Tíminn - 07.01.1973, Síða 5

Tíminn - 07.01.1973, Síða 5
Sumiudagur 7. janúar 1973 TÍMINN 5 Breyting á mataræði Japanskeisara? Einkakokkur Japanskeisara hefur beðizt lausnar frá starfi. Hann heitir Tukuzo Akiyama og gefur þá skýringu á tiltækinu, ☆ að fætur hans og augu séu farin að gefa sig, og hann óttist, að sökum elli geti hann farið að gera afdrifarikar skyssur i matargerðinni. Akiyama er nú 84 ára að aldri og hefur starfað i hinu keisaralega eldhúsi i 58 ár. ☆ Ilolls Iloyce með ílugvélamótor Hvernig getur nokkrum dottið i hug sú vitleysa að setja flug- vélamótor i bil? Það gerði þó John Dodd, sem býr i Englandi. Hann fékk sér 27 litra, 700 hest- afla mótor úr Spitfire-flugvél, sem notuð var i siðari heims- styrjöldinni, og setti hann i bil- inn sinn. Þetta er V-12 mótor með 6 blöndungum. Billinn á að geta komizt 300 km á klukku- stund. En þá er lika betra, að ekki sé mikil umferð, svo billinn komist leiðar sinnar. ☆ Vill ekki byrja að leika á ný Paulette Goddard, hin fallega og fullkomna kvikmyndaleik- kona, sem við munum eftir i kvikmyndum, sem teknar voru á fjórða og fimmta áratugnum, er aftur orðin þekkt meðal yngri kynslóðarinnar. Ekki af þvi að hún hafi leikið i nýjum kvik- myndum, heldur vegna þess að hún lék i ýmsum þekktum kvik- myndum meðal annars með Chaplin i „Nútimanum”, en nú er komið i tizku að endursýna þessar myndir, og nýtur hún nú sem fyrr geysivinsælda. Paulette hefur verið spurð að þvi, hvort þessar nýju vin- sældir hafi ekki vakið hjá henni löngun til að byrja að leika aftur i kvikmyndum. Hún hefur svarað þvi, að hún hafi lifað alltof mörg sorgleg „come back” hjá kollegum sinum. Þeir búast við geysivinsældum ■ en það verður ekki, aðeins von- brigði. Það skal ekki henda mig, segir hún. Heath hafði ekki áhuga Kalla varð út aukalið lögregl- unnar i Lundúnum, þegar hópur alsnakinna kvenna safnaðist saman fyrir utan bústað for- sætisráðherrans, Downing Street 10. Stúlkurnar sögðu, að þær hefðu aðeins ætlað að sýna forsætisráðherranum aug- lýsingaspjöld, sem þær voru að dreifa I tilefni af rokk-hátið, sem stóð fyrir dyrum. Lög- regluþjónarnir fullvissuðu stúlkurnar um, að forsætisráð- herrann hefði enga löngun til þess að sjá auglýsingaspjöldin. c> ☆ Börn um heim allan læra rússnesku 1 haust var haldið i piónerahöll inni i Moskvu fyrsta alþjóða- keppni skólabarna, sem leggja stund á rússnesku 1 keppninni tóku þátt 75 stúlkur og drengir frá 16 löndum heims. Þau voru sigurvegarar i samkeppnum, sem haldnar voru i heima- löndum þeirra. Samkeppnin er haldin sam- kvæmt aðalfundi Alþjóðasam- taka rússneskukennara og kennara i rússneskum bók- menntum. Dómararnir eru frá ýmsum löndum og munu gefa einkunnir eftir fimmtiu eininga kerfi. Keppendum er skipt i tvo hópa eftir undirbúningi og eiga þeir að sýna kunnáttu sina i sögu, landafræði og menningu 1% ☆ Sovétrikjanna, i daglegu máli, upplestri og endursögn. Einnig voru gefnar einkunnir fyrir viðbragðsflýti, frumleika og listræna hæfileika. Veitt voru gull-i silfur- og bronsverðlaun. ☆ Breyttur þankagangur Nóbelsverðlaunahafinn Heinrich Böll sagði opinberlega skömmu eftir móttöku verð- launanna, að hann ætlaði að láta hluta upphæðarinnar af hendi við alþjóðlegan sjóð fyrir rit- höfunda i fangeslum. Nú virðist sem Böll hafi breytt þessari ætlan sinni, þvi að fyrir skömmu keypti hann sér hús og landsréltindi á Akkilesarey, en þar eru slik mannvirki i dágóðu verði. STOKKHOLMUR KAUPMANNAHÖFN LUXEMBOURG MANUDAGA ÞRIÐJUDAGA FIMMTUDAGA ALU DAGA FOSTUDAGA SUNNUDAGA GLASGCW LAUGARDAGA

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.