Tíminn - 07.01.1973, Síða 11

Tíminn - 07.01.1973, Síða 11
Noregi er einfaldlega sá, að þar segja menn sem svo: Nú, það er sama fólkið, sem er i þessum tveim félagsmálahreyfingum, og það er blátt áfram að gæta eigin hagsmuna með þessari aðferð. En þess er vert að geta, að ef slik- ur samningur kæmist á hér á Is- landi, myndum við ekki þurfa neitt Vinnumálasamband. Samvinnu bankinn bankann hefur það komið fram, að útibú hans úti á landi hafa tek- ið að sér að ávaxta það fé, sem áður var i innlánsdeildum kaup- félaganna. Telur þú það eðlilega þróun? — Innlánsdeildirnar voru ágætar á sinum tima, en það hef- ur orðið ákaflega mikil breyting á þjóðlifinu siðustu áratugina, og auðvitað koma þær breytingar ekki siður niður á peningamálum þjóðarinnar en á öðrum sviðum. Ég tel það ekki óeðlilega þróun, að það verði einhverjar breyting- ar á formi inniánsdeilda. Þess vegna hefur sú stefna verið upp tekin, að innlánsdeildum yrði gert kleift að breyta starfsemi sinni i samvinnusparisjóði, þar sem kaupfélögin óska eftir sliku. En að sjálfsögðu er það og mun verða á valdi hvers kaupfélags að ákveða sjálft, hvort slik heimild yrði notuð eða ekki. Aftur á móti eru innlánsdeildirnar gamalt og merkilegt form, sem hefur verið og er veigamikill þáttur i starf- semi samvinnufélaganna, og við i sam vinnuhreyfingunni erum þeirrar skoðunar, að þessi merki þáttur eigi að fá að halda áfram að þróast. Þegar innlánsdeild gengur inn i banka, þá er þar i raun og veru aðeins um að ræða breytingu á fyrirkomulagi, sem getur verið meira i takt við tim- ann en áður var. Vinnum vel og ötullega — Nú hefurgamalt ár enn einu sinni kvatt og nýtt heilsað. Ég mætti kannski að lokum spyrja eins og sagt var i sveitinni i gamla daga: Hvernig leggst nýja árið i þig? — Ég vil reyna að vera bjart- sýnn við þessi áramót eins og önnur. Ég held, að það sé mikil- vægt, að menn reyni að heilsa hverju nýju ári fremur með bjartsýni en svartsýni, og með þvi hugarfari að reyna að yfir- vinna alla þá örðugleika, sem það kann að bera i skauti sinu. Ég vil ekki neinu um það spá, hvernig afkoma samvinnufélaganna kann að verða á þessu nýbyrjaða ári, en ég vil hvetja alla þá, sem með mér vinna, bæði i Sambandinu og kaupfélögunum, að vinna vel og ötullega að vexti og viðgangi samtaka okkar, svo við getum staðið okkur sem bezt i sam- keppninni, þvi að það er aðalatr- iðið, þegar til kastanna kemur. —VS. — Eitt er það, sem ekki má gleymast, þegar rætt er um sam- vinnuhreyfinguna á tslandi. Það er Samvinnubankinn. Hvaö viltu segja okkur um hann? — Já. Samvinnubankinn átti tiu ára afmæli núna i nóvember. Ég held, að menn megi vera ánægðirmeð, hvernig hann hefur þróazt á þeim árum, sem hann er búinn að vera til. Það er ekki neitt feimnismál, að með stofnun Sam- vinnubankans vorum við að feta i fótspor annarra, en meðai ná- grannaþjóða okkar er banka- starfsemi veigamikill þáttur i starfi samvinnuhreyfingarinnar. Ég tel.að það sé mjög mikilvægt fyrir samvinnuhreyfinguna, að hún geti orðið fjárhagslega sjálf- stæð i sem allra rikustum mæli. Það er þess vegna afar mikil- vægt, að hún geti byggt upp sinar eigin fjármálastofnanir, þótt sjálfsagt eigi það nú talsvert langtiland hér hjá okkur. Að þvi takmarki hlýtur hún þó að stefna, enda þótt hún vilji að sjálfsögðu hafa góð og eðlileg samskipti við aðrar bankastofnanir; enda eru viðskipti Sambandsins svo um- fangsmikil, að ekki kemur annað til mála en að eiga góð og örugg samskipti við helztu bankastofn- anir landsins. En i sambandi við Samvinnubankann og hið nýaf- staðna afmæli hans, þá er þess fyrstog fremst að geta, að á þeim timamótum var lagt af stað með þá áætlun að stórauka hlutafé bankans, eða úr rúmum fimmtán milljónum i hundrað milljónir. Þetta eru hvorki meira né minna en áttatiu og fimm milljónir, sem afla skyldi, en ég held.að við meg- um vera ánægðir með árangur- inn, og að það eigi ekki langt i land.að öllu þessu fé verði safnað. — I sambandi við Samvinnu- i'.;; 1 \ , ,»• y***-:' ? \ | l ' Mælifell við bryggju á Sauöárkróki. VESTFIRÐINGAMÓT verður haldið að Hótel Borg n.k. föstudag (12. jan) og lie'.st með borðhaldi kl. 7. Kæða, menntamálaráðherra Magnús Torfi Ólafsson minnist Vestfjarða. Upplestur, Olga Sigurðardóttir. Skemmtiþáttur, Jörundur Guðmundsson hin landskunna hermikráka. Tölusett félagsmerki seld sem happdrættis- miðar (málverk, Kristján Davfðsson). vinningur dreginn út og afhentur í lok mótsins.Allir Vestfirðingar vclkomnir incðan húsrúm leyfir ásamt gestum. Aðgöngumiðar seldir að Hótel Borg, skrifstofunni. Stjórnin. Frá Húsmæðrakennara- skóla íslands 6 vikna dagnámskeið i matreiðslu og hús- stjórn hefst þriðjudaginn 23. janúar. Innritun i sima 16145 kl. 10.00 til 15.00 virka daga. BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 Laust embætti, nun^Trjincoí u er forseti Islands veitir Héraðslæknisembættið i Húsavikurhéraði er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknarfrestur er til 5. febrúar 1973. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 5. janúar 1973 BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA SeNDIBILASTÖOIN Hf EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR Austfirðingamótið verður i Glæsibæ föstudaginn 12. janúar og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Miðar afhentir i Glæsibæ miðvikudag og fimmtudag milli kl. 18-21. Borð tekin frá um leið. Allir Austfirðingar velkomnir með gesti. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.