Tíminn - 07.01.1973, Blaðsíða 4
4
tímiSjx
Sunnudagur 7. janúar 1973
QOoj
Leikur og pólitík
Jane Fonda er önnum kafin
kona. Hún þeysir heimshorna
á milli og talar um Vietnam á
fjöldafundum, og þess á milli
leikur hún i kvikmyndum. Hún
barðist eins og ljón fyrir sigri
McGoverns i forsetakosning-
unum siðustu, en þau töpuðu
bæði, sem kunnugt er. Nú er
frúin komin til Noregs og er að
leika þar i kvikmynd.sem gerð
er eftir leikriti Ibsens, Brúðu-
heimilið. Þrátt fyrir áfram-
haldandi styrjaldarrekstur
landa sinna i Indókina er Fonda
hress, eins og sjá má á
myndinni, sem tekin var eftir
komu hennar til Noregs.
o
JACKIE BAÐAR SIG
MJÓLK
Jackie Onassis er frú, sem veit
hvað hún vill. Eða það skyldi sá
ætla, sem lesið hefur ný-
útkomna bók, skrifaða af her-
bergisþjóni hennar eftir að hún
giftist Ara gamla Onassis. Hún
vill helzt ekki baða sig i öðru en
mjólk, og þegar hún var um
borð i snekkjunni „Christinu”
stóð ætið flaska af bleiku
kampavini á náttborðinu.
Endurnýja varð isinn, sem
flaskan stóð i, á þriggja tima
fresti, að þvi er segir i bókinni.
Kampavinsbaö
Þorsteini
Næturlifið i Kaupmannahöfn er
rómað fyrir kæti og gleðskap
alls konar. Yfir jólin kepptust
veitingahúsin um a ð halda sem
vegulegust samkvæmi og seldu
dýrt inn. Þorsteinn Viggóson,
veitingamaður varð ekki eftir-
bátur annarra i þessu efni.
Hánn efndi til mikillar veizlu i
veitingahúsi sinu Bonaparte.
Mættu gestir allir i náttfötum og
hápunktur gleðinnar var þegar
stúlka nokkur var böðuð úr
kampavini.
☆
☆
☆ &
Slétturotta fa nn
kolanámu
Ekki eru það alltaf jarðfræð-
ingar, sem uppgötva auðæfi i
iðrum jarðar. Stundum fá þeir
óvænta liðveizlu. Það var sléttu-
rotta, sem „kom upp um” kola-
námurnar stórkostlegu við
Ekibastúz i Sovétrikjunum.
Þegar hún gróf holu sina, jós
hún upp haug af mjúkum
skinandi kolum, sem fjárhirðir
inn Kosúm Psénbajef rakst svo
á af tilviljun. Námurnar gengu
manna á milli, frá kazaks-
tönskum stórjarðeigendum,
svonefndum „bajum’,’ til rúss-
neska kaupmannsins Dérofs, og
frá honum til Englendingsins
Lesley Urkworth. Það var ekki
fyrr en eftir Októberbyltinguna
1917, að þær komust i hendur al-
mennings.
Kolasvæðið hér nær yfir 164 fer-
kilómetra og liggja þar rúmlega
12 milljarðar tonna af kolum.
Lögin eru allt að 140 m þykk, og
þvi er unnt að beita hinum stór-
virkustu vélum. A timabili yfir-
standandi fimm ára áætlunar
munu afköst þessa risavers tvö
‘faldast og gott betur. Vegna
hinnar miklu vélvæðingar er
framleiðslukostnaður kola frá
Ekibastúz helmingi minni en fá
öðrum kolavinnslufyrirtækjum i
landinu. Hann mun enn halda
áfram að lækka, þar eð náma-
menn fá æ afkastameiri vélar i
hendur.
— Viggó minn. Hefurðu ekki lyst
á sveppasalati til tilbreytingar.
Ég var einmitt að lesa svo
sniðuga uppskrift i sakamála-
sögu.
— Ég var hjá spákonu i dag. Hún
sagði, að ég yrði gömul, sagði
eiginkona.
— Já, mér hefur verið að sýnast
þetta lika, svaraði eigin-
maðurinn.
Jens var afskaplega óánægður
með einkunnir sonar sins.
— A þinum aldri var George
Washington alltaf efstur i sinum
bekk, sagði hann við snáðann,
sem svaraði af bragði:
— Já, og á þinum aldri var hann
orðinn forseti.
— Sitt hár gerir karlmenn
gáfulega, sagði hippinn.
— Jæja, sagði móðir hans. — t
morgun tók ég sitt hár af
jakkanum hans pabba þins og þá
varð hann ekkert gáfulegur.
„Jú, — manstu ekki, þegar hús-
ið fór að leka i þrumuveðrinu, og
þú sagðir mér að finna eitthvað i
bilskúrnum til að gera við þaö?”
DENNI
DÆAAALAUSI