Tíminn - 07.01.1973, Page 33
Sumiudagur 7. janúar 197:!
T ,1« •• - r*T
TÍMINN
33
Texti:
Jón Guðni
Myndir:
Gunnar
°9
Róbert
Að stangveiðum. Timamynd: Gunnar.
máls var sú, að fyrir nokkrum ár-
um var hafin laxarækt i vatninu,
og um það leyti var netaveiði tak-
mörkuð i þvi með þeim afleiðing-
um, að bleikjunni fjölgaði úr hófi
fram og varð smávaxin. Þar með
var komið upp svipað ástand og
ég var að lýsa áðan í Meðalfells-
vatni.
Það liggja æði margar orsakir
til þess, að veiðivötn spillast. Við
höfum talað um það, þegar vötn-
um er spillt af vangá, með röng-
um ráðstöfunum. önnur ástæða
er sú, að menn hafa ekki tima til
að sinna veiðiskap, eða það borg-
ar sig ekki fyrir þá fjárhagslega.
Hér valda mestu um breyttir
þjóðfélagshættir. Aður fyrr var
sjálfsagt að nota hverja þá mat-
björg, sem hægt var, og til sveita
voru það auðvitað mikil búdrýg-
indi að ráða yfir veiðivatni. Nú
hefur fækkað svo mikið i sveitun-
um að bændur hafa margir hverj-
ir ekki tima til að sinna veiði i
vötnum sinum. Þeir þurfa þess
heldur ekki vegna matbjargar-
innar. En jafnvel þótt þeir væru
allir af vilja gerðir að nýta vötn
sin, borgar það sig ekki fyrir þá,
þeir koma ekki fiskinum út. Okk-
ur vantar markvissa markaðs-
skipulagningu á þessu sviði, þvi
ástandið er óviðunandi, hvað
þetta snertir. Þetta getur orðið til
þess, að möguleikar á stórat-
vinnuvegi, a.m.k. á miklum bú-
drýgindum fyrir bændur séu látn-
ir ónotaðir
Mikilvægt að velja
rétt veiðarfæri
Það er mjög algengt að lita á
neteins og eitthvaðtákn fyrir rán-
yrkju og ofveiði og kenna þvi um,
ef eitthvað fer úrskeiðis i veið-
inni. Sannleikurinn er hins vegar
sá að með netum er auðveldast að
tryggja rétta veiði.
Net eru mjög veljandi veiðar-
færi, þá á ég við, að með þeim er
hægt að ákvarða stærð fiskjar,
sem veiða á. Fiskurinn veiðist i
net vegna þess, að hann er of stór
til að smjúga i gegn um þau. Net
veiða þvi bezt þann fisk, sem hef-
ur aðeins stærra ummál, þar sem
hann er mestur um sig, heldur ef~
ummál netamöskvans. En um-
mál fisksins stendur i réttu hlut-
falli við lengd hans. Það er raun-
ar til mjög hentug minnisregla
um stærð netamöskvans, og hún
er sú, að til stærðar möskvans i
millimetrum svarar lengd fisks-
ins i sentimetrum. Það er að
segja, að net, sem hefur möskva-
stæðina 30 mm veiðir bezt u.þ. b.
30 sm. langan fisk.
Athugariir á
Þingvallavatni
Ég safnaði þar allmiklu af
gögnum i sumar, aðallega til að
búa i haginn fyrir langtimarann-
sóknir. Ég fékk murtusýnishorn
hjá Ora hf. og framkvæmdi ald-
ursákvarðanir á murtunni og
kannaði stærð hennar. Um stærð
ina höfum við samanburðartölur
frá árunum 1913—52. Bjarni
Sæmundsson hóf þær rannsóknir
og þeim var siðan haldið áfram af
Árna Friðrikssyni. Murtan i
Þingvallavatni virðist nú vera
u.þ.b. þrem sm styttri en hún var
þá, og hún er að jafnaði eldri,
þegar hún veiðist, en áður var.
Hængarnir byrja að veiðast 6 ára,
og megnið af aflanum er á aldrin-
um 6—10 ára. Hrygnurnar fara
hins vegar ekki að veiðast fyrr en
sjö ára og veiðast bezt 8—9 ára
Hængarnir vaxa hægar og gæti
það verið vegna þess, að þeir yrðu
fyrr kynþroska, þvi murtan vex
litið eftir að hún verður kyn-
þroska.
Þessar rannsóknir eru svo
skammt á veg komnar, að við
getum að svo komnu máli ekkert
fullyrt um það hvað valdi þvi, að
murtan i Þingvallavatni virðist
nú smærri en áður. Það virðist
Magnús
E. Baldvinsson
Laugavegi 12 - Sími 228C
sem fæðumagn á hvern einstakl-
ing i vatninu sé of litið! Allavega
er ekki ofveiði á Þingvallamurt-
unni.
Mönnum ber saman um, að
urriða hafi fækkað, og er það
e.t.v. Sogsvirkjuninni að kenna.
Væri þvi nauðsynlegt að sleppa
urriðaseiðum til að skapa aftur
það jafnvægi milli tegunda, sem
nú virðist hafa raskazt.
— JGK
A netaveiðum Myndin er tekin á Vesturhópsvatni Timamynd: Gunnar