Tíminn - 18.02.1973, Page 2

Tíminn - 18.02.1973, Page 2
2 TÍMINN Sunnudagur 18. febr. 1973 IYlarianne Jensen 10 ára veit ekkcrt skemmtiiegra en þegar „amma” — Ane Marie llansen 97 ára —syngur gömui sjómannalög, og færir hcnni siödegiskaffi aö launum. Ein hjúkrunarkvennanna ásamt dóttur sinni gefa Gerdu Brinkma, sem cr næstum blind, meðal. Börn og fullórðnir hafa gaman af keiluspili. Peter Höy niu ára er barnabarn eins Ibúanna og Peter Thomsen 55 ára býr I verndaðri ibúð ásamt konu sinni. Þar sem börn Á hverju ári ljósta forlögin margan manninn þungu höggi svo lifsstefna hans gjörbreytist. Fólk neyðist til að skipta um hlutverk, hætta að vera virkir þjóð- félagsþegnar, sem eiga sinn þátt i þjóðarfram- leiðslunni, og gera sér að góðu lif þeirra, sem kallaðir eru fatlaðir — ef til vill sitja i hjólastól — kannski lamaðir af völdum heilablæðingar eða ör- yrkjar um aldur og ævi vegna bilslyss. 1 örorkubóta- og eftirlauna- þegabænum Lisulundi í Vodskov norðan við Alaborg, hefur maður ekki á tilfinningunni, að maður sé kominn á endastöð — þá allra síð- ustu fyrir suma, sem þar búa. Maður mætir ekki lifvana, kjark- lausu agunaráði meðal ibúanna. Hér I þessu óvenjulega, virka samfélagi, eru m.a. börn, sem skapa lif og gleði. Forstöðumað- urinn og kona hans og starfsliðið allt, gera það sem i þeirra valdi stendur til að gefa llfi þeirra öldr- uðu og fötluðu tilgang og gera það mönnum bjóðandi. Lisulundur stendur á fögrum stað nálægt Hammerhlíðunum. Af ibúunum, sem eru á aldrlnum 5-97 ára búa 49 á hjúkrunarheim- ilinu, 95 I svonefndum „vernd- uðum” bústöðum; einbýlishúsum eða ibúðum. Umhverfið er skipulagt með sérstöku tilliti til fatlaðra, aldr- aðra og barna. Lisulundur er að mörgu leyti ólikur öðrum hjúkrunarheim- ilum. Allt er gert til að forðast kaldan og sótthreinsaðan stofn- anablæ. Starfsfólkið klæðist t.d. ekki einkennisbúningum. A göngum, þjálfunarstofum og her- bergjum sjúklinga heyrist glað- vært hjal barna. Starfsfólkið tekur nefnilega afkvæmi sin með i vinnuna! Margir ibúanna segja: — Þar sem börn eru, þar er lif! Og það er sannarlega lif á Lisu- lundi, þar sem börn og fullorðnir brúa ósjálfrátt og án þess að séð verði kynslóðabilið. Umhyggjusöm börn Lena var ekki orðin tveggja ára þegar umhyggja hennar fyrir fatlaða fólkinu kom fyrst i ljós. Það var dag einn i borðstofunni, þegar venjulegur stóll var fyrir þar sem sjúklingur i hjólastól átti sinn stað. óbeðin færði Lena stólinn i burtu, svo sjúklingurinn kæmist að i hjólastólnum. Lena er nú tveggja og hálfs árs, og það var henni alveg eðlilegt þegar hún nýlega heilsaði gesti á heimilinu og tók varlega um annan handleggsstúf hans. Þetta var hennar kveðja. Siðar varð hún stórhrifin þegar hún komst að þvi, að gesturinn gat bæði haldið á köku og kaffibolla með tánum. Lena er dóttir forstöðumanns- ins Pouls Jensen og konu hans Hönnu. Hún er einungis eitt margra barna á Lísulundi, sem alast upp með aðra afstöðu til aldraðra og fatlaðra en börn yfir- leitt. Bo, sem er fjögra ára, á, eins og raunar hin börnin lika.ömmur og afa, sem hann heimsækir að stað- aldri og spjallar við. Að hof- mannasið ber hann töskuna fyrir Kristinu Nielsen, sem hefur slæma sjón. Og aldurinn er llka farinn að segja til sln. En Bo litli tekur I hönd hennar og leiðir hana, þegar þau fara til hár- greiðslukonunnar, sem er móðir Bos. Marianne Jensen, 10 ára, dóttir eins sjúkraliðanna vill helzt eyða timanum með „ömmu” sinni, Anne Marie Hansen , sem er sér- fræðingur I að syngja gömul sjó- mannalög, þótt hún heyri varla lengur sina eigin rödd. Það er ekki bara gamla fólkið, sem gefur. Þvl það gerir það vissulega. Börn eru börn, og rjómakaramella eða brjóstsykur- moli geta breytt tilveru yngri sem eldri. Börnin gera llka sitt — ótil- kvödd og ofur eðlilega. Nær daglega hjálpar Lone, sem er fimm ára, afa sinum Henry Christensen i æfingasalnum. Tómstundaiðju hans, mósaik- myndagerð, tekur hún lika þátt i með honum. Henry Christensen lamaðist öðru megin eftir heilablæðingu. Hann býr enn á hjúkrunar- heimilinu, en vinnur ötullega að þvi að geta flutt i eina „vernd- uðu” ibúðina. Þar verður hann áfram nærri dóttur sinni og tengdasyni, foreldrum Lone, sem bæði eru öroirkuþegar og búa i einu öryrkjahúsanna á Lisulundi. Birta er 14 ára og tengill milli Lisulundsfólksins og skátanna. Hún er sjálf skáti og skipuleggur t.d. Lúsíukvöld á Lisulundi. Eins Þetta hefur sannazt í eftirlauna- og örorkubótaþega- bænum Lísulundi fyrir norðan Álaborg, en þar fara forstöðumaður- inn og kona hans ótroðnar leiðir til að geta búið öldruðu og fötluðu fólki mannsæmandi líf, sem hefur tilgang. í þessum bæ er a.m.k. ekkert til, sem heitir kynslóðabil. oft og hún getur.skýst hún burt úr skólanum og niður á heimflið, þar sem hún les upphátt eða skrifar bréf fyriri þá Ibúana, sem ekki ráða sjálfir við þessi verkefni. Mamma Birtu vinnur á skrifstof- unni að Lisulundi Nágrannarnir áhuga- samir Það eru ekki aðeins börn starfs- fólksins, sem fundið hafa þörf hjá sér, á þvi að vera öðru fólki eitt- hvað. Tylft barna úr nágrenninu tengjast óðum Lísulundi. Þeim finnst spennandi, að þau skuli geta fengið leyfi til að „taka að sér” hvert sinn Ibúa og aka honum um, skrifa bréf eða verzla fyrir hann. Samband forstöðumannsins og konu hans við börnin i Vodskov varð til af tilviljun. Mörgum ibúum á Lisulundi gramdist að börnin I nágrenninu höfðu fundið upp á að nota stóru grasflötina fyriri framan hjúkrunarheimilið sem knattspyrnuvöll. Þau eyði- lögðu grasið. Hanna Jensen náði tali af drengjunum, og hún kunni á þeim lagið. Auövitað máttu börnin leika sér einhvers staðar. Þau máttu gjarnan vera á landareign Lisu- lunds, en þau urðu að flytja mörkin i hvert skipti, sem þau léku fótbolta, og þau áttu að gera eitthvað fyriri ibilana á heimil- inu. Börnin samþykktu hiklaust áætlun um, að þau tækju að sér hvert sinn Ibúa. Heimili, þar sem lifið hefur tilgang Það er ekki aðeins hversdags að kynslóðirnar hittast á Lisu- lundi. Jólin þar eru fjölskyldu- hátið. Þeim ibúanna, sem ekki geta farið heim til ættingja og vina, er boðið að hafa aðstand- endur slna hjá sér — börn og full- orðna. Starfsfólkið, sem er á vakt á aðfangadagskvöld, getur auð- vitað lika tekið fjöldkyldur sinar með. Lisulundur er ekki venjulegt hjúkrunarheimili. Hér er hlýja! 1 öllu verður vart viðleitni starfs- fólksins til að skapa heimili án þess að ganga á hlut einstaklings- ins né heldur að svipta hann mannréttindum. Að baki öllu þessu býr afstaða forstöðumannsins og konu hans til lífsins. Þeim finnst, að fólk eigi að vera fólk,burtséð frá aldri og e.t.v. likamlegum ágöllum. Hanna og Poul Jensen eru ekki á sama máli og margir samtima- menn, sem álita að við eigum að byggja stærri og stærri og sifellt dauðhreinsaðri stofnanir. Bæði eru þau svæfingahjúkr- unarfólk að mennt. Hanna Jensen, sem nú hefur yfirumsjón með hjúkrun á heimilinu, var lengi deildarhjúkrunarkona á sjúkrahúsi. Hún varð að hætta að vinna á svæfingadeild þvi hún fékk ofnæmi fyrir deyfilyfjunum, sem þar voru notuð. Upprunalega ætlaði maður hennar, Poul að verða kennari. Hann segist þó sjálfur hafa verið að hugsa um aðra hluti. Arang- urinn varð sá áð hann féll á dönskum stil, I Djáknaskólanum. — Það er ekki neitt leyndarmál, að seinna fékk ég.einn af fáum, ágætiseinkunn I stil I Djákna- skólanum. Ég gat sem sagt vel ef ég vildi, segir Poul Jensen. Hann er 38 ára, bláeygur og broshýr. Poul Jensen varð djákni og bætti þar við hjúkrunarmenntun. Hann vann I 13 ár við svæfinga- hjúkrun. Arin á mjög sérhæfðri svæfingadeild höfðu sln áhrif. Fyrst gerði streita vart við sig, siðan kom blæðandi magasár. Það var engin önnur leið fyriri Pál en að skipta um vinnu. — Við höfum bæði kynnzt hinum slæmu hliðum sjúkrahús- anna. Við höfum sjálf fengið að kenna á vélrænu sjúkrahúslífi, og við sögðum við hvort annað, að fengjum við einhverntlma nokkru um ráðið skyldum við haga málum á annan hátt. Ef ætlunin er að skapa kalda, sótthreinsaða stofnun, getur maður aldrei skap- að heimili. Fyrsta „heimili” Hönnu og Pouls Jensen var I Bælum, en þar tóku þau þátt i mótun nýs hjúkr- unarheimilis. Eftir 10 mánaða starf þar voru þau beðin um að veita Lisulundi forstöðu, en þá var þar aðeins hjúkrunarheimili. „Vernduðu” bústaðirnir voru enn hugarsmíði. Sá sem frumkvæði átti að bygg- ingu þeirra var Karl Peter Huttel- Sörensen, forstöðumaður heimilis fyrir flogaveika i Vodskov. A ferðalagi til Farsta, nálægt Stokkhólmi, hafði hann séð hvernig búa má öldruðum og öryrkjum hlýleg heimili og það öryggi, sem margir hafa þörf fyrir. Huttel-Sörensen var ekkert að hika við að framkvæma hug- myndir slnar. Landssvæðið, sem bærinn Llsulundur stendur nú á, var eign hans og föður hans Alfred Sörensen fyrrverandi for- stöðumanns. Mynduð var sjálfs- eignarstofnun, sem nú hefur úr- slitaþýðingu fyrir llf og velliðan margra. Hvað gerum við? Hanna og Poul Jensen sitja ekki með hendur I skauti. Þau sinna daglegum hversdagsstörfum, sem m.a. felast I þvi að aðstoða ibúana 144 við að rata I frumskógi löggjafarinnar. Auk þess hafa þau framtiðaráform. Ekki aðeins um Lisulund heldur um afstöðu almennings til aldraðra og fatl- aðra, en þau telja að öllum beri að gæta hagsmuna þeirra, bæði vegna einstaklingsréttarins og hags allrar þjóðarinnar. Poul Jensen er hógvær þegar hann talar um þessi mál, og þvi

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.