Tíminn - 17.04.1973, Page 17

Tíminn - 17.04.1973, Page 17
Þriðjudagur 17. apríl 1973. TÍMINN 17 KR-ingar tryggðu sér aukaúrslitaleik KR-liðið sýndi nýjan varnarleik gegn ÍR í íslandsmótinu í körfu knattleik. Brutu niður ÍR liðið í fyrri hólfleik. Aukaúrslitaleikurinn fer fram d morgun d Nesinu KK-liðiðtryggði sér aukaúrslita- leik i Islandsmótinu i körfuknatt- leik, þegar liðið sigraði 1R 67:66 i spennandi leik á Nesinu á sunnu- daginn. KR-liðið kom heldur betur á óvart i byrjun leiksins, þegar leikmenn þess léku nýjan varnarleik og sóknarleik, sem liðið hefur ekki sýnt áður. IR- ingar áttu ekkert svar við þessari leikaðferð til að byrja með og þar að auki hittu langskyttur þeirra ekki vel körfuna. KR-ingar náðu fljótlega forustunni og þegar 14. min. voru liðnar af fyrri hálfleik, Erla Sverrisdóttir. var staðan orðin 26:16 fyrir KR. Birgir Jakobsson skoraði þá körfu og voru IR-ingar þá aðeins búnir aö skora átta stig á 8 min. Hálfleiknum lauk með yfirburða- sigri KR 42:25. Það sýndi greinilega, hvað IR-ingar hittu illa, að þeir skoruðu aðeins 25 stig i fyrri hálf- leik. En það er mjög sjaldgæft, að eins sterkt lið og 1R er.skoriekki fleiri stig. Það var greinilegt að KR-ingar komu tR á óvart með hinni nýju leikaðferð, sem þeir hafa æft af kappi i tvo mánuði og ekki sýnt áður. Þegar IR-ingar byrjuðu siðari hálfleikinn, mátti sjá á leik þeirra, að hinn snjalli þjálfari ÍR-liðsins, Einar Ólafsson var búinn að finna svar við leikaðferð KR. En þannig vill það oft vera i iþróttum, að það finnist svar fljótlega við leikaðferðum, sem hafa kostað erfiðar æfingar. 1R- ingar skoruðu fyrstu lOstigsiðari hálfleiksins og breyttu stöðunni i 44:35.' Og þegar fór að liða á leikinn fóru hinir snjöllu leikmenn 1R, Kristinn Jörundsson og Birgir Jakobsson, sem sýndi stórgóða spretti, heldur betur i gang. Þeir voru potturinn og pannan i sóknarleik 1R og staðan var orðin 55:51 fyrir KR á 11 min. Agnar Friðriksson, sem náði aldrei að sýna góðan leik, jafnar 55:55 á 13. min. og siöan er jafnt 57:57 og 61:61 Þegar þrja’r min. eru til leiksloka kemur Anton Bjarnason IR yfir 64:63. Spennan er i hámarki og voru menn farnir að halda að KR-liðið mundi brotna niður. Kolbeinn Pálsson skoraði þá körfu fyrir KR og staðan var þá 65:64 fyrir Vesturbæjarliðið. Þegar rúmlega minúta var til leiksloka, skorar Agnar fyrir 1R 66:65. Siðustu körfu leiksins, skoraði svo Hjörtur Hansson og rétt á eftir mistókst Kolbeini tvö vitaköst. KR-ingar voru með knöttinn undir lokin, þegar Einar Bollason, þjálfari liðsins, kallaði: ,,Rólegir strákar, það eru aðeins eftir 20 sek”. IR-ingum tókst ekki að ná knettinum og þar með voru KR-ingar búnir að tryggja sér aukaleik annað árið i röð. Auka- leikurinn fer fram annað kvöld kl. 20.30. i iþróttahúsinu á Seltjarna- nesi. Beztu menn KR-liðsins, voru þeir Kolbeinn Pálsson, sem er stundum of eigingjarn á knöttinn og Hjörtur Hansson. Varnar- leikur KR var góöur i fyrri hálf- leik, þegar tR-ingar voru ekki búnirað átta sig á honum. Stiga- hæstir hjá KR voru: Kolbeinn 33 stig og Hjörtur 16 stig. Einar Sigfússon var beztur hjá tR, hann sýndi frábæran varnar- leik og var drjúgur i sókninni. Þá áttu þeir Kristinn, Birgir og Agnar góða spretti, sérstaklega i siðari hálfleik. Stigahæstir hjá tR voru: Einar 20, Birgir og Agnar, 16 stig hvor . Erlendur Eysteinsson og Hörður Tuliulius dæmdu leikinn vel. Ótímabært skot hjá Fram bjargaði Val Dómarahneyksli, þegar Fram og Valur gerðu jafntefli 10:10 í úrslitaleik íslandsmótsins í 1. deild kvenna í handknattleik LOKA- STAÐAN Erla varð markahæst í 1. deild kvenna EINS og kemur fram annars staðar á siðunni, þá þarf aukaleik á milli Vals og Fram, um það hvort liðið hljóti íslands- meistaratitilinn i 1. deild kvenna i handknattleik. Lokastaðan i mótinu varð þessi: Valur 10 6 2 2 131:106 14 Fram 10 6 2 2 125:103 14 Vikingur 10 3 3 4 77:82 9 Armann 10 3 2 5 113:116 8 KR 10 3 2 5 110:130 8 Breiðabl. 10 2 3 5 109:128 7 Erla Sverrisdóttir hin snjalla handknattleikskona úr Ármanni, varð markhæst i mótinu. Hún skoraði alls 55 mörk og er það vel að sér vikið, þvi að hún var tekin úr umferð, nær alla leiki sina i mótinu. Listinn yfir markhæstu stúlkurnar litur þannig út: Erla Sverrisd. Ármann 55 Alda Helgad. Breiðabl. 54 Arnþrúður Karlsd. Fram 45 Svala Sigtryggsd. Val 44 Hjördis Sigurjónsd. KR 43 Björg Guðmundsd. Val 31 Guðrún Sigurþórsd. Árm. 27 Halldóra Guðmundsd. Fram 25 Kristin Jónsd. Breiðabl. 24 Agnes Bragad. Viking 23 Björg Jónsd. Val 20 Oddný Sigsteinsd. Fram 20 Sigþrúður Helga, KR 20 Emilia Sigurðard. KR 17 Guðrún Hauksd. Viking 14 Jónina Jónsd. Viking 14 Elin Kristinsd. Val, 12 Helga Magnúasd. Fram, 11 Katrin Axelsd. Ármann 11 Sigriður Rafnsd. Ármann 11 Guðrún Helgad. Viking, 10 Guðrún Sverrisd. Fram 10 Jóna Kóra Karlsd. Val 10 ÓTÍMABÆRT SKOT, kostaöi Framstú1kurnar tslands- meistaratitilinn i handknattleik kvenna. Þegar aðeins 50 sek. voru til leiksloka i leik Fram og Vals, var staðan 10:9 fyrir Fram — þá skaut ein Framstúlkan ótimabæru skoti. Valsstúlkurnar ná knettinum og bruna upp völl- inn og jafna 10:10. Jafnteflið sýðir það að nú þarf aukaúrslita leik til að skera úr um það,hvort Fram eða Valur hljóti íslands- meistaratitilinn i ár. Framliðið var betra liðið i leiknum og þaö hefði unnið, ef það hafi ekki haft dómarana á móti sér. Dómararnir Björn Kristjánsson og Óli Ólsen, dæmdu leikinn mjög illa og stundum virtist sem þeir væru á móti Framliðinu. Þeir visuðu Fram- stúlkunum af leikvelli i samtals 11. min. Valur náði forustu i leiknum 3:1. Fram jafnaði fyrir leikshlé 4:4, en rétt áður en hálfleiknum lauk, náði Valur aftur forustu 5:4. Siðari hálfleikurinn var nokkuö jafn og það mátti sjá tölur eins og 6;6, 7:7, 8:8 og 9:9. Þá skorar Fram 10:9 og voru þá 3 min. til leiksloka. Valsstúlkunum tókst siðan að jafna eins og fyrr segir. Kristin Orradóttir og Guðrún Sverrisdóttir, báru af i Fram- liðinu. Þessar stúlkur eru aðalmanneskjurnar á bak við spil liðsins. Þá átti mark- vörðurinn Guðrún Magnús- dóttir góðan leik. Hjá Val var Björg Guðmundsdóttir, lang bezt. Mörkin i leiknum skoruðu: Fram: Arnþrúður 3, Oddný 2 Halldóra 2, Guðrún, Helga og Kristin, eitt hver. Valur: Björg 5, Svala 2, Jóna Dóra 2 og Elin 1. Eins og fyrr segir, dæmdu dóm- ararnir mjög illa. Það vakti mikla athygli, þegar þeir ráku eina Framstúlkuna af leikvelli fyrir brot, sem leikmenn i meistaraflokki karla fá AÐEINS áminningu fyrir. Það var ekki nóg, að þeir ráku hana út af, heldur létu þeir hana yfirgefa völlinn i fimm minútur. FURÐULEGT. Þess má geta, að enginn leikmaður i 1. deild karla hefur fengið að yfirgefa völlinn i fimm min. i vetur og hefur þó mátt sjá ljót brot i nær hverjum leik i 1. deild karla. —SOS. rf** I* j*' ,* Arnþrúöur Karlsdóttir, sést hér skora mark f leiknum gegn Val. (Timamynd Róbert) stiga- hæstur ÞÓRIR MAGNOSSON, hinn snjalli körfuknattleiksmaöur úr Val, var heldur betur I sviðs- Ijósinu um helgina. Þórir, sem er mesta skytta, sem tsland á i körfuknattleik, skoraði 80 stig i tvcim leikjum incð Val og varð þar meö stigahæstu i islands- mótiuu i körfuknattleik. Þórir skoraöi 42 stig gegn ÍS og siðan skoraði hann 38 stig gegn Þór. Samtals skoraöi hann 306 stig i mótinu og er það vel af sér vikið, þar sem Þórir lék ekki alla leikina með Val vegna meiðsla. Þrir stigahæstu menn mótsins urðu þessir: ÞórirMagnússon, Val 306 David Devany, UMFN 280 Agnar Friðriksson, IR 275 Þór frá Akureyri er fallið niður i 2 deild. Liðið lék tvo leiki um helgina og tapaði báðurri. Þór á aðeins einn leik eftir, gegn HSK og eru miklar likur á þvi, að Þór gefi leikinn. Leikirnir i 1. deild fóru þannig um helgina: Armann —Þór 102:44 Valur — Þór 111:66 Valur — 1S 103:84 KR — IR 67:66 Staðan er nú þessi i 1. deild: 1R 14 13 1 1255:937 26 KR 14 13 1 1184: 968 26 Armann 14 9 5 1054:961 18 Valur 14 6 8 1209:1116 12 IS 14 5 9 1113:1159 10 UMFN 14 5 9 1014:1221 10 HSK 13 3 10 894:1017 16 ÞÓR 13 1 12 687:1032 2 * Keflavík tapaði Breiöablik stöðvaði sigurgöngu Keflavikurliðsins i knattspyrnu á laugardaginn, þegar liöin mættust i Litlu-bikarkeppninni. Leikurinn fór fram i Keflavík og lauk með sigri Breiðabliks 2:1. Steinar Jóhannsson, hinn snjalli miðherji, skoraði mark heima- manna og var inarkið niunda mark hans á keppnistimabilinu. Steinar skoraði annað löglegt mark i leiknum, sem var dæmt af.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.