Tíminn - 20.01.1973, Side 10
10
TÍMINN
Laugardagur 20. janúar 1972
Hið pólitíska aukaálag
íhaldsins á útsvör og fast-
eignagjöld Reykvíkinga
Borgarst jórinn hefur
riðið á vaðið og gefið
f lokksbræðrum sínum
fyrirmynd um það, hvernig
bregöast eigi við þeim
ályktunartillögum, sem við
flytjum. Hann lagði til að 1.
tillögu okkaryrði vísað frá,
en hún fjallar um það, að
ekki verði notaðar álags
heimildir til hækkunar út-
svara og fasteignagjalda
I frávísunarti llöguna
vildi borgarstjóri hnýta á-
skorun á ríkisstjórnina að
breyta núverandi lögum
um tekjustofna sveitar-
félaga á þann veg, að svig-
rúm sveitarfélaga til tekju-
öflunar yrði aukið. Þarna
er verið að biðja um heim-
ild til að geta lagt meiri
gjöld á borgarbúa, þvi
varla koma peningar utan
úr geimnum.
EitthvaO á þessa leið mælti
Kristján Benediktsson I upphafi
ræftu sinnar i borgarstjórn, þegar
fjallaft var um fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar vift sfftari
umræftu, rctt fyrir jólin.
Þá sagði Kristján, að i þeim
sparnaöar-tillögum, sem borgar-
stjóri hefði gert grein fyrir, væru
þrju veigamestu atriðin vegna
aðgerða rikisstjórnarinnar. Ekki
þyrfti að áætla fyrir fanga-
geymslu vegna þess, að rikið væri
að taka þann kostnaðarlið á sig.
Ekki þyrfti að áætla úr borgar-
sjóði til Fóstruskólans vegna
þess, að á döfinni væri löggjöf,
sem gerði ráð fyrir að kostnaður
við þann skóla yrði greiddur af
rikinu.
Þá er hægt að lækka áætlaða
upphæð til aöstoðar fólki á aldrin-
um — 16-67 ára vegna þess, að
greiðslur frá Tryggingarstofnun
rikisins hafa stórhækkað og af
þeim sökum leitar fólk minna til
Félagsmálastofnunar borgar-
innar eftir aðstoð.
Þessir þrir liðir lækka verulega
útgjöld borgarsjóðs og er sú
lækkun til komin vegna aðgeröa
rikisstjórnarinnar.
Þá vék Kristján nokkuð að af-
greiðslu fjárhagsáætlunar fyrir
1972 og nýju tekjustofnalögunum
og sagði m.a.:
Meiri-hlutaflokkurinn i borgar-
stjórn virðist ekkert hafa lært og
engu gleymt frá þvi verið var að
afgreiöa fjárhagsáætlun á s.l.
vetri fyrir það ár, sem nú er að
ljúka. Hann er við sama
heygarðshornið, aö leggja eins
mikið á borgarbúa og lög frekast
leyfa, og kvartar svo sáran yfir
þvi, aö lögin skuli ekki heimila að
leggja meira á. Þaö kemur varla
fyrir aö talsmaður meiri-hluta
borgarstjórnar komi upp i ræðu-
stól til þess að ræða um fjármál
Reykjavikurborgar, að hann beri
ekki fram kvörtun um það, að
lögin takmarki það hvað Reykja-
vikurborg geti lagt á af útsvörum
og öðrum gjöldum. Ýmislegt var
sagt, þegar veriö var að afgreiða
fjárhagsáætlun þessa árs i fyrsta
skipti eftirhinum nýju lögum. Við
minntum t.d. á það, að engin til-
raun virtist þá vera gerð til að
lækka rekstrarkostnað hjá
Reykjavikurborg. Það komu
engar sparnaðartillögur þá i
borgarstjórn eftir að fjár-
hagsáætlunin var lögð fram. Viö
bentum á það, að rekstur borgar-
innar væri sifellt að þenjast út, aö
þvi er virtist hömlulaust, þannig
að enginn aöili hefði nokkra
stjórn á þeirri aukningu. Þannig
var gert ráö fyrir, að á árinu 1972
yrði fjölgun á starfsliði Reykja-
vikurborgar milli 70 og 80.
Fjölgun
borgarstarfsmanna
í þeirri áætlun, sem við erum
að fjalla um nú fyrir árið 1973 er
gert ráö fyrir þvi, að fjölgun i
starfsliði borgarinnar verði um
eða yfir 100. Nú hljóta allir að sjá,
að þessi aukning á starfsliði
Reykjavikurborgar er langt um-
fram eðlilegan vöxt borgarinnar
og i raun og veru eðlilega aukn-
ingu i starfsemi borgarinnar. Það
gefur auðvitaö auga leið, að i
stofnunum eins og skólum og
heilsugæzlustööum og öðrum
slikum, hlýtur alltaf að verða um
nokkra aukningu að ræða, en
risastökk, eins og 100 nýja starfs-
menn árlega, er langt fyrir ofan
það, sem ég held að geti talizt
eðlilegt. Við bentum á það lika,
þegar verið var að afgreiða fjár-
hagsáætlunina i fyrra, að framlag
til eignabreytinga þá var hrein-
lega tvöfaldað milli ára, hækkað
úr 300 millj. I 600 millj. Þetta þótti
ýmsum nokkuð mikið og m.a.
okkur borgarfulltrúum vinstri
flokkanna sem stundum höfðum
þó bent á það, að meiru mætti
verja til framkvæmda hér á árum
áður, þegar þessar upphæðir
voru mjög skornar við nögl. Enda
voru álagsheimildirnar allar
notaðar út i æsar og ekki nóg með
það, heldur komu talsmenn
meirihlutans hver af öðrum upp i
ræðustólinn og nöldruðu um það,
að þetta væri alveg ómöguleg lög,
þau þrengdu svo að Reykjavikur-
borg.
„Fjandskapurinn
við Reykjavík”
„Við getum ekki lagt eins há
útsvör og fasteignagjöld á
borgarbúa og við viljum”.
„Rikisstjórnin er að fjandskapast
við Reykjavikurborg alveg sér-
staklega”. Þetta var tónninn.
Einn af borgarfulltrúum meiri-
hlutans reyndi þó að hafa vit fyrir
flokksbræðrum sinum i þessum
efnum, en ákaflega litinn árangur
held ég að það hafi boriö. Samt
reyndi hann að fyrra sig ábyrgð
af þessu með þvi að vera með sér-
staka bókun i borgarstjórninni,
þar sem fram kom mjög svipuð
afstaða til fjárhagsáætlunarinnar
eins og við borgarfulltrúar vinstri
flokkanna höfðum. Þetta finnst
mér rétt aö komi hér fram. Það
var ákaflega vinsælt að kalla
þessi lög aðför að Reykjavik og
Reykvikingum. Þaö var ekki
aðeins gert hér I borgarstjórninni
heldur var það óspart gert á
fundum úti i bæ og I aðalmál-
gagninu Morgunblaðinu . Ég tel
hins vegar, að það væri nær aö
segja, að tekjustofnalögin hafi
reynzt brjóstvörn Reykvikinga
gegn fégráðugum ihaldsmeiri-
hluta i borgarstjórn, sem nánast
virðist telja sér alít leyfilegt i
skjóli þess, hve lengi hann hefur
farið með völdin, og tekur þess
vegna miklu minna tillit til al-
mennra skoðana en eðlilegt væri.
Kannski má aðeins minna á það,
hver reynslan hefur orðið af
tekjustofnalögunum.
Milljónir
á biðreikningum
Núna i árslok er allmikið um
óeyddar fjárveitingar á þessu ári.
Af hverju skyldi það nú stafa?
Hafa fjárveitingar til einstakra
framkvæmda verið i ósamræmi
við þann undirbúning sem fyrir
var og þann mannskap sem hægt
var að fá til framkvæmdanna?
Þannig eru allmiklar fjárhæðir,
sem geymast til næsta árs. A
gatnagerðinni einni verður að
geyma 100 millj. til næsta árs, og
varðandi iþróttamálin, þar sem
um er að ræða 50 milljónir,
verður að geyma 12 milljónir.
Þetta bendir vissulega til þess, að
það hafi eitthvað skort annað en
fjármagn hjá Reykjavikurborg á
þessu ári. Ég get lika bent á það,
að i fjárhagsáætluninni var láns-
heimild fyrir borgarsjóð upp á 46
1/2 milljón. Borgarsjóður hefur
oft tekið lán til ýmissa fram-
kvæmda, sérstaklega til heil-
brigðismála. Þessa lánsheimild
þurfti ekki að nota árið 1972.
Borgarsjóður hefur aðeins.það
sem af er þessu ári,tekið ián að
upphæð 3.8 millj. Ber þetta vott
um, að þaö hafi verið mjög þröngt
i búi hjá borgarsjóði fjárhags-
lega? Ég held ekki. Ég held, að
það sé einhverju öðru að kenna en
fjárskorti, ef allt er ekki i eins
góðu lagi hjá Reykjavikurborg og
það ætti að vera.
Þessu næst vék Kristján að
tölulegum breytingartillögum við
fjárhagsáætlunina, sem sam
eiginlega voru fluttar af borgar-
fulltrúum andstöðuflokka
ihaldsins, en fyrir þeim hefur
áður verið gerð grein hér i
blaðinu.
Samanburður
milli ára
Sigurjón Pétursson, borgarfull-
trúi Alþýðubandalagsins, sagði
um fjárhagsáætlunina m.a.:
„Hinn eini raunhæfi saman-
burður sem gerður verður á
tekjum og gjöldum borgarinnar
fyrir og eftir skattalagabreyting-
una er sá að bera saman árlega
tekjuafganga borgarinnar sem
varið er til framkvæmda. Til
samanburðar hef ég tekiö fjár-
hagsáætlanir, eins og þær sem
hafa verið samþykktar fyrir árift
1969, 1970 ’71, ’72 og svo fyrir-
liggjandi frumvarp að fjárhags-
áætlun 1973, eins og það var eftir
fyrstu umræðu. Þrjár hinar fyrst
nefndu áætlanir eru gerðar
samkv. eldri skattalögum en tvær
hinar seinni samkv. nýjum.
Þ.e.a.s. samkv. þeim lögum, sem
skammta sveitarfélögum allt of
þröngan fjárhag samkvæmt
kenningu Sjálfstæðisflokksins.
Fjárhagsáætlun ársins 1969 gerði
ráð fyrir að tekjuafgangur til
framkvæmda yrði 18.5% af
tekjum borgarinnar, fjárhags-
áætlun ársins 1970 gerði ráð fyrir
að til framkvæmda verði 19.2% af
tekjum borgarinnar, fjárhags-
áætlun 1971, sem er siðasta fjár-
hagsáætlun samkv. fyrri tekju-
stofnalögum, gerði ráð fyrir að
16.4% af tekjum borgarinnar færu
til framkvæmda.Og þá gerist það
skelfilega, semm eru ný tekju
stofnalög, vegiö er aö hags-
munum Reykjavikur, tekjuaf-
gangur til framkvæmda verður
samkv. endanlegri áætlun 27.7%,
sem sagt hækkar úr 16.4% I 27.7%
á einu ári. I þvi frumvarpi, sem
nú liggur fyrir, er gert ráð fyrir
að tekjuafgangur til fram-
kvæmda hækki enn, og verði nú
30.1%. Nu skal það fúslega viður-
kennt, að samanburður sem þessi
er engan veginn einhlitur á þvi er
rétt að vekja athygli, að með
tekjustofnalögunum tók rikið á
sig ýmis verkefni, sem áöur til-
heyrðu sveitarfélögunum, eins og
löggæzlukostnað, kostnað viö al-
mennar tryggingar oghelmingaf
kostnaði sveitarfélaga við sjúkra-
samlög. Þannig var af Reykjavik
létt gjöldum svo hundruð milljóna
króna, og af þeim sökum einum
hlýtur hlutfall tekjuafgangs að
hækka jafnvel þó hann stæði i stað
i krónutölum. Til að gera saman-
burðinn enn gleggri er þvi rétt að
athuga hvað tekjuafgangurinn
hækkar frá ári til árs. Hann eykst
úr 217 millj. árið 1969 i 252,7 millj.
1970 eða um 20%, hækkar siðan i
296,9 millj. 1971 eða milli ára um
13%. Þetta var á góðu árunum
þegar tekjustofnalög hömluðu
ekki framkvæmdagleði meiri
hluta Sjálfstæðisflokksins. Tekju-
afgangurinn hækkar siöan i
áætlun ársins 1972 i 587 millj. 860
þús. eða um 98% á milli ára og i
þessari áætlun er gert ráð
fyrir 770, millj. 655 þús. eða
næstum þvi þrisvar sinnum hærri
upphæð en áætluð var fyrir árið
1971. Eftir að hafa skoöað þessar
tölur ætti öllum að vera ljóst að
ástæðan fyrir innheimtu 10%
álags á útsvörin og 50% hækkunar
fasteignagjalda á ibúöarhúsnæði,
er ekki sú að fjárhagsstaða
borgarinnar hafi versnað við nýju
tekjustofnalögin.
Póli tískar
gjaldahækkanir
Astæðan fyrir þessum stór-
felldu álögum er pólitisk
ákvörðun Sjálfstæðisflokksins,
þörfin fyrir að sanna kenninguna
um að aðförina að hagsmunum
Reykjavikur, það er meiri hluti
ihaldsins f Borgarstjórn
Reykjavikur sem staðiö hefur
fyrir aðför að hagsmunum
Reykjavikur, Reykvikinga og
ætla nú enn i trausti meirihluta
sins að leggja þessar auknu
álögur á Reykvíkinga. Nú, kynnu
einhverjir enn að véfengja að þær
tölur sem ég hér hefi rakið segðu
allan sannleikann, að taka ekki
tillit til aukins tilkostnaðar,
samanburðar á krónutölunni
einni væri ekki nægur.Að vlsu tala
þessar tölur það skýru máli, að
tæpast þarf við að bæta, þó þykir
mér rétt, að gera samanburð á
raungildi þess fjár, sem varið
verður til framkvæmda á hverju
ári, og miða þá við visitölu
byggingarkostnaðar, það er
meðalvisitölu þess árs, sem
áætlað er að eyða þessum
peningum”.
Húsnæðismálin
Björgvin Guftmundsson
borgarfulltrúi Alþýðuflokksins,
ræddi m.a um húsnæðismálin og
fjárhagsáætlunina og fer hér á
eftir hluti ræðu hans:
„Fjárhagsáætlun Sjálfstæðis-
flokksins gerir ekki ráð fyrir
neinum nýjum almennum ibúðar-
byggingum á vegum borgarinnar
á næsta ári. Framlag til bygg-
ingarsjóðs er áætlað 91.4 millj.
kr„ þar af til ibúðarbygginga
aldraðra 20 millj. kr. Þetta fram-
lag nægir aðeins til þess að ljúka
þeim ibúðarbyggingum, sem nú
standa yfir á vegum borgarinnar,
og raunar sjást þess engin merki
hjá Sjálfstæðisflokknum, að hann
hafi áhuga á þvi að borgin geri
nýtt átak i ibúðarbyggingamálum
nú, þegar byggingum Fram-
kvæmdanefndar byggingar-
áætlunar i Breiöholti er að ljúka.
Borgin á að fá 60 ibúðir frá Fram-
kvæmdanefndinni i febrúar eða
marz, n.k„ en siöar á næsta ári
mun borgin væntanlega fá 40
ibúðir frá Framkvæmdanefnd-
inni úr siðasta byggingaráfang-
anum. Þessar ibúðir munu allar
verða leigðar og munu færri fá
þær ibúðir en vilja, svo mikill
skortur er nú á leiguibúðum i
borginni. En Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur ekki fengist fram til
þess að samþykkja neitt fram-
haldá byggingu leiguíbúða, þrátt
fyrir tillöguflutning vinstri-
flokkanna um það efni. 1 marz
samþykkti Borgarstjórn Reykja-
vikur að tillögur Sjálfstæðis-
flokksins 5 ára áætlun um ibúðar-
byggingar. Skv. þeirri áætlun
skyldu byggðar 350 ibúðir á 5
árum. Sjálfstæðisflokkurinn
hefur túlkað það svo, að þátttaka
borgarinnar i Framkvæmda-
nefnd byggingaráætlunar væri
framkvæmd á þessari ályktun
borgarstjórnar frá 1966. Þess