Tíminn - 18.02.1973, Qupperneq 6

Tíminn - 18.02.1973, Qupperneq 6
6 TÍMINN Sunnudagur 18. febr. 1973 Séð yl'ir ncðri Klliðaárbrúna og hið stórborgarlega vegakerfi umhverfis hana og undir (Tfmamyndir: Gunnar) BRÚN H.F. VERKTAKA- FYRIRTÆKI „GLÆST MANNVIRKI GLEÐJA HUGANN.” Mér varð þessi staðreynd mjög ljós fyrir skömmu, er ég lagði leið mina vitt og breitt um bæinn i aldeilis skinandi febrúarveðri, frostkaldri kyrru, þar sem vonglöð vetrarsólin i vestri hellti rauðgulu ljós- flóði sinu yfir borgina og skapaði hinar margbreytilegustu geislamyndir. Fögur er Reykjavik á slikum dögum. Ferðafélagi minn og leiðsögumaður var Árni Jóhannsson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins BRÚN. Erindið var að skoða helztu mannvirkin, sem fyrirtækið hefur reist á 6 ára starfsferli sinum, en þau eru bæði mikil og glæsileg. Á dögum sem þessum kemur manni ósjálfrátt i hug, hvilikar framfarir hafi orðið i borginni á siðustu árum og þá framtið sem hún og raunar landið alít á fyrir sér, ef rétt verður haldið á taumunum i hverju horni og menn vinna samtaka að þvi að efla borg og bæ. t»vi miður eru til þeir menn, sem hvorki hirða um hækkandi sól né sjá nokkuð fram á veginn. Þeim þarf að útvega,,gleraugu” og þau sterk eigi nærsýni þeirra að fá nokkurn bata. Eðlilega hljóta að koma upp deilur um flest mikilsverð atriði, en hitt dylst vart nokkrum, að stórhugur og framsýni verður að rikja, eigi þjóðin að halda velli i hinum kröfuharða mannheimi nútimans. Við leggjum fyrst leið okkar upp að Landspitala-„hverfinu” i þvi skyni að kikja ögn á Ljós- mæðraskólann. Fyrsta verkefni Brúnar var að byggja tvær hæðir þeirrar byggingar, ofan á þær tvær, sem fyrir voru. Þaðan renn- um við suður i Kópavog og stöldr- um þar við góða stund, enda margt að skoða þar. — „Það er gott að vinna i Kópavogi. Þarna býr prýðisfólk i prýðisbæ.” Þetta eru orð Arna Jóhannssonar, sem alltaf hefur verið með annan fót- inn eða báða i Kópavogi, siðan hann hóf verktakaframkvæmdir sinar fyrir 6 árum. Vegbrúin uppi á Digraneshálsi i Kópavogi. Austur með brúnni er Brún h.f. að gera undirgöng, sem ætluð eru gangandi fólk og standa m.a. i sambandi við væntanlega strætisvagnabiðstöð viö austurenda brúarinnar. Þegar ekið er eftir hinum dá- góða ,,sprett”-vegi, Kringlumýr- arhraðbrautinni, fer ekki hjá þvi að maður fari yfir a.m.k. eina af þeim þrem vegbrúm, sem byggð- ar hafa verið i Kópavogi. Það var einmitt verktakafyrirtækið Brún sem sá um þær framkvæmdir. Þessar brýr hafa valdið miklum deilum manna á meðal, og hafa margir orðið til að segja eitthvað á þá leið, aö „þarna væri nú enn eitt dæmið um þær skammsýnu vitleysisráðstafanir, sem sifellt eru að skjóta upp kollinum”. En

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.