Tíminn - 06.01.1973, Side 18

Tíminn - 06.01.1973, Side 18
 .34 'ljj^ ti !)'!£& il tí. 18 TÍMINN Þá dró hann tunguna vandræðalegur upp í sig aftur og beið eftir áframhaldinu. Brosið var að færast yfir andlitið aftur. ' Ungfrú Alison greip um úlnliðinn á honum og horfði á úrið sitt um leið. Varir hennar bærðust hægt. „Stálsleginn”, sagði hún og brosti til hans. Hann var hálf hræddur um, að konurnar tvær hefðu verið að spila með sig, en þó fannst honum endilega, að þetta gæti ekki verið tóm vit- leysa. Hann velti fyrir sér, hvort þær létu alla, sem um veginn færu, gera svona. „Þetta áttu að færa Paterson”. Ungfrú Alison tók nokkra hluti upp úr tösku sinni, þar á meðal glas með kinintöflum, annað með joði og hitamæli. „Þú skalt segja honum, að þetta sé allt, sem við getum án verið”. Tuesday brosti, nú var hann ekki lengur ringlaður. Hann tók við þessu og fór að troða því niður í rassvasana sina. Þá fóru þær aftur að hlæja. Meðan þær hlógu og skemmtu sér, þurrkaðist brosið smám saman af andlitinu á honum. Ungfrú Alison rétti honum pokaskjatta. „Þú ættir heldur að leggja þetta i hann”. Krakkinn ambraði, vegna þess að flugurnar höfðu séð sér færi á að setjast á litla rauðbrúna andlitið. Frú Betteson bandaði þeim burtu með lausu Hendinni,og ungfrú Alison setti glösin og mælinn i pokann. ,,Þú manst að segja, að þetta sé allt, sem viðgetum veriðán?” „Já ungfrú, ég skal muna það”. „Og gættu þess að missa ekki pokann, svo að þetta brotni ekki! ” „Já, ungfrú”. Hann tók við pokanum og vafði hönkunum vandlega um úlnliðinn. Nú brosti hann glaðlega aftur. Hann langaði til að spyrja þær, hvers vegna þær ætluðu ekki með Paterson, hvers vegna þeim hefði allt i einu dottið i hug að snúa við, núna þegar þau voru svo nærri takmarkinu? Honum datt majórinn i hug. Hann reyndi að finna samhengið i þvi, að majórinn og konurnar tvær vildu vera kyrr i Burma. Flugurnar urðu aftur nær- göngular og barnið lét til sin heyra. Frú Betteson náði sér i burknablað og notaði það fyrir blævæng. Hún sveiflaöi þvi með annarri hendinni fram og aftur til að halda flugunum burtu. Drengurinn hætti við að spyrja, og i þvi sagði ungfrú Alison blátt áfram : „Já, það var ekkert fleira handa þér”. Tuesday stóð ennþá kyrr, hann vissi ekki vel, hvað hann ætti að gera. Eiginlega trúði hann ekki, að konurnar ætluðu ekki með Paterson.. Honum fannst engin kveðja, þótt honum hefði verið réttur pokinn. Efinn og óvissan spegluðust svo greinilega i andliti hans, að konurnar fóru aftur að skellihlæja. „Ertu i vandræðum með eitthvað”? Drengurinn hristi höfuðið, þótt hann væri i heilmiklum vandræðum. Þá sagði ungfrú Alison: „Þá ættir þú að fara að komast af stað. Vertu sæll”. Tuesday brosti vandræðalega. „Skilaðu kærum kveðjum og ósk um góða ferð”. Blendings hjúkrunarkonan var mjög vingjarnleg við hann, en samt gerði hún dálitið gys að honum. Frú Betteson sagði: „Já, ég bið aðheilsa Paterson með ósk um góða fer. Hugsa sér, að við skyldum gleyma þvi”. Ennþá stóð hann kyrr um stund i þeirri von, að allt það óskiljanlega upplýstist á einhvern dularfullan hátt. Vandræðalega brosið var enn á vörum hans, svo gekk hann hægt nokkur skerf aftur á bak, snerist á hæli og lagði af stað. „Guð veri með þér,” hrópaði frú Betteson áTeftir honum. Það skildi hann nú ekki. Hann leit við og gaut hornauga til kvenn- anna, sem þegar ráku upp skellihlátur. Nú vissi Tuesday hreint ekki, hverju hann ætti að trúa. Þegar hann kom að bilnum aftur bar andlit hans glögg merki heila- brotanna. Það vottaði ekki fyrir brosi við munninn, siðasta spölinn gekk hann með höfuðið niður i bringu og horfði niður fyrir tærnar á sér. Skrölt á bensinbrúsum vakti athygli hans. Paterson stóð við bilinn og var að setja bensin á tankinn. Hann hafði hellt miklu utan hjá og bensin streymdi niður á jörðina og myndaði rakablett. Umhverfis bilirin titraði loftið af bensingufunni. Tuesday horfði á Paterson hella helm- ingnum úr brúsanum utan hjá. Aður en Paterson tók eftir honum og byrjaði að hrópa á hann, var Tuesday viss um, að það var ekki einungis bensingufan, sem gerði Paterson skjálfhentan og kom honum til að hella utan hjá. Paterson hafði drukkið. Langt var liðið á daginn, þegar Connie gerði sér ljóst, að það var ekki heita oliugufan frá vélinni, sem olli henni svima og vanliðan. Hegðun Paterson átti heldur ei sök á þvi. Hann var þéttkenndur og nakinn niður i mitti og ók þannig að lifshættulegt hlaut að vera og að minnsta kosti taugaslitandi. Nei, hún var að verða veik aftur. Hvertsinn, sem hún leit til fjallanna, sem takmörkuðu nú útsýnið við fimm eða i mesta lagi’tiu kilómetra, dönsuðu og sindruðu linurnar, sem áður höfðu verið svo skýrar fyrir augum hennar. Hún reyndi að horfa fast til að sjá skýrar, en þá sortnaði henni fyrir augum og henni varð flokurt. Skelfilegt myrkur fylgdi þessum svimaköstum og henni fannst hristingurinn i bilnum margfaldast, það hafði áhrif á magann i henni og olli henni flökurleika. Hún righélt sér og þurfti á öllum sinum viljastyrk að halda til að falla ekki i öngvit. Hún varðist við svimaköstin með öllum tiltækum ráðum. Einu sinni reyndi hún að loka augunum, en þá munaði engu, að hún missti meðvitundina og hrapaði niður i ómælanlegtdjúpið, sem á sér engin neðri takmörk en dauðann. Öttinn um, að hún væri að verða alvarlega veik jókst sifellt. Eina huggunin var, að hún var ein i aftursætinu. Hún gat barizt við þessi hræðilegu svimaköst alein, það var engin hætta á, að einhver veitti henni athygli. Hún hafði logið að Paterson um hitamælinn, en á hinn bóginn hafði hún lika blekkt sjálfa sig. Nú var hún svo veik, að ekki þurfti á neinum hitamæli að halda til að sanna það. Hún var altekin sótthita, hann herjaði á hana innvortis, á vöðva og taugar, heila og augu. Hitamælir var nú ekki annað en hlálegt formsatriði, og auk þess hafði ungfrú Alison trúlega haft hann með sér, þegar hún sneri við. Þegar henni varð hugsað til ungfrú Alison, fór hún aftur að hneykslast á Paterson, vegna þess að hann skyldi umyrðalaust fallast á, að konurnar tvær yrðu eftir við þessar aðstæður. Að hugsa sér að nokkur maður skyldi geta ráðskazt af svo miskunnarlausu tillitsleysi með lif annarra! Henni fannst það hlyti að vera i einhverju sambandi við drykkjuna. Hann hafði byrjað að drekka strax og hann sendi Tuesday til baka með tösku ungfrú Alisons. Conne virtist Paterson hafa gefizt alveg upp, eins og hann kiknaði undir öllu saman. Hann hafði ekkert viljað borða, þrátt fyrir að Tuesday bjó prýðisgóða mál- tið úr kjöti og smurðu brauði. Þess i stað hafði hann setzt á aurbrettið i forsælunniog drukkið gin, bolla eftir bolla. Hann hafði verið mjög fölur og augnaráðið fjarrænt. Þegar hún kom til hans, hafði hann litið á hana og sagt eitthvað, sem helzt liktist „Skál, i fjandans nafni!” siðan hvolfdi hann i sig úr bollanum eins og i honum hefði verið vatn. 1301 Lárétt 1) Sverð.- 6) Glöð.- 7) öfug röð.- 9) Röð.- 10) Hláka.- 11) Sex,- 12) Tré.- 13) Hestur.- 15) Bögglana.- Lóðrétt 1) Útlit aftanfrá',- 2) Tónn,- 3) Fat,- 4) 550,- 5) Svif,- 8) Strákur,- 9) Dropi,- 13) Röð.- 14) Guð.- Ráðning á gátu No. 1300 Lárétt 1) Brautin,- 6) Kná,- 7) Ná.- 9) An,- 10) Daglaun,-11) Ar -12) Uml,- 15) Tombóla.- Lóðrétt 1) Bindast.- 2) Ak,- 3) Ung- lamb,- 4) Tá.- 5) Nunnuna.- 8) Aar.- 9) Aum,- 13) Um,- 14) Ló,- V 2 * gs 'l á lO n y n n li HVELL G E I R I Laugardagur 6. janúar 1973 ISIil LAUGARDAGUR 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskrain. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.40 islenzkt mál. Jón Aðal- steinn Jónsson Cand. mag. flytur þáttinn. 15.00 Þrettándaskemmtun Fóstbræöra i útvarpssal. Kynnir: Kristinn Hallsson. 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir. Stanz Árni Þór Eymundsson og Pétur Sveinbjarnarson sjá um þáttinn. 16.45 islenzkir barnakórar syngja 17.00 Barnatimi i jólalokin 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskra kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Frá Norðurlöndum. Sig- mar B. Hauksson talar. 19.40 Við og fjölmiölarnir 20.00 Hljómplöturabb Þor- steins Hannessonar. 20.55 Framhaldsleikritið: „Landsins lukka” eftir Gunnar M. Magnúss. Ellefti og siðasti þáttur. „Goldið hef ég þá landskuldina af Viðey” Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. Persónur og leikendur: Skúli landfó- geti •... Sigurður Karlsson, Steinunn kona hans ... Mar- grét Guðmundsdóttir, Guð- rún dóttir þeirra ... Herdis Þorvaldsdóttir, Rannveig dóttir þeirra.. Helga Steph- ensen, Ragnheiður tengda- dóttir þeirra... Þóra Frið- riksdúttir, Jón sonur þeirra ... Erlingur Gislason, Bjarni Pálsson landlæknir ... Knút- ur B. Magnússon, Magnús Gislason amtmaður ... Guð- jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Stephensen amtmaður ... Jón Sigurbjörnsson. 21.30 Lúðrasveitin Svanur leikur alþýðu- og álfalög 22.15 Veðurfregnio Jólin dönsuð út, 23.55 Fréttir i stuttu máli.Dagskrárlok. Laugardagur 17.00 Þýzka i sjónvarpi Kennslumyndaflokkurinn Guten Tag. 6. og 7. þáttur. 17.30 Skákkennsla Kennari Friðrik Ólafsson. 18.00 Drottni til dýrðar Mynd frá BBC um liknarstörf júgóslavneskra nunna i fátækrahverfum Kalkútta undir stjórn abbadisar- innar, móður Theresu. Þýð- andi Ellert Sigurbjörnsson. Aður á dagskrá á páskadag. 1972. 18.50 iþróttir. Hlc 20.00 Fréttir 20.20 Veöur og auglýsingar 20.25 Hve glöð er vor æska Brezkur gamanmynda- flokkur. Botnlangabólga Þýðandi Ellert Sigurbjörns- son. 20.50 Vaka Dagskrá um bók- menntir og listir á liðandi stund. Umsjónarmenn Björn Th. Björnsson. Sigurður Sverrir Pálsson, Stefán Baldursson, Vésteinn Ólason og Þorkell Sigur- björnsson. 21.40 Utangarðsmenn (The Misfits) Bandarisk biómynd frá árinu 1961, byggð á leik- riti eftir Arthur Miller. Leikstjóri John Huston. Aðalhlutverk Marilyn Monroe, Clark Cable. Þýð- andi Guðrún Jörundsdóttir. Myndin gerist i bænum Reno i‘ Nevada-fylki i Bandarikjunum. Þar dvelur ung kona, sem er þangað komin til að auðvelda sér hjónaskilnað. En i borginni er lika að finna karlmenn, sem lita fallegar aðkomu- stúlkur hýru auga. 23.40 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.