Tíminn - 18.02.1973, Síða 13
Sunnudagur 18. febr. 1973
TÍMINN
13
um, þvi að við gerilsneyðum hann
og pökkum honum, og veitum
honum þvi sömu meðferð og
nýmjólkinni. Emmess isinn er
aftur á móti að öllu leyti fram-
leiddur hér, og dreift héðan um
allt. Hann er þvi eiginlega okkar
eina framleiðsluvara.
í stöðinni snertir mjólk-
in aðeins ryðfritt stál
Gæðaeftirlitið með mjólkinni
er mjög strangt og margs konar
sýni og prufur teknar á öllum
stöðum og stigum framleiðslunn-
ar, ásamt þvi að stuðzt er við hár-
nákvæma mæla af öllum gerðum
Það er rétt að láta það koma
fram, að allt kerfið hér er lokað,
og það eina, sem mjólkin kemst i
tæri við eftir að hún er komin úr
tankbilnum við stöðvarvegginn er
ryðfritt stál. Allt þar til henni er
pakkað i hyrnurnar eða fernurn-
ar. Loft kemst hún fyrst i sam-
band við, er neytandinn opnar
pakkninguna á eldhúsborðinu
heima hjá sér.
Þó að byggingarnar séu gaml-
ar, eru öll tæki og vélar af nýjustu
gerð, og við kostum alltaf kapps
um að vera með það bezta, sem
hægt er að fá, og fylgja kröfum
nútimans i hvivetna.
Til dæmis má taka, að allar
vélasamstæðurnar eru þrifnar
með sjálfvirku þvottakerfi, sem
stýrist af litlum tölvum, og til að
þvo þarf ekki að þrýsta nema á
einn takka. Likt er þessu farið
með annað, þar eru völdin óðum
að færast i hendur véltækni
nútimans. Hana er lika farið að
nota i rikum mæli við framleiðsl-
una sjálfa, meira að segja osta-
gerð, sem þykir ein erfiðasta
matargerð i heimi. Þar eru tölvur
aðeins mataðar á þeim upplýs-
ingum, sem fyrir hendi eru, og
þær sjá siðan um að haldið sé
réttu hita- og rakastigi, eða
hverju sem er. Fullkomin
rannsóknarstofa sér svo um gæð-
in og það að öllu hreinlæti sé
framfylgt. Hún er ein fullkomn-
asta rannsóknarstofa, sem fyrir
hendi er i matvælaiðnaði hér á
landi.
Að lokum er rétt að taka það
fram, að nú er verið að byggja
nýja isgerð i húsi, sem er hér rétt
við hliðina og keypt var af
Mjólkurfélagi Reykjavikur. Von-
ir standa til að hún verði tekin i
notkun i vor, og eykst þá svigrúm
Isgerðarinnar mjög, jafnframt
þvi, sem þetta gefur möguleika til
aukinnar f jölbreytni i framleiðslu
og gæðum, en möguleikarnir á
þvi sviði eru langt frá fullnýttir,
hvort heldur i isgerð eða annars
staðar.
Hið vakandi auga með
mjólkurgæðunum
Eins og að framan er getiö, er i
tengsium við mjólkurstöðina rek-
in fulikomin rannsóknastofa, sem
Guðbrandur Hliðar dýraiæknir
veitir forstöðu. Auk hvers konar
rannsókna i sambandi við vinnsi-
una, fara þar fram viðtækar
júgurbólgurannsóknir, en júgur-
bóigan er einn helzti óvinur
bænda, og yrði ekki vel liðið af
neytendum, ef þeir fengju júgur-
bólgumjóik i stórum stil á
markaðinn.
Þetta kemur allt fram i þvi
spjalli, sem við áttum við Guö-
brand Hliðar, þar sem hann segir
frá daglegum rekstri stofunnar,
og hlutyerkum hennar.
Rannsóknarstofan hefur yfir
allstóru rými að ráða, og þar er
haganiega fyrir komið vinnu-
borðum og ýmsum tækjabúnaði,
sem rannsóknirnar krefjast.
Tæknilegt starfsiið fyrir utan for-
stöðumanninn eru fjórar mann-
eskjur.
— Þýðingarmesta starfið frá
up’phafi mjólkursamsölunnar og
allt fram á þennan dag er stór-
aukið eftirlit með gæðum
mjólkurvöru, segir Guðbrandur. I
fyrsta lagi þá þess hráefnis, sem
kemur til Mjólkursamsölunnar til
vinnslu, og eins þeirra fullunnu
mjólkurvöru, er hér er pakkað
og dreift til mjólkurbúðanna héð-
an. Það má þvi segja, að við hér,
séum hið vakandi auga með gæð-
um mjólkurinnar.
Til er reglugerð um mjólk og
mjólkurvörur, og samkvæmt
henni verður að framleiða mjólk
eftir reglum, sem ekki má hvika
frá. Sé slikt gert, er hætta á að
gæði mjókurinnar versni, og þá
má ekki nota hana til dæmis til
framleiðslu á gerilsneyddri
neyzlumjólk. Þess vegna verðum
við að taka sýni af tankbilunum,
um leið og þeir renna hér i hlað,
og þá eru framkvæmdar fitu-
rannsóknir gerlatalning og flokk-
un eftir ákveðinni aðferð.
Fylgzt með mjólkinni á
öllum stigum
Siðan fylgjumst við með mjólk-
inni á öllum stigum i gegn um
stöðina. Niðri eru þrir stórir tank-
ar, sem taka við hrámjólkinni,
sem við köllum svo, og úr þeim
tökum við sýni til rannsóknar. Þá
tökum við og sýnishorn úr geril-
sneyðingartækjunum og úr þeim
tönkum, sem gerilsneydda mjólk-
in fer i, og siðan tökum við sýnis
horn úr þeim vélum, sem pakka
mjólkinni i hinar ýmsu umbúðir.
Þannig náum við á hverjum
degi sýnishornum af allri þeirri
mjólk, sem er að fara hér i gegn
um stöðina. Svo eru settar hér
ákveðnar gæðarannsóknir, og þar
förum við fram eftir staðli, sem
er samnorrænn fyrir gæðaeftirlit
með mjólk og mjólkurvöru. Það
eru einkum gerlarannsóknir,
bæði almennar og sérstakar á
ákveðnum gerlategundum. Það
eru kóligerlar, eða svokallaðir
saurgerlar,sem ekki mega vera i
mjólk, og þeirra er sérstaklega
gætt.
Siðan fylgjumst við með feiti i
mjólk og rjóma og eðlisþyngd
hans. Þá athugum við um þurr-
efni i skyri, og hér fer fram gæða-
mat á þvi, þ.e.a.s. á gerð þess og
bragði.
1 þessum rannsóknum er lesið
af á ýmsum timum frá þvi að
rannsóknin hefst unz henni er lok-
ið, og allt er fært inn á skýrslur.
Það er þá fyrst talning á heildar-
gerlum i mjólkinni og siðan köli-
rannsókn og loks þolprufur, sem
eru ákaflega harðar gæðamats-
prufur á mjólkinni. Sýnin eru þá
sett i hitaskáp, sem heldur
nákvæmlega 17 stiga hita i 24
klukkustundir. Þá ferfram önnur
kóligerlarannsókn, og finnst þá
oftast enginn á skálinni, og loks er
svo flokkunarprufa.
Rannsóknastarfsemi i
vaxandi mæli
Guðbrandur tekur fram skýrslu
frá þvi tveim dögum áöur en við
erum þarna staddir, sýnir okkur
það og útskýrir.
— Þessi skýrsla sýnir, segir
hahn, að gerlamagið i mjólkinni,
sem má vera upp undir 50.000 i
gerilsneyddri neyzlumjólk, er al-
veg einstaklega lágt. Við erum
með úr gerilsneyöingartækjunum
200gerla á ml þennan dag og þeg-
ar búið er að áfylla, eru það svona
4-500. Þennan dag finnst ekki
jákvæð koliprufa nema ein óveru-
leg og ekkert virðist að. Það seg-
ir, að mjólkin þennan dag hafi
verið góð.
A hverjum morgni, þegar ég
hef gengið frá skýrslunni,koma
stöðvarstjórinn og verkstjórinn
hingað og þá ræðum við skýrsl-
una. Sé eitthvað að getum við séð
i skyndi, hvað það er, og hvar i
okkar kerfi, semér mjög flókið,
en eftir skýrslunni getum við far-
ið, er við ráðumst til úrbóta á
göllunum.
Þetta starf hefur verið unnið
hér i mjög vaxaandi mæli allt frá
þvi að mjólkursamsalan hóf
starfsemi sina Ég get til dæmis
nefnt, að i ársskýrslu minni fyrir
árið 1971 kom i ljós, að gæðamats-
prófanir á mjólk og mjólkurvöru
voru samanlagt 36.000 það ár, og
eitthvað verður það svipað fyrir
siðasta ár. Þessi þáttur er alveg
fastur og bráðnauðsynlegur i
trm ws . 11.
7 1 i "Tl
A verkstæði Mjólkursamsölunnar, en hún rekur sitt eigið vcrkstæði, enda nauðsynlegt að bflarnir stöðv-
ist aldrei, og hægt sé að halda þeim I topplagi.
starfi fyrirtækisins, þvi að þvi má
ekki gleyma, að við berum
ábyrgð á þvi að sjá fyrir nægi-
legu magni af mjókurvörum á
þetta svæði, sem áður er nefnt.
Ætli að það séu ekki eitthvað um
120 þúsund Islendingar, sem fá
mjólk héðan. Þvi er ábyrgðin,
sem við öxlum hér.stór, þvi að við
gætum þess aö neytendur verði
ekki fyrir óþægingum af völdum
slæmrar mjólkurvöru, sem hefur
tekizt svo vel, að ekki hefur frétzt
um slikt svo að ég viti. Auk þess
höfum við hér i Reykjavík yfir
okkur heilbrigðiseftirlit, sem tek-
ur prufur hér og þar eftir vissu
kerfi, bæði i búðunum eða hér i
stöðinni. Þeir gefa svo út sinar
skýrslur, og yfirleitt fer það alltaf
saman við okkar fyrri rannsóknir
hér.
Júgurbólgurannsóknir
Svo er rétt að geta þess, að það
er kominn annar þáttur inn i
starfsemi þessarar rannsókna-
stofu, þáttur, sem ég bar mjög
fyrir brjósti, er ég var ráðinn
hingað á miðju sumri 1963. Það
var að fá heimild til að kanna
útbreiðslu júgurbólgu á íslandi.
Fyrstu þurfti að fá heimild
stjórnar Mjólkursamsölunnar til
að búa rannsóknastofuna þeim
fullkomna útbúnaði sem
rannsóknirnar kröfðust. Þá heim-
ild gekk vel að fá, enda eru for-
ráðamenn stofnunarinnar allir af
vilja gerðir til að leggja sitt af
Framhald á 31. siðu.
Guðbrandur Hliöar dýralæknir, sem er forstööumaður rannsóknar-
stofunr.ar, að störfum.
Qi
. .1
.
■
Eirikur Haraldsson viö stjórnborðið I mjólkurstööinni, en þaðan er allri vinnslu stjórnað.