Tíminn - 06.01.1973, Page 24
24
TÍMINN
Laugardagur (>. janúar 1973
Heilsa þín getur
„hristst í sundur,”
án þess að þú vitir af því
Titringur eöa sveiflu-
hreyfingar, frá vélknúnum
verkfærum, landbúnaðar-
vélum og bílum er að lík-
indum hættulegri, en fram
að þessu hefur verið haldið.
Nýjustu rannsóknir benda
til þess, að einnig titringur,
sem ekki er hægt að merkja
eða heyra, geti verið veru-
lega hættulegur heilsu
manna og velliðan.
Uppgötvun þessi er hins
vegar svo ný af nálinni, að
varter um að ræða nokkrar
verndunarreglur gegn
þessari umhverfishættu.
Visindamenn eru farnir
að átta sig á þvi, að titring-
ur getur valdið mannslik-
anum engu minni skaða en
hávaði. Meðan til er fjöldi
öryggisráðstafana varð-
andi hávaða eru nánast
engar ráðstafanir, til varn-
ar gegn titringi.
Með notkun keðjusaga við
skógarhögg og þ.h. hefur að
nokkru leyti verið stefnt i rétta
átt. 1 athyglisverðri skýrslu frá
einum aðaliðnaðarlækni Bret-
lands, dr. P. L. Pelmear, sem
starfar innan járn- og stáliðnað'-
arins, segir m.a.: „Flestar gerðir
vélknúinna handverkfæra eru
mikið verri en keðjusagir og
brjóta þær einu reglur, sem til eru
um það, hve mikið verkfæri megi
titra.”
Flestir þeir, sem unnið hafa
með kraftmiklum borvélum og
öðrum verkfærum, er titra mikið,
finna, að fingur þeirra verða stifir
og dálitið tilfinningasljóir eftir
nokkurn tima. Þessi tilfinning
hverfur aftur eftir nokkurn tima,
en með áralangri, daglegri vinnu
með þessum verkfærum getur til-
finningaleysið og stifnin orðið
stöðug. Þetta getur orðið alvar-
legtfyrir marga verkamenn, sem
ef til vill verða skyndilega ófærir
um að gegna starfi, sem þeir hafa
hlotið sérþjálfun i. „Stifir fingur”
er að visu sums staðar viður-
kenndur atvinnusjúkdómur, t.d. i
Danmörk, en sú viðurkenning er
sjaldnast notuð.
Truflun af völdum titrings
getur valdið bilslysum
Annars konar skemmdir geta
komið upp, þegar allur likaminn
verður fyrir titringi frá bilmótor-
Loftþrýstingur utan i Grundtvigkirkjuna I Kaupmannahöfn hefur
valdið mönnum óþægindum.
um, flugvélahreyflum o.þ.h. Það
hefur t.d. sýnt sig, að hæfileiki
herþotuflugmanna til að hitta
ákveðið mark minnkar vegna
titringsins frá vélinni. A sama
hátt getur titringur frá bilmótor
haft það i för með sér, að hæfileiki
bilstjórans til að dæma fjarlægð
og stefnu rétt truflast, og það er ef
til vill orsök margra bilslysa, sem
eru annars óskýranleg. í flestum
tilfellum er það einnig titringur
frá bilmótornum, sem veldur
svima og vanliðan farþeganna,
hinni svokölluðu bilveiki.
Rannsóknir hafa sýnt, að
mannslikaminn er næmastur
fyrir titringi, sem nemur kring-
um 5 hertz (þ.e. titringssveiflum
á sekúndu). Flestar vélar einka-
bila gefa frá sér nokkru minni
titring , vegna mjúkrar einangr-
unar. En hvað vörubila snertir er
sveiflufjöldin mjög oft um 5 h.,
ekki sizt er þeir eru ekki full-
hlaðnir.
ISO (International Standards
Organisation), alþjóðleg stofnun,
sem útbýr ýmiss konar staðla,
hefur á grundvelli mikilla rann-
sókna útbúið mælikvarða, er nær
frá 1 upp i 90 h. Þessum kvarða er
siðan skipt niður i hluta, sem ná
yfir viss mörg stig hver. Þeir
bera heiti eins og „þægilegt”,
„afar þreytandi”, „deyft við-
bragð” og,,hættulegt”. En engu
að siður mun að likindum liða
langur timi enn, unz settar hafa
verið hagkvæmar reglur um, hve
mikið hreyflar og vinnuvélar
mega titra. ISO —mælikvarðinn
er ekki nægilega nákvæmur eða
itarlega unninn, til þess að véla-
gerðarmenn geti hagnýtt sér
hann til vænlegs árangurs.
Reyndar halda fjölmargir sér-
fræðingar þvi einnig fram, að
mælikvarðinn sé byggður á rann-
sóknum, sem margar hverjar séu
mjög mótsagnakenndar. Til
dæmis hefur komið i ljós, að
sumir visindamenn kalla hæga
hröðun með titringi upp á 8 h.
„óbærilega”, en aðrir kalla hana
„ómerkjanlega”. Þessu til skýr-
ingar er það, að niðurstöður sem
fundnar eru á rannsóknarstofum,
eiga ekki alltaf beint við, þegar á
að fara að beita þeim. Til dæmis
er titringur ekki alltaf beint af
völdum vélarinnar, heldur stafar
hann af þvi, að umhverfið, and-
rúmsloftið eða fastir hlutir, fara
að sveiflast.
Fékk svima í prédikunar-
stólnum vegna titrings
kirkjunnar
Titringur, sem nemur frá 1 og
upp i 10 h., merkist meira og
minna. Það er eingöngu þess kon-
ar titringur, sem ISO og fyrr-
nefndur dr. Pelmear hafa rann-
sakað i sambandi við atvinnu-
sjúkdóma og slys. Margt bendir
samt sem áður til þess, að titring-
ur með hærri sveiflufjölda um
20 h. (20 sveiflur á sekúndu) —
hafi langtum meiri áhrif á likam-
ann. Þennan titring er ekki hægt
að finna eða heyra beint, en hann
hefur áhrif á innra eyrað og þar
með jafnvægisskynfærin. I sum-
um byggingum og stórum her-
bergjum getur loftið titrað
þannig, að manni liði illa af þeim
sökum.
1 Grundtvigkirkjunni i Kaup-
mannahöfn þjónaði i mörg ár
prestur, sem var hafður að háði
og spotti meðal starfsbræðra
sinna, vegna þess að hann fékk
ætið svima og ógleði, er hann
steig i stólinn i turninum. —
„Komið hefur i ljós, að þrýstingur
vindsins utan frá á kirkjuveggina
átti þátt i að hljóðlausar sveiflur
mynduðust i kirkjunni, en þær
virka afar truflandi á jafnvægis-
skynfærin.” Þessi orð eru höfð
eftirdönskum prófessor, dr. med.
Poul Bonnevie við Heilsufræði-
stofnunina i Kaupmannahafnar-
háskóla. Hann segir ennfremur:
„Margir reyna þetta sama, er
þeir fara upp i háa byggingu, t.d
eldingavarnarturn eða eitthvert
háhýsið. Svima, sem menn fá i
slikum tilvikum, álita margir
stafa af taugaveiklun eða hræðslu
— en, i rauninni er það titringur
loftsins i húsinu, einkum dýpstu
áttundartónarnir, sem eru orsök
svimans. Af sömu ástæðu hverfur
sviminn aftur, þegar viðkomandi
kemur út i ferskt loft, t.d. út á
svalir, enda þótt hann geti séð,
hve hátt yfir jörðu hann er.”
Titringur getur eyðilagt
ja fnvægissky nfærin
— Sérfræðingar i Þýzkalandi
hafa rannsakað áhrif titrings frá
dráttarvélum og öðrum landbún-
aðarvélum, — heldur prófessor
Bonnevie áfram. — Það hefur
sýnt sig, að bæði jafnvægisskyn-
færin sem og aðrir hlutar heilans
verða fyrir áhrifum. Menn geta
orðið órólegir og taugaóstyrkir
við að starfa með þessum vélum,
vegna þess að truflun verður á
hinu liffræðilega jafnvægi af
völdum titringsins. Titringsveifl-
urnar geta og teygt sig yfir all-
stórt svæði umhverfis titrings-
gjafann.
Langtima áhrif titrings hljóta
að geta valdið skemmdum á
mannslikanum. Rétt eins og mik-
ill hávaði i langan tima getur
valdið heyrnarmissi að meira og
minna leyti, þannig hlýtur
titringur smám saman að eyði-
leggja hárfrumurnar i bogagöng-
um innra eyrans, svo að
skemmdir verða á jafnvægis-
skynfærunum. Ef maður verður
fyrirslikum skaða, getur það t.d.
haft i för með sér, að ef hann
hrasar, muni hann byrja að
Hér á siðum eru svo myndir frá þrem vinnustööum, þar sem vænta má
að titringur sé allmikili.