Tíminn - 18.02.1973, Síða 36
36
TÍMINN
Sunnudagur 18. febr. 1973
VAR TALIN DAUÐVONA
í háskólabænum Ábo i Finnlandi er starfandi
barnalæknir, kona að nafni Páivi Laitinen. Jafn-
hliða læknisstörfunum er hún húsmóðir og á nokkur
börn. Slikt er að verða æ algengara og væri ekki i
frásögur færandi, ef hún hefði ekki verið sem
unglingur dæmd dauðvona af læknum og það vissi
hún sjálf. Hún gekkst undir dálitið óvenjulega með-
ferð og hvort sem það var að þakka lifsvilja hennar
sjálfrar eða meðferðinni þá varð sjúkdómurinn að
vikja, og hún varð alheilbrigð. Eftirfarandi grein er
byggð á frásögn hennar sjálfrar.
Ari6 1958 var Paivi 16 ára
stúlka, sem var i þann veginn að
ljúka gagnfræðaskóla i Pikis ekki
langt frá Ábo.
Æska og athafnir heyra oftast
saman, en haustið var ekki sér-
staklega ánægjulegt fyrir PSivi,
hún kenndi stöðugrar þreytutil-
finningar og hún var alla tið illa
upplögð. Eftir þvi sem á leið fór
hún að finna til óþæginda i maga,
og hún ákvað að leita læknis. Hún
var send til frekari rannsóknar og
að lokum var henni sagt að hún
þarfnaðist uppskurðar. Meðan
hún beið þess, að hann færi fram,
reyndi hún að flytjast með i
skólanum, en starfsþrekið var af
skornum skammti.
Sjúkdómurinn færðist i aukana og
uppskurðinum var flýtt.
Hann fór fram 5. nóvember
1958, og þaö er ekki hægt að lýsa
undrun læknanna, þegar þeir
fundu kýli á öðrum eggja-
stokknum á stærð við höfuð á ný-
fæddu barni. Það hafði sprungið
og slimkenndur vökvi með frumu
vef hafði lagzt yfir.
Eftir uppskurðinn var
foreldrum hennar sagt frá þvi,
hve alvarlegt ástandið var, en
Paivi, sem var svo ung, fékk
ekkert að vita. Hún undraðist að-
eins, hve alvarleg andlitin i
kringum hana voru, áhyggjur
fjölskyldunnar og umhyggja
læknanna, þrátt fyrir það að hún
ætti bráðlega að fara heim til sin.
Hún fékk heimfararleyfið i
desember, en aðeins til bráða-
birgða meöan hún væri að safna
kröftum fyrir frekari
meðhöndlan. En þetta heimfarar-
leyfi varir enn.
Fékk seinust að vita.
Tveim dögum eftir aö hún kom
heim til sin af sjúkrahúsinu
byrjaði hún að stunda skólann á
nýjan leik. Hún fann þó, að
eitthvað lá i loftinu, sem hún gat
ekki gertsér grein fyrir hvað var.
En það kom I ljós, dag einn var
hún kölluö fyrir skólastjórann.
Hann var i miklum metum hjá
nemendum sinum, og hann naut
einnig^ álits, sem fær visinda
maður. Aö ósk foreldra Paiviar
sagði hann henni allt af létt, að
hún gengi meö krabbamein 1
móðurlifi, sem engin örugg
læknisráð fyndust við. Hver og
einn getur látið sér koma i hug,
hvernig sextán ára stúlka verður
viö slikum tiðindum. En skóla-
stjórinn lét sér ekki nægja að bera
henni þessar fréttir, hann gaf
henni ráð til að lifa eftir. Þetta
voru dálitið djarflegar og óvenju-
legar ráðleggingar. Hann lagði
til, aö I stað venjulegrar læknis-
meðferðar færi hún á sérstakan
matarkúr með tilheyrandi böðum
og jurtafæði.
P'a’ivi segist sjálf hafa verið
hugrökk, og þegar maður er
ungur, er lifsviljinn mikill, og hún
segist ekki hafa getað sætt sig við
þá tilhugsun, að hún ætti ef til vill
að deyja innan nokkurra ára.
Þegar hafði átt sér stað nokkur
frumudauöi i likama hennar
vegna undangenginna læknisað-
gerða. Geislameðferö, sem beinzt
hefði að eggjastokknum,
heföi haft I för með sér hormóna-
breytingar, eins og þær, sem
verða hjá konum, er þær komast
á breytingaskeið. Hún heföi
þannig orðið óbyrja eða með
öðrum orðum, breytingaskeiðið
heföi hún tekið út sem ung stúlka.
Það var náttúrulækninga-
maöurinn, og læknirinn Toivo
Karppi, sem tók meðferð
stúlkunnar aö sér og hún ákvaö að
gangast inn á kúrinn. Arangurinn
varö sá, að hún mætti i skólann
hvern dag á vormisserinu og
þegar hún herti upp hugann og
eftir nokkurra mánaöa kúr
lagðist inn á sjúkrahús til rann-
sóknar, var hún orðin alheilbrigð,
og hefur verið heilsuhraust siðan.
Læknarnir, sem höfðu oröið
skelfingu lostnir, þegar hún
ákvað að gangast undir kúrinn i
stað venjulegrar meðferðar, uröu
undrandi og glaðir. Þeir sam-
glöddust lika innilega, þegar þeir
tóku á móti fyrsta barni hennar I
fyllingu timans.
Borðar ekki kjot né fisk
Þaö yrði of langt mál að telja
upp þær fæðutegundir, sem voru
á matseðli hennar, en þær
samanstóðu einkum af náttúru-
legum afurðum, ávöxtum, og
grænmeti. Þá má nefna einn
drykk, sem hún þakkar mikið,
enJiað er seyði af trjáösku sem til
reydd er meö sérstökum hætti.
Meðan á kúrnum stóð, tók hún
daglega 40 gráða heitt bað, og
hún segist hafa orðið vör við
framfarir frá degi til dags.
Hún hefur alla tið siöan einkan-
lega neytt náttúrulegs fæðis, en
kveöst þó forðast allt ofstæki I
þeim efnum. En kjöt eða fisk
leggur hún sér ekki til munns.
Hún trúir, þvi, að hinn leyndar-
dómsfulli bati hennar liggi i réttri
meðferð og rétt.ri hegðun gagn-
vart sjúkdðmnum, en visar á bug
þeim möguleika aö um krafta-
verk eða ranga sjúkdóms-
greiningu hafi verið að ræða.
er nú starfandi læknir og margra barna móðir