Tíminn - 20.01.1973, Side 13

Tíminn - 20.01.1973, Side 13
Uaugardagur 20. janúar 1973 l'ÍMINN 13 ttgcfandi: Framsóknarfiokkurinn ÍiS; Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblafts Timáns) i:::! Auglvsingastjóri: Steingrimur Gislason.. Ritstjórnarskrif- jÉS stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-1830« Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýs- ingasimi 10523. Aðrar skrifstofurtsimi 18300. Askriftargjald 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein- takið. Blaðaprent b.f. Samningaleiðin er opin Málstaður íslendinga i landhelgismálinu hefur viða fengið góðan stuðning, en þó engan betri en yfirlýsingu fjörutiu og sex visinda- manna og starfsmanna við hafrannsóknar- stofnunina i Kiel um, að þeir telji málstað ís- lendinga réttan. Þeir segjast i bréfi til Sam- bands flutningaverkamanna, sem hefur lýst yfir stuðningi við hugsanleg skyndiverkföll við fisklöndunum íslendinga, að þeir hafi kynnt sér vandlega alla málavexti og komizt að raun um,að málstaður íslendinga sé réttur. Fyrir íslendinga sé það lifsspursmál að tryggja varðveizlu fiskstofna sinna, sem séu nú i sirik- ari mæli i hættu fyrir ofveiði. Á sama tima og málstaður íslands fær þann- ig óumbeðið stuðning hinna þýzku visinda- manna berast fregnir af þvi, að deila sé komin upp i liði hinna brezku andstæðinga okkar. Togaraeigendur segjast ekki þurfa á herskipa- vernd að halda, enda sé illgerlegt að stunda veiðar undir slikum kringumstæðum. Togara- skipstjórar segjast hins vegar hætta veiðum, nema þeir fái herskipavernd. Bersýnilegt er, að Bretar hafa hingað til sett allt sitt traust á landhelgissamninginn frá 1961. Þeir virðast gera sér vonir um, að Haagdóm- urinn úrskurði uppsögn samningsins ólöglega og felli siðan dóm, er gangi á móti okkur. En jafnvel þótt svo færi, væru Bretar engu nær. Það er á valdi öryggisráðsins að ákveða, hvort slikum ranglætisdómi yrði framfylgt, og vissu- lega ættu fáir að gera sér þess gleggri grein en Bretar, að það er næsta óliklegt, að öryggis- ráðið beiti íslendinga valdi. Ef Bretar vilja haga sér skynsamlega i þessu máli og hverfa frá úreltum nýlendusjónarmið- um, eiga þeir engan annan sæmilegan kost en að semja við íslendinga um sanngjarnar und- anþágur. Þetta hefur þeim staðið til boða siðan i ágústmánuði 1971, er Einar Ágústsson utan- rikisráðherra fór til London og flutti brezku stjórninni tilboð islenzku stjórnarinnar um þetta. Siðan hafa verið haldnir margir samn- ingafundir, en allir strandað á kröfuhörku og ósanngirni Breta. Alveg sérstaklega urðu Islendingar fyrir miklum vonbrigðum af sið- asta samningafundinum, sem haldinn var hér i Reykjavik. Af orðsendingum, sem höfðu farið fram milli rikisstjórnanna, varð ekki annað ráðið en Bretar væru reiðubúnir til að semja um tölu og stærð brezkra skipa, er stunduðu veiðar hér við land, en það hefur verið fyrsta krafa Islendinga, að samið yrði um þetta at- riði. Þegar til kom, fengust Bretar ekki til að ræða um þetta atriði. Ef til vill fer svo, að Bretar láti oftrú á land- helgissamninginn frá 1961 og Alþjóðadómstól- inn leiða sig til þess að reyna að beita íslendinga vaxandi ofbeldi. íslendingar eru reiðubúnir til að taka þvi, enda mun það reyn- ast, að það verður verst fyrir Breta sjálfa. En samningaleiðin er enn opin á þeim grundvelli, sem íslendingar hafa lagt, og Bretar ættu að hugsa sig vel um, áður en þeir hafna henni einu sinni enn. A.M. Rendel, The Times: Viðskipti Austur-Evrópu við Efnahagsbandalagið Mikilvægt fyrir kommúnistaríkin að auka þau Bresjneff BRESJNEFF flutti hátiða- ræðu á 50 ára afmæli Sovét- rikjanna og greip tækifærið til þess að láta i ljós að við- skiptatengsl ættu að takast miili Efnahagsbandalags Evrópu og Evrópurikjanna i Comecon. (Aðildarriki að Comecon eru Rússland, Pól- land, Austur-Þýzkaland, Tékkóslóvakia, Ungverjaland, Rúmenia, Búlgaria, Mongólia og Kúba( siðan i júli s.l., en Júgóslavia er óreglulegur aukaaðili). „Við erum fylgjandi jafn- ræði i efnahagssamskiptum,en andsnúnir mismunun”, sagði Bresjneff. Við þetta hefði Bresjneff getað bætt tveimur staðreynd- um, sem leiðtogum Sovétrikj- anna eru vel ljósar Ibúar niu aðildarrikja Efnahagsbanda- lags Evrópu eru 251 milljón og utanrikisverzlun þeirra (ef verzlun aðildarrikjanna hvert við annað er talin með) nemur um tveimur fimmtu hlutum utanrikisverzlunar jarðarbúa. Bandalagið mun þvi von bráð- ar verða öflugasta viðskipta- samfélag heims. Hin stað- reyndin er, að rikisstjórn Bandarikjanna ætlar að reyna að koma á vinsamlegum og hagfelldum viðskiptum milli bandalagsins og Bandarikj- anna. Af þessu er ljóst, að meira en timabært var fyrir Bresjneff að lýsa yfir velvild sinni, hvað sem fyrir honum kann að hafa vakað i raun og veru. BRESJNEFF hefir eina góða og gilda ástæðu til þess að óska eftir miklum og vin- samlegum viðskiptum milli Comecon-rikjanna og Efnahagsbandalags-rikjanna. Hagvöxtur kommúnistarikj- anna hefir verið ör að undan- förnu, eða að sumra áliti um 7% á ári frá 1951-1969. Nú telja ýmsir sérfræðingar svo kom- ið, að þessum öra hagvexti verði ekki haldið,nema þvi að- eins að sérhæfingin aukist. Aukin sérhæfing innan aðildarrikja Comecon kæmi að verulegu haldi i þessu efni. Hitt er þó ljóst, að meira munar um aukin skipti við umheiminn, einkum þó þau svæði, sem náð hafa háþróun i iðnaði, en þar eru Efnahags- bandalagsrikin kommúnista- rikjunum nærtækust og mikil- vægust. Hráefnaskortur rikir i Austur-Evrópu, ef Sovétrikin eru undan skilin. Þessi riki hafa þvi orðið að afla sér hráefna i Sovétrikjunum eða utan kommúnistarikjanna, og má i þvi efni meðal annars nefna eir, bómull, korn, húðir, ull, nikkel, titanium, molyb- denum og wolfram. EVRÓPSK aðildarriki Comecon, að Rússlandi meðtöldu, þarfnast i siaukn- um mæli þess tækjabúnaðar, sem vestræn tækni byggist á. Þær framleiðsluvörur, sem byggjast einkum á miklum og nákvæmum rannsóknum, námu árið 1968 tiu af hundraði heildarútflutnings vestrænu rikjanna, en hins vegar 18 af hundraði útflutnings þeirra til aðildarrikja Comecon. Tveimur árum siðar, eða árið 1970, nam gagnkvæmur útflutningur aðildarrikja Comecon og rikjanna niu, sem nú eru aðilar að Efnahags- bandalaginu, svipaðri upphæð og áður eða um 1700 milljón- um sterlingspunda. Þetta var um það bil 7,5 af hundraði utanrikisviðskipta aðildar- rikja Efnahagsbandalagsins, eða jafnaðist nokkurn veginn á við viðskipti þeirra við Suður-Ameriku. Siðustu tvö árin hefir orðið hér veruleg breyting á, og aðildarriki Comecon kaupa meira af áhöldum, tækjabúnaði og meira að segja heilar verk- smiðjur. Mikill halli hefir orð- iö á viðskiptum þeirra við aðildarriki Efnahagsbanda- lagsins og eykst hann hröðum skrefum. AÐILDARRIKI Comecon settu á árunum eftir 1960 á stofn sérstök fyrirtæki i milli- rikjaviðskiptum til þess að annast kaup og sölu iðnfram- leiðsluleyfa. Tékkóslóvakia, Pólland, Rúmenia og Sovét- rikin keyptu 80 slik leyfi á Vesturlöndum árið 1965. Talið er, að tala þessara leyfa hafi verið orðin tvöfalt hærri árið 1970. Austur-Evrópulöndin þurfa að sjálfsögðu að borga þessi leyfi og önnur slik kaup og eru þvi á höttunum eftir markaði og lánstrausti i auðvaldsrikj- unum. 011 hafa þau komið upp sérstökum stofnunum, sem annast reglulegar athuganir á verðlagi á Vesturlöndum og notfæra sér jafnframt i aukn- um mæli markaðsrannsókna- fyrirtæki þar. TVEIR þriðju þess gjaldeyris, sem aðildarriki Comecon afla sér eins og sakir standa hjá aðildarrikjum Efnahagsbandalagsins, koma fyrir sölu landbúnaðarafurða, hráefna, eldsneytis og demanta. Rússland, Austur- Þýzkaland og Tékkóslóvakia ein selja nokkuð að ráði af iðn- varningi vestur á bóginn. Hin sameiginlega stefna aðildarrikja Efnahags- bandalagsins i landbúnaðar- málum hefir eðlilega engin áhrif á oliu-,demanta- og hrá- efna-sölu Sovétmanna. Um sölu Pólverja, Rúmena, Ungverja og Búlgara á land- búnaðarvörum gegnir að sjálfsögðu allt öðru máli, og á hún I vök að veriast. Engum þurfa þvi að koma á óvart þau ummæli, sem Stefan Olszowski utanrikisráðherra Pólverja viðhafði fyrir skömmu i þessu efni. Hann sagði, að beinir viðskipta- samningar milli aðildarrikja Comecon og Efnahagsbanda- lagsins kynnu að verða veru- lega gagnlegir. VITAÐ er, að Austur- Evrópurikin óska eindregið eftir, að aðildarriki Efnahags- bandalagsins veiti þeim nokkra tilslökun i sambandi við sölu landbúnaðarafurða og lækki innflutningstolla á iðnaðarvörum. Rikin, sem skammt eru komin i iðnþróun, þurfa einna mest á þessu að halda, og má i þvi sambandi nefna skófatnað og húsgögn frá Rúmeniu og ef til vill Búlgariu. Þá óska Austur- Evrópurikin einnig,að slakað verði á þeim magnhömlum, sem enn eru i gildi, svo og bættra lánskjara, jafnvel þó að það kosti, að þeim verði að skipa á bekk með hinum vanþróuðu rikjum. Slikar undanþágur hlytu að draga til muna úr aukningu halla aðildarrikja Comecon á viðskiptum þeirra við aðildar- riki Efnahagsbandalagsins og milda áhrif hans. Sennilega nægði þetta þó ekki til þess að iðnvarningur frá Austur- Evrópu yrði samkeppnisfær á markaði Efnahagsbandalags- rikjanna,nema ef til vill ein- stakar vörutegundir. Sennilegt er þvi, að inn- byrðis viðskipti aðildarrikja Comecon haldi áfram að auk- ast hraðar og hraðar, og ætti það að létta áhyggjur Rússa að minnsta kosti. Tilslakanir af hálfu Efnahagsbandalags- ins ættu þó að minnka þann mun á vaxtarhraða, sem fram kemur i gildandi fimm ára áætlun fyrir árið 1971-1975. Þar er gert ráð fyrir 10,9% aukningu innbyrðis viðskipta aðilúarrikja Comecon, en ekki nema 4,4% aukningu á viðskiptum þeirra út á við. UMMÆLI Bresjneffs seint á siðast liðnu ári eru einkum áhugaverð fyrir þá samninga- menn Vesturveldanna, sem komu saman i Helsinki 15. þessa mánaðar til þess að kanna, hvers konar samvinnu verði einkum sótt eftir milli Austurveldanna og Vestur- veldanna. Markaðurinn i aðildarrikjum Comecon er ekkert sérstakt keppikefli fyrir Vesturveldin. Viðskipti við aðra aðila, svo sem Braziliumenn til dæmis, gætu ef til vill gefið vonir um örari og hagfelldari aukningu. Hitt er svo annað mál, að allar ákvarðanir um tilslakanir eða afbrigði til aukningar við- skiptum Austurveldanna og Vesturveldanna verða efa- laust teknar með hliðsjón af stjórnmálunum öllu fremur en viðskiptahagnaði. Aðildarriki Efnahagsbanda- lagsins þurfa að standa saman i þessu efni. Ef þau gæta þess vendilega, geta þau efalaust gert sér vonir um verulega hagfelld viðskipti á sinn hátt. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.