Tíminn - 20.01.1973, Page 28
Tvær fylkingar brezkra togaraeigenda:
HERSKIPAVERND EÐA
VOPN Á TOGARANA
Rætt við Jón Olgeirsson hjó Boston Deep Fishery í Grimsby
Laugardagur 2 ). janúar 1!) 73
Þó-Reykjavík
„Mér finnst það ótrúlegt, að
brezka rikiss tjórnin veiti
brezkum togurum á islands-
miðum herskipavernd, þvi að
þá er hún algjörlega búin að
tapa þorskastriðinu," sagði
Jón Olgcirsson i Grimsby,
þcgar við ræddum við hann i
gær.
— Menn hér i Grimsby ræða
nú landhelgismálið fram og
aftur með þaö eitt i huga að
geta haldið áfram veiðum
innan 50 sjómflannna. Ýmsar
hugmyndir eru á lofti fyrir
utan það að fá herskipavernd.
Til dæmis hefur komið til
álita, að útbúa klippur fyrir
togarana, sem þeir eiga
siðan til að nota tii að klippa á
viraklippur varðskipanna.
Einnig hefur verið rætt um að
vopna togarana, en það vilja
menn siður, en ekki er gott að
segja, hvað verður gert i þessu
hitamáli, sagði Jón.
— Almenningur i Grimsby,
býst fastlega viö, að brezka
stjórnin verði við kröfum
togaraskipstjóra og sendi
herskip á tslandsmið, en
sjálfur hef ég enga trú á þvi,
til þess eru stjórnarherrarnir
of skynsamir. En hit er ég
viss um, að togararnir fá
aðstoð i einhverri mynd. Ef
þeir fá ekki aðstoð, þá sigla
einhverjir skipstjórar af ts-
landsmiðum, eins og þeir hafa
hótað.
Jón sagði, að mikill hiti væri
i almenningi i Grimsby um
þessar mundir vegna
viraklippinga islenzku varð-
skipanna. Meðal annars hefur
hópur kvenna, giftar- sjó-
mönnum, afhent Anthony
Crossland þingmanni i
Grimsby, undirskriftalista,
þar sem farið er fram á her-
skipavernd til handa eigin-
mönnunum. — Það er vitað, að
allir sjómenn vilja herskipa-
vernd, en togaraeigendur eru
ekki eins áfjáðir i herskip, og
munu þeir hafa skipzt i tvær
fylkingar, önnur fylkingin vill
herskip, en hin, að gripið verði
til annarra ráðstafana.
Þegar við ræddum við Jón,
sagði hann, að nefnd, sem
skipuð hefði verið af sjó-
mönnum og togaraeigendum
og kölluð væri „togara-
verndunarnefnd,” sæti á fundi
með fulltrúum utanrikisráðu-
neytisins, en ekkert hefði
frétzt af gangi viðræðna.
Við spurðum Jón, hvort
hann sjálfur hefði einhverja
trú á herskipaverndinni. Hann
sagði, að hann hefði ekki trú á
þeirri vernd eins og málin
stæðu. — Ef ég lit á þetta með
augum brezks sjómanns eða
togaraeiganda, þá er brezka
stjórnin búin að hörfa alltof
mikið i þessu máli. Stjórnin er
nú aðkreppt i horni, sem hún
kemst ekki út úr. Ég get ekki
séð, hvernig stjórnin getur
slakað á i samningum við Is-
lendinga, ef til kemur,án þess
að menn hér i Grimsby yrðu
mjög reiðir. Ég held, að
brezka stjórnin þori ekkert að
gera, fyrr en Alþjóðadóm-
stóllinn i Haag er búinn að
kveða upp úrskurð sinn, það er
aðsegja, ef dómstóllinn kemst
að þeirri niðurstöðu að hann
hafi lögsögu i málinu, sagði
Jón að lokum.
FYRRVERANDI EIGINMENN
KVARTA LÍKA
Uppástunga prests:
Óvígðir
grafreitir við
kirkjugarða
t Sunnudagsblaði Tímans, sem
fylgir dagblaðinu að þessu sinni,
ber einn af þekktustu kennimönn-
um þjóðkirkjunnar fram nýstár-
lega hugmynd: Hann leggur til,
að i lög um kirkjugarða verði bætt
ákvæði þess efnis, að i tengslum
við venjulega grafreiti löggiltra
safnaða, verði leyfðir óvigðir
grafreitir, þar sem þeir geta hlot-
ið leg, er ekki vilja hvila i vigðum
kirkjugörðum eða öðrum graf-
reitum safnaða.
Presturinn, sem ber þessa til-
lögu fram, er séra Gunnar Árna-
son, sem lét af prestskap i Kópa-
vogi nú fyrir skömmu. Hann tel-
ur, að þetta geti verið afreitir,
annað tveggja innan aðalgirðing-
ar eða utan hennar, eftir þvi sem
henta þykir.
— undan aðgangshörðum
fyrrverandi eiginkonum
Klp-Reykjavik
„Þvi er ekki að neita, að það er
mjög algcngt, að menn séu að
angra fyrrverandi ciginkonur
sinar með hótunum og jafnvel
likamsmeiðingum hér i okkar
lögsagnarumdæmi”, sagði Hjarki
Eliasson yfirlögregluþjónn, er við
áttum tal við hann i gær vegna
hinna tiðu frásagna um slika at-
burði i fjölmiðlum að undanförnu.
„Við höfum engar tölur um
þetta”, bætti hann við, „en ég get
þó sagt, að þetta sé allt of algengt.
Það er að visu erfitt að flokka,
hvað sé ónæði eða árás, en þetta
er á ýmsum stigum þar á milli.
Mikið er um alls konar hótanir,
sem eru svo ekki framkvæmdar.
Er það þá bara venjulegt fylliriis-
röfl, og segist viðkomandi venju-
lega ekkert muna, þegar við töl-
um við hann. I flestum tilfellum
er erfitt fyrir okkur að aðhafast
eitthvað i málinu. Það verður oft
fullyrðing á móti fullyrðingu,
þegar til aðgerða á að gripa til
varnar þessum konum, mennirn-
ir neita þvi að hafa sagt þetta eða
hitt og kannast jafnvel ekki við að
hafa talað við konuna.
Annars er eitt, sem er sérstak-
AAannránið á Spáni:
Fjölskyldan ætlarað
uppfylla kröfurnar
lega áberandi við svona mál, en
það er, hvað þetta er algengt i
svartasta skammdeginu, desem-
ber og janúar. Yfir sumar mán-
uðina ber aftur á móti mun minna
á þessu, þó ekki sé þar með sagt,
að menn leggi þetta alveg niður á
þeim árstfma”.
Við spurðum Bjarka að þvi,
hvort nokkuð væri um það, að
karlmenn kvörtuðu undan fyrr-
verandi eiginkonum sinum til lög-
reglunnar. Hann sagði, að það
væri ekki algengt, en þó kæmi það
fyrir. Til þessa hefði þó karlmað-
ur ekki kært fyrrverandi konu
sina fyrir likamsmeiðingar, enda
gætu þeir i flestum tilfellum varið
sig fyrir þeim. Aftur á móti kærðu
þeir undan stanzlausum sima-
hringingum og heimsóknum um
miðja nótt, og væri sizt betra að
eiga við það, en þegar kona kærði
undan ásókn fyrrverandi eigin-
<to£ -Á' f^Kfjjgf
Séra Gunnar Arnason.
NTB-Pamplona.
Fjölskylda auðkýfingsins, sem
rænt var i vikunni i Pamplona á
Spáni, bjó sig í gær undir að
semja við ræningjana og borga
lausnargjaldið, sem nemur um 75
milljónum isl. króna.
ltæningjarnir höfðu sett frest til
kl. 22 í gærkvöldi og vildu fá pen-
ingana i dollurum og v-þýzkum
mörkum.
Önnur krafa ræningjanna var,
Brim í margar vikur
HLJ-Eyrarbakka
Hér hefur veriö stöðugt brim til
langs tima og ekki gefið á sjó. I
fyrradag skauzt þó einn bátur
héðan út úr höfninni, en annars
hefur verið illfært um
innsiglinguna alla þessa stór-
viðratið og oft ófært með öllu.
Þessi bátur, Flosi, mun svo
leggja net sin i dag, og eru það
fyrstu veiðar héðan á þessu ári.
Menn fara þvi að vona, að veður
hægist og það fari að aflast.
Héðan verða gerðir út 8 bátar á
vertiðinni, allir á bolfiskveiðar,
en loðnuævintýri látum við aðra
um, enda eru bátarnir of litlir til
þeirra veiða.og þróarrýminu
veitir hinum bátunum ekki af.
að 114 verkamenn, sem misst
höfðu atvinnu sina hjá fyrirtækj-
um auðkýfingsins, fengju hana
aftur og hærri laun en áður ásamt
meiri hlunnindum.
114-menningarnir fengu vinnu
sina i fyrradag, en þeir höfðu ver-
ið reknir fyrir ólöglega vinnu-
stöðvun til að krefjast hærri
launa.
Jafnframt þvi, að spánska lög-
reglan herti leitina að ræningjun-
um i fjöllum NA-Spánar, bárust
fréttir um, að bróðir auðkýfings-
ins hefði farið meö leynd til Biar-
ritz i Frakklandi, en þaðan kom
krafa ræningjanna bréfleiðis.
Sögðu heimildir, að hann hefði
lagt af stað, strax og Franco ein-
ræðisherra hafði gefið fjölskyld-
unni leyfi til að kaupa erlenda
gjaldeyrinn.
Fjöldamorð í Washington:
BÖRNUNUM
DREKKT í BAÐI
SEKUR UAA MORÐ
Á 25 MÖNNUM
NTB-Washington.
Lögreglan i Washington leitaði i
gær átta ungra svertingja, sem
grunaðir eru um að hafa myrt sjö
menn, þar af fimm börn, i
múhameðska hverfinu i Washing-
ton. önnur tveggja kvenna, sem
særðust að auki, er i lifshættu.
Auk barnanna fimm, sem
drekkt var i baðkeri, voru tveir-
ungir menn myrtir. Talið er, að
þarna hafi veriö um trúarlegar
deilur að ræða, þar sem
Múhameðstrúarmenn eru klofnir
i Bandarikjunum.
Hreyfing „Svartra Múhameös-
trúarmanna” neitar að kannast
nokkuð við þetta mál, og fólk i ná-
grenninu er tregt til að gefa lög-
reglunni upplýsingar, sennilega
af ótta við, að morðingjarnir
komi aftur og hefni sin á þeim.
NTB-Fairfield
Juan Corona, verkstjóri á
ávaxtaekru i Kaliforniu, var i gær
fundinn sekur um að hafa myrt
25 verkam. og grafið likin i garði.
Réttarhöldin hafa staðið mánuð-
um saman, og allan timann hefur
Corona aðeins sagt fimm orð og
setiö sem steinrunninn.
Þetta eru mestu fjöldamorð i
sögu bandariskra glæpamála, og
vakti það geysilega athygli, þeg-
ar eitt likið af öðru fannst i
garðinum fyrir hálfu öðru ári.
Kviðdómurinn sat 46 klukku-
stundir á fundi til að komast að
niðurstöðu, en aðeins einn kvið-
dómenda þóttist viss um sakleysi
Corona.
Það tók hálfa klukkustund að
lesa upp úrskurðinn, og allan tim-
ann sat Corona, án þess að nokkur
svipbrigði sæjust á andliti hans.
. Fjölskylda hans féll saman og
grét, og einni dóttur hans varð
svo mikið um að flytja varð hana
á sjúkrahús.
Dómur yfir Corona verður
kveðinn upp 29. þ.m.
Héldu að börnin hefðu
fengið reykeitrun
Klp-Reykjavik
1 fyrrinótt var slökkviliðið i
Reykjavik kallað að húsinu nr. 5
við Njálsgötu, en þar hafði komið
upp eldur við glugga, og mikill
reykur var i húsinu.
Kviknað hafði i út frá innstungu
við gluggann, og náði eldurinn að
læsa sig i gluggatjöldin. Fljótlega
tókst að ráða niðurlögum eldsins,
og urðu litlar sem engar
skemmdir nema á gluggatjöldun-
um og veggnum, auk þess sem
nokkrar skólabækur urðu eldin-
um aö bráö.
1 íbúðinni voru m.a. tvö börn, 9
og 12 ára, og voru þau flutt á
Slysavarðstofuna, þar sem óttazt
var, að þau hefðu fengið reykeitr-
un. Svo var ekki, og fengu þau að
fara heim skömmu siðar.
f