Tíminn - 18.02.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 18.02.1973, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 18. febr. 1973 VIRÐULEG OG VINSÆL MENNINGARSTOFNUN EIN AF HINUM GÖMLU, virðulegu menningar- stofnunum lands okkar er Amtsbókasafnið á Akur- eyri. Þeir, sem stundað hafa nám sitt þar i bæ — og þeir eru orðnir harla margir — hafa sótt sér þangað næði til lestrar og auk þess óteljandi upplýs- ingar, sem ekki er ástæða til að rekja hér. En menn þurfa ekki endilega að hafa stundað nám i skól- unum á Akureyri til þess að eiga góðar minningar um Amtsbókasafnið. Þeir verða að vera harla frá- bitnir lestri, eða þá furðu framtakslausir, ef þeim hefur tekizt að dveljast lengi á Akureyri, án þess að sækja sér bækur i safnið. Það var af gömlum og áleitnum vana, sem sá er þessar línur hrip- ar, leit inn á Amtsbókasafnið, þegar hann var á heimleið úr ferðalagi, ekki alls fyrir löngu. Bókavörðurinn, Árni Kristjáns- son, reyndist góður heim að sækja, svo sem vænta mátti og varð góðfúslega við þvi að svara nokkrum spurningum. bað var byrjað á sjálfri byrjuninni. Fyrsta spurningin var svohljóð- andi: Nær hálf önnur öld — Hvenær var Amtsbókasafnið stofnað, Arni? — Þetta var ljóta spurningin! Henni get ég blátt áfram ekki svarað. Þannig er nefnilega mál með vexti, að okkur skortir heim- ildir um það, hvenær þetta safn var stofnað, og meira að segja lika, hvar það var stofnað. Það er talað utan að þvi, hér og hvar, og það eru mestar likur til þess, að það sé stol'nað á árunum 1826—1828 á Möðruvöllum i Hörgárdal. — Er sjáanlegt, hver eða hverjir hafa þar haft forystuna? — Já. Grimur Jónsson amt- maður mun hafa verið mestur forgöngumaður um stofnun safnsins, en þar að auki munu hafa átt hlut að þessari safns- stofnun danskir íslandsvinir, C.C. Rafn og Jens Möller. Eitt með þvi elzla, sem vitað er um safnið, er að þvi berst boð um að velja úr gjafabókum frá þess- um dönsku tslandsvinum, eða að það fær að minnsta kosti hlutdeild i danskri bókagjöf, sem barst hingað til landsins. Ef þetta er rétt, sem ég held að það sé, þá er ekki svo ýkjamikill aldursmunur á Amtsbókasafninu og Lands- bókasafninu i Reykjavik. Hitt er svo annað mál, að fyrir- rennari Grims, Stefán Þórarins- son amtmaður, mun hafa stofnað lestrarfélag þarna i grennd við sig og það er þá að sjálfsögðu nokkru eldra. — Þaö hafa sumir velt vöngum yfir þessu nafni: Amtsbókasafn. Hefur þú ekki tiltækar skýringar á þvi? — Jú. Safnið mun hafa verið kennt við Norðuramtið, en auk þess held ég, að það hafi upphaf- iega verið tileinkað báðum ömt- unum, Norður- og Austuramti, en siðar hafi Austuramtið fengið sitt safn á Seyðisfirði og þá var þetta kennt við Norðuramtið eitt. Það- an er nafnið komið. — Safnið hefur þá frá upphafi náð yfir harla stórt svæði? — Já, já. Umdæmi safnsins var þannig i fyrstu Húnavatns-, Skagafjarðar-, Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýsiur, en svo kom að þvi, að Húnvetningar og Skag- firðingar fengu safn fyrir sig, og þá varð umdæmi þessa safns Eyjafjarðarhérað eitt ásamt Akureyri, enda voru ömtin lögð niður upp úr aldamótunum sið- ustu. — Eru einhverjar heimildir um það, að safnið hafi verið notað, til dæmis alla leið vestast úr Húna- vatnssýslu? — Ekki hef ég nú séð beinar heimildir um það, en þó minnir mig,að ég hafi einhvers staðar rekizt á það, að póstafgreiðslu- menn og landpóstar hafi átt að annast dreifingu á bókum. Ari Sæmundsen — Þú minntist á, að safnið myndi vera stofnað á Möðruvöll- um i Hörgárdal. Atti það lengi heima þar? — Grimur Jónsson lét af amt- mannsembætti hið fyrra sinn árið 1833, og þá virðist safnið vera komið til Akureyrar. Hvort það hefur farið út að Möðruvöllum aftur, veit ég ekki, en á Akureyri voru lengi vandræði að koma safninu fyrir i húsnæði, svo að það mun hafa verið langtimum saman niðri i kössum, stundum hjá Gudmann kaupmanni og stundum virðist Andreas kaup- maður Mohr, — en hann var vist reyndar faktor hjá Gudmann, — hafa verið bókavörður við safnið og skotið skjólshúsi yfir það. Síðan tekur við safninu mikill ágætismaður og menningarfröm- Arni Kristjánsson, yfirbóka- vörður Amtsbókasafnsins á Akureyri. uður, sem ofurlitið er getið um i bókmenntum, og hét Ari Sæmund- sen. Hann var sýsluskrifari hér i Eyjafirði, dvaldist hér lengi og lagði gjörva hönd á margt, en mun hafa verið Borgfirðingur, ef ég man rétt. Hann var sem sagt um alllangt skeið bókavörður, bar safnið mjög fyrir brjósti og annaðist það vel. Bjarni Thorarensen minnist á hann i ýmsum spévisum sinum. Ari Sæmundsen gaf út bók, sem er allsérstæð. Það er kennslubók i þvi að leika á langspil. Fyrsta bókasafns- nefndin — Hvenær er svo farið að setja safninu stjórn, likt og tiðkast um stofnanir nú á dögum? — Arið 1863 var fyrsta bóka- safnsnefndin stofnuð. I henni áttu sæti Jóhann Thorarensen lyfsali, sonarsonur Stefáns Þórarinsson- ar amtmanns á Möðruvöllum, Bernhard Steincke, danskur maður, sem var kaupmaður hér og lét mikið að sér kveða i menn- ingarlifi bæjarins á meðan hann dvaldist hér. Hann virðist hafa átt sér geysilega vitt áhugasvið og sýndi mikinn dugnað i þvi að leiða Akureyringa á fund menningar- innar, ef maður piá komast svo að orði. Þriðji maðurinn i þessari fyrstu bókasafnsnefnd var Jó- hannes Halldórsson. Hann var skólastjóri barnaskólans og odd- viti bæjarstjórnar bæði oft og lengi. Þróun húsnæöismálanna Arið 1875 eignaðist safnið loks- ins fastan samastað i ráðhúsi bæjarins, eða i tukthúsinu, eins og það var alemnnt kallað. Hafði það verið byggt á þvi ári. Þegar samkomuhúsið var byggt, sem var vist árið 1906, fékk bókasafnið þar húsnæði i kjallaranum, og þá var opnaður þar lestrarsalur i fyrsta sinn. Þá var Páll Briem, amtmaður, kom- inn til skjalanna og hann var mik- ill grjótpáll og áhugamaður og dreif safnið upp. Fram til þess tima höfðu menn verið látnir borga svolitið gjald fyrir það að fá að nota bækur safnsins. Það var að visu ekki hátt, en þó létu fAtæklingar sig muna um það. Þetta afnam Páll Briem, og þá stórjukust afnotin af safninu. Næst er það til máls að taka, að safnið fluttist i gamla barnaskól- ann, hérna inn með Brekkunni. Það hús hafði verið byggt árið 1900, en 1930 fluttist skólinn þaðan i núverandi barnaskó^ahús, þá nýbyggt. Arið 1934 fóru stúdentar á Akureyri að hugsa til aldar- afmælis þjóðskáldsins Matthias- ar. Þá tók stúdentafélagiö bóka- safnsbygginguna á dagskrá og beitti sér fyrir málinu. Var þá fé safnað hér i bænum i þessu skyni. Ekki varð þó af byggingu nýs húss að sinni, en árið 1947 var keypt ein hæð i húsi við Hafnar- stræti og þangað flutti svo safnið árið eftir. Siðasti flutningur safnsins til þessa var svo, þegar það fluttist i þetta hús, þar sem við nú erum, árið 1968. — Þetta hús hefur verið byggt sérstaklega fyrir Amtsbókasafn- ið? — Já, já. Eiginlega er húsið afmælisgjöf frá bænum hér til safnsins. Það er gefið i tilefni af hundrað ára afmæli bæjarins. — Heldurðu ekki, að það nægi ykkur eitthvað fram i timann? — Jú, ætli það ekki. Ég vona það að míhnsta kosti. Annars bólgna söfn hroðum skrefum. Auk þess fór það nn svo hér, að inn i þetta hús lenti annar aðili, þótt hann að visu sé skyldur safninu að eðli. Þetta er héraðsskjalasafn Akureyrar og Eyjafjarðarsýslu, sem er hér uppi á loftinu, þótt ekki væri ráð fyrir þvi gert i upp- hafi, og fyrir vikið er þrengra hér en eðlilegt má teljast, þegar þess er gætt, hversu nýtt húsið er. Útlánin — Er ekki safnið geysimikið notað — ég á við útlánin? — Jú, það held ég að megi segja. Undanfarin ár hafa útlánin verið um það bil tiu bækur á nef, sem þykir mjög gott. Að visu voru þau ekki svo mikil á siðasta ári, en þess ber að gæta, að við lokuð- um safninu einn mánuð i sumar vegna skráningar og það hefur áreiðanlega átt nokkurn þátt i út- komunni. Svo fer þetta nú lika talsvert eftir veðráttu. Ég vona, að þetta sé ekki merki þess, að áhugi eða aðsókn að safninu sé að dvina, en annars skilst mér, að það sé reynsla fíestra safna. sem likt er ástatt um og hér, að þegar þau flytjast i nýbyggingu, þá ork- ar það mjög hvetjandi fyrst i stað, en dvinar svo aftur, þegar frá lið- ur. Annars held ég, að við þurfum ekki neitt að kvarta undan sliku hér, enn sem komið er, og ekki ástæða til neinnar svartsýni, þótt útlánin yrðu dálitið lægri á siðast liðnu ári en árin næstu á undan. „Mormónafilmurnar,, — Er ekki þessu safni skipt i deildir? — Jú, jú. Það starfar i tveim megindeildum, sem eru svo greinilega aðskildar, að segja má, að hér sé um tvö söfn að ræða. Það var Arni Jónsson bóka- vörður, sem kom þeirri skipan á. Litið inn í Amtsbókasafnið á Akureyri VIÐ VERÐUM ASTFANGIN AF „SPEGILMYND" OKKAR EIl ÞAÐ tilviljun háð, hvenær við verðum ástfang- in? Kemur það eins og þruma úr heiðskiru lofti? Eða fylgjum við kannski ströngum reglum, sem við sjálf gerum okkur ekki grein fyrir? Freud fullyrti hér á sinum tima, að þetta væri sjúklegt ástand — eins konar taugabilun. Frakkar kalla þetta eigin- girni tveggja. Satt að segja hefur skyndilegur ástarhugur ekki verið rannsakað- ur á kerfisbundinn hátt. Menn hafa lagt miklu meiri stund á að kanna, hvað stjórnar yfirleitt þvi makavali, sem leiðir til hjóna- banda. Og þar er æðimargt, sem kemur til greina: Þjóðfélags- staða, sálfræðileg tilbrigði og ytra útlit og aðrir eiginleikar. Visindamenn greinir á um það, hvað þyngst er á metunum, enda er það sjálísagt afareinstaklings- bundið. En flestir hallast að þvi, að jafningjasjónarmið sé mjög rikjandi. Sækjast sér um likir, segir máltækið. Allar rannsóknir benda til þess, að fólk sé mjög bundið i vali sinu. Fólk hagar þvi mjög eftir þvi, hvar i stétt og starfi það sjálft stendur — svipað gáfnafar, svip- uð menntun, keimlikar trúar- skoðanir og skyldur uppruni og búseta veldur hér miklu um Hversu þungt þetta er á metunun kemur bezt i ljós, þegar fólf verður ástfangið fjarri átthögum sinum — i útlöndum. Þegar til al- vörunnar kemur og hið daglega :if kallar að, fer fyrst að reyna á böndin. Um það verður ekki deilt, að likar lifsskoðanir og venjur og svipaður uppruni greiðir mjög fyrir góðri og stóráfallalausri sambúð. Þegar ást kviknar, myndast spenna. Þar eru eölishneigðir að verki. Dæmin sanna, að oftast laðast fólk að sömu manngerð og það sjálft heyrir til. Sé sagt, að fólk leiti spegilmynd sjálfs sin, verður ramminn, sem þeirri skil- greiningu er settur, að vera mjög rúmur. Það er kannski eins konar leiðsögn náttúrunnar þvi til varn- ar, að fólk ani út 1 ólæru: Það er að jafnaði bezt að vita hvar fæti er stigið niður — hætta sér ekki út i ófæru með þvi að velja það, sem fólk veit ekki, hvað fylgja kann. Hér kunna einnig að koma fram áhrif foreldra — sú fyrirmynd, er þeir hafa verið börnum sinum, og hin fyrstu ástaratlot er þau þágu af þeim. A þvi leikur enginn vafi, að það, sem ber fyrir okkur barn á bernskuheimilinu, allt frá blautu barnsbeini, hefur sin áhrif á það, hvaða maka við veljum okkur. Ef huganum er aftur beint að þvi, hvað það sé að vera ástfang- inn, þá er það fyrst og fremst fyrirbæri, sem gerist á æskuárum — áköf þrá, sem gripur ungling- inn. Varanleg ást byggist á dýpri og þroskaðri skilningi. Astfang- inn aðili, piltur eöa stúlka, gerir fegurri mynd af þeim, sem hann leggur slikan hug á, og ævintýra- legri en fær staðizt til lengdar. Sá, sem verður snögglega ástfang- inn, gerir of litið úr sjálfum sér, en of mikið úr þeim, sem ást hans kveikti. Það verður auðn og tóm i huga hans, ef hann verður fyrir vonbrigðum, þvi að i rauninni hefur hann glatað nokkru af sjálf- um sér, kannski næsta snögglega — það er að segja þeirri imyndun, sem var orðin að raunveruleika i hugarheimi hans. Sá, sem þannig er ástatt um, hefur gengið i gildru, tekið þá áhættu að eiga allt undir mati annars. Margir ganga i hjónaband með draumsýnir sinar að leiðarljósi. Þeir eiga mikið undir þvi, hvernig myndin ræðst, ef svo má að orði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.