Fréttablaðið - 26.07.2004, Qupperneq 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 www.gunnimagg . i s
Trúlofunar- og
giftingarhringir
20% afsláttur í takmarkaðan tíma
Við keyrum of hratt. Stundum er það vegna þess að við erum að flýta okkur og stundum
vegna þess að okkur finnst það skemmtilegt. Og stundum er það einfaldlega vegna
þess að okkur líður þannig. Hækkum jafnvel í tónlistinni og finnum fyrir einhverri
sérkennilegri frelsistilfinningu. Okkur finnst ekkert mál að keyra of hratt. Við samþykkjum
það sem eðlilegan hlut, eitthvað sem allir gera. Réttlætum það meira að segja með því
að hraðatakmörkin séu of lág. Við keyrum of hratt. Og okkur finnst það allt í lagi.
Þessi hugsun kostar sum okkar lífið.
HÆGÐU Á ÞÉR
Frelsum
Bobby
Árið 1972 stóð Bobby Fischer á svið-inu í Laugardalshöll, hylltur af
þúsundum. Hann var 29 ára og lífs-
draumur hans var orðinn að veruleika.
Hann hafði brotist til æðstu metorða í
skákheiminum og gjörsigrað alla
keppinauta sína. Hann var heimsfræg-
ur og vellauðugur. Framtíðin virtist
sannarlega björt og fögur.
Einvígið í Reykjavík 1972 kom
Íslandi á heimskort fjölmiðlanna. Hið
28 ára gamla lýðveldi norður í Atlants-
hafi fékk umfjöllun og kynningu sem
blessaðir markaðsfræðingarnir eru enn
að reyna að verðleggja. Og í kjölfar
einvígisins varð skákbylgja um allt
Ísland. Við eignuðumst á næstu árum
fjölda ungra og sterkra skákmanna,
sem komu Íslandi í fremstu röð.
Árið 2004 situr Bobby Fischer í
japönskum fangabúðum. Hann er 61
árs og hefur síðustu tólf ár verið útlagi.
Hans bíður framsal til Bandaríkjanna
og þar á hann yfir höfði sér tíu ára
fangelsi.
Hver er glæpur Fischers? Hann er sá
að hafa árið 1992 snúið aftur að skák-
borðinu, eftir tuttugu ára fjarveru, og
teflt einvígi við Boris Spasskí í
Júgóslavíu. Þar með braut Fischer
samskiptabann Bandaríkjanna á
Júgóslavíu, vegna stríðsins á Balkan-
skaga.
Látum liggja milli hluta hvort það hafi
verið glæpur að tefla skák í Júgóslavíu
árið 1992. En nú er Júgóslavía ekki
lengur til og stríðið á Balkanskaga til-
heyrir liðinni öld. Og þess vegna skyldi
maður ætla að bandarísk stjórnvöld
létu málið falla niður, og rifjuðu upp í
leiðinni að einu sinni var Bobby Fischer
gulldrengur og hetja.
Fyrir nokkrum árum stofnuðu Banda-
ríkjamenn samtök til að frelsa roskinn
íslenskan háhyrning. Milljónum dollara
var eytt til þess að búa skepnunni
áhyggjulaust ævikvöld. Nú ættu Ís-
Íslendingar að stofna samtök til að
berjast fyrir frelsi bandarísku hetjunn-
ar Bobby Fischer.
Og við eigum að bjóða þessum ein-
mana snillingi að koma til Íslands og
eiga hér griðastað í ellinni. Við eigum
að sýna að hér býr langminnug þjóð,
sem kann að meta Bobby Fischer og
allt það sem hann hefur gert til að
auðga tilveru okkar með snilld sinni.
HRAFNS JÖKULSSONAR
BAKÞANKAR
56 (32) Bak 25.7.2004 21:22 Page 2