Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.07.2004, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 26.07.2004, Qupperneq 31
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Hreindýrarifill Ásbjörn Gíslason 100 metra hlaupi 31MÁNUDAGUR 26. júlí 2004 María Þórðardóttir Seth Sharp Björgvin Franz Gíslason Kenyatta Herring HARLEM SOPHISTICATE The Harlem Renaissance Musical Revue “Sumum stelpum giftistu, sumar stelpur elskarðu.” Jazz, Blues & Rock and Roll Duke Ellington, Nat King Cole, Sarah Vaughan, Billie Holiday, Ella Fitzgerald & Elvis. "Það er ótrúlegt að fylgjast með Kenyatta Herring á sviði. Hún hefur allt til að bera sem getur prýtt eitt svið..." —Morgunblaðið, Ain´t Misbehavin’ "Seth Sharp...hefur unnið töluvert afrek við að finna þá leikrænu möguleika sem felast í hverju lagi og þróa þá út fyrir hið augljósa og í átt að hinu óvænta.." —Morgunblaðið, Ain´t Misbehavin’ Miðasala Forsala aðgöngumiða hefst í verslunum Skífunnar og BT kl. 11:00 á morgun. www.cmstheater.com Fös. 13. ágúst Lau. 14. ágúst Fös. 20. ágúst Lau. 21. ágúst 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Lárétt: 2 sykrað, 6 bókaforlag, 8 sómi, 9 borg, 11 klafi, 12 leifturljós, 14 hærast, 16 utan, 17 kveikur, 18 hald, 20 tveir eins, 21 þramma. Lóðrétt: 1 naut, 3 tveir eins, 4 slitnar, 5 verkur, 7 þenst út, 10 far, 13 und, 15 sáð- lönd, 16 fiskifæða, 19 listamaður. Lausn. Ekkert lát virðist á taflæði lands- manna um þessar mundir og þó að flestir haldi sig við hið hefð- bundna skákborð fer Magnús Ólafsson sínar eigin leiðir. „Ég fann upp víkingaskák fyrir um þremur áratugum,“ segir Magnús en víkingaskák er sérstakt mann- tafl þar sem taflborðið er þrílitt og einn auka skákmaður, sem kall- ast víkingur, er staðsettur milli kóngs og drottningar. „Ég kláraði að þróa taflið árið 1972 og gaf Spasskí og Fischer eintak af tafl- borðinu þegar þeir komu hingað til lands sama ár,“ segir Magnús. Við og við hafa verið gerðar til- raunir til að finna upp nýja skák en allar hafa þær farið út um þúfur. „Í víkingaskákinni eru sexhyrndir reitir í stað ferhyrndra og með því fæst nýr grundvöllur fyrir skák- ina. Taflmaðurinn glímir í raun við þrjár stefnur í vikingaskákinni á móti tveimur í venjulegri. Skák- menn á öllum stigum hafa prófað víkingaskákina og raunin er sú að eftir á er auðveldara að átta sig á hinni venjulegu skák.“ Þó að víkingaskákin sé ólík klassískri skák segir Magnús að auðvelt sé að læra hina nýju skák. „Mannganginum svipar mjög til manngangsins í hefðbundinni skák og það er aðeins manngang- ur víkingsins sem er nýr,“ en vík- ingaskákin er þó heldur flóknara tafl en venjuleg skák út af vík- ingnum, fleiri reitum á taflborði og einnar auka stefnu og Magnús segir að upphaflega hafi gengið erfiðlega að fá fólk til að tefla vík- ingaskák en viðhorfið hafi þó breyst mjög hin síðari ári. Að minnsta kosti er áhuginn fyrir víkingaskákinni orðinn það mikill að 22. júlí síðastliðinn var haldið víkingaskákmót þar sem vel fór á með mönnum enda fengu allir þátttakendur keppninnar verð- launapening að lokum. ■ Lárétt: 2sætt, 6ab, 8æra, 9róm, 11ok, 12flass, 14grána, 16án, 17rak, 18tak, 20rr, 21arka. Lóðrétt: 1tarf, 3ææ, 4trosnar, 5tak, 7bólgnar, 10mar, 13sár, 15akra, 16áta, 19kk. Nú þegar þingi hefur verið slitiðþeysast þingmenn í langþráð sumarfrí. Það hefur ekki verið heigl- um hent fyrir þá að ná að skella sér í tjaldútilegu með fjölskyldunni, hvað þá að skutlast til útlanda, þar sem þingslitin voru síðar í sumar en áætl- að hafði verið. Það er því umtalað að mjög fáir þingmenn verði viðstaddir innsetn- ingu Ólafs Ragnars forseta Íslands á sunnudaginn eft- ir viku. Einhver g á r u n g u r i n n bætti því við að í staðinn yrði þetta bara kósí fjöl- sky ldus tund hjá Ólafi. Það er gert ráð fyrir að innsetning-arathöfnin fari fram þann 1. ágúst, en frá einum þingmanninum heyrðist um daginn að í því skipulagi hafði gleymst að setja inn klásúslu sem leyfði að athöfnin færi fram á öðrum degi þegar dagsetning bæri upp á um Verslunarmannahelgi. Þeir verða því víst margir sjálfstæðis- þingmennirnir löglega afsakaðir frá því að hrópa húrrahrópin fyrir nýjum forseta og hefur heyrst að þeir verði ekki nema þrír á landinu. En hið sama má væntanlega segja um þing- menn Framsóknarflokksins og stjórnarandstöðunnar. FRÉTTIR AF FÓLKI VÍKINGASKÁK Magnús segir hvítan víking, sem er staðsettur á milli kóngs og drottningar, eiga að vera á hvítum reit. SKÁK MAGNÚS ÓLAFSSON ■ fann upp víkingaskák árið 1972 og gaf Spasskí og Fischer eintak af taflborðinu. Hvítur víkingur í víkingaskák 54-55 (30-31) Fólk 25.7.2004 21:02 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.