Tíminn - 17.04.1973, Page 19

Tíminn - 17.04.1973, Page 19
Þriðjudagur 17. aprll 1973. TÍMINN 19 O Alþingi inn lýsti skilningi á þeim ástæðum, sem liggja að baki ákvörðunar íslands um aðfæra út fiskveiðilandhelgina og bar fram von, um, að á hafrettarráðstefn- unni fengist hagstæð lausn varðandi fiskveiðilögsögu fslands og annarra strandrikja. A miðju árinu 1971, gekk i gildi breyting á samstarfssamningi Norðurlana frá 1962. Hinn 1. jánúar 1972 gekk i gildi samningur um samstarf á sviði menningarmála, sem hefur að markmiði að efla norræn menningartengsl á breiðum grundvelli. Samningur Norðurlandanna um aðstoð i skattamálum tók gildi 1. janúar 1973. 1 febrúar s.l. var undirritaður i Osló samningur um norrænan tækni- og iðnþróunarsjóð. öll Norðurlöndin, þ.á.m. Island, hafa nú fullgilt samkomulag um samstarf á sviði flutninga og samgangna, sem gékk i gildi 1. marz 1973. Til að ljúka þessari upptalningu, sem sýnir ljóslega, að samvinna Norðurlandanna er ekki bara orðin tóm eins og sumir vilja halda fram, vil ég geta þess, að langt er komið undirbúningi að aðild Islands að samstarfs- samningi Norðurlandanna um aðstoð við þróunarlöndin og kemur sú aðild væntanlega til framkvæmda á miðju þessu ári. Samningarnir við Efnahagsbandalagið Alþingi hefur nýlega fjallað um samning Islands við Efnahags- bandalagið, og tel ég ekki ástæðu til að gera grein fyrir honum i þessu yfirliti. Samningurinn var fullgiltur af báðum aðilum 28. febrúar og tók hann gildi 1. april s.l. Enn sem komið er nær samningurinn aðeins til iðnaðar- vara. Umsamdar tollalækkanir fyrir íslenzkar sjávarafuðir eiga ekki að taka gildi fyrr en 1. júli 1973. Þó rikir enn mikil óvissa um, að svo verði vegna fyrir- varans i bókun nr. 6um, að Efna- hagsbandalagið þurfi ekki að láta tollfriðindi fyrir sjávarafurðir taka gildi, ef ekki næst viöunandi lausn fyrir aðildarriki banda- lagsins og Island á i efnahags- erfiöleikum, sem leiða af ráð- stöfunum Islands varðandi fiskveiðiréttindi. Tvivegis hefur Efnahags- bandalagið frestað að taka ákvörðun um beitingu fyrir- varans, fyrst i sambandi við full- gildingu samningsins, og svo siðar með ályktun ráðs banda- lagsins 22. marz s.l. Þá ákvað ráðið aðathuga ányjan leik fyrir 30. júni n.k., hvort fyrirvaranum skuli beitt eða ekki. Við getum vel sætt okkur við það, að Efnahagsbandalagið hefur ekki ennþá tekið ákvörðun um beitingu fyrirvarans. En þvi miður gefur þessi frestur ekki tilefni til neinnar bjartsýni. Þótt fyrirvarinn hafi sætt gagnrýni á þingi bandalagsins, eru ekki horfur á öðru en, að vilji brezku og þýzku rikisstjórnanna ráði afstöðu Efnahagsbandalagsins i þessu máli, og að friðindin fyrir sjávarafurðir komi ekki til fram- kvæmda nema samkomulag hafi áður náðst i landhelgismálinu. Tillaga Dana í EBE 1 þessu sambandi er ástæða til að láta i ljósi ánægju yfir þvi, að danska rikisstjórnin hefur nýlega beitt sér fyrir þvi, að Efnahags- bandalagið endurskoðaði fiski- málastefnu sina með það fyrir augum að viðurkenna sérréttindi þeirra rikja og landshluta, sem eru sérstaklega háð sjávarútvegi til veiða utan 12 milna takmark- anna. Samkvæmt tillögu Dana er hér átt við Island, Færeyjar, Grænland, Norður-Noreg, Hjaltland og Orkneyjar. Þessi tillaga dönsku rikisstjórnarinnar var samþykkt á fundi ráðs Efna- hagsbandalagsins 2. april s.l. og gert ráð fyrir, að Framkvæmda- stjórnin skili áliti um málið fyrir 30. júni n.k. Þótt ekki sé við þvi að búast, að þessi athugun geti haft veruleg áhrif á ákvöröun banda- lagsins um gildistöku tollfriðinda fyrir sjávarafurðir, er hún samt gleðilegur vottur þess, að skilningur á hinum sérstöku vandamálum okkar og annarra fiskveiöiþjóða i Norður-Atlants- hafi fer vaxandi einnig innan Efnahagsbandalagsins. Viöræður viö Breta og V-Þjóðverja Landhelgismálið er enn aðal- viðfangsefni rikisstjórnarinnar út á við. Eftir útfærslu fiskveiðilög- sögunnar, 1. september s.l. hefur verið haldið áfram þeim tilraunum er hófust i águst 1971, til að ná bráðabirgðalausn um landhelgismálið við Breta og Þjóðverja, en þær þjóðir eru þær einu,sem haldið hafa uppi ólög- legum veiðum innan islenzku fiskveiðilögsögunnar. Þessar tilraunir eru i samræmi við ályktun Alþingis frá 15. febrúar 1972 um að halda áfram samkomulagstilraunum við þessi riki um þau vandamál, sem sköpuðust vegna útfærslunnar. Nýlega hafa farið fram i Reykjavik viðræður við embættismenn frá báðum þessum rikjum og er ráðgert, að ráðherraviðræður fari fram við Breta i byrjun næsta mánaðar. Er það von min, að málin þokist þá i átt til bráðabirgðasamkomu- lags, sem tryggi réttmæta hags- muni Islands og aðlögunartimabil fyrir fiskimenn þessara þjóða. Aðrar þjóðir hafa i reynd virt hina nýju islenzku fiskveiðilög- sögu og við tværþjóðir, Belga og Færeyinga, hafa veriö gerðir samningar um heimild til tak- markaðra veiða innan fiskveiði- takmarkanna. Um málshöfðun Breta og Þjóð- verja fyrir Alþjóðadómstólnum vil ég aðeins taka fram, að sú ákvörðun tslands að mæta ekki fyrir dómstólnum var rökrétt afleiðing e,f þeirri ályktun Alþingis frá 15. febrúar 1972, að vegna breyttra aðstæðna geti samningarnir við þessi riki frá 1961 ekki lengur átt við og íslendingar séu því ekki bundnir af ákvæðum þeirra. Varðandi málsmeðferð, er dómstóllinn i lok þessa árs tekur fyrir efnisatriðin, virðist mér augljóst, að tslend- ingar geta ekki átt úrslit i slíku lifshagsmunamáli sinu undir er- lendu dómsvaldi, og að þaö sé þvi rökrétt og eðlilegt, að Island eigi ekki fulltrúa við þennan mála- rekstur fremur en hingaötil. Það er von min, að samstaða þjóðarinnar um framkvæmd þessara mála geti haldizt. Eins og ég hef áður skýrt Alþingi frá, hefur um nokkurt skeið verið unnið að könnun og upplýsingasöfnun varðandi varnarmálin. Meðal annars liggur fyrir álit Atlantshafs- bandaiagsins um hernaðarlegt mikilvægi tslands, sem kynnt hefur verið utanrikismálanefnd Alþingis. Ákvörðun um endur skoöun Varnarsamningsins tekin bráðlega Varnarmálin hafa einnig verið nokkuð itarlega rædd við banda- risk stjórnvöld. 1 máimánuði i fyrra, er Rogers, utanrikisráð- herra Bandarikjanna, var hér i ReykjavikfVar frá báðum hliðum gerð grein fyrir sjónarmiðum til málsins. 1 jánúar s.l. fór ég til Washington og ræddi þá við bandariska utanfikisráðherrann og embættismenn úr bandariska varnarmálaráðuneytinu. Fóru þar fram gagnleg skoðanaskipti, en niðurstaða viðræðnanna var sú, að athuga þyrfti nánar ýmis atriði til þess, að heildarmyndin lægi fyrir. Það er ásetningur minn, að endanleg ákvöröun rikisstjórnarinnar geti byggzt á sem fullkomnustum upplýsingum, en þaö fer ekkert á milli mála, að þaö er algerlega á valdi islenzku rikisstjórnarinnar, hver sú endanlega ákvörðun verður og hvenær hún verður tekin. Akvörðun rikisstjórnar- innar um endurskoðun varnar- samningsins verður þvi væntan- lega tekin bráðlega. Samstarfiö viö utanrikismala- nefnd hefur verið með ágætum á þvi þingi, sem nú er að ljúka, og vil ég þakka það. Hafa samráð utanrikisráðuneytisins við nefndina farið vaxandi og er það að minu áliti til mikilla bóta. Fundir nefndarinnar frá ársbyrjun 1972 hafa verið 25, og hef ég mætt á þeim flestum og reynt að gera nefndinni grein fyrir helztu utanrikismálum, sem á dagskrá hafa verið hverju sinni. Nægur timi til að ákveða hvort senda á mann til Haag Jóhann Haf- stcin (S) tók næstur til máls og kvaðst ekki ætla að ræða al- þjóðamálin al- mennt, heldur fjalla um land- helgismálið fyrst og fremst. Ræddi hann nokkuð um landgrunnsstefnu Is- lendinga, sem ekki mætti hvika frá. Hann kvaðst taka undir vonir utanrikisráðherra um, að bráða- birgðasamkomulag mætti takast við Breta og V-Þjóðverja. Fundur hefði verið i landhelgisnefndinni 13. april að sinu frumkvæði og þar komið fram upplýsingar, sem gætu gefið til kynna, að þær vonir væru á rökum reistar. Einnig hefði verið rætt um málarekstur fyrir Haag-dómstólnum á fundin- um, og þar verið skiptar skoðanir um, hvort senda ætti málflytj- anda til Haag. Þó væri meirihluti nefndarjmanna á þvi að athuga þyrfti það mál mjög vel áður en ákvörðun væri tekin. Fram hefði komið, að Islendingar hefðu frest til 15. janúar 1974 til að ákveða þetta. Það væri þvi nægur timi, og Sjálfstæðismenn hefðu ákveðið að flytja ekki nú neina tillögu um það á Alþingi að senda mann til Haag. Hann lýsti vonbrigðum með þau ummæli ráðherra, að Islendingar vildu ekki leggja lifs- hagsmunamál sitt undir erlent dómsvald. Haag-dómstóllinn væri allt annað en erlent dóms- vald. Hann taldi, að með þvi aö senda málflytjanda til Haag kynni að vinnast, að málinu yrði frestað fram yfir hafréttarráðstefnuna. Hugsanlegt væri hins vegar, að bráðabirgðasamkomulag næðist og þar með samkomulag um niðurfellingu málarekstursins i Haag, og væri þetta ágreinings- mál um málflytjanda þar með úr sögunni. 1 framhaldi af þessu las þing- maðurinn yfirlýsingu frá þing- flokki Sjálfstæðisflokksins, þar sem því er lýst yfir, að ef ekki takist bráðabirgðasamkomulag við Breta og V-Þjóöverja þar sem málareksturinn i Haag veröi felldur niður þá telji flokkurinn að rikisstjórnin eigi skýlaust að hafa samráð við Alþingi og land - helgisnefnd um áframhald máls- ins, og þar á meðal um málflutn- ing fyrir Haag-dómstólnum. Um viðræður þær, sem framundan væru, sagði hann að lokum, að hann væri þess fullviss, að hagsmuna Islands yrði þar fyllilega gætt. Endurskoðun varnar- samningsins eðlileg Gylfi Þ. Gisla- son (A) talaði næstur og fjall- aði fyrst um þróun i átt til bættrar sam- búðar undir for- ystu og fyrir frumkvæði Willy Brandts, og kvað flokk sinn styðja þessa þróun fullkom- lega. Betra samstarf við Austur-Evrópu væri æskilegt. Kvaðst hann vonast til, að hin aukna viðleitni til aukins friðar og öryggis myndi leiða til jákvæðrar niðurstöðu á fundunum i Helsing- fors og Vfnarborg. Hann rakti siðan tillögur Al- þýðuflokksins í varnarmálunum um, að kannað yrði, hvort Island gæti orðið óvopnuð eftirlitsstöð. Hann kvaðst sammála því, að endurskoðun væri timabær og nauðsynleg. Síðan fjallaði þingmaðurinn um landhelgismálið. Réttlætti hann samninginn frá 1961 m.a. meö þvi, að hann hefði I reynd verið sigur I þeirri landhelgisbaráttu, sem hófst með formlegri útfærslu 1958. Hann taldi, að fyrrverandi rikisstjórn hefði unnið aö þvi að kynna máliö um heim allan og unniö dyggilega að málinu. Lagði hann áherzlu á nauðsyn þjóðar- einingar og vildi hann þvi hvetja til aukinnar varfærni i málílutn- ingi manna um samninginn frá 1961. Yfirlýsing Alþýðu- bandalagsins um brott- för hersins Ragnar Arnalds (AB) talaði næstur og gagnrýndi i upphafi varnartilraun siðasta ræðumanns fyrir samningsgjörðina 1961. Ollum væri ljóst, að þessi samn- ingur væri sterkasta og beittasta vopn Breta, og þeir færu sjálfir ekkert dult með það, að þeir byggðu allan sinn ímyndaða rétt á þessum samningi. Siðan fjallaði hann um hina minnkandi spennu i alþjóða- málum, og taldi, að trú manna á forsjá risaveldanna hefði minnkað, og sjálfstæði smáþjóð- anna aukizt að sama skapi. Þingmaðurinn sagði, að i varnarmálunum hefði Alþýðu- bandalagið haft þrjár kröfur i frammi. 1) að bandariska herliðið færi af Islandi, 2) að herstöðvar yrðu lagðar niður, og 3) að Island færi úr NATO. Við gerð málefna- samningsins hefði samkomulag náðst milli stjórnarflokkanna um fyrsta atriðið, brottför hersins, og ótviræð yfirlýsing gefin um það i málefnasamningnum. Það hefði hins vegar orðið að samkomulagi, að landhelgis- málið hefði allan forgang. Nú væri hins vegar langt liðið á kjör- tímabilið, og hefði Alþýðu- bandalagiö af þvi tilefni ákveðið að gefa út sérstaka yfirlýsingu, svohljóðandi: ..Alþýðubandalagið hefur að sjálfsögðu fallizt á þaö sjónarmið, aö landhclgismálið ætti að hafa sérstakan forgang, og meö hliö- sjón af því hefur flokkurinn sætt sig viö, að brottför hersins I áföngum ætti sér staö á siðari hluta kjörtimabilsins. En þar sem kjörtimabilið er nú senn hálfnað, væntir Alþýðubandalagið þess mjög eindregiö, að ekki dragist lengur, að hafnar verði viðræöur við Bandarikjamenn um endur- skoðun varnarsamningsins meö það fyrir augum, að herinn hverfi frá tslandi. Alþýðubandalagið telur sjálfsagt og eðlilegt, aö meðan samningum við Bandarfkjamenn um brottför hersins er ólokiö, verði sjónvarpssendingar Banda- rikjamanna takmarkaöar við herstöðina eina, og af gefnu til- efni telur flokkurinn að sjálfsögðu óviöeigandi, að heimilaðar séu nokkrar framkvæmdir á Kefla- vfkurflugvelli, sem ganga í ber- högg við þá stefnu rikisstjórnar- innar, að herinn hverfi af landi brott”. Markmið endurskoðunar er brottför hersins Bjarni Guðna- s o n , ( u t a n flokka), lýsti i upphafi yfir ánægju sinni með þá sjálf- stæðu og ein- beittu utanrik- isstefnu, sem rikisstjórnin hefði fylgt. A sviði utanrikismála væri augljós- ast, að um stefnubreytingu væri að ræða frá fyrri rfkisstjórn, og þakkaði hann utanrikisráöherra fyrir góöa framgöngu I þvi efni. Hann ræddi siðan sérstaklega varnarmálin og landhelgismálið. Um varnarmálin sagöi hann, að litið væri i skýrslunni. Það væri af þvi, að litið hefði þokað i þeim málum. Væri erfitt að sætta sig við slikan hægagang, en hins vegar kæmi i ljós i skýrslu ráð- herra, að bráðlega yrði tekin ákvörðun um endurskoðun varnarsamningsins. Þessu fagnaði hann, og kvaðst vilja lýsa þvi yfir, að með orðinu endur- skoðun i stjórnarsáttmálanum væri átt við brottför hersins — endurskoðunin ætti ekki að leiða til neins annars samkvæmt mál- efnasamningnum. Varðandi landhelgismálið sagöi hann, að sú óheillaþróun hefði átt sér stað, að upp hefði komið innan rikisstjórnarinnar sjónarmið, sem gengju þvert á markaða stefnu Islendinga varðandi af- stöðuna gagnvart málarekstri Breta i Haag. Við slikt væri ekki hægt að una. Það væri grundvall- aratriði, að aldrei væri vafi á þvi, hver væri stefna Islendinga i landhelgismáiinu. Það væri þvi skylda jafnt stjórnar sem stjórn- arandstöðu að fá um það hreinar linur, hvort senda ætti mann til Haag eða ekki, og hvort félags- málaráðherra hefði hinn fjöl- menna þingflokk sinn meö sér i þvi, að senda mann til Haag. Ef þingmeirihluti væri fyrir þvi að senda manna til Haag, væri eðlilegt að leita til þjóðarinnar, og vita hvort vinstri menn gætu ekki stokkað upp spilin og tryggt óbreytta stefnu. Hannibal vill mann til Haag Hannibal Valdimarsson, félagsmálaráðherra, talaði næstur, ræddi um landhelgis- málið og varnarmálin. Hann sagði, að mikið væri talað um einhug í landhelgismálinu, og væri hann sammála um nauösyn þjóðareiningar. Rikisstjórnin hefði tekiö ákvarðanir i málinu eftir þvi hvernig það hefði legiö fyrir á hverjum tima, og sam- komulag hefði alltaf tekizt þar og i landhelgisnefnd. Kvaðst hann fagna þessu, og vona, að svo yrði áfram. Það yrði hins vegar að vera hverjum frjálst að hafa sina skoðun. Menn yrðu siðan að skipt- ast á skoðunum og reyna að ná sameiginlegri niðurstöðu. Hann ræddi siöan samninginn frá 1961, og taldi, að sá samningur hefði verið nauðungarsamningur, auk þess sem hann hefði verið óheillasamningur fyrir þjóðina vegna skuldbindingarinnar um að visa málinu fyrir Haag-dómstól- inn. Við hefðum sagt þessum samningi upp, og teldum hann úr gildi fallinn, en Alþjóðadómstóll- inn væri á annarri skoðun. Hann kvaðst vera þeirrar skoðunar, að Islendingar ættu að Framhald á 5. siðu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.