Tíminn - 18.02.1973, Side 21

Tíminn - 18.02.1973, Side 21
Sunnudagur 18. febr. 1973 TÍMIW 21 Annars vegar er útlánasafn — eða heimlánasafnið — og er það á neðri hæð hússins, en hins vegar geymslusafn á efri hæðinni, og eru bækurnar,sem þar eru, aðeins lánaðar á lestrarsal, nema eitt- hvað alveg sérstakt sé um að ræða. Á efri hæðinni er lika filmu- safn, og eru þar meðal annars allar mormónafilmurnar okkar. — Ha! Mormónafilmur? Hvað er nú það? — Það eru filmur af kirkjubók- um og öðrum ættfræðiheimildum, sem mormónar i Utah tóku hér fyrir nokkru, en þeir eru miklir áhugamenn um ættfræði, og mun það að verulegu leyti stafa af trú- arskoðunum þeirra. Þeir þykjast nefnilega geta bjargað forfeðrum sinum til eilifs lifs, ef þeir vita hvern þeir eiga að ávarpa og þess vegna leggja þeir mikla rækt við að rekja ættir sinar. Þeir sendu út af örkinni menn hingað til Isiands, hér um árið, til þess að taka upp á filmur allar islenzkar kirkjubæk- ur. Og ekki nóg með það: Þeir létu lika taka upp allar skipta- bækur, en það eru skýrslur yfir opinber arfaskipti. Svo létu þeir lika taka upp ættartölur, tii dæm- is eins og Jóns Espólins, Stein- grims Jónssonar, biskups, og fleiri. Og svo má ekki heldur gleyma hinum stórmerku ævi- sagnaritum eins og Ævisögum lærðra manna eftir Hannes Þor- steinsson, sem aldrei hefur verið gefin út, og Prestaævir eftir Sig- hvat Borgfiröing. Allt þetta er hér til á filmum og það getur hver sem er fengið lánað á lestrarsal ásamt vél til þess að lesa það i. Þar að auki er hægt að fá löggilt fæðingarvottorð eftir þessum filmum, og það er þó nokkuð al- gengt að menn komi hingað til þess. Það er fyrirhafnarminna en að fá vottorðið sunnan úr Reykja- : vik. Fiármál og rekstur — Stendur ekki Akureyrarbær undir safninu fjárhagslega? — Jú. Að visu fær bærinn ákveðinn rekstrarstyrk frá rik- inu, og er það viss krónutala á nef, svo að styrkurinn hefur orðið æ minni með vaxandi verðbólgu, og er nú kominn niður fyrir tiu prósent af rekstrarkostnaðinum. Aðalbókastofn geymsludeildar safnsins eru prentskyldueintök, sem safnið fær gefins. Það fær eitt eintak af öllum bókum, sem prentaðar eru á Islandi, og vissu- lega er mikill styrkur að þvi. Hitt er svo annað mál, að þessar bæk- (Tiniamynd Gunnar). segulbandi? — Ofurlitið hefur sliku veriö safnað, en þó heföi ég þurft að setja meiri kraft i að safna rödd- um gamalla borgara hér. Þaö er nánast átakanlegt, að þeir hverfi af sjónarsviöinu, án þess aö heyr- ist hósti eða stuna eftir. Fortið og nútíð geymdar framtiðinni — Já. Ykkar hlutverk er að varöveita samtiðina handa fram- tiðinni. — Viö gerum það nú sjálfsagt ekki i nógu rikum mæli, en það er margt, sem kallar að. Skjalasafn- ið hefur tekið mikinn tima, en það er þó spor i þessa átt. Annars gengur oft dálitið erfiðlega aö fá frá mönnum gamalt dót, sem þeir lúra á og ætla kannski ekki að nota, heldur jafnvel láta á safn — einhvern tima. — Attu við sendibréfasöfn? — Lika þau, en það er margt fleira. Ég átti ti! dæmis viö heim- ildir um hvers konar félagsstarf- semi hér i bænum og sveitunum i kring. Gerðabækur, félagaskrár, og margt og margt fleira. Það er margan fróðleik hægt að sækja i slikar heimildir, þegar stundir liða. — Það eru þá allar likur til þess, að safnið hafi ærnum verk- efnum aö sinna í næstu árum og áratugum? — Ég vona það. Ef það heldur vinsældum sinur.i, ef fólk heldur áfram að vilja 1 oma hingað til þess að sjá það, si m við höfum að bjóða og fræðast , f þvi, sem hér er að finna, vona ég, að ekki standi á safninu að rækja sitt hlutverk eftir beztt getu, svo sem verið hefur. —VS. ur voru látnar ganga sér til húö- ar, þær voru lánaðar út eins og aðrar bækur. En eftir að safninu hafði verið skipt i deildir árið 1962, er þessu haldið algerlega aðskildu og geymslubækurnar fara ekki út úr húsinu. En þótt safnið fái þannig mik- inn stofn i geymsluna ókeypis, þá kostar rekstur geymslusafnsins mikið og það fer vaxandi eftir þvi sem það stækkar. Þó ekki sé nema band á allar þessar bækur, þá kostar það sinn skilding. Svo er lika mikil vinna að halda þessu öllu i röð og reglu. Einkum er timafrekt að annast alls konar smáprent, og þar er það, sem skórinn kreppir einkanlega að okkur núna. Aður fyrr, á meðan safnið bjó við þrengri húsakost, var hvorki aðstaða né starfs- kraftur til þess að halda þessu i eins góðri reglu og þurft heföi að vera. Þetta smáprent hrúgaðist þvi upp, og nú er blóðsprengur að koma þeim hlutum i lag, og það er feikilegt verk, fyrir nú utan kostnaðinn við að koma þvi i sómasamlegar umbúðir. En margt af þessu er merkilegt efni, sem nauðsynlegt er að varðveita vel, þótt það ef til vill sé ekki svo mjög yfirbragðsmikið til að sjá, allt saman. Baktrygging Landsbókasafns — Er ekki geymsludeildin hér á margan hátt sambærileg við Landsbókasafnið i Reykjavik? — Jú, það er alveg rétt skilið. Og hugmyndir bókafulltrúa eru þær, að með nýjum bókasafnslög- um verði safnið hér eina bóka- safnið á landinu utan Reykjavik- ur, sem fær öll prentskylduein- tökin, sem út eru gefin i landinu. Þetta hér yrði þá eins konar bak- tryggingarstofun Lands bókasafns, enda virðist manni óverjandi annað en að hafa að minnsta kosti á einum stað i landinu utan höfuðborgarsvæðis- ins nokkuð rikulegt bókasafn, þvi að það hefur sýnt sig hvað eftir annað i sögu lands okkar, að suð- vestur horn þess er dálitið ótryggt gagnvart náttúruhamförum, Og það væri alvarlegur skellur, ef allur menningarforði þjóðarinnar i bókum færist i einni svipan. Það er eðlilegt að þetta leiti á hugann einmitt nú þessa dagana, þegar eldurinn leikur lausum hala i Vestmannaeyjum, og þá er þess lika að minnast, að eldstöðvarnar á Reykjanesskaganum eru svo sem ekki ýkjagamlar. Auðvitað er maður ekki að spá illu. Að sjálfsögðu vona allir, að ekki komi til slikra skelfinga, en þær gera ekki heldur boð á undan sér, hvenær sem þær koma og hvar sem þær koma. Það sakar þvi ekki að lifa hér eftir hinu forn- kveðna, — aö búast við hinu illa þvi að það góða skaðar ekki. I sambandi við þetta má lfka minna á hinar margfraégu kenn- ingar um jafnvægi i byggð lands- ins, og enginn neitar réttmæti þess að hafa ekki alla hluti saman komna á sama blettinum. Það hefur verið talað um að flytja stofnanir út á landsbyggðina, jafnvel visindastofnanir, en þá verður lika að hafa i huga, að slik starfsemi útheimtir mikinn bóka- kost og þarf nauðsynlega að hafa aðgang að bókasöfnum. Þótt Amtsbókasafnið sé ekki stórt, myndi það verða mikill styrkur slikri visindastarfsemi, og svo mikið er vist, að það hefur alltaf verið mjög mikið notað af skólun- um hér i bænum og hefur það færzt mikið i vöxt á seinni árum. Ef til þess kæmi, sem stundum hefur komið til orða, aö hér á Akureyri gæti einhvern tima orðið háskólakennsla i einhverj- um greinum, býst ég við,að nauð- synlegur udanfari þess væri efl- ing Amtsbókasafnsins, og það svo um munar. — Hvaðer margt fólk starfandi i Amtsbókasafninu núna? — Það eru sjö manneskjur, en þá eru þeir, sem lausráðnir eru, taldir með. — Er þetta ekki ennþá eina bókasafnið i bænum? — Einhver söfn munu vera i skólum hér, en hve stór þau eru, veit ég ekki. Menntaskólinn er með nemendabókasafn, þar sem talsvert er af fagurbókmenntum, einkum islenzkum, en að minu viti er það ekki nándar nærri nóg til þess að skólinn geti verið sjálf- bjarga á þvi, enda sækja mennta- skólanemendur og nemendur gagnfræðaskólans aðallega hing- að. Hljómplötusafn? Mannaraddir? — Þú nefndir þarna áöan filmusafn ágætt. Er. hafið þið ekki lika hljómplötusafn? — Nei, þvi er nú miður. Þetta hefur verið rætt, en er ekki komið til framkvæmda enn. Það þykir hlýða, að hljómplötusafn fylgi almenningsbókasafni, en við höf- um blátt áfram ekki húsrými fyrir það hér, þótt æskilegt væri, og þótt húsið sé svo til nýtt. — Eigið þið raddir manna á Illuti af lestrarsal Amtsbókasafnsins. Myndin er tekin skönimu áður en safnið var formlcga opnað komast. Stundum ræðst hún eins vel og efni standa frekast til, en stundum fer á annan veg. Á þvi er þeim mun meiri hætta, sem mak- arnir eiga færra sameiginlegt — annað þjóðerni, annar hugsunar- háttur, aðrar venjur og fleira get- ur þá reynzt æðiviðsjárvert. Margt bendir til þess, að for- eldrarnir stjórni markavalinu oft óbeinlinis — það er að segja með tilveru sinni einni og þeim áhrif- um, sem samvistirnar hafa haft á börnin. Sennilega gætir áhrifa þeirra ávallt á einhvern hátt, þó að ungu kynslóðinni detti það sizt i hug. Hér kemur allt til greina i senn: Útlit, skaphöfn og lifnaðar- hættir. Safnað hefur verið rann sóknarefni, sem bendir til þess, að ekki sé tilviljun ein, hversu oft margt er likt með geöþekkri móður og tengdadóttur. Þaö má raunar fullyrða aö góð móöir er oft fyrirmynd sonar, þegar hann leitar sér maka. Rannsóknir, sem sálfræðingur- inn Anni von der Lippe hefur gert, virðast lika leiða i ljós, að það séu yfirleitt sérlega farsæl hjóna- bönd, þegar konan likist föður eiginmannsins að andlegum eigin leikum. Annars virðist það liggja i augum uppi, aö persónuleiki eiginmannsins valdi mestu um hvort hjónabönd veröi endingar- góð eða fari út um þúfur. Sé hann jafnlyndur og gætinn er það hjónabandinu hið sama og skipi akkeri, þegar á skipaleguna er komið. Það virðist vera föst regla, að þeim, sem ganga i hjónaband með skynsamlegt mat á þvi, hvað þeim ber að veita maka sinum i sambúöinni, farn- ast öðrum betur. Miklar geþ- sveiflur og of háreistar drauma- borgir hafa hættu i för með sér. Þegar þessi mál eru rædd, hlýt- ur hugurinn að leita til svefnher- bergisins og hjónarúmsins. Það hefur verið sagt, aö þar megi lækna öll sár, en þar megi einnig gera þau að ólæknandi mein- semd. Karlmönnum er auðveld- ara að greina á milli kynlifsins og annarra þátta. Konan getur ekki skilið þar á milli á sama hátt, og þess vegna veröur daglegt lif og kynferðislif að haldast i hendur án þess að mikil snuðra hlaupi á þráðinn. Konur eru viökvæmari en karlar, og þeim er það yfirleitt eiginlegast að byggja lif sitt á sambúð við einn mann. Þess munu fá dæmi, aö annað gefist vel til frambúðar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.