefánsdóttir
1–2 Kamilla Andersen
1–2 Varið frá Nínu Ósk Kristinsdóttur
1–3 Karen Haastrup
1–3 Kristín Ýr Bjarnadóttir skaut í stöng
1–4 Christine Pedersen
A-RIÐILL
Svíþjóð 2 2 0 0 3–0 6
Ísland 2 0 2 0 2–2 2
England 2 0 1 1 1–2 1
Danmörk 2 0 1 1 1–3 1
B-RIÐILL
Bandaríkin 2 2 0 0 5–0 6
Þýskaland 2 1 1 0 3–1 4
Finnland 2 0 1 1 0–3 1
Noregur 2 0 0 2 1–5 0
Helgi Valur Daníelsson:
Áframhald-
andi áhugi
AIK
FÓTBOLTI Helgi Valur Daníelsson
var til reynslu hjá sænska liðinu
AIK í síðustu viku. þótti standa
sig vel á æfingum hjá liðinu og
hafa forráðamenn félagsins
áhuga á því að skoða hann enn
frekar.
Helgi Valur leikur með Fylkis-
mönnum gegn Grindavík í kvöld
og er búist við því að útsendarar
sænska félagsins verði meðal
áhorfenda.
Ásgeir Ásgeirsson hjá Fylki
staðfesti við Fréttablaðið í gær að
AIK hefði ekki gert tilboð í Helga
Val en félagið hefði spurst fyrir
um möguleikann á því að fá hann
strax. ■
Norðurlandamót U-21 árs landsliðs kvenna í fótbolta:
Aftur jafntefli hjá
íslenska liðinu
ÚLFAR
HINRIKSSON
Sáttur við sínar
stelpur gegn
Dönum.
Sigur hjá Birgi Leifi og Ólöfu
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Ólöf María Jónsdóttir úr GK báru sigur úr býtum á Ís-
landsmótinu í höggleik sem lauk á Garðavelli á Akranesi í gær.
GOLF Birgir Leifur Hafþórsson,
kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs
og Garðabæjar, og Ólöf María
Jónsdóttir, úr Golfklúbbnum
Keili, báru sigur úr býtum á Ís-
landsmótinu í höggleik sem lauk á
Garðavelli á Akranesi í gær.
Þetta er annað árið í röð sem
Birgir Leifur vinnur þetta mót en
sigur hans var mjög öruggur.
Hann fór fyrstu tvo hringina á 68
höggum eða fjórum höggum undir
pari sem er vallarmet á Garða-
velli og hafði fimm högga forystu
á Örn Ævar Hjartarson úr Golf-
klúbbi Suðurnesja eftir tvo daga.
Björgvin Sigurbergsson úr
Golfklúbbnum Keili náði síðan að
minnka forystu Birgis Leifs niður
í fjögur högg fyrir lokadaginn en
Björgvin lék þriðja hringinn á 71
höggi eða einu höggi undir pari.
Birgir Leifur náði sér ekki á strik
og lék þriðja hringinn á þremur
höggum yfir pari.
Á lokahringnum náði Birgir
Leifur upp fyrri dampi, jók for-
ystuna og var búinn að tryggja sér
sigurinn þegar nokkrar holur
voru eftir. Hann endaði síðan á
283 höggum, fimm höggum undir
pari, og var fimm höggum á
undan Björgvini. Örn Ævar Hjart-
arson varði þriðji og Ólafur Már
Sigurðsson úr Golfklúbbnum
Keili varð þriðji.
Ólöf María Jónsdóttir úr Golf-
klúbbnum Keili var hlutskörpust í
kvennaflokki og var þetta í fjórða
sinn sem hún vinnur þetta mót.
Hún lék hringina þrjá á 231 höggi,
einu höggi minna en Tinna Jó-
hannsdóttir úr Golklúbbnum Keili
og Helena Árnadóttir úr Golf-
klúbbi Akureyrar sem leiddi eftir
tvo fyrstu hringina. Konurnar
léku aðeins þrjá hringi þar sem
annar hringurinn var felldur út
vegna rigningar.
Helena Árnadóttir hafði fimm
högga forystu eftir fyrsta daginn,
lék þá holurnar átján á einu höggi
yfir pari. Hún leiddi einnig eftir
annan daginn, var þá einu höggi á
undan Ólöfu Maríu en náði ekki að
halda henni fyrir aftan sig á loka-
daginn. Ólöf María var kominn
með forystu eftir níu holur í gær
og sigurinn var öruggari en loka-
tölurnar gefa til kynna.
Íslandsmeistarinn í fyrra,
Ragnhildur Sigurðardóttir, náði
sér ekki á strik í mótinu og kenn-
di þreytu um í samtali við
Fréttablaðið. ■
SÁTTIR SIGURVEGARAR MEÐ BIKARANA Íslandsmeistarar í höggleik árið 2004, Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og
Garðabæjar og Ólöf María Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Keili sjást hér með verðlaunagripi sína. Fréttablaðið/Eiríkur
LOKASTAÐAN
Karlar:
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG 283
Björgvin Sigurbergsson, GK 288
Örn Ævar Hjartarson, GS 291
Ólafur Már Sigurðsson, GK 294
Sigmundur Einar Másson, GKG 296
Heiðar Davíð Bragason, GKJ 297
Sigurpáll Geir Sveinsson, GA 297
Rúnar Óli Einarsson. GS 298
Willy Blumenstein, GL 299
Helgi Birkir Þórisson, GK 300
Konur:
Ólöf María Jónsdóttir, GK 231
Tinna Jóhannsdóttir, GK 232
Helena Árnadóttir, GA 232
Anna Lísa Jóhannsdóttir, GR 234
Ragnhildur Sigurðardóttir, GR 234
Þórdís Geirsdóttir, GK 236
Nína Björk Geirsdóttir, GKJ 236
Helga Rut Svanbergsdóttir, GKJ 242
Herborg Arnardóttir, GR 243
Katrín Dögg Hilmarsdóttir, GKJ 246
44-45 (20-21) Sport 25.7.2004 21:05 Page 2