Tíminn - 18.02.1973, Page 14

Tíminn - 18.02.1973, Page 14
14 TÍMINN Sunnudagur 18. febr. 1973 Húsagerð arlist á íslandi Hafnarfjörður frá þvi fyrir aldamótin. I FYRRI grein nefndi ég hve fjármagnið væri snar þáttur í uppbyggingu bæja og borga. Sem dæmi vil ég nefna miðborg Stokk- hólmsborgar. Menn voru ekki á eitt sáttir, fremur en fyrri daginn, hvað gera skyldi. Hvort brjóta skyldi niöur allt það gamla og byggja nýtt, eða að hluta og freista þess að tengja gamalt og nýtt. Ég minnist þess 1946, þegar ég sá þennan borgar- hluta, þá fannst mér ekkert sér- stakt viö hann, þarna var mér ekkert kært. En eftir ára veru i borginni og hafa séö hvert húsið eftir annað vikja fyrir stál og glerturnum fann ég hve mikils var misst. Hvað þá um þá, sem átt höfðu þarna athvarf alla sina ævi. Ég nefni þetta aðeins til að minna á þá staðreynd, að hver kynslóð hefur gefiö eða skilið eftir I umhverfinu skerf af sjálfri sér sem engu er minna viröi en þær skráðu bækur, sem kynslóðir hafa varöveitt. Við erum stolt af okkar bókmenntum — myndskurði og allskonar skrautsmiði, svo og ýmsu öðru, en skammarlega hef- ur okkur tiltekizt um varðveizlu gamalla bygginga og bygginga- mannavirkja. SMÍÐUM HRINGANA SÍMI 24910 Um eða rétt eftir siðari heimsstyrjöld hófust fyrir alvöru miklar athuganir um endurskipulagningu og endurbyggingu miðborgar Stokkhólms. Það er fyrst á siðari árum, að menn vakna við þann vonda draum, aö við gleymdum þvi, aö fólk hafði lifaö i þessu landi I hi- býlum, sem hendur höföu reist. Það skal þó tekið fram, að einstök byggðarlög hafa varöveitt mjög merkileg einstök hús frá fyrri tiö, ýmist með endurbyggingu á staðnum, eða með flutningi til ákveöinna staða, svo sem Reykjavikurborg hefur gert i Arbæ. Að sinni mun ég ekki fjalla nánar um þennan þátt húsagerö- ar, þar eð fagmenn hafa heitið liöveizlu og munum við ræða við þá siöar. Fyrstu frásagnir um byggö i Hafnarfiröi eru fremur óglöggar. tslanzk fornrit eru svo sagnafá um Hafnarfjörö aö sáralitið er vitað um byggðarlagiö á fyrstu árum lslandsbyggðar. Byggðin i Hafnarfirði stendur I undurfögru en sérkennilegu um- hverfi og gætu vafalaust margir tekið undir með góðskáldinu Steini Sigurðssyni, en hann kveö- ur svo: I Hafnarfirði eru mörg gömul og sérkennileg hús og segja fróöir menn, aö þar geymist margar minjar, sem hvergi eigi sinar hliðstæður. 1 bókinni Saga Hafnarfjarðar eftir Sigurð Skúlason eru tilfærð ummæli úr danskri ferðabók frá 1907, þau eru á þessa leið: „Hafnarfjörður er litill fiskibær við botninn á lygnum firöi. Frá Reykjavik og þangaö er hálfs annars tima reið yfir kynlegt hraun, smálæki og frjósamt engi. Bærinn stendur á glæsilegum staö, ennþá fegurri en Reykjavik, og er byggöur hvitum smáhúsum. Geysimikill hraunveggur vernd- ar bæinn gegn bitrum austan- vindum, og húsin eru beinlinis greypt milli hraunklettanna og eru á hlýlegum stööum.” Þaö er einmitt hlýleikur byggö- arinnar, sem þeir finna er til Hafnarfjarðar koma. Þessi yndislegu litlu hús eru eins og bezt verður á kosið til að mynda byggð, sem fólk óskar að búa i. Elztu húsin eru byggö úr timbri og járnklædd og hafa staöizt tim- ans tönn furöu vel. (frh.) Þú seiðir mig, fjörður, i sólfang þitt við sæblik og lognstafa ró. — Þú hugsvölun andar i hjarta mitt, er heiðrikjan opnar mér skautið sitt. í faðmlögum þinum er fró. Þú biður og laðar og bendir mér á brosandi óðal i sjálfum þér, þvi á ég við hafið þitt heima. Loftmynd af Hafnarfirði. rAuglýs L endur Auglýsingar, sem eiga aö koma I blaöinu á sunnudögum þurfaaö^^ berast fyrir kl. 4 á föstudögum. Augl.stofa Timans er I Bankastræti 7. Simar: 19523 - 18300.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.