Tíminn - 06.01.1973, Page 2

Tíminn - 06.01.1973, Page 2
TÍMINN Laugardagur 6. janúar 1973 Bifreiða- viðgerðir Fljótt og vel af hendi leyst. Reynið viðskiptin. Bi freíðastí llingin Síðumúla 23, sími 81330. iffl! IWl ■li UMHUGSUNARVERÐ ORÐ FORSÆTISRADHERRA I áramótaræðu sinni á gamárs- kvöld minntist forsætisráðherr- ann á innri tómleikann, sem svo margir þekkja af eigin raun. Taldi hann bera nauösyn til, að þessu yröi gaumur gefinn á næstu árum. Þessi innri tómleiki er orsök margrar ógæfu, á þvi leikur eng- inn vafi. Er það ekki einmitt hans vegna, aðsvo margir flýja á náðir Bakkusar, leita fyllingar og fróunar i veigum vinsins? Er það ekki innri tómleikinn, sem rekur fólkið eiröarlaust úr einum skemmtistað i annan? Er það ekki einmitt vegna hans, er sumir gefast upp i baráttu lifsins og firra sjálfa sig lifi? Orðin um innra tómiö minntu mig á orð dr. Billy Grahams, „Maðurinn er eins og tómur hanzki.” Hanzkinn þarf hönd til að fylla sig. Maöurinn tómi þarfn- ast Guðs, fyllingar hans og búsetu i hjarta sér. Auglýsing frá iðnaðarráðuneytinu Samkvæmt lögum nr. 107 31. des. 1972 hefir verið ákveðið að stofna hlutafélag til að vinna að undirbúningi þörunga- vinnslu að Reykhólum i Austur-Barða- strandasýslu. Þeir.sem áhuga hafa á að gerast hluthafar I hlutafélagi þessu.láti skrá sig hjá iönaðarráðuneytinu i Reykjavik fyrir 1. febr. n.k. Við skráningu þarf að tilkynna vænt- anlegt hlutafjárframlag. Skipastóllinn 148.633 lestir — sjómannaalmanakið komið út Áætlanagerð — Kostnaða refti rlit óskum eftir að ráða starfsmann við áætlanagerð og kostnaðareftirlit. Þekking og reynsla við tölvuvinnslu æskileg. Menntun: Verzlunarskólapróf eða hlið- stæð menntun. Hér er um starf að ræða, sem gefur möguleika á góðum launakjör- um fyrir hæfan mann. Þeim, sem eiga eldri umsóknir hjá fyrirtækinu,er bent á að hafa samband við starfsmannastjóra. Umsóknareyðublöð fást hjá bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti, Reykjavik og bókabúö Oli- vers Steins, Hafnarfirði. Umsóknir óskast sendar eigi siðar en 20. janúar 1973 i pósthólf 244, Hafnarfirði. ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ H.F. STRAUMSVÍK. ÞÓ-Reykjavik Heildarskipastóll Islands var 15. desember siðastliöinn 148.633 lestir, þar af fiskiskip 83.355 lest- ir. Þetta kemur meðal annars fram i nýútkomnu hefti Islenzka sjómannaalmanaksins fyrir áriö 1973, en það er gefið út af Fiski- félagi Islands. Aö vanda er sjómannaalman- akið mjög fjölbreytt aö efni. Skipaskráin veitir aö venju ýtar- legar upplýsingar um öll islenzk skip, eigendur þeirra og út- AUGLÝSINGA símar Ti'mans gerðarmenn, miðað við 15. desember s.l. Skipaskráin er nú flokkuð I sex flokka i stað fimm áöur, þar sem skuttogarar eru flokkaðir sér. Eins og fyrr segir, þá voru fiskiskip 83.355 lestir og flokkast þau þannig: Fiskiskip undir 100 rúmlestum eru 616 að tölu og samtals 19.259 lestir. Fiskiskip yfir 100 rúml. eru 215 og samtals 41.625 lestir. Siðutogarar eru 20, alls 14.672 lestir. Skuttogarar eru 12, sam- tals 5.826 lestir. Hvalveiðiskip eru fjögur, alls 1.973 lestir. 1 sambandi við mælingu skipa ber að athuga það, að enn er ekki komið fullt samræmi á mælinga- kerfið. Af öðru efni almanaksins má nefna hin ýmsu lög og reglugerðir varðandi sjávarútveg og sigling- ar, hjálp i viðlögum, fjarskipti, flóötöflur, merkjatöflur og fjöl- margar aðrar töflur gagnlegar sjómönnum i starfi þeirra. Þessi nauðsynlega bók. allra sæfarenda fæst hjá útsölumönn- um og i bókabúðum,og er hún seld á kostnaðarverði. Tilboð Krists. 1 siðustu bók bibliunnar, Opin- berun Jóhannesar, 3. kafla, er lýsing á fólki, söfnuði, sem virðist eiga vel við samtið okkar. Hún er þannig: „Þúsegir: Ég er rikur og er orðinn auðugur og þarfnast einskis! — og þú veizt ekki, að þú ert vesalingur og aumingi og fá- tækur og blindur og nakinn.” Þannig litur samtiö okkar út i augum Krists. Við, sem lifum i vestrænum heimi, búum flest við nægileg, efnaleg gæði. En i aug- um Krists er andlegt ástand okk- ar sannkölluð hryggðarmynd. Kristur bæöi vill og getur breytt þessu ástandi og bendir á nokkur ráð, sem hann hefir til úrbóta. Siðan segir hann: „Sjá, ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mina og lýkur upp dyrunum, þá mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér.” Hvaða dyr eru þetta? „Hjarta- dyrnar,” svaraði drengur, er ég spurði börn þessarar spurningar. Þetta er auðvitað hárrétt. Kristur gerir okkur tilboð: Ef við viljum veita honum viðtöku sem frelsara okkar til að frelsa okkur frá synd- um okkar og hegningunni, sem biður okkar, — ef við deyjum i þeim ef við viljum taka við hon- um sem Drottni okkar til að stýra og stjórna lifi okkar, þá kemur hann Drottinn Jesús, inn i manns- hjartað, fyllir það friði, svo að tómleikinn hverfur. Lifið fær nýtt markmið: að lifa fyrir Guð, ekki sjálfan sig, og að gera allt, sem við getum, öðrum mönnum til gagns og blessunar. Hver vill nú bjóða Drottni Jesú inn i hjarta sitt og segja með fullri alvöru: „Kom þú inn, Drottinn Jesús, til að vera frelsari minn og Drottinn. Tak við mér og lifi minu, svo að það verði Guði til dýrðar og mönnum til blessunar. Fyrir þins nafns sakir. Amen.” Ég veit af reynslu minni og annarra, að tómleikinn hverfur. Sæmundur G. Jóhannesson. Vinaminni, Akureyri. Rándýr á sigur- för um Evrópu 18300 Rándýr, sem mest likist þvotta- birni með hundslappir, fer nú sigurför um norður- og austur- hluta Evrópu. Þvi getur hvenær sem er skotið upp i Danmörku. Þetta er marðartegund, sem upphaflega hafðist við á skógi- SÓlaÓír HJÓLBARÐAR til sölu á mjög hagstæðu verði. Full ábyrgð tekin á sólningunni. Sendum um allt land gegn póstkröfu. Hjólbarðaviðgerðir Verkstæöiö opiö a lla daga kl. 7.30 til 22 nema sunnudaga. BARÐIIMNf Ármúla 7 — Reykjavík — Simi 30501. vöxnum bökkum fljóta og vatna i Kina og Asiulöndum Sovét- rikjanna. 1 upphafi heims- styrjaldarinnarhinnar siðari, eða þar um bil, voru fáein dýr flutt vestur yfir Úralfjöll og sleppt á fljótsbökkum i Sovétrikjunum. Þar tók þeim brátt að fjölga og siðan hafa þau fikrað sig lengra og lengra vestur á bóginn, land úr landi. Nú fyrir skömmu varð vart við eitt á Lúneborgarheiði, skammt sunnan landamæra Þýzkalands og Danmerkur. Þessi skritilegi mörður er veiddur i heimkynnum sinum, og á skinnamarkaði er feldurinn kallaður japanskt tófuskinn. Þetta dýr étur flest.sem að kjafti kemur, og nærist jafnt á froskum, skeldýrum, fuglum og aldinum. Þess vegna stendur lika sumum stuggur af útbreiðslu þess. Kven- dýrið elur af sér sex unga, og það gýtur iðulega i grenjum, sem það rænir frá refum. I Póllandi var fyrsta dýrið skotið árið 1955. Þar er það nú i öllum skógum. Siðan hefur það numið land i Austur-Þýzkalandi, Vestur-Þýzkalandi, Austurriki, Ungverjalandi og Rúmeniu og i Búlgariu hefur það verið siðan 1967. Loks hefur þess orðið vart i Finnlandi mörg undanfarin ár, og litill vafi er á, að þaðan berst það til Sviþjóðar og Noregs með tið og tima. Dýrafræðingar i háskólanum i Varsjá hafa kannað, hversu mikil landflæmi þetta dýr hefur lagt undirsig i Evrópu á rúmum þrem árc ugum. Þeim telst svo til, að það séu ellefu hundruð þúsund ferkilómetrar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.