Tíminn - 17.04.1973, Síða 5

Tíminn - 17.04.1973, Síða 5
Þriöjudagur 17. aprll 1973. TÍMINN 5 Viðræður við sendimann Brandts í gær O Skólahættan gömlu fólki getur skapað hinar réttu kringumstæður til menn- ingar-tengsla milli kynslóðanna. Kringumstæður, sem aldrei getur heppnazt að búa til innan veggja nokkurs skóla, Tilbúin gervi- aðstaða er aldrei jafn góð og sjálfur raunveruleikinn. — En er ekki mögulegt að skapa slik menningartengsl innan skólanna með breyttum starfs- háttum? — Nei, það eru algeng rök fyrir þvi, að óhætt sé að hafa menn lengi i skóla, að skólastarfinu sé hægt að breyta. Það á sem sé að fara með hin margbreytilegu lifs- störf, jafnvel sjálft atvinnulifið, inn i skólann. Þetta eru hin mestu falsrök. Þetta hefur aldrei tekizt Hvernig væri hægt að fara með 1 landbúnaðinn, sjávarútveginn, iðnaðinn, verzlunina o.s.frv. inn i skólastofuna?Kjarni þessa þáttar málsins er sá, að langskólakerfið rangmetur þá hömlun nemand- ans, sem reynsluleysið veldur honum. Skólanámið nýtist ekki nemandanum, vegna þess að vixláhrifin milli skólastarfs og eðlilegrar lifsreynslu fá ekki notið sin með núverandi langskólasetu- þvingun. Hvað gæti læknir, hjúkrunarkona, iðnaðarmaður, bóndi o.s.frv., sem aðeins hefði lesið fræði sin á bók? — Hvers vegna,aðþinuáliti,er ekki allt þá farið norður og niður hjá þeim þjóðum, sem hafa lengi búið við langskólasetur unglinga? — Það eru feykileg vandkvæði þegar komin i ljós og eru að koma i ljós i vaxandi mæli eins og ég sagði áðan, Vandkvæðin bi'rtast m.a. i múgmennsku, skólaupp- reisnum, eiturlyfjafikn, leti, glæpum og margs konar and- félagslegum fyrirbrigðum. Ein ástæðan fyrir þvi, að ekki er enn verr farið en raun ber vitni, mun sú, að enn er til fjöldi manna, sem tóku út þroska sinn áður en lang- skólakerfin náðu sinum þræla- tökum. Og það eru einmitt þessir menn, sem hafa haldið uppi þvi framfaraskeiði, sem orðið hefur t.d. hér á landi og i ýmsum öðrum löndum undanfarna áratugi. Aldrei á Islandi hefur orðið meiri nýsköpun og framfarir, bæði á andlegu sviði og verklegu, og siðustu 70 árin. Þessar framfarir hafa ekki verið bornar uppi af langskólabandingjum, heldur einmitt fólki, sem naut takmark- aðrar hóflegrar skólagöngu, en þeim mun meiri skólunar i sjálfum llfsskólanum. Litum i kringum okkur. Hverjir bera og hafa borið uppi megin þætti menningarframstreymisins? Er það fólk, sem hefur setið 9 sinnum 9 mánuði æskuskeiðs sins við skólapúlt? — Þegar þú talar um 9 mánaða skólaskyldu i 9 ár, þá erut i raun- inni farinn að talá um tillög- urnar, sem felast i grunnskóla- frumvarpinu? — Já. Grunnskólafrumvarpið er i aðalatriðum aðeins framhaldi eða viðbót við núverandi kerfi. Að minu mati breytir 9 mánaða skólaskylda i niu ár, skólanum úr þvi að geta verið hamingjugjafi fyrir ungmennin i það að verða að eins konar fengelsi vegna þess hvað hann er langur og hve>hann er einangrandi. Væntanlega þyrftu svo skólabörnin að fá eins mánaðar orlof árlega eins og aðrir borgarar. En þá eru aðeins eftir tveir mánuðir til að vera með i atvinnulifinu og svo stuttan tima verður erfitt að fá vinnu eða dvalarstaði fyrir unglingana — ekki sizt þegar allir landsins ung- lingar þurfa á þessu sama að halda samimis. Einhverákonar gerviskóli eða gervivinna verður þvi það fangaráð sem gripið verður til — og þá er hringnum lokað. Kinamúr kynslóðabilsins yrði þá fullbyggður af hálfu skólayfirvaldoanna. — En hver er þá lausnin út úr öllum þessum vanda? — Þvi vil ég gjarnan svara i framhaldsviðtali, það yrði viðtal um tvenndarskólann, sem er nýtt skólafyrirkomulag, sem ég tel að leysi flest þau vandamál, sem aö framan greinir — auk margra kosta, sem það hefur i för meö sér, sem við e.t.v. þá gætum drepið á. Kj Itmmner peningar 0 Alþingi senda mann til Haag. Ein af ástæðunum fyrir þvi væri einmitt, að við ættum að gera þar fulla grein fyrir siðasta þorskastriði og aðdragandanum að samningnum 1961. Við ættum að sanna með gögnum, að þessi samningur hafi verið gerður fyrir framan byssu- kjafta Breta og væri þvi nauðungarsamningur eins og stjórnarandstaðan 1961 hélt fram. Þetta væri réttur okkar og skylda. Siðan ættu Islendingar að gera það að varakröfu, að málinu yrði frestað fram yfir hafréttar- ráðstefnuna, þvi að hún myndi setja skýrari lagaákvæði um lög- sögumálin en nú væru fyrir hendi. Hann taldi, að Islendingar myndu ekkert gefa eftir af málstað sinum, þótt þeir sendu mann til Haag. Við yrðum að afhjúpa samninginn frá 1961 með gögnum, sem fyrir lægju. Við hefðum ekki rétt til þess að láta það undir höfuð leggjast. Það væri að svikja málstað Islands. Hann lagði að lokum áherzlu á nauðsyn þess, að menn hefðu sinar skoðanir á hlutunum. Nota ætti timann þar til ákvörðun þarf að taka i málinu til að ræða það og reyna að komast að einingu um afstöðu i þvi. Um varnarmálin sagði hann m.a., að lofað hefði verið tvennu I þvi máli — endurskoðun og uppsögn. Endurskoðunin færi nú að hefjast, þegar niðurstöður hennar lægju fyrir alþingi, yrði tekin ákvörðun um siðari þátt málsins, uppsögnina. Þar yrðu allir að lúta meirihlutanum, jafnt i þessu máli sem öðrum málum. Geir Hallgrimsson (S) tók næstur til máls og fjallaði um marga þætti málsins, en siðan Einar Ágústsson, utanrikisráð- herra, sem m.a benti á, að is- lenzkir talsmenn hefðu ávallt látið það i ljós erlendis, að útfærs- an nú væri aðeins áfangi, en land- grunnið allt markmið okkar. Um Haag-dómstólinn sagðist ráðherrann hafa lýst skoðun sinni. Hins vegar væri auðvitaö sjálfsagt að ræða málið i land- helgisnefnd áður en ákvörðun væri tekin. Hannibal ætti að segja af sér, segir Bjarni! Bjarni Guðnason tók aftur til máls og gerði ræðu félagsmála- ráðherra að umtalsefni. Taldi hann, að málflutningur og máls- meðferð ráðherrans væri óverj- andi. Væri eina lausn málsins sú, að ráðherrann segði af sér. AÐ BEIÐNI Willy Brandt, kanzlara Vestur-Þýzkalands, kom Koschnik, efrideildar- þingmaður og borgarstjóri I llannibal Valdimarsson sagði, að þingmaðurinn ætti þá að bera fram vantrauststillögu á sig. Hann hefði skoðun i þessu máli og gæti vel lagt ráðherrastól við, ef þingmaðurinn vildi fylgja orða- fleipri sinu eftir. Um málið sagði han einnig, að hann væri reiðubúinn til þess að lúta þeim meirihluta, sem upp yrði kveðinn hjá réttum aðilum. Geir Hallgrimsson tók aftur til máls, og siðar Jónas Árnason (AB)sem spurði félagsmálaráð- herra, hvort hann vildi hlýta úr- skurði Alþjóðadómstólsins. Hann kvaðst lita það alvarlegum aug- um, þegar einn ráðherra gengi fram fyrir skjöldu að túlka sjónarmið stjórnarandstöðu. Væri vel athugandi, að þetta mál yrði borið undir þjóðina með þvi að þing yrði rofið og efnt til kosn- inga. Bremen, ásamt dr. Fleischauer, þjóðréttarráðu- naut utanrikisráðuneytisins i Bonn, og dr. VVittig, fulltrúa i matvæiaráðuneytinu, til við- ræðna við ólaf Jóhannesson forsætisráðherra i morgun. Viðræðurnar fóru fram i skrifstofu forsætisráðherra og tók Einar Agústsson utan- rikisráðherra einnig þátt i þeim af íslands hálfu, ásamt Guðmundi Benediktssyni ráðuneytisstjóra. Koschnik,borgarstjóri,færði forsætisráðherra kveðju kanzlarans og gerði grein fyrir sjónarmiðum hans og þýzku rikjanna, sem liggja að sjó, varðandi fiskveiðideiluna. Forsætisráðherra og utan- rikisráðherra gerðu grein fyrir sjónarmiðum íslendinga i landhelgismálinu. Viðræðurnar stóðu yfir i tæpar tvær klukkustundir og fóru vinsamlega fram. Einnig var rætt um hugsanlegt fram- hald þeirra siðar. Rjómaís milli steikar og kaffis Isréttur er frískandi ábætir, sem fljótlegt er að útbúa. Vinsæld- ir hans við matborðið eru öruggar. Skemmtilegt er að fram- reiða hann á mismunandi hátt og fylgja hér á eftir nokkrar uppskriftir: ÍSSÚKKULAÐI. Fyllið glas að % með kakó eða kakómalti. Setjið nokkrar sneiðar af vanilluís í, skreytið með þeyttum rjóma og sultuðum appelsínuberki eða möndlum. JARÐARBERJAÍS MEÐ HNETUM. Ristið hasselhnetur þurrar á pönnu. Fjarlægið hýðið og saxið hneturnar gróft. Stráið þeim yfir ísinn og hellið 1 msk. af víni yfir (t. d. líkjör eða sherry). BANANAÍS, 1 skammtur. 1 banani / 3 msk. súkkulaðiís / 1 msk. sólberja- eða jarðarberjasulta / Vi dl þeyttur rjómi / 1 msk. hnetukjarnar. Kljúfið banana að endilöngu og leggið á disk. Setjið ísinn yfir, skreytið með rjóma, sultu og söxuðum hnetum. ÍS í PÖNNUKÖKUM er sérlega ódýr og Ijúffengur eftirréttur. Skerið vanillu- eða súkkulaðiís í lengjur, vefjið pönnuköku utanum, hellið súkkulaðisirópi, bræddu súkkulaði eða rifnu yfir. NOUGATÍS MEÐ APRIKÓSUM. Setjið til skiptis í glas nougat- ís, niðursoðnar aprikósur og möndlur. Blandið dálitlum sítrónu- safa saman við aprikósumauk og skreytið með þvi. HEIT ÍSTERTA. 1 sykurbrauðsbotn / 3 msk. sherry / V* ds. niðursoðnir ávextir / 2 msk. saxað súkkúlaði / 2 msk. saxaðar möndlur / 1 litri vanilluís. Marengs: 4 eggjahvítur / 3 dl (250 g) sykur. Hellið sherryi yfir kökubotninn, setjið ávextina yfir og súkkulaði og möndlur þar yfir. Spænið ísinn upp og setjið hann yfir ávextina. Þeytið hvíturnar með 1 dl af sykri mjög vel, góða stund eftir að þær eru stífar. Blandið því sem eftir er af sykr- inum gætilega saman við. Smyrjið eggjahvítunum utan um ís- inn og bakið við mikinn yfirhita (300° C) í örfáar mínútur, eða þar til marengsinn er gulbrúnn. Berið ísréttinn fram strax. ÍSKAFFI. Fyllið hátt glas til hálfs með sterku, köldu kaffi. Leggið nokkrar skeiðar af vanilluís I kaffið, skreytið með þeytt- um rjóma og rifnu súkkulaði.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.