Tíminn - 03.05.1973, Qupperneq 17

Tíminn - 03.05.1973, Qupperneq 17
Fimmtudagur 3. mai 1973 TÍMINN 17 ■■■■■■■■■I ■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■I :: Ályktun aðalfundar miðstjórnar Framsóknar- Aðalfundur miðstjórnar Fram- sóknarflokksins 1973, lýsir ánægju með störf núverandi rikisstjórnar. Verulegur hluti málefnasamningsins hefur þegar verið framkvæmdur. I þvi sam- bandi vill miðstjórnin benda á eftirfarandi meginatriði: 1. 1 landhelgismálinu var þegar snúið við blaðinu. 1 samræmi við stefnuyfirlýsingu núverandi stjórnarflokka fyrir kosningar, hefur nauðungarsamningnum frá 1961 verið sagt upp og fisk- veiðilögsagan færð út i 50 sjó- milur. Hin nýja fiskveiðilög- saga hefur i reynd verið viður- kennd af öllum nema Bretum og V-Þjóðverjum. Dyrum hefur verið haldið opnum fyrir bráðabirgðasamkomulagi við þá. 2. Siðustu skýrslur sýna, að kaup- máttur launa hefur aukizt um rúmlega það, sem heitið var i málefnasamningnum. Rikis- stjórnin hefur jafnframt lagt á það áherzlu aö viðhalda þeim kaupmætti, sem áunnizt hefur. Tryggingabætur voru þegar auknar, m.a. ellilifeyrir tvö- faldaður. 3. Hafin er sókn i byggðamálum. Fjármagn Byggðasjóðs hefur verið margfaldað.'Nýir togarar hafa verið keyptir til allra landshluta. Stórfelldar endur- bætur eru hafnar á frystihúsum og framkvæmdir i landbúnaði auknar. Hafnar hafa verið framkvæmdir samkvæmt sam- gönguáætlunum á Austurlandi, Norðurlandi og við lagningu hringvegar með vegagerð á Skeiðarársandi. Svipað má segja um rafvæðingu og virkjanir og raunar flest önnur svið opinberra framkvæmda um allt land. Rafvæðing dreif- býlisins hefur verið hafin að nýju. 4. Lagður hefur verið grundvöllur að skipulagðri stjórn efnahags- mála og uppbyggingar at- vinnulifsins, með Fram- kvæmdastofnun rikisins. 5. Akveðið hefur verið að gera sveitarfélögum landsbyggðar- innar kleift að reisa allt að 1000 leiguibúðir á næstu 5 árum, með þvi að lána 80% af byggingakostnaði. 6. A alþjóðavettvangi hafa Is- lendingar fylgtsjálfstæðri utan- rikisstefnu. Má i þvi sambandi benda á stuðning tslendinga við inngöngu Kina i Sameinuðu þjóðirnar, viðurkenning nýrra rikja, frumkvæði i mikilvægum málum, m.a. á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna og könnun vegna endurskoðunar varnar- samningsins. Aðalfundurinn leggur áherzlu á að rikisstjórnin haldi áfram að vinna að framgangi þessara og annarra stefnumála og nefnir sérstaklega eftirgreind atriði: 1. Að fullum sigri i landhelgis- málinu ber að vinna af festu og ábyrgð. Lögð er áherzla á að úrskurður Haagdómstólsins um lögsögu i málinu er ekki bindandi fyrir tslendinga, þar sem samningnum við Breta og V-bjóðverja var sagt upp i samræmi við samhljóða ákvörðun Alþingis. Málflutningur fyrir Haag-dóm- stólnum kemur ekki til greina. Aðeins bráðabirgðasamningur við Breta og V-bjóðverja geta komið til mála, enda séu þeir okkur hagkvæmir og takmarki á engan hátt rétt okkar til út- færslu fiskveiðilögsögunnar. Efla ber landhelgisgæzluna m.a. með þvi að kaupa eöa láta byggja tvö ný varðskip. Verði þvi hraðað svo sem unnt er. Meðan þau skip eru ófengin ber að gera allar ráðstafanir sem flokksins 1973 unnt er til öflunar leiguskipa til gæzlu fiskveiðilögsögunnar. Leggja skal áherzlu á sem mesta nýtingu vörzluskipanna, m.a. með þjálfun viðbótar- skipshafna. Reynslan sannar okkur, að vinstri stjórn einni er treyst- andi til þess að halda þannig á málum, að fullur sigur vinnist i landhelgismálinu. 2. Byggðamálin ber að taka enn fastari tökum enda er jafnvægi i byggð landsins eitt mikilvæg- asta verkefnið i islenzku þjóð- félagi. Miðstjórnin samþykkir þvi sérstaka ályktun um nýja sókn i byggðamálum, þar sem m.a. er kveðiö á um gerð heildaráætlunar um æskilega þróun byggðar á tslandi, sér- staka stöðu landshlutasamtaka i stjórnkerfi landsins, aukna fjölbreytni i atvinnulifi lands- byggðar, jöfnun kostnaðar á margvislegri þjónustu, út- rýmingar á misrétti i menntun og menningarlifi, dreifingu opinberra stofnana, eflingu byggðasjóðs og stóraukið fjár- magn til skipulegrar byggða- þróunar á næstu árum. 3. Stefnt verði að þvi að beita félagslegum úrræðum til lausnar æ fleiri vandamála i þjóðfélaginu m.a. með aukinni þátttöku rikisins i atvinnu- framkvæmdum og hækkandi framlögum til þjónustufram- kvæmda. Ennfremur verði haldið áfram að bæta félagslega þjónustu og félags- legt öryggi á sem flestum svið- um. Til fjáröflunar i þessu skyni skal stefnt að þvi að auka skatta á eyðslu, enda verki þeir skattar, sem þannig er varið til bættrar þjónustu við almenn- ing, ekki einnig til almennra kauphækkana sbr. seinasta málslið 4. töluliðs. 4. t efnahagsaðgerðum sinum beri rikisstjórninni að hafa sem nánust samráð við aðila vinnu- markaðarins. Tryggja ber að sú hækkun kaupmáttar, sem náðist i kjölfar kjarasamning- anna i desember 1971 verði ekki rýrð. Rikisstjórnin stuðli að þvi, að i næstu kjarasamning- um verði kjör þeirra lægst launuðu bætt og tekjumisréttið i landinu minnkað. Miðstjórnin telur einnig að i tengslum við kjarasamningana i haust eigi að endurskoða visitölugrund- völlinn og hið sjálfvirka sam- tengda launakerfi. 5. Sem fyrst verði endanlega lok- ið endurskoðun löggjafa um skólakerfi og barna- og ung- lingafræðslu. 1 sambandi við væntanlega löggjöf verði jafn- framt gerð áætlun um nauðsyn- legar byggingar skólamann- virkja, þannig að unnLyerði af þeim sökum að framkvæma hina væntanlegu löggjöf. Skóla- rannsóknir verði auknar og áherzla lögð á hagnýta kennsluhætti i skólum landsins. Við endurskoðun löggjafar um skólakerfi verði áherzla lögð á tengsl skólanna við atvinnuvegi þjóðarinnar, bæði á framhalds- og háskólastigi. Fræðsla full- orðinna verði aukin og um hana sett sérstök löggjöf, svo og um frjálsa félagsmála- og lýðskóla. 6. Framsóknarflokkurinn telur, að endurskoðun varnarsamnings- ins eigi að hefjast innan skamms i samræmi við ákvæði málefnasamningsins. Viðurkenna ber, aö rikisstjórn- inni hefur ekki tekizt að hægja á verðbólgunni eins og aö er stefnt, m.a. vegna verðhækk- ana erlendis og óstööugs geng- is. Efnahagsmálin hljóta þvi að verða eitt höfuöverkefni rikis- stjórnarinnar i náinni framtið. 1 þvi sambandi lýsir aðal- fundurinn sérstakri ánægju yfir gengishækkuninni, sem nýlega hefur verið ákveðin og telur hana spor i rétta átt. Aðalfundurinn vekur athygli á þvi, að meginmunur er á að- gerðum i efnahagsmálum eftir þvi, hvaða rikisstjórn situr. bað þekkir þjóðin af eigin reynslu. Svo mun einnig verða i framtiðinni. Núverandi rikisstjórn mun við lausn efnahagsmála leggja höfuðáherzlu á, að hlutur al- mennings verði ekki fyrir borð borinn. Hún leggur jafnframt áherzlu á að vinna að lausn þessara mála i fullu samráði við hinar öflugu félagsmála- hreyfingar launafólks og sam- vinnumanna. Launafólk og félagshyggjumenn verða að gera sér grein fyrir þessum staðreyndum og slá skjaldborg um núverandi rikisstjórn. Vinstri viöræöur. Miðstjórnin felur viðræðunefnd að halda áfram viðræðum við vinstri flokkana alla, en telur skilyrði ekki fyrir hendi nú til þátttöku i sameiningarviðræðum Alþýðuflokksins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Tillaga til ályktunar um stjórnarkerfi landsins. Miðstjórn Framsóknarflokksins telur, að rikisstjórninni beri að framfylgja dyggilega þeirri and- stöðustefnu við stjórnkerfi Við- reisnarinnar, sem var eitt af aðalsmerkjum stjórnarandstöðu Framsóknarflokksins á siðasta áratug. 1 þessu skyni felur miðstjórnin ráðherrum flokksins að beita sér fyrir eftirfarandi: 1. Sett verði ný lög um Seðlabank- ann og starfsemi hans verði endurskipulögð i þvi skyni m.a. að koma i veg fyrir of mikla valdssöfnun i höndum hans. 2. Hagræðingarrannsóknir verði framkvæmdar á öllum rikisstofn- unum. bessar rannsóknir verði framkvæmdar af utanaðkom- andi og óháðum aðila og niður- stöður þeirra birtar öllum al- menningi. 3. Stefnumótandi starf ráðuneyt anna og annarra lykilstofnana i stjórnkerfinu verði i höndum póli- tiskra embættismanna. 4. Settar verði reglur um ncfnda- störf embættismanna utan sins eiginlega verksviðs. 5. Sett verði lög, sem skyldi allar opinberar stofnanir, ráðuneyti jafnt og aðrar stofnanir, til að gefa árlega opinbera skýrslu um starfsemi sina, verkefni, útgjöld og starfshætti. bessar skýrslur verði kynntar á opnum fundum. 6. Jafnhliða flutningi opinberra stofnana til hinna ýmsu lands- hluta verði tryggt að ibúar lands- byggðarinnar, sem koma til höfuðborgarinnar til að reka er- indi við opinbera aöila, fái greiðari afgreiðslu. 7. Rannsóknarstofnun á vegum rikisins verði gert skylt að birta með hálfs árs fyrirvara stefnu- mótandi drög um verkefni fyrir næsta ár ásamt fjárhagsáætlun- um. Endurskoðun sveitarstjórnariaga verði framkvæmd og hún miöuð við tilkomu landshlutasamtak- anna, hlutverk þeirra og verk- efnaskiptingu milli rikis og sveitarfélaga. Komið verði á fót samstarfsnefndum héraða. Byggðasjóði verði tryggt nægjan- legt fjármagn til að standa straum af áætlanagerð á vegum og i samráði við landshlutasam- tök sveitarfélaga. Með þessum aðgerðum er mögulegt að auka sjálfsforræði byggðarlaga, auka þátttöku fólks i stjórnum eigin mála og bæta staðbundna þjón- ustu. Aö aukin verði fjölbreytni at- vinnulifs landsbyggðarinnar, bæði með aukinni fullvinnslu og fjölbreytni i undirstöðuatvinnu- vegum þjóðarinnar og með stór- eflingu iðnaðar og þjónustu um allt land. Sú iðnþróunaráætlun, sem nú er unnið að, verði m.a. miðuð við að efla stórlega iðnað landsbyggðarinnar, og þá einkum nýjan iðnað, sem reka má i smá- um einingum þar sem slikur iðnaður hentar bezt flestum stöð- um landsbyggðarinnar. Að sköpuð verði betri starfsskil- yrði fyrir atvinnufyrirtæki úti á landi m.a. með þessum aðgerð- um: a) Jöfnuði kostnaðar vegna flutn- ings. b) Jafnaðarverði á rafmagni. c) Breytingum á gjaldskrá lands- simans til jöfnuðar. d) Stofnun þjónustumiðstöðva fyrir atvinnulifi hvers héraðs. e) Forgangslánum til fyrirtækja i dreifbýli. Að húsnæðisvandræði lands- byggðarinnar verði leyst m.a. með hærri lánum til ibúðarbyggj enda þar og með sérstöku fram- lagi úr Byggðasjóði til húsnæðis- mála dreifbýlisins. Að útrýmt verði þvi alvarlega misrétti, sem i dag rikir varðandi aðstöðu til menntunar og menn- ingarlifs eftir búsetu. bjóðleikhús sinfóniuhljómsveit og opinber listasöfn haldi á skipulegan hátt uppi kynningu listar i hinum ýmsu landshlutum. Fjöldi leiðbeinenda i ýmiss konar menningarlegu félagsstarfi verði stóraukinn og stefnt að þvi, að sérhvert byggðarlag eignist slika starfskrafta. Aðsamgöngukerfið um landið allt verði tekið til ýtarlegrar skoðun- ar, samgönguáætlanir gerðar i öllum landshlutum, bæði hvaö varðar vegakerfi, flutninga á sjó og i lofti með það markmið að gera samgöngur öruggari og jafna flutningskostnað bæði milli landshluta og innan þeirra. Aðunnið verði skipulega að dreif- ingu opinberra stofnana og starf- semi þeirra um landið. Ný sókn í byggðamálum. Framsóknarflokkurinn telur, aö eitt þýðingarmesta stjórnmála- verkefni samtimans sé að snúa vörn og undanhaldi i byggðamál- um i sókn gegn þeirri geigvæn- legu byggðaröskun, sem þegar hefur gjörbreytt byggð á tslandi. Ný sókn i byggöamálum er þeim mun brýnni, þar sem útlit er fyrir að byggðaröskun haldi áfram á næstu áratugum ef ekki verður nú þegar gripið til viðrækra sam- verkandi gagnráðstafana. bótt nokkuð hafi dregið úr hraöa byggðaröskunarinnar, það sem af er þessu kjörtimabili, hefur hún haldið áfram þrátt fyrir margvis- legar ráðstafanir, sem gerðar hafa verið til að stuðla að byggða- jafnvægi i landinu. bar eð lifvæn- leg byggð og öflugt atvinnulif um land allt er meginforsenda vel- megunar landsmanna er ný og skipuleg sókn i byggðamálunum þjóðarnauðsyn og þjóðarskylda við landið og framtiðina. Kjarni hinnar nýju sóknar. Margvislegar ráöstafanir hafa verið gerðar á undanförnum ár- um til aö hamla gegn byggða- röskun, og með tilkomu núver- andi rikisstjórnar hefur að ýmsu leyti verði tekið mun kröftuglegar á málefnum landsbyggðarinnar en áður var. Reynsla siöasta ára- tugs sýnir hins vegar, að mun veigameiri og viðrækari ráö- stafanir þurfa að koma til. ef raunhæfur árangur á að nást. Framsóknarflokkurinn telur, aö þar beri að leggja áherzlu á eftir- talin meginatriði: Aðunnið verði að uppbyggingu og eflingu hinna ýmsu byggðarlaga á grundvelli heildaráætlunar um æskilega þróun byggðar á tslandi fram til ársins 1985. bessi áætlun nái jafnt til byggðaþróunar i hin- um einstöku landshlutum, sem og nýtingar landsins og gæða þess i heild. Hún verði tengd áætlana- gerð landshlutasamtaka sveitar- félaga og unnin i samráði við þau undir yfirstjórn Framkvæmda- stofnunar rikisins. Aðaukin verði sjálfsstjórn lands- byggðarinnar og stjórnkerfi hennar eflt og einfaldað með þvi að lögskipa landshlutasamtök sveitarfélaga sem samstarfsvett- vang sveitarfélaga i hverjum landshluta og tengilið milli ein- stakra sveitarfélaga og rikis- valdsins. Landshlutasamtökin fái aukna tekjustofna, vald og verk- efni, m.a. við áætlanagerð, at- vinnuuppbyggingu og margvis- lega þjónustustarfsemi. Ný sókn krefst mikils átaks. Framsóknarflokkurinn telur það skyldu sina að berjast fyrir þeirri sókn i byggðamálunum, sem get- ur komið i veg fyrir áframhald- andi byggðaröskun á næstu ára- tugum og þar með skiptingu þjóðarinnar i tvær lifskjara- og menningarheildir. Til þess að slik sókn verði meira en orðin tóm þarf að veita miklu fjármagni til þessa sameiginlega verkefnis þjóðarinnar allrar á næstu árum. Framsóknar- flokkurinn mun þvi beita sér fyrir þvi að Byggðasjóður veröi efldur og stóraukið fjármagn til skipu- lagðrar byggðaþróunar næstu árin. Mun fátt verða þjóöinni til meira gagns og sóma en að minnast 1100 ára afmælis byggðar á Islandi með þvi að hefja þá sókn, sem tryggir komandi kynslóðum land- ið allt i byggð. Nefnd byggðamála. Miðstjórnin samþykkir að kjdsa 5 manna milliþinganefnd innan flokksins, er hafi það hlutverk aö gera athuganir á fjármagnsþörf Byggðasjóðs vegna byggða- þróunaráætlana i samræmi við yfirlýsingu miöstjórnarfundarins i byggðamálum. Nefndin skili áliti sinu á flokksþingi á næsta ári. Kveðja til Vestmannaeyinga. Aöalfundur miðstjórnar Fram- sóknarflokksins, haldinn i Reykjavik dagana 27.-29. april 1973 harmar hið mikla áfall er eldgosið á Heimaey hefur leitt yf- ir ibúa Vestmannaeyja. Fundurinn sendir Vestmanna- j eyingum hugheilar kveðjur með j von um að sem fyrst og sem bezt i rætist úr vanda þeirra. :: ■■■■■■■■■■■■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.