Tíminn - 18.02.1973, Blaðsíða 5
Sunnudagur 18. febr. 1973
TÍMINN
5
Hundar og póstmenn
Hata hundar í raun og veru
póstmenn? Eftirfarandi sögur
frá ýmsum löndum benda
eindregið til þess, að svo sé. 1
enskum skýrslum stendur, að
hundar biti um 3000 póstmenn
árlega. Póstsambandið i
Melbourne i Astralíu hefur sam-
þykkt eftirfarandi: „Bréf verða
ekki borin út á svæðum þar sem
hættulegir hundar eru, en
ástæðan er sú, að á 12 mán-
uðum hefur frétzt um 1480
alvarleg hundsbit”. Glasgow-
póstur hefur skýrt frá því, að
hann hafi ekki einungis orðið
fyrir barðinu á illvfgum hundi,
við útburðinn, heldur einnig
páfagauki og múlasna. Svo
margir póstmenn i Sviþjóð hafa
orðið fyrir hundsbitum, að rætt
hefur verið um að þeir búi sig
úðunarbrúsum, sem innihalda
efni, sem hægt er að úða á
hundana, þegar þeir ráðast á
póstinn. 1 þessum brúsum er
efni, sem i er m.a. blandað
pipar og steinolia. Segja póst-
menn, að með því að úða á
hundinn gætu þeir með þvi að
vera snöggir, komið bréfunum i
bréfalúguna, og komið sér
undan, á meðan hundurinn er að
hnerra og jafna sig á eftir. Ein
ástæða fyrir þvi, að hundar sýna
póstmönnum svona mikið hatur
i Englandi er talin sú, að fólk
þar í landi fer oft á tiðum ekki til
dyra, þótt pósturinn berji að
dyrum. Heldur hundurinn þar
með, að hér sé óboðinn gestur á
ferð, sem sé óvinveittur hús-
bændum hans.
☆
Framburður-
inn hjá BBC
ÞAÐ ER ekki alltaf starfsfólki
BBC að kenna ef framburður á
staðarnöfnum, er ekki réttur.
Frá því er skýrt í ensku blaði
fyrir nokkru, að séu þulir BBC
ekki vissir um það, hvernig bera
eigi fram staðarnafn, snúi þeir
sér til framburðardeildar
stöðvarinnar. Ef fólkið i þeirri
deild er heldur ekki visst, er
gripið til þess ráðs að hringja i
sóknarprest i viðkomandi þorpi,
ef um þorp eða stað i Englandi
er aö ræða. — Svo það er sem
sagt prestinum ykkar að kenna,
ef staðarnafnið er ekki rétt fram
boriö, segir i greininni. Ef
þulirnir eiga i erfiðleikum með
einhver mannanöfn, er venju-
lega reynt að hafa samband við
þann, sem nafnið ber, og hann
látinn skera úr um fram-
burðinn. Sem dæmi um erfið
staðarnöfn er nefnt
Wymondham, sem borið er
fram Windham, og Happis-
burgh, sem bera á fram
Hasbro. Við megum þakka
fyrir að þurfa ekki að hafa fyrir
þessu hérlendis, og allir geta
nokkurn veginn vel við
framburð útvarps og sjónvarps-
þula unað.
;-M-:■ -
liklegt, að Frank eigi eftir að
snúa aftur til fyrstu konu
sinnar. Hann kallaði saman
fjölskyldu sina i vetur, og
fjölskyldumótiö var haldið á i
Hawaii. Þar hefur sennilega
borið á góma, hvort Frank og
Nancy ættu ekki að taka saman
eftir öll þessi ár, og eitt er vist,
að dæturnar eru glaðlegar á
þessari mynd, og virðast ekkert
hafa á móti þessum r ðagerðum
sem faðir þeirra hefur veriö að
velta fyrir sér undanfarið.
0
Á Audrey Hepburn
þriðja barnið
Ljósmyndari einn i Rómaborg
tók meðfylgjandi mynd nýlega,
og hefur mörgum þótt myndin
merkileg, þótt i fljótu bragði sé
kannski ekki mikið við hana að
athuga. Á myndinni er hinn
Lengi lifir i
gömlum glæðum
Tuttugu og eitt ár er liði frá
þvi Frank Sinatra skildi við
konu sina Nancy, og á þeim
tima hafa ótrúlega margar
konur komið við sögu i lifi hans.
Þar á meðal er Mia Farrow,
sem flestir þekkja hér, en hún
kom hingað til lands með manni
sinum Previn á siðasta ári. Nú
er samt svo komið, og talið er
þriggja ára gamli Luca Dotti á
gönguferð með barnfóstru sinni.
Hann er sonur Audrey Hepburn
og læknisins Andrea Dotti. En
með hvern skyldi barnfóstran
vera i vagninum, gæti það verið
þriðja barn leikkonunnar? Það
gæti kannski verið, þvi leik-
konan hefur ekki látið sjá sig á
almannafæri i lengri tima. Ekki
getur þetta að minnsta kosti
verið stóri bróðirinn, hann Sean.
Gamanleikur
hennar uppáhald
Lorenza Guerrieri heitir hún, og
segist ætla að afla sér frægðar
og frama á leiksviði. Hún ætlar
að helga sig gamanleik, þvi á
þvi sviði telur hún sig hafa
mesta hæfileika. Kanpski að við
eigum eftir að sjá hana I ein-
hverri gamanmyndinni á næst-
unni.