Tíminn - 20.01.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.01.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Laugardagur 20. janúar 1972 C3 Tannhvöss eiginkona Fyrir nokkrum árum giftist þessi stúlka einum af hinum stóru i popheiminum, Rollingn- um Mick Jagger. Hún heitir Bianca og er frá Nicaragua, en þangaö fóru þau hjónakornhi fyrir skömmu til að reyna að hafa upp á tengdamóður Jagg- ers. Fyrir nokkru skýrði hún ameriskum blaöamanni frá þvi, að forsenda hjónabands þeirra væri gagnkvæm virðing. —- Við erum bæöi sterk, sagði hún. Einu sinni tætti ég allar silkiskyrtur Micks i sundur með tönnunum. Okkur finnst viö alls ekki vera gift. Ég gæti alls ekki hgsað mér að hafa það á tilfinningunni að ég væri ófrjáls. Tilhugalif upp á einn koss, takk! Mike Gaxiola, 33 ára og Connie Marie Velo (nú Gaxiola) 29ára, fengu náðarsamlega kost á ögn af tilhugalifi, sem raunar var ekki annað en einn koss. Það var allt og sumt, sem hæsta- réttar dómarinn Laurence Rittenband i Santa Monica i Kaliforniu leyfði hjónakorn- unum, eftir að þau höfðu verið gefin saman. Dómarinn dæmdi Gaxiola siðan til 10 ára fang- elsisvistar fyrir vopnað rán, og var sakborningurinn þegar fluttur i fangaklefann. Gaxiola hefði þrábeðið dóminn að framkvæma giftinguna og sagði þetta um Connie Marie: ,,Hún sér eitthvað i mér, sem hægt væri að virkja til einhvers miklu betra en fangelsisvistarý ☆ Ilayworth krafin um tugi milljóna Skaðamótakrafa upp á um 100 milljónir isl. króna hefur verið sett fram i hæstarétti Los Angeles gegn leikkonunni Ritu Hayworth og umboðsmanni hennar Curtis Roberts. Krafan er frá kvikmyndafélaginu World P'ilm Services ltd. og segir i henni, að „ungfrú Hayworth hafi uppfyllt skilmála samnings við kvikmyndafélagið á mjög slæga’n og ófullnægjandi hátt o.fl. o.fl.” Þá hafi hún einnig með öllu hætt þátttöku sinni i myndinni „Tales That Witness Madness”. Hluta þessarar myndar átti að taka i Bretlandi. ☆ Ekki bara kvikmynda- koss Ryan O’Neal, maðurinn,sem lék i kvikmyndinni Love Story, vill enga konu kyssa fremur en hana Tatum. Tatum er þó ekki nema niu ára gömul, en Ryan elskar hana meira en hann gæti nokkru sinni elskað kvikmynda- stjörnur, eins og til dæmis Barbru Streisand, Jacqueline Bisset, Ali Mc Graw og Miu Farrow. Og þegar Tatum kyssir Ryan er þetta miklu meira heldur en venjulegur kvik- myndakoss. Þetta er nefnilega dóttir Ryans, sem leikur nú á móti föður sinum i kvik- myndinni Pappirstunglið. O'Neal segir, að börn séu hreint og beint fæddir leikarar, og það megi vel sjá á Tatum. Ungfú Amerika Ungfrú Táningur Amerika var fyrir skömmu kjörin. Fyrir valinu varð 16 ára stúlka að nafni Melissa Marie Galbraith. Hún hafði áður verið kjörin „Ungfrú Haustlaufahátiðar- innar”og „Ungfrú Brookville (i Pensylvaniu)”. Keppnin fór fram i Forth Worth i Texas, en sjálf á Marie heima i Clarion i Pensylvaniu. Eftir að hafa sungið lag úr „Fiðlaranum á þakinu” var hún útnefnd sigur- vegari úr hópi 50 stúlkna, er þátt tóku i keppninni. 1 verðlaun fær hún um einnar milljón króna (isl) námsstyrk við menntaskóla,sem húnmávelja sjálf, og auk þess minnst fjögur hundruð þúsund drónur til eigin ráðstöfunar á þessu drottn- ingarári hennar 1973. Marie er um fimm fet á hæð, 55 kiló að þyngd og jarphærð, Hún hefur stundað söng-, gitar-, dans- og pianótima, og önnur áhugamál hennareru listir og bókmenntir. Faðir hennar, James C. Galbraith majór, starfar um þessar mundir i herstöð Banda- rikjanna i Seoul i S-Kóreu. ☆ Nixon beöinn ásjár Maðurinn, sem telur sig „iþróttaáhugamann Ameriku nr. 1” er sjálfur Nixon forseti. Hann hefur nú verið beðinn um hjálp til við að fá á ný viður- kenningu á þeim metum, sem negrinn Jim Thorpe setti árið 1912, og fá verðlaunapeningana sömuleiðis. Bill nokkur Stanfil, fyrirliði Aflraunafélags áhuga- manna i Iowa-riki i Bandarikjunum, segir, að undirskriftalistar með nöfnum 400 þúsund manna hafi verið sendir Nixon til ihugunar. Jim heitinn Thorpe, ameriskur Indiáni, var á sinum tima sviptur ólympfu-verðlaunum sinum, eftir að sannað þótti, að hann hefði þegið borgun fyrir að leiká sýningarkörfubolta. DENNI DÆMALAUSI „Ég er alveg viss um, að þessi skóli er bara auglýsingabrella, til að meira seljist af fötum!” ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.