Tíminn - 06.01.1973, Síða 3
Laugardagur 6. janúar 1973
TÍMINN
Fiskverðs-
hækkunin
Þö-Reykjavík.
Sem kunnugt er þá náöi yfir-
nefnd Verðlagsráðs sjávarút-
vegsins samkomulagi um nýtt
fiskverð þann 30. desember
siðastliðinn. Var ákveðið, að al-
mennt fiskverð á timabilinu 1.
janúar til 31. mai 1973 skyldi
hækka um 9% að meðaltali frá þvi
verði, sem tók gildi 1. október s.l.
Var þessi verðhækkun tekin af
fulltrúum fiskseljenda gegn at-
kvæðum fulltrúa fiskkaupenda.
A fundi yfirnefndar i fyrradag
var ákveðið að verð á einstökum
fisktegundum breyttist sem hér
segir:
Þorskur hækki um 10%
Ýsa >> ” 11%
Langa >> >> 12%
Steinbitur >> ” 9%
Karfi >> ” 3%
Keila >> ” 3%
Annar þorskafli
oglúða >> >> 9%
í yfirnefndinni áttu sæti, Jón
Sigurðsson, hagrannsóknarstjóri,
sem var oddamaður nefndarinn-
ar. Arni Benediktsson og Eyjólfur
ísfeld Eyjólfsson fulltrúar fisk-
kaupenda og Jón Sigurðsson, for-
maður Sjómannasambands Is-
lands og Kristján Ragnarsson
fulltrúar kaupenda.
Glatt á hjalla
hjá Mývetning-
um um jólin
JI-Mývatnssveit.
Jólahald i Mývatnssveit var
svipað um þessi jól og undanfarin
ár. Sóknarpresturinn séra örn
Friðriksson messaði i Reykja-
hliðarkirkju á jóladag og á
gamlárskvöld, og i Skútustaða-
kirkju á annan i jólum og á nýárs-
dag. Kvenfélag Mývatnssveitar
hafði að venju jólatrésskemmtun
fyrir börn i Skjólbrekku, og ung-
mennafélagið Mývetningur hélt
þar sinn árlega jólafund, en það
er almenn skemmtisamkoma.
Þá gekkst iþróttafélagið
Eilifur, sem stofnað var i fyrra-
vetur, fyrir áramótafagnaði i
Hótel Reynihlið á nýársnótt. Þk
var og haldin áramótabrenna i
Reykjahlið eins og mörg undan
farin ár.
Ekki var hægt að kvarta undan
jólaveðrinu, þó hefur nokkuð
rennt af suðvestri suma dagana,
einkum sunnan við vatnið, og
færð var farin að þyngjast tals-
vert um áramótin. Kisilveginn
hafði þá ekki þurft aö hreinsa i
hálfan mánuð.
w
Ovæntir
gestir á
Mykinesi
um jólin
Fólkið á Mykinesi i Færeyjum
hafði jólagesti, er það hafði ekki
gert ráö fyrir. Svo var mál með
vexti, að þyrla af danska varð-
skipinu Fyllu átti að flytja þaðan
jólapóst, en vélin bilaöi, og var
ekki annars kostur en taka hana
úr þyrlunni og setja nýja i
staðinn.
Lending er oft og tiðum erfið I
Mykinesi að vetrarlagi. Bátar
geta ekki lagzt aö bryggju, og er
þess vegna enn torveldara en ella
að koma þungum hlutum þar á
land. Þess vegna varð af fá tvær
Sikorskiþyrlur frá Danmörku til
þess að flytja nýja vél út i
Mykinesi, þar sem hún verður
sett i varðskipsþyrluna.
Sjólfsbjörg á Akur-
eyri byggir stórt
— rekur plastverksmiðju og endurhæfingarstöð
SB-Reykjavik
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á
Akureyri mun i vor hefja miklar
byggingarframkvæmdir á Lunds-
túni, en þar hefur félagiö fengið
lóð undir starfsemi sina, sem
fram að þessu hefur veriö i
Bjargi, að Hvannavöllum 10. Það
hús er nú löngu orðið of litið, enda
er starfsemi Sjálfsbjargar alltaf
að aukast.
Félagsheimilið Bjarg var byggt
fyrir 13 árum og plastiðjan Bjarg
tók þar til starfa fyrir fimm árum
og siðan Endurhæfingarstöð
Sjálfsbjargar fyrir tveimur ár-
um. Er húsið nú svo gjörnýtt, að
vélum plastiðjunnar hefur meira
að segja verið komið fyrir á
snyrtingu.
Aðsókn að endurhæfingarstöð
Sjálfsbjargar hefur verið slik, að
þar hafa verið 90 manns á biðlista
og þrjá til fjóra mánuði tekur að
komast að. Aöeins einn sjúkra-
þjálfi starfar hjá stöðinni, þvi á
þeim er mikill hörgull, sem kunn-
ugt er. Sinnir hann 15-20 manns á
dag.
Plastiðjan er einnig eins konar
endurhæfingarstöð, þvi þar starf-
ar fólk, sem þarfnast endur-
hæfingar til vinnu. Ekki liggja
fyrir tölur frá siðasta ári, en árið
1971 störfuðu þar 20 manns meira
og minna. Plastiðjan framleiðir
ýmsar vörur, svo sem fiskbakka,
sem fluttir eru til Færeyja, efni til
raflagna, bakka fyrir gróðurhús,
snjóþotur af öllum stærðum og
skilti ýmiss konar. Þessa dagana
er verið að ljúka gerð skilta fyrir
SIS fyrir 3 milljónir króna. Byrj-
að var að framleiða fiskkassa
fyrir skip, en sú framleiðsla ligg-
ur niðri i bili, þvi staðla vantar,
svo og fleira i sambandi við kass-
ana. I athugun er að gera fram-
leiðslu plastiðjunnar enn fjölþætt-
ari, þegar húsnæðið stækkar.
Samkvæmt áætlun, sem gerð
var árið 1970, mun nýja byggingin
á Lundstúni kosta um 30 milljónir
króna. Byggt verður i áföngum,
byrjað verður strax i vor á 500
fermetra verksmiðjuhúsi úr
strengjasteypu og er ætlunin að
flytja plastiðjuna i það um ára-
mótin næstu. Siðan verður reist
skrifstofuhúsnæði og loks endur-
hæfingarstöðin. Jón Geir Agústs-
son, byggingarfulltrúi teiknar
bygginguna.en byggingameistari
er Jón Gislason. Þess má geta, að
Kiwanisklúbburinn Kaldbakur,
hefur styrkt félagið mjög mikið,
nú nýlega færði hann þvi að gjöf
sérstakan strekkbekk til endur-
hæfingarstöðvarinnar. Slikur
bekkur kostar 125 þúsund krónur.
Formaður Sjálfsbjargar á Akur-
eyri er Heiðrún Steingrimsdóttir.
Útfluttar sjávarafurðir 1.5
milljarð meiri 72 en 71
Heildarafli landsmanna 745 þúsund lestir
ÞÓ-Reykjavik
Allt bendir til þess, að heildar-
útflutningsverðmæti útfluttra
sjávarafurða verði að minnsta
kosti einum og hálfum milljarð
meira á árinu 1972, en á árinu
1971. Arið 1971 nam heildarverð-
mæti útfluttra sjávarafurða i
október lok 9.582 milljarðar, en
1972 namheildarverðmætið 10,710
milljarðar i októberlok. Reyndar
vantar tvo siðustu mánuöi ársins
við bæði árin, en eftir þeim upp-
lýsingum, sem Fiskifélag lslands ‘
hefur aflað sér, bendir allt til þess
að verðmætið verði um 1.5
milljarð meira. Þá bendir allt til
þess, að heildarafli islenzkra
fiskiskipa verði i kringum 745
þúsund lestir á árinu 1972, á móti
681 þúsund lestum 1971. Þessi
mismunur á aflamagni liggur
eingöngu i lonuaflanum.
A siðustu loðnuvertið reyndist
loðnuaflinn vera 278 þúsund lestir
á móti 183 þúsund lestum árið á
undan. I lok nóvembermánaðar
var bátaaflinn 321 þúsund tonn,
og togarafiskurinn 59 þúsund
tonn, en i lok nóvember 1971 var
bátaaflinn 335 þúsund tonn og
togaraaflinn var þá 68 þúsund
tonn.
Guðmundur Ingimarsson, full-
trúi hjá Fiskifélagi Islands, sagði
að i reynd væri ekki hægt að tala
um að afli togaranna hefði
minnkað til muna, þó svo að þess-
ar tölur bentu til þess. Þess bæri
að gæta, að togarinn Hafliöi hefði
legið svo til allt árið, sömuleiðis
Marz, og Hamranesið hefði sokk-
ið á miöju ári. Þarna væru þrir
togarar horfnir og segði það sina
sögu. Þá eru togarar eins og
Barði, Hólmatindur, og Hegranes
ekki taldir með, þar sem þeir ná
ekki 500 tonnum.
Sildaraflinn varð 51 þúsund
lestir, og veiddist öll sildin i
Norðursjó, nema nokkrar tunnur,
sem fengust i reknet hér viö land.
Rækjuaflinn nam 4800 tonnum,
á móti 5600 tonnum árið 1971. 1
hörpudisksveiðum átti sér stað
mikil aukning, og tvöfaldaðist
tonnatalan. A nýliðnu ári veidd-
ust 6000 tonn af hörpudiski, en ár-
ið 1971 aðeins 2900 tonn. Humar-
aflinn hefur aftur á móti dregist
saman, hann varð á siðustu vertið
3900, en árið 1971 4600 tonn.
Að lokum má bæta við einni
fisktegund, sem mikið hefur verið
til umræðu, en ekki verið mikið
veidd af Islendingum, enn sem
komið, en margir hafa áhuga á að
veiða. Það er kolmunni, af honum
veiddust 623 tonn, og er þetta afli,
sem Eldborg GK 13 fékk er bátur:
inn gerði tilraunir til aö veiöa kol-
munna i nót úti af Austfjörðum.
LOÐNA FUNDIN A
DIGRANESFLAKI
- vel veiðanleg í flotvörpu, segir Jakob Jakobsson
ÞÓ-Reykjavik
„Jú, þvi er ekki að neita, að við
erum búnir að sjá framan i
loðnuna,” sagði Jakob Jakobsson
fiskifræöingur, er viö ræddum við
hann um borð I rannsóknar-
skipinu Arna Friðrikssyni en þá
voru þeir á Arna staddir 42 sjó-
milur austsuðaustur af Langa-
nesi, utarlega á Digranesflakinu.
Jakob sagði, að ekki væri
beinlinis hægt að tala um að
loðnan væri kominn i torfur, t.d.
hefði verið gisin dreif á svæði,
sem var 60 milur frá landi, og
hefði dreifin ekki veriö á veiðan-
legu stigi. 1 kantinum á Digranes-
grunninu hafa fundizt þéttar
ræmur, sem örugglega væri hægt'
að fá gott úr i loðnuvörpu.
Loðnan, sem þeir á Árna hafa
fundið hefur haldið sig djúpt,
efstu torfutopparnir hafa verið á
30föðmum, en yfirleitt heldur hún
sig á 50 faðma dýpi.
„Við erum tvisvar búnir að
setja flottrolliö út,” sagöi Jakob.-
„Loðnan sem við höfum fengið er
mjög falleg, mest fjögurra ára
gömul, en mikið eldri gerist
loönan ekki. Veðrið hjá okkur er
ekkert alltof gott, norðaustan-
kaldi,” sagði Jakob að lokum.
Viðskiptaráðuneytiö hefur um
þessi áramót eins og undanfarin
ár auglýst innflutningskvóta
ársins. Eru að þessu sinni
auglýstir innflutningskvótar fyrir
sjö vöruflokka, sem ennþá eru
háðir innflutningsleyfum. Flestir
innflutningskvótarnir eru
rýmkaðir nokkuð, enda við það
Eldborg frá Hafnarfirði var
væntanleg á miöin úti af Langa-
nesi i gærkvöldi og ef veðriö hefur
haldizt gott, þá má búast við, að
Eldborgin hafi reynt loönuflot-
vörpu i nótt og i morgun.
miðað, að innflutningur þessara
vörutegunda veröi yfirleitt gefinn
frjáls eigi siöar en 1. janúar 1975.
Þá hefur sú breyting verið gerð
á frilistanum, um þessi áramót,
að linur til fiskveiða og kaðlar og
ávextir, varðir skemmdum með
sykri, hafa verið settir á frilista.
Breytingar á innflutn
ingskvóta
3
48% kaupmáttaraukning
launþega á 3 árum
t áramótagrein sinni ræðir
Ragnar Arnalds, formaður
Alþýðubandalagsins m.a. um
þróun kjaramála og viðleitni
rikisstjórnarinnar til að bæta
kjör fólksins svo sem tekjur
þjóðarbúsins frekast leyfa.
Ragnar segir m.a.:
„Efnahagsmálin voru fyrir-
ferðameiri i þjóðmálaumræð-
um á þessu ári, en flest annað:
Deilt var um það, hvort verð-
hækkanir á fyrrihluta ársins
kæmust i samjöfnuð við óða-
verðbólguna i tið fyrri stjórn-
ar, umbylting skattakerfisins
olli talsverðu moldviðri og
loks var það spurningin um
leiðirnar þrjár: uppfærslu,
millifærslu eða niðurfærslu.
En eitt var óumdeilt: Lifskjör
fólksins I landinu hafa aldrei
verið betri og kaupmáttur
launa aldrei meiri en einmitt á
þvi ári, sem nú er aö kveöja.
A seinustu þremur árum
hafa kauptaxtar launþega
hækkað að meöaltali um 88%
og ráöstöfunartekjur hafa
vaxiö á sama tiina um 107% (i
þessari tölu er m.a. tekiö tillit
til hækkunar beinna skatta og
fasteignaskatta). Verðlag
vöru og þjónustu hefur hins
vegar hækkað á þessum árum
um tæp 40%. Og þannig má
reikna út, að kaupmáttur ráð-
stöfunartekna heimilanna hafi
vaxið rúm 48% á þessum 3 ár-
um.
Hér er miöaö við þann þátt
framfærsluvisitölunnar, sem
fjallar um verðlag vöru og
þjónustu, enda gefur það
sannari mynd. Framfærslu-
visitalan sjálf hefur hækkað
minna”.
Lífskjarabylting
„Þessi lifskjarabylting, sem
átt hefur sér stað á seinustu
þremur árum, skýrist að
nokkru af aukinni framleiðslu
þjóðarinnar og auknum
þjóöartekjum, enda hafa tekj-
ur þjóðarinnar á þessum 3 ár-
um aukizt miðað við fast verð-
lag um 30% og þjóðartekjur á
mann um 26%. En ljóst er af
þessum tölum, að kaupmáttur
launatekna, hefur þó vaxiö
miklu liraöar en þjóðartekjur.
Þar sem heildargreiðslu-
jöfnuöur viö útlönd hefur verið
hagstæöur og ekki verður
sagt, að tekjuaukning launa-
manna umfram aukningu
þjóðartekna sé fengin með
skuldasöfnun við önnur riki, er
augljóst að launamenn á ts-
landi hafa fyrst og fremst bætt
lifskjör sin með þvi aö tryggja
sér stærri hluta af „kökunni”
margumtöluðu. Þessi aukna
hlutdeild launamanna i
þjóðartekjum er sem sagt tek-
in beint af atvinnurekendum,
sem fá að sama skapi minni
hagnaö i sinn hlut.
t sérhverjum kjaraátökum
á liðnum árum hafa vinnu-
veitendur barmað sér mikiö
og gefið i skyn, að vegna þess-
ara kauphækkana væru gjald-
þrot i stórum stil yfirvofandi. t
samræmi viö þessar yfirlýs-
ingar ættu þeir allir að vera
löngu farnir á hausinn, eftir
hinar stórfelldu launabreyt-
ingar, sem gengið hafa yfir.
En þeir hafa komizt af, þrátt
fyrir allt — og margir hagnazt
vel. Ctgerð og fiskvinnsla er
að visu sér á parti, og væri
löngu komin í vanda, ef ekki
hefðu komið til stórfelldar
verðhækkanir erlendis. En
hæfni annarra fyrirtækja til að
taka á sig þessar miklu kaup-
hækkanir er aftur á móti
augljóslega til marks um,
hvilikan hagnað þau hafa áður
haft i skjóli láglaunakerfisins,
sem fyrri rikisstjórn reyndi aö
tryggja þeim. Um 73% at-
vinnulifsins er utan við land-
búnað, útgerð og fiskvinnslu,
og þar er um aö ræða þúsundir
millj. kr. á ári hverju, sem
Framhald á bls. 27