Tíminn - 20.01.1973, Síða 8
8
TÍMINN
Laugardagur 20. janúar 1973
einu sinni hefur verið byrjað á, og
hefur verið reynt að gera þessi
mót að árlegum viðburði. Hefur
þetta leitt til þess, að fjöldi móta
hefur farið hraðvaxandi á undan-
förnum árum, þannig að erfitt
hefur verið að koma þeim fyrir á
þeim stutta tima, sem tiðkazt,
hefur að halda skákmótin. Á
siðasta ári var i fyrsta skipti
keppt i Stéttarfélagskeppninni og
Framhaldsskólakeppninni, og
ekki er langt siðan, að firma-
keppnin og bikarkeppnin voru
teknar á mótaskrá T.R. Sagði
Hóimsteinn, að sér virtist nauð-
synlegt að endurskoða allt móta
— og æfingahald T.R. með það
fyrir augum að finna einfaldara
og fjölbreyttara mótafyrirkomu-
lag, og samræma betur æfingar
og mót.
Af skákmótum félagsins setti
Reykjavikurmótið mestan svip á
mótahaldið, eins og við var búizt.
Stærstu innanfélagsmót félagsins
voru Haustmótið, en þar urðu
efstir og jafnir Gunnar Gunnars-
son og Magnús Sólmundarson
Skákþing Reykjavikur, en þar
var sigurvegari Jón Kristinsson,
Hraðskókmót T.R., sem Björn
borsteinsson sigraði og Jóla-
hraðskákmótið, en þar var sigur-
vegari Bragi Halldórsson.
Hólmsteinn sagði, að félagið
hefði nú fjárfest fyrir á þriðju
milljón i hinu nýja félagsheimili
við Grensásveg, og félagið vænti
góðs af þeirri samþykkt borgar-
stjórnar, og gera skákkennslu að
föstum lið i kennslu. Fræðsluráð
borgarinnar hefur snúið sér til
T.R. og leitað umsagnar um
fyrirkomulag skákkennslunnar,
og nú þegar hefur Taflfélagið
boðið húsnæði_sitt til afnota við
kennsluna.
Að lokum sagði Hólmsteinn, að
byrjað væri að undirbúa sjötta
Reykjavikurmótið og yrði það
haldið i sambandi við þjóð-
hátiðina. Einnig sagði hann, að
heimsmeistaraeinvigið hefði
aukið skákáhuga mjög mikið, og i
vetur hefðu yfirleitt helmingi
fleiri sótt skákæfingar féiagsins
en undanfarna vetur.
Jón Kristinsson varð skákmeistari Reykjavikur árið 1972. Hann geym-
ir þvi þetta árið nýjan farandbikar, sem Félag starfsmanna Lands-
banka tslands hefur gefið.
Þessi fengu verðlaun á skákmótum Taflfélags Reykjavikur á siðastliðnu starfsári. Fremri röö frá vinstri: Jón Þorvaröarson, Þráinn
Sigurðsson, Jón Kristinsson, Magnús Sóimundarson, Gunnar Gunnarsson, Bragi llalldórsson og Harvey Georgsson. t aftari röð frá vinstri
cru: Viglundur Jónsson, Birgir Ragnarsson, ómar Jónsson, Sigurður Sverrisson, Jón Þ. Þór, Bragi Kristjánsson, Haraldur Haraldsson og
Jóanas Þorvaldsson.
Eftir heimsmeistaraeinvígið:
Helmingi fleiri sækja nú skák-
æfingar Taflfélags Reykjavíkur
Þeir Magnús Sólmundarson og Gunnar Gunnarsson urðu efstir og jafn ir á haustmóti Taflfélags Reykja
víkur. Hér sjáum við þá halda á farandbikarnum stóra, sem þeir unnu, einnig fengu þeir litla bikara til
eignar.
lialldór P. Dungal afhendir Hólmsteini Steingrimssyni eitt af plakötum þeim, sem hann hcfur látið gera
eftir myndum Halldórs Péturssonar.
ÞÓ—Reykjavik
Fyrir stuttu efndi Taflfélag
Reykjavikur til kaffidrykkju á
Hótel Esju. Þar voru saman-
komnir flestir þeir, sem hlutu
verðlaun á skákmótum félagsins
á siðasta starfsári, enda var hér
um verðlaunaafhendingu að
ræða. Það var Hólmsteinn Stein-
grimsson, formaður Taflfélags
Reykjavikur, sem afhenti ungum
sem gömlum keppendum verð-
launin. Um leið og þessi verð-
launaalhending l'ór fram, kvaddi
Halldór P. Dungal sér hljóðs, og
færði hann Taflfélaginu að gjöf
teikningar Halldórs Péturssonar
frá heimsmeistaraeinviginu i
fyrra. .En þessar myndir helur
Halldór látið prenta i litum og
gefið siðan út sem veggplaköt.
Lét Halldór þess getið, aö hann
hel'ði einnfremur sent Slater
hinum brezka myndirnar að gjöf.
Slater sendi Halldóri þakkarbréf
um hæl, og lýsti ánægju sinni yfir
þessari gjöf.
Hólmsteinn Steingrimsson, for-
maður Taflfélagsins, sagði, að á
siðasta starlsári lélagsins tima-
bilið 1/5 1971 til 30/4 1972 —hefði
félagið staðið fyrir 16 skák-
mótum, þar af einu alþjóðlegu,
það er fimmta Reykjavikur-
mótinu. bá i'óru skákæfingar
l'ram fjórum sinnum i viku yfir
vetrartimann og voru þær allvel
sóttar.
Þá sagðist Hólmsteinn vilja
láta þess getið, að einn af fremstu
skákmeisturum tslendinga, Arni
Snævarr, ráðuneytisstjóri, hefði
sýnt félaginu þann hlýhug að færa
þvi skákbókasafn sitt að gjöf, en i
safninu er margt gamalla skák-
bóta og timarita. Þá barst
félaginu safn timarita og skák-
bóka Jóns Halldórssonar, fyrr-
verandi skrifstofustjóra Land-
bankans, árið 1969, og sama ár
skákrit Einar Þorvaldssonar.
Hinn kunni skákmaður, Jón Páls-
son, hefur undanfarin ár unnið að
þvi að koma á stofn skákbóka-
safni Taflfélags Reykjavfkur, og
er safninu fyrirhugað húsrými i
félagsheimili félagsins við
Grensásveg, sem væntanlega
verður tekið formlega i notkun á
þessu ári.
Sú stefna hefur verið rikjandi
hjá T.R., sagði Hólmsteinn, að
fella ekki niður neitt mót, sem