Tíminn - 18.02.1973, Page 16

Tíminn - 18.02.1973, Page 16
16 TÍMINN Sunnudagur 18. febr. 1973 myndanna — CLARK GABLE Konungur kvik Vinsælasti leikari Bandaríkjanna Frá 1930 til dauðadags seinni hluta árs 1960 var Clark Gable vinsælasti leikarinn i bandarisk- um kvikmyndaiðnaði. Jafnframt var hann sá eftirsóttasti, og það réð honum að fullu, að lokum. Það leikur ekki vafi á því, að áreynslan eða álagið á honum, er hann vann að sinni siðustu mynd, „The Misfits”, leiddi hann til dauða fyrir aldur fram. Hann fæddist 1. febrúar árið 1901. Foreldrar hans voru Willi- am H. Gable og Adeline Hers- helman, sem bjuggu I Cadiz I Ohio. Móðir hans lézt, er hann var sjö mánaða gamall, og er hann var orðinn fimm ára gamall, kvæntist faðir hans aftur, Jennie Dunlap, flnni og menntaðri stúlku, sem átti eftir að hafa geysileg áhrif á Clark. Hún ól hann upp, eins og hann væri henn- ar eigin sonur. En á meðan leitaði faðirinn að oliu, þar til hann lét af þeim vonlausa „bissniss” og sett- ist að á bændabýli i grennd við Ravenna. Þá var Clark 7 ára. Sextán ára sagði hann skilið við skólann og fór að vinna sem um- sjónarmaöur I verksmiöju I Ohio. Eitt sinn fór hann I leikhús til að sjá „Paradisarfuglinn”, og sá at- burður vakti hjá honum löngun til aö gerast leikari. Hann komst að þvi, hvar leikararnir borðuðu, og reyndi að komast i félagsskap þeirra. Hann bauðst til að starfa endurgjaldslaust við leikhúsið og að vera með I smáhlutverkum til þess að öðlast einhverja sviðs- reynslu. Hann fékk leyfi til aö að- stoða leikflokkinn „The Jewell Players”, en þá lézt stjúpmóöir hans og faðir hans flutti til Okla- homa. Þar hóf Clark að starfa á vélaverkstæði, 12 tima á dag. Clark var ekki ókunnugur erfiðisvinnu. Um skeið vann hann fyrir sér sem oliuleitarmaður en þegar erfitt varð að framfleyta sér með þvi, tók hann lestina til Oregon. Þar byrjaði hann að vinna við skógarhögg. Hann vó 95 kiló, vel byggður og sterkur, svo að fáir áræddu að leggja til atlögu við hann. Löngunin til að verða leikari bar hann áfram. 1 Oregon hóf hann að sækja kvöldnámskeið i leiklist. Á þeim námskeiðum kynntist hann Josephine Dillon, Blaðakona nokkur, sem hefur verið vinkona Kay Williams Clark I meira en 15 ár, heimsótti hana fyrir nokkru og ræddi viö hana um samband þeirra Gable og þá lifsreynslu, sem hún hefur orðið fyrir eftir dauða hans. Þrisv -ar sinnum hafði hann birzt henni eða gert vart viö sig á einn eða annan hátt. — Þaö gerðist fyrst tveim árum eftir dauöa Clarks. Ég vaknaði skyndilega um miöja nótt og vissi um leið, aö ég var glaðvakandi og einhver var i herberginu. Ég var alveg róleg og sagði: „Hvaö vilt þú?” — Ég fann, að einhver strauk hönd mina, sem lá yfir brjóstið. Höndin var hlý og vingjarnleg. Og eins greinilega og þú værir að tala við mig heyrði ég rödd Clarks: „Þakka þér fyrir elskan, að þú skildir koma til min og hugga mig, eftir að öllu var lokið. Þakka þér fyrir, að þú kysstir augnalok min og straukst um augu mér, og að þú hélst i hönd mér.” Krans á gröf Carole Kay sagði, að ekkert frekar i þessa átt hefði gerzt i 8 ár. Hún var hætt að hugsa um þennan ein- kennilega atburð og þessa undar- legu nótt áriö 1962, tveim árum eftir að maður hennar dó af hjartaslagi. — En morgun nokkurn árið 1970 kom sonur minni, eini sonur okk- ar Clarks, til min og settist á rúmstokkinn. Hann var þá 9 ára sterkur og heilbrigður snáöi. Hann sagði: „Mamma, við verö- um að fara að gröf Carole. Pabbi vill, að við leggjum krans á hana.” — Hvernig veiztu það?, — sagði ég- — Ég vaknaði i nótt við að rödd sagöi, að ég yrði að biðja mömmu að fara með mér og leggja krans á gröf Carole, rétt eins og hann hefði sjálfur gert á hverju ári. — Þetta sagði sonur minn, hann John Clark litli. Ég varð skyndi- lega hrædd. Ég hafði aldrei sagt John frá þessari venju Clarks. Hann gat ómögulega hafa vitað það. Ég spurði John, hvort faöir hans hefði sagt eitthvað meira um þetta. Og þá sagði drengur- inn, að hann hefði viljað hafa kransinn úr rósum. Næsta sunnu- dag fórum við með kransinn á gröfina. John hafði aldrei komiö þangað áður, en hann fann samt gröf Carole Lombards undir eins. Þegar Kay hafði komið kransinum fyrir, tók drengurinn hann og flutti hann til. „Þannig var pabbi vanur að hafa hann”, sagði hann, eins og hann hefði oft séð föður sinn koma honum fyrir. Og Kay sá, aö hann hafði rétt fyr- ir sér, þvi að hún hafði stundum verið með Clark, er hann heim- sótti leiði ungfrú Carole. Sama ár, i marz, vaknaði Kay með þá tilfinningu, aö hún væri ekki ein I herberginu. — „ert þaö þú, Clark”, sagðihún. „Ef það er þú, komdu þá nær. Ég er ekki hrædd. Ef þetta ert þú, segðu mér þá, hvað það var, sem ég lagði á brjóst þitt daginn, sem ég var ein með þér. Ef þú getur það, trúi ég þvi, að þetta sért þú.” — ógnvekjandi upplifun Einhver tók i vinstri hönd henn- ar og og hélt fast um hana. Þá fann hún tvo fingur strjúka um baugfingur hennar og þrýsta á hann um leið og hendin var lögö á brjóst hennar. — Ég vissi, hvað þetta átti að tákna, segir Kay. — Enginn I öll- um heiminum gat vitað, hvað ég gerði, er ég kraup við hlið manns mins. Ég tók af mér giftingar- hringinn og lagði hann á brjóst hans. Seinna keypti ég svipaöan hring, sem ég ber enn. Ég haföi aldrei sagt nokkrum frá þessu, og þvi var ég sannfærð um, aö þetta væri Clark. Þessi upplifun gerði Kay all- skelkaöa, en hún komst fljótt yfir það. — Ég hef verkefni að vinna, segir hún I dag, — og það er að ala hans eina son, John, upp eins og hann hefði viljaö það. Siðan maður hennar lézt árið 1960, hefur Key náð i eins mikið af gömlu kvikmyndunum, sem hann lék I, og hún hefur getaö. Hún get- ur nú sýnt þær sjálf eins og hana lystir, og gerir það fyrst og frem- st vegna sonar sins. A þennan hátt hefur Key getað sýnt syni þeirra Clarks, hvernig hann varð að goðsögn þegar i lifanda lifi. Hún hefur einnig sagt honum, að milljónir aðdáenda haldi minn- ingu hans á lofti. í dag, 12 árum eftir dauða Clarks Gable, vekur hann sömu tilfinningar á léreftinu og Rudolph Valentino. Hann var hinn dæmigerði ævintýramaður, sem alltaf bar sig svo glæsilega, maðurinn, sem með brosi sinu sigraðist á öllum erfiðleikum. Hollywood kallaði hann „Konunginn”. Og hann hefur ekki eignast neinn arftaka. Aldrei hefur komið fram leikari eins og hann og kemur eflaust aldrei. Hann sigraðist strax á öll- um aöstæöum, og ástarsenur hans eiga sér enga hliöstæðu. Það er ekki nóg að segja, aö Gable hafi verið einn af mestu persónu- leikum kvikmyndaiönaðarins, þvi hann varsá mesti á sinni tið, og er það áfram eftir dauða sinn. Þetta er skoöun blessaðrar blaðakonunnar, og eflaust eru æði margir, ekki sizt unga fólkið, henni ósammála. Það er nú „svo sorglegt”, að þegar hetjan (Clark Gable) birtist á skermum imb- akassa islenzkra heimila, þá velt- ist unga fólkið bókstaflega um af hlátri yfir öllum hans tilþrifum, útliti og persónuleika. Ekki það, aö hann sé slikur ógnar grlnisti, heldur er hann „svo agalega halló”, segja stelpurnar. En eldri kynslóðin, sem minnist hans m.a. úr stórmyndinni „A hverfanda hveli” (Gone With The Wind), má vart tárum halda. En áfram með söguna. Stað- reyndunum er ekki hægt að neita, og á árunum 1930-1950, eða svo, var hugsunarháttur fólks a 11 nokkuð annar, en hann er nú. Clark Gable fékk viður- nefnið ,,Konungurinn" í Hollywood, Enda þótt hann hafi legið í gröf sinni í rúm 12 ór, heldur hann enn orðstír sínum sem vinsælasti kvik- myndaleikari allra tíma.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.