Fréttablaðið - 26.07.2004, Page 25
25MÁNUDAGUR 26. júlí 2004
Fullt verð kr. 36,600
Tilboðsverð kr. 29,900
Vöðlur, skór, sandhlíf og belti.
Simms Freestone
öndunarvöðlu sett
Mörkinni 6, s. 568 7090
Skotlínur frá Scierra
fyrir þá sem vilja ná lengra
Leynivopn vikunnar
Royal Fransis hefur reynst einhver
skæðasta flugan
úr Fransis
fjölskyldunni.
Skothausar og heilar skotlínur frá Scierra sem eru hannaðar af Henrik Mortensen
og Hywel Morgan hafa slegið í gegn enda magnaðar línur á góðu verði.
Skothausar aðeins 4.890, heilar skotlínur aðeins 5.890.- Gerðu verðsamanburð,
fáðu þér góða skotlínu á sanngjörnu verði og náðu lengra. Byrjendur ná fyrr
góðum tökum á fluguköstum með skotlínum frá Scierra.
Veiðihornið Hafnarstræti 5 sími 551 6760
Veiðihornið Síðumúla 8 sími 568 8410
Fylgstu með leynivopni vikunnar á mánudögum.
Stjarna spennuþáttanna 24,
Kiefer Sutherland, kom hópi
nýsjálenskra kvenna í opna
skjöldu þegar hann fækkaði föt-
um fyrir þær á næturklúbbi í
smábænum Raetihi.
Konurnar voru að fylgjast
með sýningunni Men of Steel
þar sem olíuborin vöðvabúnt
fækkuðu fyrir þær fötum.
Sutherland sat við barinn
skammt frá og þegar lagið „You
Can Leave Your Hat On“ með
Tom Jones tók að hljóma gat
hann ekki setið lengur á sér.
Stökk hann upp á svið, reif af
sér sokkana og skyrtuna og
sveiflaði henni í hringi. Skömmu
síðar var hann fjarlægður af
sviðinu.
„Kiefer skemmti sér frábær-
lega þetta kvöld,“ sagði Danny
Mills, eigandi barsins. „Hann
átti góða kvöldstund eins og hin-
ir sem voru þarna. Hann kemur
aftur í ágúst og vonandi kemur
hann aftur hingað í heimsókn.“
Sutherland, sem er 37 ára, er
staddur á Nýja Sjálandi við tök-
ur á myndinni River Queen sem
gerist á 19. öld. Fjallar hún um
írskan innflytjanda sem fléttast
inn í stríð á milli maóra og landa
sinna. ■
Fækkaði fötum á Nýja Sjálandi
■ FÓLK
Jorja Fox, sem var nýlega rekin
úr sakamálaþáttunum CSI vegna
launadeilna, hefur verið ráðin aft-
ur. Fox, sem fer með hlutverk
Sara Sidle, náði samkomulagi við
CBS-sjónvarpsstöðina sem fram-
leiðir þættina og snýr aftur á
tökustað í næstu viku.
Samleikari Fox, George Eads
sem hefur farið með hlutverk
Nick Stokes, hefur hins vegar
ekki verið ráðinn aftur. Hann
sendi frá sér opinbera afsökunar-
beiðni fyrir skömmu og sagðist
hafa sofið yfir sig er hann mætti
ekki á tökustað. Var hann rekinn í
kjölfarið ásamt Fox. Töldu fram-
leiðendur þáttanna að þau hafi
ekki mætt vegna þess að þau
fengu ekki launahækkun.
CSI var vinsælasti dramatíski
þátturinn í Bandaríkjunum síð-
asta vetur og sá annar vinsælasti
yfir heildina, rétt á eftir Americ-
an Idol. Vegna vinsælda CSI hafa
verið gerðar tvær aðrar útgáfur
af þættinum, annars vegar
CSI:Miami og hins vegar CSI:NY
sem verður frumsýndur í vetur. ■
Veiðimenn bíða spenntir því það
er spáð rigningu á allra næstu
klukkutímum. Þeir vona bara að
þetta verði ekki bara nokkrir
dropar. Margar veiðiár eru orðnar
eins og lækir, laxinn gengur samt
þrátt fyrir það. Það heyrist af góð-
um laxagöngum eins og voru fyrir
nokkrum árum, 100-150 laxar í
hverri göngu.
„Það er fínn gangur í Langá á
Mýrum en áin hefur gefið 755
laxa og við erum að fá þetta 25-30
laxa á dag,“ sagði Ingvi Hrafn
Jónsson við Langá á Mýrum í
gærdag, er veiðistaðan var könn-
uð. „Í Langá þessa dagana er bara
veitt á flugu og í gegnum teljar-
ann eru komnir 650 laxar,“ sagði
Ingvi Hrafn.
Veiðitoppurinn stendur þannig
núna að Þverá og Norðurá í Borg-
arfirði eru með um 840 laxa hvor,
síðan kemur Blanda með 822
laxa, Langá á Mýrum með 755
laxa og síðan Miðfjarðará og
Laxá í Kjós með 550 laxa hvor
veiðiá.
Veiðimaður sem var að koma
úr Miðfjarðará, sagði að mikið
væri af fiski í henni og í sama
streng tók veiðimaður sem var að
landa tveimur löxum í Blöndu.
Annar sagði að í nokkrum hyljum
í Þverá væri þetta eins og í fiska-
búri, það væru svo margir laxar
þar.
„Veiðiskapurinn gengur vel í
Krossá en síðasta holl veiddi 12
laxa og þar á undan veiddu næstu
tvö holl á undan 11 laxa hvort. Áin
hefur gefið 76 laxa,“sagði Trausti
Bjarnason á bænum Á á Skarðs-
strönd, í gærdag. „Það eru gengn-
ir 256 laxar í gengnum teljarann,
svo það er mikið af fiski víða um
ána, en það mætti rigna,“sagði
Trausti ennfremur.
Veiðimaður sem var að koma
frá Miðdalsá í Steingrímsfirði,
veiddi 15 fallegar bleikjur.
Siv Friðleifsdóttir veiddi 6
punda lax
„Það tók nokkurn tíma að
glíma við laxinn en flugan var
númer 12 og þetta var skemmti-
leg barátta,“ sagði Siv Friðleifs-
dóttir umhverfisráðherra, sem
veiddi 6 punda hæng á fluguna
Dentis einkrækju númer 12 í
Breiðdalsá í Breiðdal fyrir fáum
dögum í Klapparhylnum. „Ég og
Iðunn sysir mín veiddum hvor
sinn fiskinn þennan morgun, en
hennar fiskur var aðeins minni en
minn eða 5,5 punda og tók
maðkinn,“ sagði Siv í lokin.
„Breiðdalsá er öll að koma til
og smálaxinn er að byrja að
koma og það hafa veiðst 3-4 lax-
ar á dag, flestir á neðstu svæðum
árinnar. Klapparhylurinn, sem er
neðsti veiðistaðurinn, gefur
best,“ sagði Þröstur Elliðason við
Breiðdalsá. ■
VEIÐI
GUNNAR BENDER
■ skrifar um veiði.
SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR
Umhverfisráðherra með 6 punda hænginn sem hún veiddi við Klapparhylinn.
Norðurá og Þverá á toppnum
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/Þ
E
KIEFER SUTHERLAND
Sutherland sleppti rækilega fram af sér beislinu á næturklúbbi á Nýja-Sjálandi á dögunum.
■ SJÓNVARP
JORJA FOX
Fox er komin aftur í herbúðir CSI eftir að
hafa verið rekin úr þáttunum.
Fox endurráðin
Sith nær fram hefndum
ANAKIN SKYWALKER
Nú fæst loksins svar við því af hverju faðir Luke
Skywalkers breyttist í hinn illa Darth Vader.
■ KVIKMYNDIR
Þriðja og lokamynd Stjörnustríðs
er ekki lengur bara Episode III,
því Lucasfilm hefur tilkynnt að
titill myndarinnar verður Hefnd
Sith, eða Revenge of the Sith.
Myndin sem áætlað er að komi
í kvikmyndahús í maí 2005 mun
tengja síðustu tvær myndir við
hinar upprunalegu Stjörnustríðs-
myndir með því að sýna hvernig
faðir Luke Skywalkers, Anakin,
breytist úr góðhjörtuðum þræl í
hinn illa Darth Vader. Sith er klan-
ið sem tælir Anakin til verka með
illum öflum alheimsins. Þeir eru
hinir myrku Jediar sem stefna að
yfirráðum yfir öllum heiminum.
Með þessum lokahnykk koma
væntanlega svörin við spurning-
um sem kviknuðu í lokamyndinni,
þegar Luke uppgötvaði við hvern
hann hafði verið að berjast.
Lucasfilm tilkynnti nýja titil-
inn á laugardag á hinni árlegu al-
þjóðlegu ráðstefnu Comic-Con,
þar sem tugþúsundir áhugamenn
um vísindaskáldsögur og ofur-
hetjur koma saman. ■
48-49 (24-25) Skrípó 25.7.2004 21:04 Page 3