Tíminn - 18.02.1973, Síða 32
32
TÍMINN
Sunnudagur 18. febr. 1973
IA/a D 1 ■ m j 1 le,f Vinsælda
FfWe oenev e m i us listinn
Rabbað við lcecross um Danmerkurdvöl o.fl. Sagt frö hinni nýju
plötu hljómsveitarinnar, sem kemur út um næstu mónaðarmót
ICECIIOSS: — Axel Einarsson, gitar, Ómar
Óskarsson, bassi, Ásgeir Óskarsson, trommurÁgúst
Ilarðarson, rótari. Þetta er efniviður iskrossins
íslenzka, eins árs gamallar popphljómsveitar, sem
allt frá þvi fyrsta hefur skorið sig úr með að flytja
eingöngu frumsamið efni. Það er mikið þrekvirki og
her vitni um stolt tónlistarmannanna og trú á eigin
getu að hunza eftiröpun á verkum annarra og
þekktari poppgrúppa, Stefna sú, sem Icecross
helur haft, mun ekki falla i ikjagóðan jarðveg hjá
islenzkum æskulýð, eða hefur vart gert það fram til
þessa. Ef til vill er ekki eingöngu hinum Iandlæga
tónlistarsmekk eða tónlistarkröfum um að kenna,
heldur aðstöðunni, sem hér hefur verið fyrir hendi.
Litill grundvöllur hefur verið
fyrir hljómsveitir hérlendis að
halda hljómleika, og þá er ekki
um neitt annað en dansiböllin að
ræða, þar sem allt er gert til að
„trekkja” fólkið inn. Og reyndin
virðist vera sú, að „eftiröpunar-
tónlistin” fellur bezt i kramið,
enda kemur fólk yfirleitt á þessa
staði aðeins til að dansa, drekka.
og hitta kunningja. Tónlistin er
bara þægilegur bakgrunnur. En
hér er ég kominn út i efni, sem
erfitt er að gera skil i stuttu máli,
svo að rétt er að láta staðar
numið að sinni. Enda er erindi
þessa greinarstúfs annað.
Icecross tók saman pjönkur
sinar siðastliðið vor og hélt úr
landi. Beindu þeir för sinni til
Danmerkur, nánar tiltekið Kaup-
mannahafnar, og þar i borg undu
þeir siðan glaðir við sitt i fimm
mánuði samfleytt. Komu þeir
kappar aftur heim til föðuriands-
ins i nóvember s.l. Ekki sátu þeir
auðum höndum þar ytra, en
spiluðu af miklum krafti fyrir
Danskinn, við mjög gott álit.
Einnig notuðu þeir tækifærið og
léku inn á L.P. — plötu, sem senn
kemur á markaðinn og erugerð
nánar skil hér á siðunni. Ég hitti
að máli þá Axel gitarleikara og
Agúst rótara fyrir skömmu, og
við spjölluðum saman, um Dan-
merkurdvölina o.fl., meðan nýja
platan glumdi á „fóninum”
(extra plata, sem hljómsveitinni
var send til reynslu að utan).
— Þið spiluðuð mest i
„Revolution” Axel. Hvernig var
„atmosferan” þar?
—Þetta er pryðisstaður og
þekktasti poppklúbburinn i Kaup-
mannahöfn. Jú, „atmosferan”
var mjög góð. Fólk kom þarna til
að hlusta, og gerði það lika fals-
laust. Mér er óhætt að segja, að
við fengum geysigóðar viðtökur.
Það var yfirleitt afar gaman að
spila fyrir það fólk, sem lagði leið
sina á þennan stað. Og að sjálf-
sögðu fluttum við aðeins frum-
samið efni, sem virtist falla i
góðan jarðveg hjá Dönunum.
— Nú er Kaupinhafn að verða
alheimsborg, og þangað leggja
leið sina allra þjóða kvikindi.
Fengu þið einhverjar eftirminni-
legar heimsóknir?
— Það kenndi ýmissa grasa
þarna. Það var allmikið um
hljómleika heimsþekktra popp-
stjarna i Kaupmannahöfn siðast-
liðið sumar, og endrum og eins
komu einhverjir úr þeim flokki i
„Revolution”. Okkur er minni-
stæðast, er þeir félagar úr Who,
með Peter Townsend i broddi
fylkingar, litu við hjá okkur.
Raunar gerðu þeir meir en að
lita, þvi þeir sátu við langa stund
og hlustuðu á okkur, og virtist
lika vel. Crossby, Stills & Nash
komu þarna við lika, en það þótti
okkur ekki eins mikið til um.
— Gerðu þið mikið að þvi að
spila i „Revolution”?
— Það er óhætt að segja. Það
kom fyrir, að við spiluðum 6 kvöld
i viku i kúbbnum, og þá frá kl. 9 til
allt að 3 að nóttu. Einnig gerðum
við allmikið að þvi að koma fram
i Kristjaniu, hippanýlendunni, en
segja má, að það sé orðið sérstakt
borgarhverfi, inni i miðri borg.
Það var sérstaklega skemmtilegt
að koma þarna fram, og er okkur
einkum minnistæð árshátið
hverfisins. Fór hún fram i
geysistóru húsi með langeldum á
gólfinu. Geysifjör það. Stórkost-
legt fólk i Kristjaniu og stórkost-
legt að skemmta þvi. Þetta eru
allt saman hippar, en flestir
vinna þó eitthvað.
— Hvað getið þið sagt mér um
dönsku hljómsveitinar i dag?
— „Standardinn” hjá hljóm-
sveitunum sjálfum er lágur mikið
lægri en hér. En hins vegar eiga
þeir alveg frábæra einstaklinga i
poppinu, og i þvi sambandi langar
mig til að nefna pianóleikarann,
Tommy Sébach, sem lék með
okkur i einu lagi á plötunni okkar.
En það var eina utanaðkomandi
aðstoðin, sem við fengum. I
sumar var Gasoline vinsælasta
hljómsveitin i Danmörku (svipar
nokkuð til Hauka hér heima), og
af öðrum vinsælum grúppum má
nefna Midnight Sun og Day og
Fönix.Nú það má lika nefna Sir
Henry and the butlers.sem er all-
sérstæð og skemmtileg. En, sem
sagt, „standardinn” er ekki hár
yfirleitt.
— Ef við snúum okkur ögn að
plötunni. Hvar var hún tekin upp
og hvenær?
— Hún var tekin upp i Rosen-
berg-stúdióinu. i K.höfn i nóv-
ember og tók upptakan 30 tima.
Um Rosenberg er það að segja,
að i dag er það vafalaust full-
komnasta stúdió á Norður-
löndum. Miðað við það, sem bezt
gerist i Bretlandi, er það annað
flokks stúdió.
— Og eruð þið ánægðir með
plötuna?
— Já, við erum allir mjög
ánægðir með hana.
— Hvað hafið þið svo i hyggju
að taka ykkur fyrir hendur á
næstu mánuðum. Einhverjar
stórráðagerðir?
—Ekki veit ég, hvort við
ráðumst i einhverjar stórfram-
kvæmdir, en við munum alla
vega halda áfram á sömu braut
og gjarna fara utan aftur. Sem
stendur höfum við áhuga á þvi að
á íslandi
í dag
SAMKVÆMT hcimildum frá
hijómplötuverzlunum hér i borg-
inni eru vinsæiustu plöturnar hér
á landi um þessar mundir sem
hér greinir:
Erlendar l.p.-plötur
1. - Who Do We Think We
Are/Deep Purple
2. - Back To Front/Gilbert
O’Sullivan
3. - Slayed/Slade
4. - Don’t Shoot Me/Elton John.
5. - Catch Bull At Four/Cat
Stevens
6. - The Magician’s Birth-
day/Uriah Heep
íslenzkar l.p. - plötur
1. - Eitt og annað smávegis/Rió
Trió
2. - I sól og sumaryl/Hljómsveit
Ingimars Eydal
3. -Einsöngvarakvartettinn
4. -Orvar Kristjánsson/örvar
Kristjánsson (harmonikuplata)
5. - Glugginn henna
Kötu/Vilhjálmur Vilhjálmsson
6. - Reynir Jónasson (harmóniku-
plata)
Litlar plötur
islenzkar/erlendar
1. - Mama We Are All Crazy
Now/Slade
2. - Manana/BayCity Rollers
3. - My Ding-A-Lmg/Chuck Berry
4. - Hi Hi Hi/ Wings
5. - Lonely Again/G ilbert
O’Sullivan
6. - Lina Langsokkur/Hanna
Valdis
Þess ber að geta, að niðurröðun
platanna hér að ofan má ekki
skilja sem einhlitt merki um vin-
sældir þeirra og sölu, þar sem
þær eru i mörgum tilfellum mjög
jafnar, svo að erfitt er að greina
þar á milli.
gera sjónvarpsþátt, en hvað
verður, veit ég ekki.
— Svona að lokum, — hvað
teljið þið ykkur hafa haft mest
upp úr Danmerkurdvölinni?
— Peningalega séð varð hún
okkur ekki til mikils ábata, enda
skipti það okkur minnstu máli.
En þá reynslu, sem við öðluðumst
þarna úti, teljum við ómetanlega
og hennar munum við njóta riku-
lega i framtiðinni.
— Þið ætluð að halda áfram á
þeirri braut, að flytja eingöngu
frumsamið efni?
— Absolut. — fin —
Icecross i Kaupinhafn á sinum gamla, góða og geysivinsæla bíl, Weapon Carrole, sem þeir rúntuðu á
þar ytra. Við stýrið situr Axcl Einarsson gitarlcikari hljómsveitarinnar, Asgeir Óskarsson trymbili er
uppi á þaki, cn ómar Óskarsson bassalcikari og Agúst Harðarson rótari hanga utan á hiiðinni.
FRÁBÆR
Hljóðritun: Rosenberg,
Danmörk —
Pressun: EMI, England
Útgefandi: Icecross Records
Hlið A: Wandering Around (A.P.J. Einarsson), — II. Solution (B.Ó.
Óskarsson), — III. A Sad Man’ s Story (B.Ó. Óskarsson), — IV. Jesús
Freaks (A.P.J. Einarsson)
Hlið B: I. lí)9!) (A.P.J. Einarsson), — II. ScaredíB.Ó. Óskarsson) — III.
Nightmare (A.P.J. Einarsson), —IV. The End (A.P.J. Einarsson.)
Þessi plata er i einu orði ?agt
.frábær og það bezta (ekki of
sterkt til orða kveðið), sem fram
hefur:komið i poppútgáfu hér a
landi. Ég tel það ekkt þjóna
neinum tilgangiað vera að kryfja
'•plotuná til mergjar og, taka hvert
lagfýrir, alla vega véfður það að
biða seinni tima. Það sýnist sitt
hverjum um alla hluti, en það
kæmi mér mjög á óvart, ef þessi
plata á ekkt eftir að gera geysi-
lukku hér á lándi — og að minum
dómi.myndihúnsóma sér með
prýði á erlendum markaði.
Tónlistin á plötunni flokkast án
efna undir þungt rokk, en þó hefur
hún til að bera ýmis einkenni
annarra tónlistartegunda.
Rytminn er mjög þungur og
kemur vel út: Trommurnar gegna
afar Stóru hlutverki, og eru þær
yfirleitt snilldarvel lamdar af
Asgeiri. Um hljóðfæraleik hinna
tveggja er það sama að segja. Ef
ég -ætli að nefna ^Jfinbvern sér-
stakan galla á plotíSfrmi, ’væri það
helzt, að hún sé ef til vill of ein-
hæf. En það væri' ósanngjarnt
mat — möguleikar þriggja /
manna hljómsveitar með jafn-
mörg hljóðfæri eru ekki óendan*.
legir. Hljóðritun og pressun -
virðist hafa tekizt með ágætum.
Umslagið er ekki til ennþá.
Söngur Axels á plötunni er
með ágætum, og á köflum kennir i
honum sérlega skemmtilegra
tilþrifa. Textarnir eru opnir og
auðskildir, en búa samt yfir sinu.
t „Jesú’s Freaks” segir Axel
frá þvi, er hann hittir tvo
„Guðsdrengi” á götu i Kaup-
mannahöfn.og lýsir afstöðu sinni
4íi kenjiinga þeipra. -,-They
believe“íh-3ésus /’Wé believe in
us" gæti vel verið kenniorð Ice-
cross, eða alla vega siðari ljóð-
linan, svo að engum sárni nú.
En umfram allt: hér er á
ferðinni fersk hljómsveit með
ferskt efni, sem skilar sér með
prýði. Astæða er til að óska Ice-
cross til hamingju með þessa
plötu. Og vonandi halda þessir
frumsmiðir áfram á sömu braut.
Vinsælda
listinn í
Englandi
Ameríku
1 BLOCKBUSTER ...Swset (RCA)
2 DO YOU WANNA TOUCH ME
(OHYEAH) ....GwyGittwlMI
3 PART OF THE UNION
Stnwbt |AIM|
4DANIEL ......Ehon Jotm (DJM)
5 YOU'RE SOVAIN
Carty Sánon (Elektra)
6LONG HAIRED LOVER FROM
UVERPOOL
Little Jénmy Oamond (MGM)
7 WISHING WELL ...Frae (Mand)
8ME AND MRS. JONES
BiBy Pau| (Eoic)
9ROLLOVÉR BEETHOVEN
Electnc Ught Otchestra (Harvest)
crocooile rock .........i
WHV CANT WE LIVE TOGETHEH
SUPEHSTrriON .........Stvria
COULD IT BE l’M FALLING IN LOVE
THOUBLE MAN .......
THE WOHLO IS A GHETTO