Tíminn - 18.02.1973, Side 40

Tíminn - 18.02.1973, Side 40
* ...........................' Sunnudagur 18. febr. 1973 - EignaSALA [Eigna SKIPTI markaðurinn Aðalstræti 9 Sími 2-69-33 Miðbæjarmarkaðurinn Hlégarður g ”Samkomusalir til leigu fyrir: Árshátiöir, Þorrablót, fundi, ráöstefnur, afmælis- og ferm- ingarveizlur. Fjölbreyttar veitingar, stjórir og litlir salir, stórt dansgólf. Uppl. og pantan- ir hjá húsverði i sima 6-61-95. SGOÐI J ff/i'ir yóöan mat $ KJÖTIDNADARSTÖD SAMBANDSINS Bætt úr prestaskorti í Svíþjóð: Verkefnalausir háskólamenn prest ar eftir eins árs viðbótarnámskeið Barnsleg gleði. — Timamynd: Róbert. Þarna sjáum við fagurt mannlíf SVONA eru þær indælar, Hulda og litla barniö hennar. Þar er nú ekki óþekktin eöa erjurnar, held- ur lifður hver einasti dagur i sátt og samlyndi, ást og umhyggju. Svo innilega leggur Hulda brúð- una sina undir vangann, að við jaðrar, að atlot hennar töfri fram bros á vörum, sem þó eru bara úr plasti. Þetta minnir næstum þvi á gömlu söguna um manninn, sem sló staf sinum i klettinn, og fram spratt vatn, mitt i auðn eyði- merkurinnar. Við óskum henni þess, að hún eigi eftir að bera elskað barn á móðurörmum i fyll- ingu timans og leiða það til þroska og menningar. VÍÐA um lönd er nú sárlega kvartaö um atvinnuleysi meöal háskólalæröra manna. Þó vantar menn i embætti i sumum grein- um. Þess vcgna er þaö, aö tuttugu og fimm Sviar, sem lokið hafa prófi i sagnfræði, bókmennta- sögu, heimspeki, féiagsfræöi, uppeldisfræöum, sálfræöi eöa náttúruvisindum, eru i þann veg- inn aö gerast prestar eftir stutt viöbótarnám i guöfræöi. Þaö er sem sé prestahörgull i Sviþjóö. Það er sænska kirkjan, sem hafði frumkvæði að þvi, að at- vinnulausir háskólaborgarar, gætu sótt eins árs guðfræðinám- skeið I Sigtúnum, og siðan fengið vigslu og prestsembætti að feng- inni dálitilli verklegri æfingu til viðbótar guðfræðinámskeiðinu. Akvörðunin var tekin á fundi sænsku biskupanna, og nám- skeiðin eru kostuð af svonefndum vinnumiðlunarsjóði. Þessi nýbreytni hefur hlotið ágætar undirtektir, svo sem ráða má af þvi, að sjötiu vildu komast á námskeið, þótt ekki væri unnt að veita nema tuttugu og fimm viðtöku að sinni. Hætt er viö, að sumum gömlum prestum kunni að finnast hinir nýju stallbræöur þeirra nokkuð snöggsoðnir, en eigi að siður hef- ur einn biskupanna, Ingmar Ström, sagt opinberlega að hann telji það mjög mikils viðri, að prestastéttin skuli fá slikan liðs- auka er mjög breikki þekkingar- svið hennar, og bendir allt til þess, að fleiri námskeið af þessu tagi verði haldin næstu misseri. Þessi nýbreytni Svia kann að vekja nokkra athygli hér, þvi að presta vantar 1 fjölda fslenzkra prestakalla, svo sem kunnugt er. íslenzk sendinefnd á ferð um Norðurlönd: SKOÐA SÆNSK OG FINNSK HÚS HHJ—Uppsölum. Islenzka sendi- nefndin, sem nú er á ferðalagi um Norðurlönd þeirra erinda aö skoöa húsin, sem tslendingum standa tii boöa til þess aö leysa húsnæöisvandræöin, er hljótast af Vestmannaeviagosinu, hefur veriö I Sviþjóö siðustu dagana, en ætlaði aö kvöldi hins 17. til Noregs og Danmerkur. I nefndinni eru Vestmanna- eyingarnir Hafsteinn Stefánsson skipstjóri og Jóhann Friðfinnsson kaupmaður, Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur og Bárður Danielsson verk- fræðingur. Þeir fóru fyrst til Finnlands, þar sem kirkjan, Hufvudstadsbladet og samtökin Norrænn byggingardagur standa fyrir íslandssöfnun. Þar skoðuðu þeir, auk húsa, aflmiklar ryk- sugur, sem Finnar nota i námum, með það I huga, hvort þær gætu komið að gagni við vikurhreinsun i Vestmannaeyjum. Mér virtust þær þó tæpast nógu afkasta- miklar, sagði Guðmundur G. Þórarinsson, er fréttaritari Timans náði tali af honum. 1 Finnlandi njóta íslendingar mikillar samhygðar, og hefur aðalræðismaðurinn Juuranto, reynzt okkur mikill haukur i horni. 1 Helsinki kom Hafsteinn fram i útvarpi og Guðmundur G. Þórarinsson I sjónvarpi. Til Sviþjóðar komu þeir félagar á miðvikudaginn, og hafa þeir siðan feröazt á milli húsagerðar- stöðva, einkanlega þó á Smá- landi. Það eru böi flekahús og einingahús, þar sem hvert her- bergi er sérsmiðað i heilu lagi, er standa til boða, og stærðin 70-80 og upp i 120-130 fermetrar. Yfir- leitt mun þurfa aö gera nokkrar endurbætur á þökum þessara húsa, til þess að þau standist islenzkt veðurfar, og eins telur nefndin æskilegt, að Sviar hafi sjálfir umsjón með uppsetningu þeirra hérlendis. A föstudaginn var nefndin i Stokkhólmi, þar sem hún ræddi við Holmkvist innanrikisráðherra og Grenestedt ráðuneytisstjóra, en það er eitt boð sænsku stjórnarinnar að gefa hingað sextiu einingahús, sem eru fimmtiu fermetrar að stærð. Þau eru fullsmiðuð i þrem einingum, og eru helztu vandkvæðin við þessi hús þau, að flutnings- kostnaður verður mikill, þar sem þau eru frek á skipsrými. Nýstárleg hugmynd: t STÓRVATNINU Væni i Svi- þjóð er sérstakur laxstofn, sem meöal annars er frá- brugöinn öörum iaxfiskum aö þvi leyti, aö hann gengur aidrei i sjó. Aö undanförnu hefur tuttugu og fimm til fjörtiu þúsund laxaseiðum veriö sieppt I Væni ár hvert, cn fæst þeirra hafa náö veru- legum vexti, áöur en þau veiddusl, og svo til enginn iax lifir af ryötimann á þriöja ári sinu i vatninu. Nú hefur Svium dottið i hug að hverfa að nýju ráði til þess að laxinn nái meiri og skjótari vexti og lifi lengur en áður — það er að segja, ef hann ekki er veiddur. Ráðið kemur mönnum kannski á óvænt, en það er i stuttu máli sagt, að gera laxaseiðin ófrjó. Það hef- Ófrjó seiði vaxa hraðar og verða langlífari ur i för með sér, að orka sem að öllu felldu gengi til þess að búa laxinn undir viðhald kyn- stofnsins, verður einstakl- ingnum sjálfum til vaxtar- auka og leiðir til þess að hann nær hærri aldri. Talið er, að laxinn i Væni hafi verið innilokaður i vatn- inu sfðan á isöld. Vatnið varö að gegna þvi hlutverki, sem úthafið gegnir i lifi annarra laxstofna. Honum tókst að samlaga sig kringumstæðun- um, og eins lengi og menn vita Framhald á 31. siðu. Lax úr Væni, er misst hefur þaö eöli aö ganga i sjó.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.