Tíminn - 03.05.1973, Qupperneq 8

Tíminn - 03.05.1973, Qupperneq 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 3. mai 1973 A myndinni sést Agnar Þórðar- son, höfundur Lausnargjaldsins, 'Iáta fara vel um sig i stól á sviði Þjóðleikhússins. Umhverfis höfundinn standa leikararnir, og aftast fyrir miðju má greina Benedikt Arnason leikstjóra. 0 LAUSNAR GJALDIÐ eftir Agnar Þórðar son FÖSTUDAGINN 4. mal nk„ frumsýnir Þjóðleikhúsið nýtt is- lenzkt leikrit eftir Agnar Þóröar- son, sem nefnist Lausnargjaidið. Leikstjóri er Bencdikt Arnason. Lausnargjaldið er fjórða leik- ritið, sem Þjóðleikhúsið frumflyt- ur eftir Agnar Þórðarson. Á und- an komu „Þeir komu i haust”, frumsýnt 1955, „Gauksklukkan” árið 1958 og „Sannleikur i gipsi” árið 1965. Það leikrita Agnars, sem hvað mestri hylli hefur náð er þó „Kjarnorka og kvenhylli”, sem frumsýnt var hjá Leikfélagi Reykjavikur 1955 og hefur siðan verið sýnt á fjölda staða viðs veg- ar um landið. Agnar hefur samið nokkur framhaldsleikrit fyrir útvarp, sem miklum vinsældum hafa náð. Af þeim má nefna: „Vixla með afföllum”, sem flutt var 1958," „Ekið fyrir stapann”, árið 1960, „Hæstráðandi til sjós og lands”, 1965. Ennfremur hefur hann skrifað leikrit fyrir sjónvarp, en það var „Baráttusætið”, sem sýnt var 1970. Það leikrit var siðar sýnt i sjónvarpsstöðvum á Norðurlöndum. Þá sýndi Sumarleikhúsið „Spretthlauparann” eftir Agnar i Iðnó og annars staðar árið 1958. Auk þess að skrifa leikrit, hefur Agnar ritað nokkrar skáldsögur og kom hans fyrsta skáldsaga, „Haninn galar tvisvar” út hjá Helgafelli 1949. Aðalhlutverkin i Lausnargjald- inu eru leikin af Val Gislasyni og GuðbjÖrgu Þorbjarnardóttur, en auk þeirra fara leikararnir Sigurður Skúlason og Þórhallur Sigurðsson með stór hlutverk i leiknum. í m.inni hlutverkum eru leikararnir Erlingur Gislason, Rósa Ingólfsdóttir, Bryndis Pétursdóttir, Lárus Ingólfsson, Valdemar Helgason, Guðjón Ingi Sverrisson o.fl. Leikmyndir gerði Gunnar Bjarnason og annaðist hann einn- ig búningateikningar. t þessu nýjasta verki sinu tekur Agnar Þórðarson fyrir vandamál, sem ofarlega eru á baugi i dag. Hann teflir fram eldri kynslóðinni með trú sina á framfarir og hag- sæld i krafti tækninnar, en hins vegar stendur heróp æskunnar um að mannkynið sé að missa samband sitt við móður náttúru, vegna þess hversu hart sé gengið að henni. Krafa yngri kynslóðar- innarer nýtt verðmætamat. Inn i þessa nútimasögu um kynslóða- bilið i Reykjavik, koma svo til- vitnanir i norræna goðafræði, sem hef ja spurningar leiksins upp úr samhengi dagsins og tengir þær viöari þróunarlegri hugsun: „Böls mun alls batna mun Baldur koma.” Þó i leiknum búi dramatiskar andstæöur, er framsetning höfundar á efninu á köflum glett- in og gamansöm og það fólk, sem þarna er lýst, ætti ekki aö vera erfitt að finna i raunveruleikan- um i kring um okkur. í> Sviðsmynd úr leiknum. Eins og á myndinni sést er sviðsetningin nokkuö nýstárleg. Leikararnir á myndinni eru talið frá vinstri: Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Sigurður Skúlason, Lárus Ingólfs- son, Þórhallur Sigurðsson og Veldemar Helgason. Siguröur Skúlason og Valur Gislason I hlutverkum föður og sonar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.