Tíminn - 18.02.1973, Side 4

Tíminn - 18.02.1973, Side 4
4 TÍMINN Laugardagur 17. febr. 1973. Siðbúin sending Böggull barst til Guisborough i Yorkshire i Englandi, og var skrifað utan á til ábóta i klaustri nokkru. Póstyfirvöldin sendu böggulinn til sendandans' aftur, og létu þær upplýsingar fylgja að ábótinn væri farinn. Það hafði reyndar verið Hinrik konungur VIII, sem vék honum úr embætti árið 1540. En það eru fleiri ruglaðir i riminu heldur en Englendingar. Dantestofn- uninni i Niirnberg i Þýzkalandi barst bréf, þar sem spurzt var fyrir um heimilisfang Dantes. Sagði sá, sem um þetta spurði, að hann væri aö hugsa um að fá Dante til þess að þýða fyrir sig bréf af itölsku á þýzku. Þetta italska skáld lézt árið 1321, svo sennilega hefur ekki verið hægt að fá aðstoð hans við bréfa- þýðinguna. <5 Leyndarmálin opinberu Vandamál fólks, sem skilur, giftir sig aftur, skilur á nýjan leik, og giftist enn á ný, upprunalegum maka sinum eru sögð mörg. Þó eru mörg þessara vandamála leyst með þvi, að segja fyrsta og endur- heimta makanum ekki nema undan og ofan af þvi, sem gerzt hefur frá þvi skilnaðurinn fór fram og þar til íólkið tekur sam- an á ný. Þetta getur gert sitt gagn, en ein eru þau hjón, sem eiga erfitt með að notfæra sér þessa þagmælsku, það eru þau Natalie Wood og Bob Wagner. Nat getur hreint ekki leynt Bob neinu þeirra ástarævintýra sem hún lenti i á meðan hún ekki var gift Bob, þvi frá þeim er öllum sagt meö risafyrirsögnum i vikublöðum og öðrum blöðum um allan heim, þvi fátt hefur Nat tekið sér fyrir hendur, sem ekki hefur verið skrifað um. En nú eru þau Bob og Nat tekin saman á nýjan leik, eins og frá hefur veriö skýrt hér áður. Það eru tiu &r liðin frá þvi Nat og Bob skildu, og þá eftir aðeins fjögurra ára hjónaband. Senni- lega verður Nat að byrja frásögnina strax eftir skiln- aðinn, ef hún ætlar einhvern tima að segja Bob, sögu sina. Hjónaband þeirra var margum- rætt,þegar þau giftust, en það endaði með ósköpum m.a. vegna þess að þau voru bæði svo ung og bæði voru að hasla sér völl á leiksviðinu. Nat gekk betur, og dómarnir, sem Bob fékk fyrir leik sinn i kvik- myndunum voru siður en svo góðir. Allt varð þetta til þess aö eyðileggja hjónaband þeirra. Og hjónabandið fór út um þúfur, en 17. júli i sumar giftu þau sig aftur, og nú blasir framtiðin við þeim. Nat er hamingjusamari en nokkru sinni fyrr, og sömu sögu er að segjá um Bob, Þau reyna eflaust að tala sem allra minnst um það, sem liðið er enda skiptir framtiðin þau öllu máli. ☆ Áhrif auglýsinganna Auglýsingar hafa ekki alltaf þau áhrif, sem auglýsendurnir hafa hugsað sér. Nokkur dæmi um það fara hér á eftir. Te- heildverzlun i Englandi ætlaði að reyna að auka tesöluna, og i auglýsingunni mátti sjá konu vera að búa til te i að þvi er virtist ósköp venjulegum tekatli. En hvað gerðist. Tekatlar af þessari gerð seldust eins og glóandi gull, en litil sem engin breyting varð á tesöl- unni. Eggjaframleiðendur ætluðu að reyna að auka eggja- neyzlu og til þess tóku þeir að auglýsa egg i tvöföldum eggja- bikar. Til fyrirtækisins streymdu fyrirspurnir um það hvar hægt væri að fá þessa ein- staklega merkilegu eggja- bikara, og það var ekki auð- hlaupið að þvi að fá þá keypta eftir nokkrar vikur. Dagblað eitt sýndi dreng á hjóli, sem var að bera út blaðið til kaupenda. Hjól af sömu gerð runnu út eins og heitar lummur. Það má passa sig á þvi, að auglýsingin hafi þau áhrif, sem henni eru ætluð, þvi seinnilega vildu menn ekki lenda i þvi sama og tekaup- maðurinn og eggjasalinn, að umbúðirnar yrðu eftirsóttari en innihaldið ekki. ☆ Ilmvatn i garðinn HIN SEX ára gamla Rene Arvais var úti I garði við heimili sitt i Paris, var að hnýta sveig úr fiflum. Blómin önguðu ekki eins vel og ilmvatnið, sem var til sölu f búðinni, sem pabbi hennar rak á fyrstu hæð hússins. Brá hún sér þvi inn og náöi i lykla föðursins, opnaði búðina og náði sér i nægar birgðir af ilmvatni. Steinkaði hún allan garðinn með ilm- vatninu, en enginn tók eftir þvi, hvað sú litla var að gera fyrr en um seinan, en þá hafði hún hellt niður ilmvatni fyrir 11.000 pund, sem er vist um 2 milljónir og 530 þúsund krónur. Dýr ilmur i þeim garði DENNI DÆMALAUSI Það tæki ekki leikkonu svona langan tíma til þess að klæða sig fyrir sýningu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.